Morgunblaðið - 27.08.1998, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.08.1998, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ólöf Þórunn Sveinsdóttir var fædd í Dagverðar- nesseli í Klofnings- hreppi, Dalasýslu 22. október 1929. Hún andaðist á hjartadeild Sjúkra- húss Reykjavíkur 20. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjónin Sveinn Hallgríms- son, f. 17.9. 1896, d. 26.11. 1936, frá Túngarði á Fells- strönd, síðast bóndi á Sveinsstöðum í Klofnings- hreppi og Salóme Krisljánsdótt- ir, f. 10.3. 1891, d. 29.7. 1973, frá Breiðabólsstað á Fells- strönd. Þeim hjónum varð 10 barna auðið: 1) Ingunn, hús- móðir í Stykkishólmi, gift Valtý Guðmundssyni, trésmíðameist- ara. 2) Friðgeir, kennari, kvæntur Sigríði Magnúsdóttur. Friðgeir andaðist 22.5. 1952. 3) Gestur lögreglumaður og síðar bóndi, kvæntur Guðrúnu Valdi- marsdóttur. Gestur andaðist 29.12. 1980. 4) Siguijón, bóndi og síðar iðnverkamaður í Hafn- arfirði, kvæntur Önnu Bene- diktsdóttur. Sigurjón andaðist 22.5. 1994. 5) Kristinn, bygg- ingameistari í Reykjavík og svinabóndi, kvæntur Margréti Jörundsdóttur. 6) Jófríður, hús- móðir í Reykjavík, gift Birni Baldurssyni. Björn andaðist Vegir skiptast. - Allt fer ýmsar leiðir inn á fyrirheitsins lönd. Einum lifið arma breiðir. öðrum dauðinn réttir hönd. Einum flutt er árdagskveðja, öðrum sungið dánarlag, allt þó saman knýtt sem keðja, krossfór ein með sama brag. Veikt og sterkt í streng er undið, stórt og smátt er saman bundið. (E.B.) „Líður jarðlíf líkt sem draumur, h'tið menn sér ranka við. Tímans rennur stanzlaus straumur, streymir hratt með engum nið. Smátt og smátt á bylgjum ber burtu það sem unnum vér.“ Yndisleg kona, elsku mamma mín, hefur nú mætt sínu endadægri,- en allt of fljótt. Lagði upp í sína hinztu för kl. sex að morgni 20. ágúst, þegar nóttin mætir degi sínum. Morgunn- inn var fagur síðsumarsmorgunn, en yfirbragðið þó allt svo hnípið. Ég hugsaði hve yndislegt það væri hefð- um við gengið saman út í morguninn - hún laus við þjáningarnar, laus við sjúki-ahúsið. En ég hugsaði einnig að án efa væri okkar jarðarmorgunn aðeins brot af þeirri dýrð sem hún nú upplifði á æðri stöðum. Þessa nótt svaf Baldur móðurbróðir minn í sumarhúsi í Skammadal og vaknaði við það kl. sex að morgni þessa dags að bankað var á dyrnar, en úti var enginn. Renndi hann þá í grun, að nú væri systir hans að skilja við. Frá bamæsku hef ég óttast þennan dag öðrum fremur,- þegar kæmi að viðskilnaði okkar og vonaði innst inni að okkur væri ætlaður hinn sami loka- dagur. Vissi ég þó að svo yrði ekki. Hve allt virðist mikið hjóm á slík- um stundum. Þessi endalausi daglegi uppúrveltingur um það sem ekkert er, það sem engu máli skiptir. Að láta sífellt undir höfuð leggjast að greina kjamann frá hisminu, kjarn- ann sem felst í því að við vökum, eins og segir í textanum, dálítið lengur og séum betri hvert við annað, séum okkur meðvituð um að „hver snert- ing er kveðja í hinzta sinn“. Ég minnist ótal stunda með mömmu. - Þegar hún „klóraði“ létt yfir bakið mitt á hverju kvöldi þegar ég var bam. Þegar hún sagði mér frá því er hún kom af sjúkrahúsinu og ég, þá fjögurra ára, átti að vera á bama- heimili meðan hún jafnaði sig. En ég henti mér yfir sængina, þar sem mamma lá, og allar frekari tilraunir til barnaheimilisvistunar runnu út í 24.7. 1988. 7) Ólöf Þórunn, húsmóðir í Reykjavík, sem nú er kvödd, gift Har- aldi Lýðssyni. 8) Baldur, húsasmið- ur, kvæntur Guð- nýju Þórhöllu Páls- dóttur, en hún and- aðist 14.11. 