Morgunblaðið - 27.08.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.08.1998, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1998 LISTIR MORGUNB LAÐIÐ Ferðabrot frá Israel III Naglasúpa á krossgötum Eftir að hafa fiallað um ritlistina í s Israel með viðkomu í Haifa, heldur Freysteinn Jóhannsson áfram ferðinni og stefnir skónum inn í Galelíu og til Nazaret. Þar, í fæðingarborg frelsarans, koma trú og tónlist við sögu. ANDALÚSÍUHLJÓMSVEIT ísraels þykir sérstök fyrir hljóðfæraskipan og efnisskrá. FRÁ HAIFA liggur leiðin inn í Galíleu og þar um Jezreel- dal. í þessum dal, sem nú er frjósöm sveit með bagga í túnum, hefur mörg orrustan verið háð og fara af þeim miklar sögur. En þó er sú mesta eftir, úrslitaorrustan, þar sem gott og illt tekst á við Arma- geddon, en sá staður er um miðjan dal. Sem við ökum þennan sumar- dal og sveigjum til æskustöðva Jesú liggur þó ekkert nema sældin í loftinu. Turn Boðunarkirkjunnar gnæfir yfir Nazaret. Þessi kirkja var reist fyrir um tveimur áratugum, en þarna hafa fleiri staðið og er sagt, að þarna hafi Gabríel erkiengill birzt Maríu og boðað henni þungun hennar og fæðingu Jesú. „Heil vert þú, sem nýtur náðar Guðs! Drott- inn er með þér.“ (Lúk. 1:28). Marg- ar þjóðir hafa lagt þessari kirkju til skraut og veggmyndir og er María þar með ýmsu yfirbragði, sem dregur þá dám af gefandanum. Hún er á einum stað kímónóklædd með skásett augu og annars staðar sver hún sig til afrískrar ættar. Hvergi get ég þó séð henni svipa til fjallkonunnar. Þannig er kirkjan æði sundur- leit. En athygli vekur, að kirkju- skipið er hið innra byggt sem gítar, klerkar og kór eru niðri í kassan- um og berast tal og tónar klárlega upp um hljómopið til okkar, þar sem við stöndum á hljómbotninum. * boðunarkirkjunni má m.a. líta helli, sem sagður er eins og hellir sá, er María hafí búið í. Og skammt þar frá er kirkja kennd við Jósef og í kjallara hennar hellir, þar sem sagt er að Jósef hafi haldið smíðaverkstæði sitt. Þriðja kirkjan skal nefnd hér og er sú kennd við Gabríel. Hún stendur yfir brunni þeim, sem íbú- ar Nazaret sóttu í vatn fyrir tvö þúsund árum. Og María þar á með- al, eins og greinir frá í helgri bók. Það er notalegt að hafa barnstrúna í farteskinu, þegar gengið er um Nazaret; ekki að ég eigi von á frelsaranum fyrir hornið, en það fer ekki hjá því að hugurinn hvarfli til þess sem lært er um æsku og uppvaxtarár Jesú. Og það fylgir því sérstök tilfinning að hug- leiða þessa hluti akkúrat á þessum stað. En nútíminn er mjög svo praktískur í Nazaret. Þar eru íbúar um 45.000 talsins; arabar og gyð- ingar, og er þetta stærsta bæjarfé- lag, sem þessir hópar byggja sam- an. Allt er þama í sátt og samlyndi og þegar gyðingar loka verzlunum og öðru hjá sér af trúarástæðum er opið hjá aröbunum og öfugt. Menn geta því sótt sér nauðsynjar hverj- ir hjá öðrum, ef nauðsyn krefur. Og þarna í Nazaret göngum við í arabíska tónlist- arsmiðju. Arabíska hljóm- sveitin var stofnuð 1991 að tilstuðl- an Rubintónlistarskólans í Haifa. Til hennar teljast 15 hljóðfæraleik- Vísbending með spurningu 1 mbl.is Hún leikur í Grease. TURN Boðunarkirkjunnar gnæfir yfir Nazaret. nýjum straumum farveg í fornum gildum. Þannig haldast gamalt og nýtt í hendur. UD, lúta sýr- ienzkrar gerðar. SHEVA - Þau sjö syngja okkur söngva um frið og ást í Amirim. For- eldrar þeirra komu frá sjö löndum til ísrael. arar og hún er stækkuð mynd af þessum hefðbundna arabíska hljómsveitarkjarna; fimm, sex strengir og slagverk. Stjómandi Arabísku hljómsveitarinnar heitir