Morgunblaðið - 27.08.1998, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.08.1998, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF í DAG Safnaðarstarf Áskirkja. Opið hús fjrir alla aldurhópa kl. 14-17. Hallgrímskirkja. Orgeltónlist kl. 12-12.30. Marteinn H. Friðriksson leikur. Háteigskirkja. Kvöldsöngur með taizé tónlist kl. 21. Kyrrð, íhugun, endurnæring. Allir velkomnir. Digraneskirkja. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. Bænaefnum má koma til sóknarprests eða kirkjuvarðar, einnig má setja bænaefni í bænakassea í anddyri kirkjunnar. Vídalínskirkja. Bæna og kyrrðarstund kl. 22, kaffi og létt meðlæti á eftir. Hjálpræðisherinn. Kl. 20.30 samkoma í umsjá Majór Knut Gamst. Allir hjartanlega velkomnir. Hugræn teggjulGihiimi ftá líína 1 Veltlr svelgjanlelka meS oþvlnguSum hreyflngum 1 Vlnnur gegn mörgum algengum kvlllum ' OóS áhrlf á mlðfaugakerfiS, öndun og meltlngu • Losar um stlrS llSamót • Eykur blóSstreymi um háraeSanetiS ' Dregur úr vöSvabólgu 1 Styrkir hjartað • Losar um uppsafnaða spennu Upnlúsinguf í simumöOO 9717 095 0900 Allt að verða upppantað í september. Myndataka, þar sem þú raður hve stórar og hve margar myndir þú færð, innifaliðein stækkun 30 x 40 cm í ramma. ikr. 5.000,oo Þú færð að velja úr 10 - 20 myndum af bömunum, og þær fæiðu með 50 % afslætti frá gildandi verðskrá ef þú pantar þær strax. Sýnishorn af verði: 13 x 18 cm í möppu kr. 1.200,00 20 x 25 cm í möppu kr. 1.720,00 30 x 40 cm í ramma kr. 2.560,00 Hringdu á aðrar ljósmyndastofur og kannaðu hvort þetta verð á stækkunum er ekki lægsta veiðið á landinu. Tilboðið gildir aðeins ákveðinn túna. Passamyndir alla daga. Ljósmyndastofan Mynd sími: 565 4207 Ljósmyndstofa Kópavogs sími: 554 3020 mm Dregið verður úr skorkortum (aöeins viðstaddra) að lokínni keppni. Vinningar m.a.: FLÍSASKERAR OGFLÍSASAGIR Glæsilegt Pinseeker golfsett m/poka o.fl. o.fl. OSEROBslŒRAMICA FLISABUÐIN \"<J> Opið golfinót á Öndverðamesvelli laugardagirm 29. ágúst 18 holu höggleikur með og án forgjafar. Glæsileg verðlaun. Aukaverðlaun fyrir að vera næstur holu á öllum par 3 holunum, 2. högg á 18. braut og lengsta upphafshögg á 7. braut. Fæst pútt. Rástímar fyrir hádegi kl. 8-10, eftir hádegi kl. 13-15. Skráning í síma 482 3380 eftir kl. 13. i A1 Sis Stórhöfða 17 við Gullinbrú, sími 567 4844. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Gott framtak hjá Ölduselsskóla MÓÐIR hafði samband við Velvakanda og vildi hún lýsa yfir ánægju sinni með framtak þeirra hjá Olduselsskóla; að vera búnir að koma innkaupa- listum skólans í bókabúð hverfisins. Segir hún þetta mikla framför, þægilegi'a fyrii- starfsfólk búðarinnar og spari foreldrum og nemendum mikinn tíma. Sem sagt, gott framtak sem fleiri skóiar ættu að taka sér til fyrirmyndar. Lífeyrissjóðir - frum- skógur fyrir óvana EG er sjálfstæður atvinnu- rekandi og samkvæmt nýj- um lögum ber mér skylda að vera í lífeyrissjóði. Hef ég verið að kynna mér hina ýmsu lífeyrissjóði undanfarið og það verður að segjast eins og er að þetta er algjör frumskógur fyrir fólk sem