Morgunblaðið - 27.08.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.08.1998, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ LSITIR Að losna úr álög- um samspilsins TONLIST Listasafn Signrjóns Ólafssonar SAMLEIKUR Á FLAUTU OG GÍTAR Kristjana Helgadóttir og Dario Macaluso fluttu verk eftir J.S. Bach, Giuliani, Þorkel Sigurbjörnsson og Piazzolla. Þriðjudagurinn 25. ágúst, 1998. TÓNLEIKARNIR hófust á lútu- svítu nr. 2 eftir J.S. Bach í umritun einhvers Uhlmanns og þegar hlýtt er á slíkar umritanir, sem hér um ræðir, vaknar sú spuming, hvort þær eigi að eiga sér stað, því tón- skáldið samdi verkið „í gegnum" hljóðfærið og í tilfelli sem hér, þá hefur Bach hugsað tónferlið til að hljóma á lútu. Þessi flutningur á milli „hljóðheima" kom ekki illa út í upphafskaflanum, því þar naut tónn flautunnar sín nokkuð vel en í fúg- unni, öðrum þætti, gliðnaði tónmálið illilega í sundur. Þrátt fyrir þessa aðfmnslu var flutningurinn í heild fallega fram færður, sérstaklega í upphafskaflanum og þeim þriðja, Saraböndunni. Tónmótun Kristjönu var ákaflega vel felld að viðkvæm- um hljómi gítarsins, svo mjög, að á Síðustu sýningar Lights Nights - Bjartar nætur SÍÐUSTU sýningar Ferða- leikhússins á Light Nights á þessu sumri í Tjamarbíói verða í kvöld, annað kvöld og laugardagskvöld. Á efnisskrá eru 17 atriði. Draugar, forynjur og margs- konar kynjaverur koma við sögu, einnig er á dagskrá þjóð- sögur. Islensk tónlist er leikin og þjóðdansar sýndir. Síðari hluti sýningarinnar fjallar að stórum hluta um Víkinga og Islendingasögur, einnig eru Ragnarök úr Völuspá sviðsett. Sýningin er að mestum hluta flutt á ensku. Sýningamar hefjast kl. 21 og er lokið kl. 23. köflum var tónn flautunnar einum of haminn. í heild var samspilið sérlega gott og í næsta verki, sem var „Stór sónata“ fyrir gítar og flautu eftir Mauro Giuliani, samtímamann Beet- hovens, mátti heyra blómstrandi tón flautunnar, enda er verkið hugsað fyrir flautu. Það var þó ekki fyrr en í verki Þorkels Sigurbjörnssonar, Kalais, fyrir einleiksflautu, sem leik- ur Kristjönu losnaði úr álögum sam- spilsins og var þetta ágæta verk af- burða vel flutt. Það er engum vafa undirorpið, að Kristjana Helgadóttir er efnilegur flautuleikari og Dario Macaluso ágætur gítarleikari og komu hæfileikar þeirra fram í vel mótuðu samspili og í raun sérlega athyglisvert hversu Kristjana náði góðri samhljóman við gítarinn, er var áberandi í Tangó-sögunni, eftir Astor Piazzolla. Verk Piazzolla er í fjórum þáttum og spanna þeir sögu- tíma tangósins frá 1900 til dagsins í dag og er síðasti kaflinn tilraun Pi- azzolla til að nútímavæða þessa sér- kennilegu dansmennt Argentínu- manna. Vandamál þeirra, sem ætla að nota þjóðlegt efni í verk sín, er fólg- ið í því að vera oftast að „útsetja", en einmitt á því sviði hafa mörg tón- skáld unnið ágæt verk, svo að það er íyrir sig „gott mál“. Að semja sig frá útsetningunni, skapa sitt tón- mál, sem þó á sér ákveðnar tilvísan- ir, er hins vegar erfítt og oft lendir skáldið svo fjarri sjálfum sér, að hann verður í raun heimilislaus. Pí- azzolla tókst ekki að losa sig við út- setninguna en í lokakaflanum er þó margt að heyra, sem vitnar um að hann hafi haft góða gát á ýmsu er var að gerast í tónsmíði. Flutningur Kristjönu Helgadótt- ur og Dario Macaluso var mjög fal- lega