Morgunblaðið - 27.08.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.08.1998, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Búist við Bonnie Wilmington í Norður-Karólínu. Reuters. MILLJÓNIR íbúa við og nærri strönd Norður- og Suður-Karólínu í Bandaríkjunum bjuggu sig undir það versta í gær er fellibylurinn Bonnie stefndi hraðbyri á land, eftir að hafa dregið nokkuð úr ferðinni í fyrrinótt. Vindhraði í bylnum síðdegis í gær var um 185 km á klukkustund. Bonnie er fyrsti fellibylurinn sem kemur af Átlantshafí á þessu sumri og verulega kveður að. Hjálparsveitir gerðu fólki að yfir- gefa hús á strandeyjum og svæð- um er liggja lágt. í dögun í gær að staðartíma, eða skömmu fyrir há- degi að íslenskum tíma, var vindur kominn í fellibylshraða á Cape Fe- ar, sem er skammt suður af bæn- um Wilmington í Norður-Karólínu. Slökkviliðsmenn fóru um með sírenur vælandi á bílum sínum og reyndu að fá fólk til að yfirgefa eyjarnar austur af Wilmington, en "þær eru vinsælir ferðamannastað- ir. Þær urðu illa úti er fellibyljirnir Bertha og Fran gengu yfir 1996. Rúmlega hálf milljón manna hafði þurft að yfirgefa heimili sín í gær og tugir þúsunda streymdu til þeirra 85 neyðarskýla er höfðu Óbilandi CLAIBORNE Pell, fyrrverandi öldungadeildarþingmaður í Bandaríkjunum, var á ferð hér á landi í síðustu viku, en Banda- ríkjaforseti útnefndi hann ný- verið varafulltrúa Bandaríkj- anna á 53. allsherjarþingi Sa- meinuðu þjóðanna, sem kemur saman í næsta mánuði og situr fram í desember. Pell sat stofn- ráðstefnu SÞ í San Francisco og tók m.a. þátt í ritun sáttinála samtakanna, þó „á mjög lítil- vægan hátt“, að því er hann seg- ir. Síðan þá hefur Pell ætíð geng- ið með eintak af sáttmálanum upp á vasann og kveðst hafa óbiiandi trú á Sameinuðu þjóð- unuln. „Við ættum að borgar skuldir okkar,“ segir hann og skírskotar til þess að Bandaríkin hafa ekki greitt framlag sitt til rekstrarkostnaðar SÞ um langa hríð. Nemur skuld þeirra nú 1,3 milljörðum dala, eða 94 milljörð- um króna. Þeir sem ekki vilji að skuldin verði greidd beri fyrir sig knappan fjárhag, en Peil kveðst sannfærður um að einnig ráði miklu að ýmsir séu andvígir SÞ á hugmyndafræðilegum for- sendum. Nefnir Pell þar öld- verið opnuð í strandhéruðum Kar- ólínuríkjanna. Þegar ljóst varð að Bonnie myndi ekki ganga á land þar sem fyrst hafði verið reiknað með, heldur mun sunnar á strönd Norður-Karólínu, gerðu hjálpar- sveitir ráðstafanir til að fjölga skýlum þar. „Fólk vill ekki yfirgefa heimili sín fyrr en vind herðir og byrjar að rigna, og þá koma allir í einu,“ sagði Cecil Logan, skipuleggjandi hjálparstarfs í Brunswick-sýslu, þar sem um 2.000 manns þurftu að flýja heimili sín. Áð baki Bonnie bíður annar fellibylur átekta, það er Danielle, sem er fjórði fellibylurinn sem hlýtur nafn á þessari fellibyljatíð. Veðurfræðingar sögðu í gær Dani- elle vera í flokki tvö er veðurhæð varðaði og stadda um 1.200 km austnorðaustur af Leeward-eyj- um, sem eru austur af Puerto Rico. Danielle fer hratt yfir, að sögn haffræðings hjá bandarísku felli- byljamiðstöðinni í Miami, en er mun minni að umfangi en Bonnie. Engu að síður telja veðurfræðing- ar rétt að hafa auga með Danielle. Morgunblaðið/Þorkell trú á SÞ ungadeildarþingmanninn Jesse Helms. Helms tók við af Pell sem formaður utanríkismála- nefndar þingsins og er Pell vel kunnugur Helms og segir að sér líki vel við hann. „Eg er alger- lega ósammála honum. En hann er hlýr og vænn drengur. Þess vegna kann ég vel við hann.“ Gagnrýni óréttmæt Pell segir að sú gagnrýni sem komið hefur fram um að SÞ sé skrifræðisbákn og virki ekki sem skyldi sé óréttmæt. Hann segir það gilda um SÞ sem eigi við allar ríkisstjórnir að þar þurfi mikla skriffinnsku til. Framkvæmdastjóraskiptin telur hann hafa verið af hinu góða, og segir að koma Kofis Annans í framkvæmdastjórastólinn muni verða samtökunum lyfti- stöng. