Morgunblaðið - 27.08.1998, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 27.08.1998, Blaðsíða 60
I Það besta úr báðum heimum! unix og NT = hp OPIN KERFIHF What hewlett PACKARO WWW.NYHERJ1.IS TVÍMÆLALAUS'Í i mammmmmmm ÞAKFASTI N TÞJONNINN I IIM Netfínity I <33> NÝHERJI MORGUNBLAÐW, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI6691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 PTMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Um 80% sjómanna íInna fyrir sjóveiki 25 stærstu út- gerðirnar eiga helming kvótans í KÖNNUN meðal 500 sjómanna á aldrinum 17-66 ára kom fram að 80% þeirra eru sjóveikir, flestir þegar þeir eru í fyrsta sinn á sjó en margir þegar veður er slæmt. Helmingur af þessum hópi hefur verið lengi á sjó. Þá þjást um 29% sjómanna af sjóriðu. Þetta kom fram í máli Hannesar Petersen læknis á nor- rænu ráðstefnunni um slys og veik- indi á sjó sem lauk í Reykjavík í gær. Hannes Petersen benti á að sjó- 'veiki væri e.t.v. ekki rétta orðið þar sem menn íyndu íyrir sams konar óþægindum í öðrum farartækjum, svo sem bílum, lestum og flugvél- um og því væri nær að tala um hreyfiveiki eða ferðaveiki. Sagði hann í raun ekkert að þeim sem væru sjóveikir, vandinn væri hin óvenjulega hreyfing sem menn yrðu fyrir á sjó og þyrftu tíma til að venjast. Tekur marga daga að sjóast Fram kom að oft tekur fjóra til fímm daga að sjóast og dveiji sjó- menn lengi í landi er hætt við að þeir verði sjóveikir þegar þeir láta aftur úr höfn, jafnvel þótt gamal- reyndir séu. Gísli Viggósson hjá Siglinga- stofnun Islands kynnti upplýsinga- kerfi um veður og sjólag, þ.e. öldu- hæð og strauma og fleira sem kom- ið hefur verið upp og sjómenn geta sótt í áður en þeir sigla. Auk þess að gefa upplýsingar um ástandið á hverjum tíma verður mögulegt að gefa út spá nokkra daga fram í tím- ann og er þar m.a. byggt á eldri gögnum um veðurfar, sjólag og ölduhæð. Þetta gerir sjófarendum kleift að meta hvort óhætt er að sigla um tiltekin svæði eða hvort ölduhæð er slík að hætt sé við að skip fái á sig brot eða þeim geti hvolft. 25 STÆRSTU sjávarútvegsfyrir- tæki landsins eiga eftir fiskveiðiára- mótin hinn 1. september nk. saman- lagt meira en helming heildarkvóta landsmanna. Samanlögð kvótaeign fyrirtækjanna nemur nú 231.721 þorskígildistonni eða 50,45% af heildarkvótanum. Á síðasta fisk- veiðiári áttu 25 stærstu sjávarút- vegsfyrirtækin 46,45% af heildar- kvótanum. Ekld verða gagngerar breytingar á kvótaeign stærstu útgerðarfyrir- tækjanna um fiskveiðiáramótin. Hjá flestum fyrirtækjunum hefur hlutfall af heildarkvóta aukist talsvert sem rekja má til aukinna aflaheimilda í þorslri. Þá hafa á fiskveiðiárinu sem senn er liðið orðið til öflug sjávarút- vegsiyrirtæki með sameiningum. Má þar nefna sameininginu Haraldar Böðvarssonar hf. á Akranesi og Mið- ness hf. í Sandgerði en eftir samein- inguna er fyrirtækið orðið annað stærsta sjávarútvegsfyrirtæki lands- ins og hefur yfir að ráða 21.189 þorskígildistonna kvóta. Einnig hef- ur kvóti Þorbjamar hf. í Grindavík aukist verulega eftir sameiningu við m.a. Bakka í Bolungarvík. ■ Eiga nú meira/20 Islenska útvarpsfélagið Bíórás sett á laggirnar ÍSLENSKA útvarpsfélagið hf. hleypir af stokkunum nýrri sjónvarpsrás, Bíórásinni, um mánaðamótin september-októ- ber. Eins og nafnið gefur til kynna verður rásin helguð kvikmyndum og er ráðgert að útsendingartími verði því sem næst allan sólarhringinn. Bíórásin sendir út á örbylgju, líkt og Fjölvarpið, en Björgvin Halldórsson, umsjónarmaður þessa verkefnis, segir að ekki liggi fyrir hvert áskriftar- gjaldið verður. Málið hefur átt sér nokkum aðdraganda og segir Björgvin að á rásinni verði sýndar kvik- myndir sem eru vinsælastar hverju sinni, helstu gullmolar kvikmyndasögunnar, íslensk- ar kvikmyndir og auk þess fjölbreytt efni, þar á meðal kvikmyndir þar sem ekki er mælt á enska tungu. Kvik- myndirnar verða allar með ís- lenskum texta. „Rásin á að vera sem fjöl- breyttust og byggist á þeim myndum sem Islenska út- varpsfélagið hefur fest kaup á í gegnum tíðina, en á rásinni verða einnig fmmsýningar