Suhil Radwan. Hugur hans stóð fyrst til stærðfræðináms, en svo tók tónlistin hug hans fanginn og leiddi hann loks í arabískan tón- heim. Og þegar hljómsveitin leikur þessa tónlist þar sem öll hljóðfærin fara með sama tóni, en skreyta hann með sínu lagi, vekur lútuleik- arinn Samh- Jubran athygli fyrir fágaðan og fiman leik. Þessi tutt- ugu og fimm ára gamli tónlistar- maður sótti menntun sína til Eg- yptalands. Hann hefur auk þess að leika víða og kenna tekið upp sam- starf við ljóðskáld og leikið með lestri þeirra. Faðir hans, Hathim, er lútu- smiður og leiðir Samir okkur til verkstæðis hans í kjallara heimilisins. Lúturnar smíðar Hat- him að sýrlenzkum hætti, en viðinn flytur hann inn frá Þýzkalandi. Hathim sveigir viðarræmur í bakið á perulaga kassanum og hálsinn er breiðari en á gítar. Smíði einnar lútu tekur um 2 vikur og getur far- ið í fjórar, ef mikið skraut skal gera. Venjuleg lúta kostar á bilinu 5 - 600 dollara. Þarna í kjall- aranum galdrar Hathim fram fögur hljóðfæri, sem hann þó ekki spilar á, heldur hefur hann tugi fugla í búrum sér til dægrastytting- ar og tónleikahalds. En strákurinn Samir grípur í lúturnar endrum og sinnum! Þessi tónlistartími í Nazaret leiðir hugann að því, að tónlistin í Israel er eins og annað í því landi; hafsjór af hinu og þessu. Fyrstu tónlistarskólamir þarna um slóðir voru stofnaðir á árunum 1910 - 15 og komu þeir straumar fyrst og fremst frá Evrópu. Ópera verður svo til á þriðja áratugnum og Ffl- harmoníuhljómsveit ísrael, sem Zubin Meta stýrir, var stofnuð 1936 og hét þá Palestínska hljóm- sveitin. Lengi vel voru þjóðlög gyðinga trúarleg tónlist, sem hljómuðu svo í bland við tónlist arabanna. Tzvi Avni tónskáld segir, að í Israel hafi tónskáld fundið nýtt land og nýja tungu, sem þegar frá leið frelsaði tónlistina úr trúarlegum viðjum og leystu úr læðingi sköpun, sem fann Okkur er sagt frá Andalúsíu- hljómsveit ísraels, sem þykir sérstök fyrir það að á efnisskrá hennar er spænsk tónlist frá 10. og 11. öld; tónlist sem Gyð- ingar frá Marokkó, Alsír, Túnis og Líbýu fluttu með sér til Israel. Hljóðfæraskipanin og hljóðfæra- leikaramir draga hins vegar dám af vestrænum háttum nútímans. Og í Jerúsalem leiða popphljóm- sveit og sinfónía saman hesta sína í efnisskrá, sem er ný af nálinni. „Það er bezt að hafa þetta allt í einni stöppu,“ segja hins vegar meðlimir hljóm- sveitarinnar Estu og | þeyta yfir okkur rokkuð- l um djassi með austur- / lenzku yfirbragði. Þeir / hafa búið í Bandaríkjunum / í nokkur ár, en em nú flutt- / ir heim aftur og ætla að boða fagnaðarerindi tónlistarinnar þaðan. Geislaplata þeirra; Kross- götur Miðjarðarhafsins, er blanda af miðausturlanda- og miðjarðar- hafstónlist; arabískri, gyðinga, grískri og tyrkneskri í bland við djass, skozka og keltneska tónlist og rokk. Og á sinn ögrandi máta hljómar þetta svo einfalt! Þegar síðustu tónarnir í hug- anum deyja, liggur leið okk- ar frá Nazaret og þá fyrst í átt að Galileuvatni. Kemur mér þá í hug altaristaflan í Siglufjarðar- kirkju, en hún er eftir Gunnlaug Blöndal og sýnir Jesú stilla vind og vatn. Svo oft hafa augu mín horft í þessa mynd, að hún er mér ljóslif- andi, þar sem rútan fer leiðina til þessa vatns, sem Jesú gengur í mynd Schevings. En áðm- en til vatnsins kemur sveigjum við til norðurs og fórum grjótgrænar hæðir dalskomar. I einum dalnum sést tfl kúreka að smala búpeningi. Um tíma verður dalþurrð, en svo förum við fleiri, allt þai- til við nemum staðar í Amirim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.