1988. Seinni kona Baldurs er Ragna María Sig- urðardóttir. 9) Steinar, verkamað- ur, en hann var kvæntur Maríu E. Jónsdóttur. Steinar andaðist 2. 10. 1981. 10) Krist- ján, húsgagnasmiður í Garða- bæ, kvæntur Hrefnu Ingólfs- dóttur. Hinn 25. ágúst 1951 gift- ist Ólöf Haraldi Lýðssyni, kaup- manni, f. 4.8. 1930. Börn þeirra eru: 1) Haraldur D. Haraldsson, f. 24.5. 1951, umhverfisfræðing- ur. Kona hans er Hanne Fisker, en þeirra börn eru Daníel og Aron Þór. 2) Friðgeir S. Har- aldsson, f. 17.12. 1952, verslun- armaður. Kona hans er Ragna Rut Garðarsdóttir, en þeirra börn eru Salome og Haraldur Óli. Rut átti fyrir börnin Sól- rúnu Lísu og Garðar. Úr fyrri sambúð á Friðgeir dótturina Ásdísi Björk. 3) Inga Þóra Har- aldsdóttir, f. 7.7. 1956, hjúkrun- arfræðingur. Útför Ólafar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, og hefst athöfnin klukkan 15.00. sandinn. Reyndar var þetta einkenni mitt öll mín uppvaxtarár, að geta að- eins verið skamma stund fjarri mömmu. Og ég man öll árin þegar ég kom heim og hún hlustaði meðan ég skrafaði og borðaði ljúffengan kost- inn hennar. Þegar hún las yfn- skóla- ritgerðirnar mínar, áður en þær voru lagðar fyrir endanlegan dóm kennar- ans. Þegar hún ávítaði mig fyrir að fara í vondum vetrarveðrum upp á Sand að vitja hestanna minna og yfir- leitt fyrir það ef ég var að flækjast einhvers staðar ein. Þegar við fórum tvær saman í rólegheitum í útreiðar- túra. Þegar hún þerraði tárin mín og hélt svo þétt og mjúkt utan um mig. Þegar, þegar, þegar. Er sólin skein frá himindjúpi háu og hélug blómin kyssti þýtt sem móöir, þá mælti ég qgjálfrátt: Hve Guð er góður að gefa öllu, bæði háu og lágu ástrika móður. (Jóh. Siguijónss.) Þó við værum sumpart ólíkar, þá vorum við samt afar nánar og sam- rýndar, virtum hvor aðra og áttum tíðast dagleg samskipti. Það væri víst að bera í bakkafullan lækinn að segja að ég væri allra, en mamma sagði að það væri ekkert mál að ráða við Ingu, það þyrfti bara að kunna á hana. Og það gerði hún svo sannarlega. Aldrei skipandi, alltaf mjúk og blíð. Hún var húsmóðir af Guðs náð og varð allt að list, enda fagurkeri mik- ill. Ekki veifaði hún launaumslagi um mánaðamót, fremur en aðrar heimavinnandi húsmæður, en hún var stofninn - stofn fjölskyldunnar, sem við greinarnar sóttum næringu í. Var okkur sem lífsins lind, sem við drukkum ótæpilega af, - hún dekraði við okkur, þessi fórnfúsa sál. Já, hún var einstök kona að allri gerð. Samspil innri og ytri eiginleika hennar birtust í reisn hennar og glæsileik - hún var falleg kona og þannig geymist hún í minningunni. Mamma var kistulögð á brúðkaups- degi sínum og pabba, 25. ágúst, sem er táknrænt fyrir eilifa tryggð þessar- ar yndiskonu, því heitið hafði hún hon- um því 47 árum áður að standa við hlið hans meðan henni entist lif og við það stóð hún eins og allt annað. Þau heilsuðust og kvöddust þennan dag. Þegar ég lít yfir samverustundir okkar finnst mér sem alltaf hafi leik- ið um þær þýðir vindar. Og ljóst má vera af framansögðu að ég hef verið það sem kallað er mömmustelpa. En ég skammast mín ekkert fyrir það. Finnst það raunar sýna hvflíka mannkosti hún hafði til að bera. Þó „anda sem unnast fái eilífð aldregi að skilið", þá er missirinn mikill og sár. Bið ég því Guð að leggja okkur líkn með þraut, þannig að við fáum risið undir sorginni, greitt úr henni á þann hátt að við getum lifað með henni. Þú hefúr miðlað mér af mildri hjartarót, svo hvar sem ég um foldu