hefur ekki þekkingu á þessum mál- um. Hef ég talað við marga lífeyrissjóði og á öllum stöðunum var mér sagt að þetta væri rétti lífeyris- sjóðurinn fyrir mig. Ég er alveg hættur að taka mark á þessu öllu saman. Væri ekki tilvalið fyi-ir fjölmiðla að kynna sér þetta mál og birta upplýsingar opinber- lega og kynna okkur sem ekki höfum vit á þessu hvaða sjóðir henta hverj- um og einum? Atvinnurekandi. Góð þjónusta hjá Heklu ÉG vil koma á framfæri þakklæti mínu til raf- tækjaverslunar Heklu á Laugaveginum. Ég þurfti að versla hjá þeim ýmis- legt þar sem ég er að byrja búskap, þar á meðal þvottavél. Hálfu ári seinna bilaði þvottavélin, það bil- aði í henni klukkan, og þar sem ekki var til vai-ahlutm' í vélina, þá sendu þeii' mér nýja vél samdægurs. Hef ég ekki kynnst svona góðri þjónustu áður og sendi enn og aftur þakklæti mitt. Anna á Njálsgötunni. Tapað/fundið Hjólkoppur týndist á leið í Þjórsárdal HJÓLKOPPUR týndist á leiðinni inn að Stöng í Þjórsárdal sl. mánudag. Skilvís finnandi hafi sam- band í síma 565 7011. Gleraugu í óskilum GLERAUGU fundust í Botnsdal. Gleraugu með grárri málmumgjörð fannst í Botnsdal á leiðinni inn að Glym. Upplýsingar í síma 564 4929 og 899 4930. Veiðistöng týndist við Þingvallavatn VEIÐISTÖNG týndist við Þingvallavatn laugardag- inn 25. júlí. Stöngin vai' í skærbláum poka með hvít- um stöfum. Stangarinnar er sái't saknað þar sem hún er afmælisgjöf. Þeir sem hafa séð hana hafi samband í síma 587 0227 eftir kl. 17. Nýja skólataskan mín hvarf NYR, svai'tur Inter-Sport bakpoki hvarf af horni Ef- stasunds og Holtavegar um fimmleytið laugardag- inn 22. ágúst. I pokanum voru buxur og skór sem búið er að fínna en pokinn er enn týndur. Ef þú veist um hann vinsamlega hafðu samband í síma 553 6167. Dýrahald Svört læða týndist á Kjalarnesi SVÖRT læða, ung, frekar lítil og grönn, um 10 mán- aða, ómerkt, týndist frá heimili sínu á Kjalarnesi fyrir rúmri viku. Hún gæti hafa flækst upp í bíl og lent í öðru sveitarfélagi. Þeir sem hafa orðið henn- ar varir láti vita í síma 566 6041. SKÁK llinsjón Margeir l’iUur.vsoii STAÐAN kom upp á Lost Boys mótinu í Antwerpen í Belgíu um daginn, en þar sigraði Hannes Hlífar Stef- ánsson glæsi- lega. Artur Kogan (2.505), ísrael, hafði hvítt og átti leik gegn Dmitri Reindermann (2.480). 12. Rxg5! hxg5 13. h6 - Bh8 14. Bxg5 - Dd7 15. Df4 - Rh7 16. Dg3 - f5 (Eða 16. - Rxg5 17. h7+! - Kg7 18. Dxgð mát) 17. Bf6+ - Kf7 18. Bxh8 og svartur gafst upp. Byrjunin í þessari stuttu skák var Pirc vörn og svart- ur tefldi alltof hægfara: 1. d4 - Rf6 2. RÍ3 - g6 3. Rc3 - Bg7 4. e4-d6 5. Be3-0-0 6. Dd2 - Bg4 7. Rg5! - a6 8. fö - Bc8 9. h4 - e6? 