Morgunblaðið - 27.08.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.08.1998, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Kaupmáttur launa frá 1987 Ársmeðaltal, 1990 = 100 1987 1 1988 ' 1989 1 1990 1 1991 1 1992 1 1993 ' 1994 1 1995 ' 1996 1 1997 ' 98 Kaupmáttur launa hefur aukist hratt undanfarin tvö ár Kaupmáttur nú nærfellt sá sami og 1987-88 KAUPMÁTTUR launa er nú nær- fellt orðinn sá sami og hann varð hæstur fyrir tíu árum á árunum 1987 og 1988, samkvæmt útreikn- ingum Þjóðhagsstofnunar. Þá varð kaupmátturinn að meðaltali 116,4 stig á árinu 1987 og 116,5 stig að að meðaltali á árinu 1988, en kaup- mátturinn í júlí síðastliðnum var 115,9 stig samkvæmt útreikningi Þjóðhagsstofnunar og viðbúið er að hann hafi enn hækkað nokkuð í ágústmánuði vegna verðhjöðnunar í mánuðinum samkvæmt mæling- um vísitölu neysluverðs. Kaupmáttur launa óx hratt á ár- unum 1986 og skattlausa árinu 1987 og náði hámarki á vordögum 1988 þegar hann varð 124,9 stig. Eftir það lækkaði kaupmáttur jafnt og þétt vegna vaxandi erfið- leika í efnahagslífinu og var að meðaltali 106 stig á árinu 1989 samanborið við rúm 116 stig tvö árin þar á undan, eins og fyrr sagði. Fór kaupmátturinn niður í 97,5 stig á árinu 1994, en hefur frá þeim tíma aukist jafnt og þétt, þótt stærstu stökkin hafi verið tekin eftir kjarasamningana í fyrravor og áfangahækkun launa um síðastliðin áramót. Þá hefur verið til muna minni verðbólga í kjölfar kjarasamninganna en reiknað var með við gerð þeirra og hefur það orðið til þess að kaup- mátturinn hefur aukist samsvar- andi. Kaupmáttur á enn eftir að aukast í ársbyrjun 1995 var kaupmátt- urinn 97,1 stig og hefur síðan auk- ist jafnt og þétt. Hann var 104,7 stig í ársbyrjun árið eftir og hélst svipaður þar til eftir kjarasamning- ana í fyrravor þegar hann fór í 109 stig. Hann varð síðan tæp 115 stig í ársbyrjun nú og hefur til júlíloka vaxið í tæp 116 stig. Viðbúið er að hann eigi enn eftir að aukast á næstu mánuðum, því allt útlit er fyrir að verðlagshækkanir verði litlar á næstunni og samkvæmt kjarasamningunum kemur önnur áfangahækkun launa um næstu áramót og hækka laun þá almennt um 3,65%. Mýflug hyggur á flug til Húsavíkur FLUGFÉLAGIÐ Mýflug hefur til- kynnt að það muni hefja áætlunar- flug milli Húsavíkur og Reykjavík- ur 1. september nk. Hjá skrifstofu Mýflugs í Reykja- hlíð við Mývatn fengust þær upp- lýsingar að flogið verði tvisvar á dag mánudaga, miðvikudaga og laugardaga og einu sinni á dag sunnudaga, þriðjudaga og fimmtu- daga. Opinn hringmiði mun kosta 10.530 kr. en sérstakur afsláttar- miði 8.730 kr. Leifur Hallgrímsson, fram- kvæmdastjóri Mýflugs, sagði í gær, að til að byrja með yrði flogið á sjö og níu sæta vélum. Síðan standi til að kaupa stærri vél í haust. „Það má kannski segja að það hefði verið betra að bíða þar til við værum komnir á stærri vél,“ sagði hann. „Þar sem við teljum ótækt að Hús- víkingar njóti ekki þjónustu loft- flutninga gengur það hins vegar ekki upp. Þessari óvissu um flug til Húsa- víkur varð að linna.“ Leifur sagðist ekki vita hvort Is- landsflug ætlaði sér einnig að taka upp flug til Húsavíkur. „Ákvörðun þeirra hefur ekki áhrif á okkar ákvörðun að svo komnu máli,“ sagði hann. „Við erum búnir að ákveða að gera þetta og það verður að vera þeirra ákvörðun hvort þeir koma í slaginn. Við munum svo sjá til hverju fram vindur.