Morgunblaðið - 05.08.1998, Page 49

Morgunblaðið - 05.08.1998, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ I < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1998 49 FRÉTTIR Ferðamálaráðherra Irlands heimsækir Reykjavík Opnar Irskan dag í Perlunni á föstudag og hittir ráðamenn að máli FERÐAMÁLARÁÐHERRA ír- lands, dr. James McDaid, kemur hingað til lands í stutta heimsókn í dag, miðvikudag 5. ágúst. Ráðherr- ann kemur hingað ásamt fylgdar- liði í tilefni af 20 ára afmæli ferða- skrifstofunnar Samvinnuferða Landsýnar, sem átt hefur langt samstarf við ferðamálayfirvöld á Irlandi. í ár eru 20 ár liðin síðan SL flaug fyrsta leiguflug sitt til ír- lands. Dr. James McDaid hittir Davíð Oddsson forsætisáðherra árdegis á fimmtudag, en síðan verður farið í skoðunarferð um Reykjavík. Hann heimsækir Vatnsveituna, Árbæjar- safn og Nesjavallavirkjun og hittir borgarstjóra, Ingibjörgu Sólránu Gísladóttur að máli. Á fóstudag verður James McDaid viðstaddur á Irskum degi í Perlunni, þar sem haustferðir Samvinnuferða Landsýnar til Du- blin verða kynntar. Irskur dagur hefst kl. 16:00 og þar verða fjöl- breytt skemmtiatriði, ferðatilboð og ferðakynningar, auk þess sem Lukkuhjól Samvinnuferða Land- sýnar verður á staðnum. Héðan fer ráðherrann á laugar- dag. Með ráðherranum verður Chris Kane, framkvæmdastjóri frá Ferðamálaráði Irlands og nokkrir aðrir embættismenn. Dr. James McDaid er 49 ára gamall, læknir að mennt frá Do- negal-héraði á Irlandi. Hann var kjörinn á þing landsins árið 1988. Hann hefur átt sæti í þingnefndum um kvenréttindi, um fjársýslu og í þróunarnefnd norður- og suðui'- hluta Irlands. Þá á hann sæti í ut- anríkismálanefnd írska þingsins og í sérstakri undimefnd um málefni Norður-írlands. Hann varð ráð- herra ferðamála, íþrótta og útiveru í júní í fyrra. Brjósta- gjafar- vika stend- ur yfír ALÞJÓÐLEG brjóstagjafarvika á vegum WABA verður haldin vik- una 1.-7. ágúst. Að þessu sinni er áherslan lögð á efnahagslega hlið brjóstagjafarinnar fyrir fjölskyld- una og þjóðfélagið undir yfirskrift- inni: Brjóstagjöf: besta fjárfesting- in. „Margir rannsóknir hafa sýnt fram á gildi brjóstagjafar fyrir heilsu ungmenna og betri heilsu fullorðinna sem voru brjóstfæddir sem börn. Betri heilsa hefur bein- an sparnað í för með sér fyrir ein- staklingana sjálfa en nýlega var gerð bandarísk athugun á því hvað brjóstabörn spöruðu heilbrigðis- kerfinu,“ segir í frétt frá samtök- unum Barnamál. Barnamál, sem er áhugafélag um brjóstagjöf, vöxt og þroska bama stendur að brjóstagjafarvik- unni hér heima. Meðal annars verða greinar um brjóstgjöf birtar í blöðum og tímaritum í tengslum við þessa viku. Barnamál verður 15 ára á næsta ári og hafa hjálparmæður félagsins í gegnum tíðina hjálpað mörgum mæðram við brjóstagjöf og annað er varðar umönnun bama. Hjálp- armæður era staðsettar víða um land og er allt þeirra starf unnið í sjálfboðavinnu. Barnamál hefur gefíð úr frétta- og fræðsluritið Mjólkurpóstinn í 13 ár og haft opið hús tvisvar í mánuði í Hjallakirkju í Kópavogi. ---------------- Ráðstefna náms- og starfsráðgjafa í DAG hefst í Nomæna húsinu samnorræn námstefna náms- og starfsráðgjafa. Ráðstefnunni lýkur á sunnudaginn. Þetta er fyrsta ráðstefnan sinnar tegundar hér á landi og sitja hana yfir 100 manns, þar af 25 íslend- ingar. Islenskir náms- og starfsráðgjaf- ar hafa verið aðilar að norrænum samtökum síðan 1988 og munu þeir taka við stjórn samtakanna árið 1999. Úr dagbók lögreglunnar V ersliinarmannahelgin, 31. júlí - 4. ágúst 1998. FÁTT fólk var í miðbænum um helgina og tiltölulega rólegt. Það eru þó alltaf einhverjir til vand- ræða og t.d. voru 4 teknir fyrir ótímabært þvaglát. Umferðin 50 ökumenn vora teknir fyrir of hraðan akstur í Reykjavík og 16 fyrir ölvun við akstur um helgina. Aðfaranótt laugai'dags var bifreið stöðvuð á Suðurlandsvegi við Rauðavatn