fer þá fremst af öllu ann ég þér og man þín móðurhót. (G.Th.) Hafðu þökk fyrir allt og allt, elsku mamma mín - hjartadrottningin mín. Þín dóttir og vinkona, ávallt, Inga. Mamma mín elskuleg er nú skilin við okkur hinsta sinni í þessari jarð- vist. Það er eins og fegurð heimsins blikni á stundu sem þessari og sökn- uðurinn er djúpur. Nú þegar þú ert orðin frjáls undan veikum líkama, þá er það þó von mín og trú, að þú sért komin inn á andlegri svið og að jarð- líf þitt hafi aðeins verið skref á braut þinni í eilífðinni. Reynist þessi sælu- skilningur réttur, er þetta aðeins við- skilnaður við þinn efnislega líkama og þú munt því lifa um alla eilífð. Éitt máttu vita, að brosandi og fal- leg ásjóna þín mun alltaf fylgja okkur og eiga sinn stað í hjörtum okkar. Ég bið æðri máttarvöld um að styrkja þig á þessum tímamótum, pabbi minn, og megi þau sömu öfl jafnframt styrkja okkur öll, ástvini og ættingja, sem voru mömmu nákomnir. Mamma, þú fylgdist alltaf vel með hvað við og ömmubörnin höfðum fyr- ir stafni og gladdist mjög yfir góðu gengi og árangri. Ég vil sérstaklega þakka þér fyrir hvað þú hefur verið börnunum mínum góð amma og okk- ur börnum þínum góð móðir. Oft var setið í notalegheitum í eldhúsinu hjá þér og spjallað. Heimili þitt og pabba var alltaf mikill miðpunktur. Þú tókst vel á móti vinum mínum, síðar eiginkonu minni, Hanne, og börnin mín gátu alltaf gengið að þér vísri. Þú varst oftast potturinn og pannan í því að styrkja fjölskylduböndin, með því að drífa í hlutunum og hafa heim- boð, sem voru tíð. Ekki má gleyma því, að þú varst ótrúlegur fagurkeri og hafðfr gott lag á að skapa hlýju og fegurð í kringum þig. En nú er komið að þér að flytja, mamma mín. Flytja til nýrra heim- kynna, þaðan sem ég vænti að aðrir kynni fyi-ir þér nýjar leikreglur og aðstæður. Ég minnist þín með þökk og bið allt gott að gæta þín. „Því hvað er það að deyja annað en að standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið? Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo hann gæti risið upp í mætti sín- um og ófjötraður leitað á fund Guðs síns.“ (Spámaðurinn) Ég og fjölskylda mín viljum gjarn- an þakka öllu hinu góða hjúkrunar- fólki, sem annaðist mömmu svo vel í banalegunni og létti henni þjáningar. Elsku pabbi, þú hefur mikils misst og söknuðurinn er sár. Megi minn- ingin um mömmu, þinn góða og trausta lífsfórunaut, verða til að milda trega þinn. Megi svo vera. Haraldur, Hanne, Aron Þór. Ekki núna ... ég er svo þreytt. Já, slík voru hennar efstu orð, hennar sem aldrei þreyttist á að sinna og hlúa að sínum nánustu og hefi ég notið óspart af hennar nægtabrunni um mína daga, en nú eru þáttaskil, ég lífs, hún liðin. En svo lengi sem ég lifi mun ég nota og njóta hennar handleiðslu, því það sem vel er gert og vansalaust og mönnum til gleði og vegsemdar mun fylgja þér að endimörkum. Oft er dekkst fyrir dögun og tákn- rænt er það, því hún dró sinn síðasta anda við rismál, þá sól i austri rís, hækkandi til nýs dags, birtu og fyrir- heita, þar sem ljósið skuggana sigrar og myrkrið krýpur fyrir geislum, nóttin hopar og dagurinn einn bíður öllu ofar með vonir, óskir og vænt- ingar. Að horfa í vanmætti á sína kær- ustu kveljast og líf frá þeim tekið hryggir meira en orð fá greint og virðist allt prjál, sem menn sýsla. Þær systur sorg og gleði, sút og sæla fara um okkur höndum nú, þá og um ókomna tíð - að vild - og vfrð- ist sem við fáum við fátt eitt ráðið og finnur maður smæð sína gleggst á