10. h5! - h6 11. Rh3 - g5 og hér höfum við stöðuna á stöðumynd- inni. HVÍTUR leikur og vinnur. HOGNI HREKKVISI // Bestl sporhandur Sýmhgannnar Víkverji skrifar... NÆGJULEGT hefur verið að fylgjast með velgengni söng- konunnar Öldu Bjarkar Ólafsdóttur á Bretlandi. Fyrsta smáskífulag hennar af væntanlegri breiðskífu, Real Good Time, skaust í 7. sæti breska vinsældalistans. Hún segist, í Morgunblaðinu í gær, vera eina manneskjan á topp 40 sem er að gefa út fyrsta lag sitt. „Hinir eru allir þekktir listamenn svo ég er hæstánægð með að fara beint í 7. sætið,“ segir Alda, en þess má geta að hljómsveitin Spice Girls er í 8. sæti. Islendingar vita mætavel að þolinmæðin þrautir vinnur allir, og það á sannarlega við um Öldu. Hún fluttist utan fyrir níu árum, staðráð- in í að slá í gegn, og þrátt fyrir að það hafi tekið sinn tíma neitaði hún að gefast upp. Nú uppsker hún svo eins og til var sáð, og sannarlega er rík ástæða til að óska henni til ham- ingju með árangurinn. xxx U'* RSLITALEIKUR bikar- keppninnar í knattspyrnu verð- ur á Laugardalsvelli á sunnudaginn. Þar mætast lið Leifturs frá Olafs- firði og íslandsmeistarar Vest- mannaeyinga. í 39 ára sögu bikar- keppninnar hefur langoftast að minnsta kosti annað úrslitaliðið komið úr höfuðborginni en stað- reyndin er sú að ekkert Reykjavík- urlið var í undanúrslitum keppninn- ar að þessu sinni, í fyrsta skipti síð- an 1983. Þannig vill til að þetta er þriðja árið í röð sem utanbæjarlið mætast í bikarúrslitum. Og það sem meira er; Vestmannaeyingar léku til úrslita bæði í fyrra og hitteðfyrra og töpuðu i bæði skiptin. 1996 fyrir Akurnesingum og fyrir Keflvíking- um í fyrra. Spennandi verður að sjá hvort íslandsmeistaramir fagni sigri og segi: AUt er þá þrennt er, eða hvort Leiftursmenn vinni til fyrsta meistaratitils félagsins í knattspyrnu. xxx LJÓST er að stemmningin getur orðið mjög skemmtileg á Laug- ardalsvelli á sunnudaginn, Vest- mannaeyingar eru löngu þekktir fyrir mikinn stuðning við sína menn og mörgum er enn í fersku minni þegar þorri Ólafsfirðinga mætti suður yfir heiðar um árið, á Þróttar- völlinn við Sæviðarsund og hvatti sína menn til dáða gegn heima- mönnum. „Litli“ Leiftur, sem nú er orðinn stór, sigraði þá Þróttara og komst í fyrsta skipti upp í efstu deild Islandsmótsins. Búast má við fjölda norðanmanna á Laugardals- völlinn á sunnudag, og þeir gefa vafalítið hvergi eftir í baráttunni við stuðningsmenn IBV. xxx I^SLENDINGUM er ekki fisjað saman. Húsbíllinn, sem hópur nemenda í Myndlista- og handíða- skóla íslands sýndi í samkeppni nemenda í iðnhönnunarskólum á Norðurlöndum, hlaut fyrstu verð- laun sem „raunsæjasta hugmyndin" eins og greint var frá í blaðinu í gær. Hugmyndin er ótrúlega snjöll, því auk þess sem vitaskuld er hægt að aka bílnum, er þar iými til að sofa, borða, vinna, baða sig og fara á sal- erni. „Bíllinn hefur vakið alveg ótrú- lega athygli hérna, bæði meðal al- mennings og fjölmiðlafólks. í mínum huga er ekki nokkur vafi að þau voru búin að vinna keppnina áður en verðlaun voru afhent, það er aldrei að vita hvernig dómnefndir hugsa en viðbrögð og áhugi gesta og fjöl- miðla hafa gert þau að sigurvegur- um burtséð frá verðlaunum,“ sagði Hjálmar Árnason, alþingismaður, í Morgunblaðinu í gær, en hann er formaður nefndar um nýtingu inn- lendra orkugjafa á vegum iðnaðar- ráðuneytisins og fylgdist með sýn- ingunni ytra. Bravó! Árangur þess- ara ungu Islendinga er glæsilegur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.