en henni hafði verið ekið á 150 km hraða. Um svipað leyti var bifreið ekið útaf Vestur- landsveginum við Þingvallaveg til að koma í veg fyrir að aka á ölvað- an mann sem stökk í veg fyrir bif- reiðina. Sá ölvaði var tekinn á staðnum. Innbrot og þjófnaðir Lögreglunni var tilkynnt um 7 innbrot um helgina sém er fækk- un frá síðasta ári en þá voru þau 10 og árið þar áður 22. Um þessa helgi var lögreglan líka með sér- stakt eftirlit til að koma í veg fyrir innbrot. Síðdegis á fóstudag var tilkynnt um þjófnað á nokkur hundruð þúsund ki'ónum úr skúffu á bensínstöð í vesturbæn- um. Þetta voru peningar sem vora tilbúnir fyi-ir uppgjör. Líkamsmeiðingar og árásir Maður var fluttur á slysadeild úr Hafnarstræti á föstudagskvöld, bólginn og blóðugur í andliti. Kvaðst hann hafa orðið fyrir árás unglingahóps. Aðfaranótt laugar- dags var maður fluttur á slysa- deild sem kvaðst hafa orðið fyrir árás dyravarða á veitingastað í miðbænum er hann ætlaði inn í veitingahúsið. Um svipað leyti voru tveir menn teknir í Pósthús- stræti fyrir að sparka í liggjandi mann. Á sama tíma varð maður fyrir árás tveggja manna í Lækj- argötu. Hann tapaði úlpu og pen- ingaveski á flóttanum en árásar- mennirnir fundust ekki. Maðurinn var fluttur á slysadeild. Aðfai’a- nótt sunnudags var tilkynnt um meðvitundarlausan mann utan við veitingahús við Laugaveg. Maður- inn var slasaður á hnakka og í andliti og var fluttur á slysadeild. Árásarmaðurinn var handtekinn. Annað Aðfaranótt sunnudags var til- kynnt um konu sem væri komin niður á dekk sem hanga utan á Miðbakkanum. Henni var bjargað upp áður en hún fór í sjóinn og ek- ið á sjúkrahús. Um hádegi á laug- ardag var maður tekinn fyrir að brjóta með kúbeini allar rúður í bifreið fyrrverandi eiginkonu. Honum var sleppt eftir skýrslu- töku. Fjögurra ára gamalt barn brenndist í sturtu á sunnudag er ki-ani fyrir heitt vatn brotnaði af. Barnið var flutt á Landspítala með brunasár á neðri hluta líkam- ans. Skömmu eftir miðnætti að- faranótt mánudags féll maður nið- ur þrjá metra og lenti á gangstétt við Laugaveg. Maðurinn var flutt- ur á slysadeild og reyndist lær- brotinn. Kl. 08.34 á mánudag var tilkynnt um að vatnsveituæð hafi farið í sundur við Einimel 19. Garðurinn við húsið og kjallari undir bílskúr fóru undir vatn. Talið er að stofnæð hafi þver- sprungið og varð að loka íyrir vatn á svæðinu. Á mánudagskvöld var kvartað yfir hávaða frá vekjaraklukku sem hafði verið í gangi nánast alla helgina. í ljós kom að eigandinn var í Vest- mannaeyjum og gat ekki stoppað klukkuna. Nágranninn ætlaði að umbera hávaðann þar til eigand- inn kæmi heim. 13% RAUNÁVÖXTUN SÍÐUSTU 6 MÁNUÐI cm Prima 90x200 c Millistíf. Mjúk yfirdýna 19.200.- Solo 90x200 cm. Millistíf. Einfalt fjaðrakerfl. Yfirdýna fylgir í verði. 12.360 Maxi 90x200 cm. Pocketfjaðrir. Tvöfalt fjaðrakerfi. Þykk yfirdýna fylgir í 49.300.- President 90x200 Stíf. Náttúruleg Latex yfirdýna fylgir í 63.980.- Hærri en í nokkrum öðrum séreignarlífeyrissjóði* Við val á lífeyrissjóði er mikilvægt að skoða hvernig raunávöxtun sjóðanna hefur verið síðasta árið og hver kostnaðurinn er á hvern félaga í sjóðnum. Kostnaður á hvem virkan sjóðsfélaga Frjálsi lífeyrissjóðurinn 1.520 kr. Hrein raunávöxtun 1997 7,89% Hrein raunávöxtun 1998 13% *[ Viðskiptablaðinu 15. júlí 1998 kemurfram að Frjálsi l[feyrissjóðurinn var með hæstu hreinu raunávöxtunina árið 1997 og lægsta kostnað á hvern virkan sjóðsfélaga. Frjálsi lífeyrissjóðurinn þolir því allan samanburð! Er nokkur spurning hvaöa lífeyrissjóð þú velur? Hringdu i síma 540 5060 eða komdu til okkar á Laugaveg 170. FRJÁLSI LÍFEYRISSJÓÐURINN Frjálsi llfeyrissjóðurinn er stærsti og elsti séreignarlifeyrissjóður landsins. Skoðaðu, prófaðu J og firmdu j muninn! | ^ HÚSGAGNAHÖLUN Bfldshöfði 20-112 Rvík - S:510 8000

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.