slíkum stundum. Svo virðist sem sorg fylgi mikilli gleði og sút sælu, en gegn sút og sorg er minning sem lifir í brjóstum þeirra sem eftir standa og vissulega er birta og fegurð greypt í huga okk- ar er þessi kona hefur gengið til góðs sín spor, kona sem vildi, kona sem gat, kona sem naut og kona sem gaf - kona sem lifði. En upp rís minning um fegurð og fljóð, upp rís draumur um móður sem ól, æ er í minni æskunnar sól, ei gleymist gæska sem aldregi kól. Éarin er frá mér - um stund - en þó svo nærri - sú er vildi mér svo vel, fórnaði frama fyrir fávísan - braut honum leið til bjargar. Hafðu þökk fyrir það, móðir mín. Handleiðslu þinni lýkur ei við ög- urstund, heldur mun fylgja mér meðan önd í brjósti mér bærist. Nú grætur hjarta mitt yfir fomum gleðistundum, sem ei aftur koma, en ber manni ekki að þakka fyrfr lán að kynnast góðum, góðum sem af gæsku gefa og eigi þakkir vilja, því af gnægtum er gefið og ótæpilega. Vita þykist ég að mamma vilji ekki sorg né sút í ranni og því skal lyft oki dapurleikans og íklæðast léttleika minninganna, sem munu verma oss um ókomna tíð. Gott er Daladís að ganga frjálsri á grundum eilífðar og frómar skulu og góðar kveðjur frá syni er þú tiplar á tám um döggvotar engjar ódáinsak- urs, þar sem ljósið er eitt öllu ofar. Já, skal maður ei keikur hverfa við dagsbrún og stoltur eftir vegferð langa og þykist ég vita að vinir í varpa bíði. Friðgeir Haraldsson. Alveg síðan ég var lítill, hef ég verið tíður gestur hjá ömmu og afa í Lágaberginu og jafnvel, síðustu árin, haft þar annað heimili. Þangað fór ég hvenær sem frí gafst frá skólastof- unni, settist í hlýlegan eldhúskrók- inn hennar Ollu ömmu og þá brást það ekki að hún var með einhvern mat tilbúinn eða tókst að galdra fram máltíð á svipstundu á meðan hún var ýmist að þrífa, vinna úti í garði eða skipuleggja eitthvert mat> arboðið eða spilakvöldið, skötukvöld- ið eða ananasfrómasinn eða hvað sem hún hafði á prjónunum, svo að aldrei var logn í húsinu sem hún og afi byggðu þegar ég var 5 ára. Margar minna bestu æskuminn- inga tengjast afa og ömmu og ófá kvöldin gat ég, sem barn, laumast undir stóra svarta borðstofuborðið og sofnað við mjúkan kliðinn af sam- ræðum fullorðna fólksins, þegar um- ræðurnar teygðust fram eftir kvöldi. Þegar ég hugsa um ömmu mína, þá sé ég hana alltaf fyrir mér glaðlega yfir pottunum í eldhúsinu, eða spilandi á píanóið í stofunni. Nú er hún farin frá okkur, hún amma mín. Þar fer glæsileg kona, full af orku og elsku, sem geislaði af henni. Hún hélt heimilinu og íjölskyldu- böndunum við af ótrúlegri elju allt fram á síðustu stundu, þrátt fyrir minnkandi þrótt og veikindi síðustu ára. Já, með Ollu ömmu hverfur frá okkur öllum elskuleg manneskja, hjartahlý og ósérhlífin, svo mjög að enginn einn mun geta fyllt í það skarð sem hún skilur eftir sig. Við verðum því öll að leggja okkur fram um það í sameiningu, sem eftir stöndum og styðja við hvert annað í gegnum þetta erfiða tímabil. Elsku amma, megi þér ávallt líða vel, Guð veit að þú hefur unnið til þess. Þinn Daníel. Að morgni 20. ágúst barst okkur hjónum sú harmafregn að systir mín, Olöf Þórunn Sveinsdóttir frá Sveins- stöðum, hefði kvatt þetta líf eftir mjög erfið veikindi á Borgarspítalan- um í Reykjavík. Á slíkri stundu hvarflar hugurinn til baka yfir öll ár- in sem liðin eru, allt frá fyrsta degi til dagsins í dag. Það var hinn 22. október 1929 kl. þrjú að nóttu sem Olla systir mín fæddist í þennan heim. Þá bjuggu foreldrar okkar í Dagverðarnesseli. OLOF ÞORUNN SVEINSDÓTTIR Baðstofan var lítil og við sváfum þar sex systkinin ásamt pabba og mömmu. Ég svaf alltaf fyrir ofan pabba. Kl. þrjú um nóttina kemur hann að rúminu til mín með nýfæddu' dótturina, Ollu, í fanginu og segir: „Diddi minn, þú verður að taka syst- ur þína til þín undir sængina og hlú að henni, því ég þarf að sinna mömmu þinni.