og hún á að höfða til sem flestra kvikmyndaunnenda," segir Björgvin. Tíu myndir sýndar daglega Vissar kvikmyndir verða sýndar oftar en einu sinni eða tvisvar í mánuði þannig að áskrifendur geti valið sinn sýningartíma. Ráðgert er að sýningar verði 250 í mánuði og um tíu mismunandi kvikmynd- ir á hverjum degi. Sýningar byrja snemma að morgni og hætta síðla nætur. Bíórásin framsýnir ekki sömu myndir og berast nýjar á myndbandaleigumar en Björgvin segir að enginn viti hvað framtíðin beri í skauti sér. Skeiðará komin í farveg sem hún hefur ekki runnið í síðan 1960 Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson SKEIÐARA rennur nú meira til vesturs en hún hefur gert í nærri fjóra áratugi. Verið er að reisa nýjan varnargarð. Framtíð Slátursamlags Skagfírðinga óviss Tillaga um úreldingu hluthafafundi felld á HLUTHAFAFUNDUR í Slátur- samlagi Skagfirðinga hf. felldi í fyrrakvöld tillögu stjómar um að hætt skyldi slátrun á vegum félags- ins og gengið að tilboðum Búnaðar- bankans og Kaupfélags Skagfirð- inga um úreldingu sláturhúss fé- lagsins á Sauðárkróki. Stjórn slát- ursamlagsins sagði þá af sér og nýir menn vora kjömir. Slátursamlag Skagfirðinga hefur rekið sláturhús á Sauðárkróki í samkeppni við kaupfélagið í 33 ár. Félagið er illa statt fjárhagslega vegna áfalla sem það hefur orðið fyrir vegna gjaldþrota viðskiptavina og vill viðskiptabanki félagsins, Búnaðarbanki Islands, að rekstri verði hætt. Bankinn og Kaupfélag Skagfirðinga gerðu félaginu tilboð um úreldingu sláturhússins. Bank- inn vill taka eignir félagsins og úr- eldingarrétt á móti veðskuldum og kaupfélagið hefur boðist til að að- stoða við úreldingu með því að Stjórn félagsins sagði af sér greiða slátursamlaginu 11 milljónir til uppgjörs skulda að því tilskildu að bændur slátri fé sínu hjá kaupfé- laginu. Að mati stjórnenda félagsins hefði þetta þýtt að félagið gæti greitt megnið af gömlum nauða- samningskröfum en hlutaféð, alls um 20 milljónir kr., tapaðist. Athuganir benda til að með sam- einingu sláturhúsanna á Sauðár- króki sé unnt að spara á milli 10 og 20 milljónir kr. á ári. Gamlar væringar „Þetta eru erfið spor en stjórnin sér ekki möguleika til að halda rekstrinum áfram enda er það mik- 01 ábyrgðarhluti þegar svona er komið í fjármálunum," sagði Agnar Gunnarsson stjórnarformaður fyrir aðalfundinn í fyrrakvöld. Tillaga stjórnarinnar um að hætta slátrun var felld á fundinum. Það var eink- um skilyrði í tilboði kaupfélagsins, um að greiðsla þess skerðist ef kaupfélagið fái ekki 80% þeirra dilka sem slátursamlagið hefur tekið á móti, sem fór fyrir brjóstið á bændum. „Það réð úrslitum," segir Smári Borgarsson í Goðdöl- um, framkvæmdastjóri Slátursam- lagsins, en hann var einn þeirra sem lagðist á móti tillögu stjórnar- innar. „Bændur töldu að með þessu væri Slátursamlagið að selja sálu þeirra, eins og gert var í gamla daga. Þeir gátu alls ekki sætt sig við þetta.“ Ný stjórn félagsins vill fá skilyrð- um í tilboði kaupfélagsins breytt. Fáist það ekki er áhugi á þvi að reyna að halda áfram slátrun, jafn- vel í samstarfi við aðra sláturleyfis- hafa. ■ Vilja ekki selja/D5 Reisa þarf nýjan varnargarð RENNSLI Skeiðarár hefur breyst að undanförnu. Kemur áin nú undan Skeiðaráijökli við Jök- ulfell og einnig nokkru vestar og rennur þar í vesturfarveg sinn sem hún hefur ekki gert síðan rétt eftir 1960 nema í hlaupum. Reynir Gunnarsson, rekstrar- stjóri Vegagerðarinnar í Horna- firði, segir að af þessum sökum þurfí að hlaða um 750 metra langan garð vestan árinnar til varnar veginum. Reynir segir að framkvæmdir þessar hefjist á næstu dögum. Hann segir að áin sé farin að breiða úr sér og renni meira til vesturs en hún hefur gert síðan hún var brúuð. Hann segir að mannvirki séu ekki í bráðri hættu enn sem komið er en verði ekkert að gert geti hún farið fyr- ir vestan garðakerfið og yfir þjóðveginn. Keyra þarf 2-3 þúsund rúmmetrum af grjóti í nýja garð- inn. Reynir segir trúlegt að ein- hverjar breytingar á jöklinum valdi því að útrennsli árinnar hafi breyst núna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.