Morgunblaðið - 27.08.1998, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.08.1998, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1998 9 FRÉTTIR Gistirými fullbókuð vegna komu Keikós GISTIRYMI í Vestmannaeyjum eru fullbókuð vegna komu háhymingsins Keikós hinn 10. september en hefð- bundin gistirými eru milli 250 og 300. Endanlegar tölur um þátttöku fjölmiðla liggja þó ekki fyrir fyiT en í vikulokin, að sögn Guðlaugs Sigur- geirssonar, upplýsingafulltrúa Keiks ehf. sem sér um að undirbúa komu Keikós fyrir hönd Vestmannaeyja- bæjar. „Samtök evrópskra sjónvarps- stöðva hafa komið til Vestmanna- eyja í vettvangsrannsókn og verða undir það búin að senda beint út frá Eyjum eftir pöntunum frá evrópsk- um sjónvarpsstöðvum. Mér skilst að bæði Ríkissjónvarpið og Stöð 2 verði með beinar útsendingar og töluverðan viðbúnað. Stöð 2 hefur sett sig í samband við eitt lunda- veiðifélag og óskað eftir aðgengi að húsi þess, en það er mjög vel stað- sett og úr því sést beint ofan í Klettsvíkina þar sem kvíin er,“ seg- ir Guðlaugur. Hann segir mikinn undirbúning standa yfir og að mörgu að huga. „Við erum að undirbúa aðstöðu fyrir fjölmiðlamenn, finnum pláss og hent- uga staði og útvegum gæslu, við reynum að liðka hér fyrir svo þetta geti gengið vel fyrir sig,“ sagði Guð- laugur í samtali við Morgunblaðið í gær. Að sögn Halls Hallssonar, tals- manns Free Willy-Keikó samtak- anna, gengur allur undirbúningur samkvæmt áætlun. „Sjókviin er tO- búin, einungis er eftir að setja hús á hana fyrir starfsfólk, það verður gert fyrir mánaðamót en hús verður flutt hingað frá Svíþjóð. í húsinu er gert ráð fyrir rými fyrir tvo til fjóra starfsmenn. Undirbúningur í Banda- ríkjunum gengur vel og ekkert óvænt hefur komið upp,“ sagði Hall- ur í samtali við Morgunblaðið. Frestur fjölmiðla til að skrá sig hjá Free Willy-Keikó samtökunum til að fylgjast með brottfór Keikós frá Bandaríkjunum og komu hans til Vestmannaeyja rann út í gær, mið- vikudag. Full búð af nyjiini haustvörum Opið til kl. 9 í kvöld Dimmalimm Skólavörðustíg 10, síini 551 1222 Breiðir og með góðu innleggi Einir bestu „fyrstu" skórnir STEINAR WAAGE Domus Medica 551 8519 Kringlunni 568 9212 Toppskórinn 552 1212 Verð frá: 3.995,- Tegund: Jip 623 Hvítt, rautt, blátt, svart, bleikt og brúnt leður í stærðum 18-24 Brúðhjón Allur boröbúnaóur - Glæsileg gjafavara - Brúóhjönalistar VERSLUNIN Laiigavegi 52, s. 562 4244. SKÓLASKIPIÐ Sæbjörg er kom- ið til hafnar í Reykjavík að lokn- um umfangsmiklum breytingum sem gerðar voru á skipinu í Slippstöðinni á Akureyri undan- farnar fimm vikur. Að sögn Hilmars Snorrasonar, skólastjóra Sæbjargar, var skip- inu breytt úr ferju í skóla. „Þetta er gjörbylting á aðstöðu skólans. Má fyrst og fremst segja að það sé rýmra um alla starfsemi og aðstaða er gjörbreytt fyrir nem- endur. I gamla skipinu voru nemendur á hrakhólum," sagði Hilmar í samtali við Morgunblað- ið. Akraborg breytt í Sæbjörgu Efri farþegasal var breytt í skólastofu og þar sem áður var veitingasala var komið fyrir skrifstofum fyrir skólann. Bfla- þilfari skipsins var einnig gjör- breytt til þess að koma þar fyr- ir búningaaðstöðu fyrir nem- endur og æfingarými fyrir sjó- björgun og reykköfun. Einnig var skipið málað frá sjólínu og uppúr. Breytingum á skipinu er þó ekki alveg lokið því eftir er að koma fyrir í því krana sem nota á til að hífa búnað um borð og við æfingar á sjó. Hilmar segir að þegar breytingum ljúki muni kostnaður við þær nema um 20 milljónum króna. Sex manns starfa um borð í Sæbjörgu en 8 manns eru í áhöfn þegar skipið er á sigling- um. Rekstur nýja skipsins verð- ur með sama hætti og hins gamla, það verður á ferð um- hverfis landið frá vori og fram í september en námskeiðshald fyrir nemendur sjómanna- og vélskóla verður stundað yfír veturinn. Allt að 12,6% hækkun á fasteignaverði frá áramótum Aukin eftirspurn eftir sérbýli FRÁ áramótum hefur fasteignaverð hækkað um allt að 12,6% fyrir 110-150 fermetra sérbýli hér á landi og er þá miðað við staðgreiðslu. Magnús Ólafsson, forstjóri Fast- eignamats ríkisins, segir að hækk- unina megi meðal annars rekja til þess að fólk leiti eftir stærri íbúðum í sérbýli þegar efnahagur batnar. Útreikningar á fasteignaverði byggjast á völdu úrtaki á kaup- samningum, sem berast Fasteigna- mati ríkisins, og benti Magnús á að tölur fyrir júlímánuð væru ekki endanlegar og gæfu því ekki alveg rétta mynd af þeim mánuði. Sam- kvæmt útreikningum Fasteigna- matsins hefur verð á 70-110 fer- metra íbúðum í fjölbýli hækkað um 5,1% frá áramótum, verð á 110-150 fermetra íbúðum í fjölbýli hefur hækkað um 7,7% og verð á 150-210 fermetra íbúðum í fjölbýli hefur hækkað um 3,7%. Verð á 110-150 fermetra íbúðum í sérbýli hefur á sama tíma hækkað um 12,6% en verð á 150-210 fermetra sérbýli hef- ur hækkað um 3,8% og verð á 210-270 fermetra sérbýli hefur hækkað um 5,2%. Magnús sagði að útreikningarnir væru miðaðir við staðgreiðslu en ekki það verð sem komi fram í kaup- samningum. „Þegar ávöxtunarkrafa húsbréfa lækkar hækkar stað- greiðsluverð meira en söluverðið," sagði hann. „Þetta skýrir hluta hækkunarinnar og við sjáum ekki annað en að verðið hafi verið á upp- leið. Ég held að þegar uppsveifla er í þjóðfélaginu og efnahagur batnar kaupi fólk stærri íbúðir og þá verður meiri eftirspurn eftir þeim, sem skýrir meðal annars hækkun á íbúð- um í sérbýli." Ný sending af prjónadressum og jakkapeysum f™ CtlOISF _ fyfötmtMr Gullbrá Einnig glæsilegt úrval af velúrgöllum ■ snyrtivöruverslun Nóatúni 17, sími 562 4217 Sendum t póstkröfu VIÐ ERUM FLUTT! t dag kl. 13.00 opnum við nýja verslun á Laugaveigi $6 Mikið úrval aS Sallegum haustvörum £rá OBÉODI mn DKNV <| - i ii / Hmbotand KENZO r.... JUK61E Cacao 0NAF NAF : N F A N T . TEENO ENGIABÖRNÍN Laugavegi 56, sími 552 2201. Nýjar VÖRUR www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.