mótaður og sýndu bæði góða leikni en í heild er þessi tónlist Pi- azzolla, sérstaklega þrír fyrstu kafl- arnir, svo bundin ákveðinni skemmtihúsatónlist ag á köflum svo einföld að gerð, að varla er hægt að tala um konsertverk, þar sem dans- inn er fjarri og viðstaddir aðeins hlusta. Hvað um það, þá var flutn- ingurinn ágætur og víst, að þarna var á ferð efnilegt tónlistarfólk, þó hljóðfæraskipanin hafi sett þeim nokkrar skorður um efnisval. Jón Ásgeirsson Morgunblaðið/Þorkell TANGOSEPTETT og dansarar á fjölunum í Iðnó. Argentínskir taktar við Tjörnina HÓPURINN Le Grand Tangó sem kom fram í Loftkastalanum á Listahátíð 1996 verður með nýja dagskrá tangótónlistar í Iðnó, 28. og 30. ágúst. Á morgun, föstudag, verða tvær sýningar og hefst fyrri sýningin kl. 20.30 en sú síðari kl. 23.30. Þriðja sýningin, á sunnu- dag, hefst kl. 20.30. Að sýningunni standa sjö tón- listarmenn og tveir dansarar. Oli- vier Manoury leikur á bandoneon, Edda Erlendsdóttir á píanó, Auð- ur Hafsteinsdóttir og Gréta Guðnadóttir á fiðlu, Helga Þórar- insdóttir á víólu, Bryndís Halla Gylfadóttir á selló og Richard Korn á kontrabassa. Dansararnir eru Bryndís Halldórsdóttir og Hany Hadaya. Olivier Manoury segir tónleik- ana núna með svipuðu sniði og á Listahátíð 1996. „Dagskráin er tvískipt. Hluti hennar verður ein- göngu tónlist og hluti dans við tónlist. Það er munur á tangótón- list sem dansað er við og tónlist sem eingöngu er leikin. Músíkin sem hópurinn flytur er annars vegar klassisk tangótónlist frá u.þ.b. 1940 til 1960 en hins vegar nýrri tangó. „Á sjöunda áratugnum varð hálfgerð eyða í samningu tangótónlistar en eftir það var farið að semja tangótón- list á nýjum nótum. Frumkvöðull á því sviði var Astor Piazzolla, upp- hafsmaður „tango nuevo“ eða hins nýja tangós, sem á sínum tíma olli straumhvörfum og hafði í för með sér aðskilnað tónlistarinnar og dansins. Á efnisskránni er einmitt verk eftir Piazzolla auk verka eft- ir Carlos Gardell, Anibal Troilo og Osvaldo Pugliese. Hljóðfærið sem Olivier leikur á, bandoneon, er því sem næst ómissandi þegar tangó er annars vegar. „Bandoneon er upphaflega þýskt hljóðfæri en lítið notað þar í landi núorðið. Argentínumenn tóku hljóðfærið traustataki og er það nú eitt af lielstu táknum tang- ótónlistarinnar," segir Olivier. Samstarf hópsins á sér aðdrag- anda. „Við lékum tangó hér í fyrsta skipti árið 1982, í Stúdenta- kjallaranum. Helga Þórarinsdóttir og Richard Korn voru þar með okkur Eddu. Hin i hópnum eru yngri. Hany og Bryndi'si hittum við á Tangóhátíð í Lausanne fyrir tveimur árum. Við ákváðum þá að gera eitthvað saman hér og höfum látið verða af því.“ Bryndís Halldórsdóttir og Hany Haday eru tangófélagar og hjón og eru vel þekkt í íslensku leik- hús- og danslífi. Bryndís segir tangóinn ástríðufullt áhugamál. „Fólk sem stundar þetta mikið dansar því sem næst daglega og sækir alla tangóklúbba sem það mögulega getur. Því miður er ekki margt í boði hér á landi. Við stofnsettum klúbb fyrir nokkrum árum á Sóloni Islandusi og höfum alltaf kennt reglulega í Kramhús- inu. í klúbbnum hafa verið um hundrað manns en um þrjátíu mættu á danskvöld. Þessi atburð- ur hér í Iðnó ætti að vera konfekt- moli fyrir fólk sein hefur komið nálægit tangódansi. Okkur hefur dreymt um að geta boðið upp á Iifandi tónlist í klúbbn- um en Olivier Manoury er því mið- ur ekki alltaf á Islandi, segir Bryn- dís og hlær. „Hann er náttúrlega þekktasti og í raun og veru hinn eini og sanni tangótónlistarmaður sem tengist íslandi. Þetta er tón- list sem er mjög sérstök hefð og er ekki á færi allra að leika.