“ Ákvörðunar að vænta frá Islandsflugi Omar Benediktsson, fram- kvæmdastjóri íslandsflugs, sagði það enn í athugun hvort Islandsflug tæki upp áætlunarflug til Húsavíkur. „Við erum að vinna okkar heimavinnu og látum ekkert utanaðkomandi trufla okkur,“ sagði hann. „Það kemur svo sennilega í Ijós á morgun eða fóstu- dag hvað við gerum í rnálinu." Morgunblaðið/Golli HELGI Stefúnsson, formaður Landssambands bifreiðastjóra, af- hendir Geir H. Haarde fjármálaráðherra mótmæli gegn hækkunum á bifreiðagjaldi. Lönduðu kolmunna fyrir 20 milljónir UM 850 tonnum af frystum kolmunna var landað úr Gardari EA á Reyðarfirði í gær. Auk þess var um 450 tonnum af kolmunna landað til bræðslu úr skipinu. Áætla má að verðmæti aflans sé hátt í 20 milljónir króna. Að sögn Birkis Hreinssonar, skipstjóra á Gardari EA, er kolmunninn frystur um borð eins og frystigetan leyfir og seg- ir Birkir það hafa tekið um tvær vikur að fylla frystilestina en á meðan hafi öðrum afla verið landað í bræðslu. Gardar EA landaði um 900 tonnum af kolmunna í bræðslu á sunnudag og segist Birkir því hafa landað um 1.350 tonnum af kolmunna í bræðslu á einni viku. Helmingi hærra verð fyrir frystan kolmunna -Birkir segist hafa fengið kolmunnann utan við Papa- grunn en fregnir berist af kolmunnaveiði víða að. „Skip sem var að veiðum rétt suður undir færeysku landhelgislín- unni fékk kolmunna og einnig norskt skip kolmunna sunnan við færeysku línuna. Eins fá ís- lensku skipin talsverðan afla hér suðaustur af landinu. Við erum hins vegar að ná betri árangri því við höfum meira vélarafl en flest íslensku skipin og getum því togað með stærra troll," seg- ir Birkir. FLUTNINGASKIPIÐ Green Ice kom gagngert til íslands til að sækja aflann, Um helmingi hærra verð fæst fyrir frystan kolmunna en aðeins örfá skip sem nú eru á kolmunna- veiðurn geta fryst aflann um borð. Fyrir frystan kolmunna fást á bilinu 16-18 krónur fyrir kílóið en um 8.600 fæst fyrir tonnið í bræðslu. Samkvæmt því má áætla að verðmæti þess sem landað var úr Gardari í gær sé hátt í 20 milljónir króna. Frysta kolmunnanum var landað beint í flutningaskipið Green Ice sem kom gagngert til landsins til að sækja aflann. Það siglir með kolmunnann til Rúss- land þar sem hann er nýttur til manneldis. Hluti aflans fer þó til Ukraínu þar sem hann fer í dýrafóður. Gardar EA hélt aftur á miðin í gærkvöldi. Morgunblaðið/Helgi Garðarsson UNNIÐ við uppskipun á frystum kolmunna úr Gardari EA. Bifreiðasljórar mótmæla hækkun bifreiðagjalds Tilbúnir í „franskar aðgerðir“ LANDSSAMBAND vörubifreiðar- stjóra hefur mótmælt harðlega hækkunum sem orðið haf á bifreiða- gjaldi undanfarin ár. í ályktun landssambandsins segir að sérstak- lega sé mótmælt þeirri 80-100% hækkun sem samþykkt var á Alþingi síðastliðið vor. Stjórn Landssambandsins gekk á fund Geirs H. Haarde fjármálaráð- herra í gær og afhenti honum álykt- unina og undirskriftir félagsmanna. Að sögn Jóns M. Pálssonar, með- stjórnanda í landssambandinu, tók fjármálaráðherra erindi bifreiða- stjóra vel. Sagði hann það trú félags- manna að leiðrétting fáist í þessu máli og menn telji að flumbrugangur á síðustu dögum þings valdi því að þessi ginðarlega hækkun hafi orðið á bifreiðagjöldum. Hann sagði að mikll ólga væri meðal félagsmanna og þeir væru tilbúnir í „franskar aðgerðir", eins og hann orðaði það, fengist ekki leiðrétting. Var Jón þar að vísa til aðgerða franskra bifreiðastjóra, sem lokuðu helstu vegum landsins til að leggja áherslu á kröfur sínar. I ályktuninni segir ennfremur: „Landssamband vörubifreiðastjóra getur ekki fallist á þá skýringu stjórnvalda að til þess að fella niður vörugjöld af atvinnutækjum þurfi að koma til 100% hækkunar anna.rra gjalda. Landssamband vörubifreiða- stjóra fer þess á leit við fjármálaráð- herra og Alþingi, að lögum um bif- reiðagjöld verði breytt strax á hausti komanda í þá veru að síðustu hækk- anir bifreiðagjaldsins verði felldar brott."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.