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Pell kemur til Islands, en á ár- um heimsstyijaldarinnar seinni var hann í bandarísku strand- gæslunni, sem þá heyrði undir flotann, og var m.a. við störf hér á landi. Pell segist hafa orðið hrifinn af landinu þá og allar götur siðan hafi sig langað að koma hingað í heimsókn. Pristina, Brussel. Reuters. FJÖLDI flóttafólks í Kosovo-hér- aði kemur í veg fyrir að friðarum- ræður geti hafist, að sögn vest- rænna stjómarerindreka. Peter Ricketts, háttsettur embættismað- ur í breska utanríkisráðuneytinu, og Gerhard Jandl, sem fer fyrir vinnuhópi Evrópusambandsins (ESB) um ástandið á Balkanskaga, hittu Ibrahim Rugova leiðtoga Kosovo-Albana að máli í gær. Um 200 þúsund manns hefur verið stökkt á flótta í Kosovo vegna átakanna á milli Frelsishers Kosovo og júgóslavnesl;a stjómar- hersins sem staðið hafa í hálft ár. Cong á írlandi. Reutors. TONY Blair, forsætisráðhema Bretlands, hitti Bertie Ahem, írsk- an starfsfélaga sinn, í smábænum Cong á vestanverðu írlandi í gær og ræddu þeir um nýja löggjöf gegn hryðjuverkahópum sem send verður fyrir írska og breska þingið í næstu viku. Er löggjöfinni fyrst og fremst beint gegn meðlimum „hins sanna IRA“, klofningshóps úr Irska lýðveldishemum (IRÁ), sem stóð fyrir sprengjutilræðinu í Omagh fyrir tæpum tveimur vikum þar sem 28 fómst. Sögðust Ahem og Blair þess full- vissir að hægt yrði að búa svo um hnútana að nýtt n-írskt þing, sem kemur saman í Belfast í næsta mán- uði, hefji störf tiltölulega snurðu- „Við erum enn þeirrar skoðunar að deilan verði ekki leyst með her- valdi heldur þurfi að hefja samn- ingaviðræður eins fljótt og auðið er,“ sagði Ricketts að loknum fund- inum með Rugova. „Það er algjört forgangsmál Evrópusambandsins og Rugova forseta að bregðast við neyð almennings í héraðinu og gera fólki kleift að snúa til síns heima,“ sagði Jandl fulltrúi ESB. Leiðtogar Kosovo-Albana hafa sagt opinberlega að tímabært sé að samræma hina pólitísku og hernaðarlegu baráttu gegn yfir- völdum í Belgrad, að því er kemur laust. „Ég trúi því að hver sá sem verið hefur á Norður-írlandi undan- fama daga hafi orðið áþreifanlega var við hversu mjög allur almenn- ingur vill ekki að friðarferlið fari út um þúfur nú, eftir það sem á undan er gengið," sagði Blair við frétta- menn. Ahern kvaðst vona að „hið sanna IRA“ tilkynnti brátt varan- legt og endanlegt vopnahlé en fregnir herma að leiðtogar sam- takanna hafi hist í fyrrakvöld í Clare-sýslu á írlandi til skrafs og ráðagerða. Munu vera afar skiptar skoðanir innan samtakanna, í kjöl- far blóðbaðsins í Omagh og harðra viðbragða stjórnvalda og almenn- ings. fram í blaðagreinum í dagblaðinu Bujku. Hemaðaríhlutun án umboðs SÞ? Volker Ruehe, vamarmálaráð- herra Þýskalands, segir stjómir á Vesturlöndum nú íhuga hvort um- boð Sameinuðu þjóðanna sé nauð- synlegt verði ákveðið að skakka leikinn í Kosovo-héraði. Þetta kom fram í grein í þýska dagblaðinu Frankfurter Rundschau í gær. Ráðherrann telur sjálfur hemaðar- íhlutun Vesturlanda réttlætanlega án umboðs frá SÞ. 3.000 hafa látið iífið í Kína Peking. Reuters. FLÓÐ hafa orðið rúmlega 3.000 manns að bana í Kína það sem af er árinu og valdið fjárhagstjóni er nemur rúm- lega 166 milljörðum júan, eða um 1.400 milljörðum króna, að því er kínverska fréttastof- an Xinhua greindi frá í gær. Tuttugu og ein milljón hektara lands hefur horfið undir vatn, en alls hafa rúm- lega 223 milljónir manna orð- ið fyrir barðinu á flóðunum. Fimm milljónir heimila hafa eyðilagst að sögn Xinhua. Flóðin era orðin þau verstu síðan 1954. Kínverskir emb- ættismenn segja að búast megi við að það versta eigi enn eftir að dynja yfir. Óttast var að frekari flóð dyndu yfir í Hubei-sýslu í gær. Reuters FELLIBYLURINN Bonnie geysist upp að strönd Bandaríkjanna á gervitunglamynd frá Bandaríska geimvís- indastofnuninni, NÁSA. Er umfang Bonnie sagt vera sambærilegt við flatarmál Texas-ríkis. Flóttafólk frá Kosovo geti snúið heim BJair og Ahern ræða lög gegn hryðjuverkum Segja almenn- ing vilja frið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.