“ En hvað er það við tangóinn sem heillar svona? „Það er ótrúleg áskorun að dansa tangó og það eru óendanlegir möguleikar og það eitt og sér hvetur mann áfram til að reyna að ná árangri. Síðan þegar við snúum okkur að því að fara á böll og dansa við marga mismunandi dansfélaga þá er þetta svo spennandi því þetta er hreinn spuni. Þú veist ekkert hvernig hann stýrir þér í dansi. Hann stjórnar, hún svarar. Tón- listin er auðvitað aðaltrompið. Erótíska hliðin á dansinum er vissulega til staðar. Sú ímynd varð að miklu leyti til þegar Valentíno gerði sér lítið fyrir og sveigði konu aftur og lagði niður í ein- hverri bíómynd. Öll heimsbyggðin stóð á öndinni. Einhverra hluta vegna var þetta tengt tangó en í raun og veru er þetta ekki þessi upprunalegi dans. Það var hann Rúdolf Valentínó sem kom þessu öllu af stað.“ BÆKUR Ættfræði LONGÆTT Niðjatal Richards Long, verslunarstjóra í Reyðarflarðarkaupstað, Þórunnar Þorleifsdótt- ur og Kristínar Þórarinsdóttur. Ritstjóri: Gunnlaugur Haraldsson. Þjóðsaga 1998, I.—III. bindi, 1.618 bls. ÞAÐ er upphaf þessa máls að endur fyrir löngu kom hingað til lands kornungur enskur maður, Richard Long að nafni, og gerðist verslunarstjóri austur á fjörðum. Saga hans áður en hann kom til Islands er nokkru myrkri hulin. Þó er vitað að hann var af fá- tæku foreldri, missti foreldra sína bamungur, fór til sjós um ellefu ára aldur og skip hans (og hann með) var hertekið af frönskum sjó- ræningjum. Ræningjaskipið strandaði síðan við Jótlandsstrendur og drengurinn ólst eftir það upp í Danmörku. Hann varð síðan versl- unarþjónn hjá íslandskaupmanni einum og fór á hans vegnm til íslands. Ekki sótti hann gæfu þangað. Ævi hans var í meira lagi mæðusöm. Hálfsextugur andaðist hann árið 1837, eignalaus og umkomulaus. En erindi mikið átti hann samt til Islands. Skráðir niðjar hans í þessu ritverki eru hvorki meira né minna en 4.128. Er þó ekki öllu til skila haldið, því að seint á síðustu öld fóru margir til Vesturheims sem ekki hefur tekist að afla vitneskju um. Meðal niðja Richards Longs er margt gáfu- og hagleiksfólk sem lengi hefur látið sér um- hugað um að safna öllum fáanlegum fróðleik um ætt sína. Sá áhugi lýsti sér m.a. í því að ár- ið 1992 var stofnað Niðjafélag Richards Long. Forgöngu að þeirri stofnun höfðu Eyþór Austfírsk ætt Þórðarson, Jón Benjamínsson og Þór Jakobsson. Fjölmennur stofnfundur var haldinn og mark- mið félagsins lögfest: „Að auka samheldni og frændrækni Long- ættarinnar með því að koma upp safni um sögu ættarinnar og vinna að því að hafist verði handa að samantekt og útgáfu ættar- rits.