Morgunblaðið - 27.08.1998, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.08.1998, Blaðsíða 38
‘38 FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LEIFUR SIGURÐSSON + Leifur Sigurðs- son rafvirkja- meistari, Akurgerði 14 í Reykjavík, fæddist á Akranesi 22. júlí 1929. Hann lést á Landspítalan- um 19. ágúst síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sigurður Eðvarð Hallbjamarson, f. 28.7. 1887 á Hóli, Suðuríjarðarhr., V.- Barð., d. 3.7. 1946, útgerðarmaður og kaupmaður á Akra- nesi, og Ólöf Guðrún Guð- mundsdóttir, f. 30.12. 1894 á Gelti í Súgandafirði, d. 18.1. 1983. Systkini Leifs era 1) Magnús Eðvarð, f. 12.7. 1913, d. 2.2. 1946, ekkja hans Fanney Tómasdóttir, f. 5.1. 1912. 2) Sig- rún, f. 28.11. 1914, d. 22.2. 1986, hennar maður Andrés Níelsson, f. 10.4. 1917, d. 24.7. 1950. 3) Guðrún Lovísa, f. 30.3. 1916, ekkja Arnórs Sveinbjörnssonar, f. 6.6. 1913. 4) Guðmundur Ás- grímur, f. 20.1. 1919, d. 19.4. ^ 1983. 5) Þórður, f. 2.9. 1920, sambýliskona hans Kristi'n H. Kristjánsdóttir, f. 8.1. 1922. 6) Aðalheiður, f. 13.1. 1924, d. 13.1. 1924. 7) Rafn Eðvarð, f. 20.9. 1928, d. 15.11. 1933. 8) Ólafur Eðvarð, f. 12.1. 1926, d. 13.6. 1964, ekkja hans Ástríður Sveinsdóttir, f. 25.9. 1926. 9) Karl, f. 24.11. 1930, kona hans Kristín Sigurðardóttir, f. 26.7. 1933. 10) Agnes, f. 24.10. 1931, ekkja Trausta Ingvarssonar, f. 0 15.7. 1926, d. 9.6. 1977. 11) Rafn Eðvarð, f. 20.8. 1938, kona hans Rannveig Erna Þóroddsdóttir, f. 1.2. 1936. Leifur kvæntist 17. nóvember 1951 Maríu Auði Guðnadóttur, f. 6. júní 1932 í Botni í Súg- andafirði, verslunarmanni. For- eldrar hennar eru hjónin Guðni Jón Þorleifsson, f. 25.10. 1887 á Gilsbrekku í Súgandafirði, d. 1.4. 1970, bóndi, og Albertína Jóhannesdóttir, f. 19.9. 1893 á Kvíanesi í Súgandafirði, d. 2.1. 1989. Þau bjuggu lengst af í Botni, en síðustu árin á Suður- eyri við Súgandaíjörð. Systkini Maríu Auðar eru 1) Sigurður, f. ^ 11.12. 1914, d. feb. 1959, kona hans Sveinbjörg Eyvindsdóttir, f. 17.4. 1902, d. 9.8. 1959. 2) Guðrún Pálmfríður, f. 9.9. 1916, d. 28.8. 1997, maður hennar Kjartan Sigurðsson, f. 21.9. 1905, d. 25.6. 1956. 3) Þor- leifur Guðfinnur, f. 11.7. 1918, sambýl- iskona hans Mari- anne Jensen. 4) Sveinn, f. 23.11. 1919, kona hans Sigríður Finnboga- dóttir, f. 9.8. 1914, d. 4.4. 1997. 5) Jó- hannes, f. 29.9. 1921, d. 18.8. 1990, kona ^hans Aldís Jóna Ásmundsdótt- ir. 6) Guðmundur Arnaldur, f. 1.12. 1922. 7) Einar, f. 6.11. 1926, kona hans Guðný Guðnadóttir. 8) Guðni Albert, f. 3.4. 1928, kona hans Júlíana Jónsdóttir. 9) Gróa Sigurlilja, f. 24.11. 1930, hennar maður Páll Guðmunds- son. 10) Sólveig Dalrós, f. 11.6. 1934, d. 29.4. 1939. Börn Leifs og Maríu eru 1) Sólveig, f. 21.9. 1951, hárgreiðslumeistari í Reykjavík, gift Gísla Blöndal, f. 8.7. 1947, rafiðnfræðingi. Börn þeirra a) María Auður Stein- grímsdóttir, f. 28.4. 1970, hár- greiðslusveinn, sambýlismaður Oddur Hafsteinsson, f. 22.9. 1965, tölvari, þeirra sonur Rik- harð Atli, f. 24.7. 1998. Leifur G. Blöndal, f. 4.5. 1975, nemi í trésmíði. 2) Halla, f. 6.3. 1957, deildarstjóri í Reykjavík, gift Jóni Pétri Guðbjörnssyni, f. 7.8. 1957, sölumanni. Börn þeirra a) Eiríkur Gísli Johansson, f. 20.6. 1983, og Guðbjörn Jónsson, f. 13.5. 1991. Leifur nam rafvirkjun hjá Ei- rfki Hjartarsyni og lauk sveins- prófi frá Iðnskólanum í Reykja- vík 1951. Var Þorlákur Jónsson meistari hans. Leifur starfaði við iðn sína hjá Eiríki Hjartar- syni hf., en lengst af hjá Hauki og Olafi í Reykjavík eða í um 35 ár. Þá starfaði hann um skeið hjá Landsverki. Hann starfaði sjálfstætt frá 1987-1991 og frá þeim tíma sem rafvirkjameist- ari hjá Iðnskólanum í Reykja- vík. Hann sat í trúnaðarráði Fé- lags íslenskra rafvirkja og var sæmdur gullmerki félagsins. Hann lét önnur félagsmál einnig til sín taka. Hann var einn af stofnendum Súgfirð- ingafélagsins í Reykjavík árið 1950 og var formaður þess um árabil. Hann var félagi í Odd- fellow-reglunni og gekk í stúku nr. 1 Ingólf árið 1967. títför Leifs fer fram frá Bú- staðakirkju í dag og hefst at- höfnin kl. 13.30. Sumri er tekið að halla, dagur að kveldi kominn. Elsku Leifi, þú ert búinn