“ Pabbi var bæði læknir og ljósmóðir við fæðingu átta af tíu bömum þeirra. Við fráfall Ollu er helmingur þessa stóra systkina- hóps fallinn frá. Við systkinin ólumst upp í Seli, Kvenhóli og síðast á Sveinsstöðum í Klofningshreppi, Dalasýslu. Þetta var hress og kátur hópur sem ólst upp við leik og störf eftir því sem getan leyfði og lærði af nauðsyn að taka tillit til annarra í smáu sem stóru. Pabbi dó 26. nóvember 1936. Þá voru sjö börn um og innan við ferm- ingu, það yngsta VÆ árs. Við vorum svo lánsöm að eiga frábæra móður. Hópurinn hélst því ótvístraður heima. Við unnum með mömmu að því halda heimilinu gangandi. Það gekk giftu- samlega þó erfitt væri. í þessu um- hverfi ólst Olla upp. Svo rennur upp sú stund að ungamir fljúga úr hreiðr- inu og hver fer sína leið. Olla stofnaði heimili í Reykjavík með eiginmanni sínum, Haraldi Lýðssyni. Þar var yndislegt að koma hvernig sem húsnæðið var á frum- býlingsárunum sem og alla tíð, því allt var fágað og fínt. Hlýjan og alúð- in réðu ríkjum og gesturinn fann að hann var hjartanlega velkominn. Alltaf var létt yfir Ollu, sem gerði gott úr öllu og allir löðuðust að henni sökum glaðværðar og góðmennsku. Bömum okkai- hjóna var hún einstak- lega góð enda elskuðu þau og virtu þessa glæsilegu konu sem vildi breiða sig yfir alla, hlú að þeim og gjöra gott. Ef einhver átti erfitt var Olla þegar komin að láta gott af sér leiða. Við hjónin og afkomendur okkar þökkum yndislegar samverustundir sem nú em bundnar trega og sáiri eftirsjá. Þeima verður oft minnst er við horfum af bæjarhólnum á Sveins- stöðum yfir eyjar, sund og voga fyrir vestan, í logni og sólskini þeirrar óviðjafnanlegu náttúrufegurðar sem við ólumst upp við. í dag blaktir fáni í hálfa stöng á Sveinsstöðum í minn- ingu látinnar systur. Haraldi og fjöl- skyldu sendum við innlegar samúð- arkveðjur með ósk um að ljúfar minningar verði þeim stoð og styrk- ur um ókomna tíð. Nú kveðjum við þig, Olla mín, með orðum Dalaskáldsins, Stefáns frá Hvítadal: „Dýrðlega þig dreymi, og Drottinn blessi þig.“ Kristinn Sveinsson, Margrét Jörundsdóttir og fjölskylda. „Þó ég sé látinn harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug lyftist sál mín upp mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu.“ (Höf. óþ.) Svo hefur mína sálu kætt sumarröðull engi, er sem heyri’ eg óma sætt engilhörpu strengi. Fagra haust, þá fold eg kveð, faðmi vef mig þínum, bleikra laufa láttu beð, að legstað verða mínum. (Steingr. Thorst.) Á kveðjustund sem þessari er margs að minnast, margt er að þakka og um leið er margs að sakna. Elsku afi, pabbi, Inga Þóra, Halli og aðrir aðstandendur. Við sjáum á bak einstakri öðlingskonu sem var jafnframt stórglæsileg og falleg kona. Minningarnar um hana Ollu ömmu munu lifa í hjörtum okkar um ókomin ár. Elsku afi minn, megir þú öðlast styrk á þessum erfiðu tímamótum þar sem þú hefur misst svo mikið alltof snemma. Elsku amma mín, takk fyrir allt. Ég sakna þín. Ásdís Björk. • Fleirí miimingargreinar um Óliifu Þóruimi Sveinsdóttur bfða birtingar og munu birtast íblaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.