“ Árið 1995 var svo ákveðið að ráðast 1 útgáfu Longættar og rit- stjóri ráðinn Gunnlaugur Har- aldsson. Honum til aðstoðar var kjörin ritnefnd sem í sátu Ragn- heiður Bragadóttir, Einar Long Siguroddsson, Leifur Jónsson og Unnsteinn Beck. Og nú er þetta mikla ritverk í þremur stórum og myndarlegum bókum væntanlega komið í hendur niðjanna. í formála verksins gerir ritstjórinn skil- merkilega grein fyrir tilurð og tilhögun niðja- talsins og getur þeirra sem hann hefur sótt efni til, en þeir eru margir. Þá víkur hann einnig að skráningu aust- fírskra ætta. Þar ber að sjálfsögðu hæst stór- virki síra Einars Jónssonar á Hofí, Ættir Austfirðinga, sem út kom um miðja öldina, þó að löngu fyrr væri til þess safnað. En síð- an hefur fátt gerst í austfirskri ættfræði og telur ritstjórinn að Austfirðingar séu orðnir nokkrir eftirbátar í þeim fræðum. Úr því skal nú bætt. Því ber þetta rit yfirtitilinn Austfirskar ættir og er ætlað að verða upphaf væntanlega mikils ritsafns. Að loknum formála er Efnis- skrá æviþátta. Þeir eru 41 talsins, auk æviþáttar Richards Long. Æviþættir þessir taka til bama og barnabarna ættforeldranna. Margir eru þeir langir og allir eru þeir barmafullir af margvís- legum fróðleik. Fyrir utan það að í mörgum tilvikum er lýst átakan- legum örlögum, kjörum og gæfu- leysi, þannig að ekki fellur úr minni, gefst hér stórmerkileg innsýn í líf löngu liðinna kyn- slóða, aldarhátt og mannlíf. Sýnu lengstur er æviþáttur Richards Long. Hann losar eitt hundrað blaðsíður. Feiknamikil vinna liggur að baki þessara æviþátta. Þó að þeir séu þéttpakkaðir ættfræðifróðleik eru þeir prýðilega læsilegir, því að framsetning höfundar er lipur og skýr og hann er bersýnilega ágætlega ritfær. Sér- stök ástæða er til að vekja athygli á neðan- málsgreinum hans, því að þar er mörg matar- holan. Niðjatalið sjálft er með hefðbundnum hætti og ekki þörf að fjölyrða um það. Upplýsingar um niðjana eru staðlaðar og skipulegar eins og vera ber, enda er ritstjórinn kunnur að vönduðum og nákvæmum vinnubrögðum. Eins og áður getur hefjast niðjatöl fyrstu tveggja ættliða á æviþætti. Næstu tveir ætt- Gunnlaugur Haraldsson liðir eru í upphafi innrammaðir. Mikill fjöldi mannamynda og nokkrar aðrar myndir eru í ritinu. Þá prýða ritið fjölmargar ljósmyndir af út- skurðarverkum Ríkarðs Jónssonar svo og myndir af mörgum málverkum Finns Jóns- sonar, bróður hans. Sumum kann að leiðast að Ijósmyndimar af málverkunum eru allar svarthvítar, en annað hefði vafalaust verið ógerlegt kostnaðar vegna. Framarlega í 1. bindi er Efnisskrá niðjatals fyi-ir fyrstu fjóra ættliðina og er það til mikils hagræðis fyi’ir lesendur. Að loknu niðjatalinu eru raktar framættir formæðranna tveggja. Þá kemur Myndaskrá og að lokum geysimikil Nafnaskrá. Á 15. bls. er tafla um niðjafjölda Longætt- ar. Alls átti Richard Long átta börn með tveimur barnsmæðrum sínum. Allur þorri af- komenda er kominn frá fjórum þeirra. Þegar litið er yfir elstu ættliðina leynir sér ekki að barnaviðkoma hefur verið mjög mikil. Tals- vert margir ættfeðranna hafa verið heilmiklir barnakarlar og ekki alltaf við eina fjölina felldir og svipað má raunar segja um sumar ættmæðranna, að nokkuð hafa þær verið frekar til fjörsins á stundum. En sá lífskraft- ur sem þar birtist er þó ekki það sem mér verður efst í huga heldur hinn hrikalegi barnadauði sem gerir mann orðvana á stund- um. Vilji menn annars benda á einhver sér- stök einkenni þessarar stóru ættar býst ég við að helst verði staldrað við við einstaklega mikinn hagleik og listfengi hjá mörgum niðj- anna. Ritverk þetta er á allan hátt hið vandað- asta, bæði frá höfundar og útgefanda hendi. Eiga þar allir sem hönd hafa lagt á plóg hið mesta lof skilið. Sigurjón Björnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.