að heyja mikla baráttu fyrir lífi þínu. Það er komið ár frá fyrsta hjartaáfallinu, við vorum öll vongóð um bata, en svo kom reiðarslagið. Þú áttir að fara að koma heim en allt fer öðru- vísi en ætlað er. Við systkinin áttum sumarbústaði i Vestur-Hópinu og var það sælu- reitur okkar. Hugur þinn var alltaf þar og ætlaðir þú að gera svo margt. Þegar þú lást á sjúkrahúsinu vildir þú vera með í að fá rafmagn því þú ætlaðir að fara norður í bú- staðinn þegar þú værir búinn að jafna þig. . v/Nýbýlaveg SOLSTEINAR 564 4566 Elsku María, þið Leifi voi-u svo samhent í öllu að það var unun að sjá til ykkar, ég gleymi ekki þegar þið voruð að byggja húsið ykkar í Akurgerðinu, með tvær hendur tómar en með dugnaði tókst ykkur að koma því upp. Kæri bróðir, sonur minn sendir þér hinstu kveðju og þakkar þér fyrir allt sem þú varst honum. María mín, Sólveig, Halla, tengdasynir, barnabörn og litla barnabarnabam, Guð styrki ykkur í þessari miklu sorg. Minning hans lifir. Nú margir vinir þakka ástúð þína og þinni minningu binda rósakrans. Gott er að mega fela sig og sína í sæla umsjá góða Frelsarans. (G.G.) Agnes. Tengdafaðir minn, Leifur Sig- urðsson, er nú látinn. Þegar ég kveð hann á þessum tímamótum verður mér orða vant. Kveðjustundin er því erfiðari, þar sem hann var ekki aðeins góður tengdafaðir, heldur einnig traustur vinur sem alltaf mátti reiða sig á. Hvað kemur fyrst í hugann þegar setja á niður orð á blað í minningu góðs vinar? Það er erfitt að lýsa því sem um hugann fer á slíkum stundum, enda eru minn- ingar aðeins stutt leiftur, staldur við atburði, samtöl, samverustundir og minningaslitur sem þó gefa svo mikið. Það leið ekki langur tími frá því að ég kynntist tengdaföður mínum þar til ég byrjaði að kalla hann verkfræðinginn innan fjölskyldun- ar. Leifur var einstaklega vinnu- samur og skipulagður í vinnubrögð- um og hrein unun að sjá hvernig hlutirnir tóku á sig nýjar myndir. Flest það sem hann tók að sér hvort heldur það var smátt eða stórt virt- ust aðeins þægileg verkefni, því hann var einn af þeim mönnum sem allt lék í höndunum á. Við Leifur urðum strax mjög góðir vinir og stundum fannst mér hann líta á mig sem son sinn frekar en tengdason. Hann var glæsilegur maður og glaður á góðri stundu, glettinn og spaugsamur. Hann virtist alltaf hafa tíma aflögu fyrir fjölskylduna og hafði unun af að stækka sjón- deildarhringinn með spjalli. Ósér- hlífni, gott hjartalag og trygglyndi voru einir af ríkustu eiginleikum hans. Mesta lán og blessun Leifs í lífinu var að eignast eftirlifandi eig- inkonu sína, Maríu. Hún var lífs- fóiunautur sem gladdist með hon- um á góðum stundum og stóð eins og klettur við hlið hans, styrkti hann og studdi. Leifur var hraustur alla tíð og fór í fyrsta skipti inn á spítala á síðasta ári. En svo fór að spítaladvölin varð lengri en upphaflega stóð til. Hann kom þó heim um jólin og átti fjöl- skyldan yndislega stund saman sem alltaf mun geymast í minningunni. Hann varð langafi í síðasta mánuði sem gladdi hann ákaflega mikið. Mig langar að lokum til að kveðja góðan vin og tengdafóður og þakka fyrir með dýpstu virðingu að hafa fengið að kynnast mætum og göfug- um manni. Samverustundirnar, vin- áttuna og þá virðingu sem hann sýndi mér í þessu lífi. Megi hann hvíla í friði og Guð geymi hann. Ég votta Maríu, Sólveigu, Höllu og börnunum mína dýpstu samúð. Gísli Blöndal. Elsku afi minn er dáinn. Ég á mjög erfitt með að trúa því að hann sé farinn að eilífu úr mínu lífi. Þetta hefur verið hörð barátta hjá honum sem hann að lokum tapaði. Nú hef- ur hann fengið frið og ró. Afi var yndislegur maður og mun ég ávallt vera þakklát fyrir þann tíma sem við áttum saman. Ég er nýbúin að gera hann að langafa og þótti hon- um það mjög spennandi en því mið- ur var það alltof stuttur tími sem við gátum notið þess saman. Höndin þín, Drottinn, hlífi mér, þá heims ég aðstoð missi, en nær sem þú mig hirtir hér, hönd þína ég glaður kyssi. Dauðans stríð af þin heilög hönd hjálpi mér vel að þreyja, meðtak þá, faðir, mína önd, mun ég svo glaður deyja. Minn Jesú, andláts orðið þitt í mínu hjarta ég geymi, sé það og líka síðast mitt, þá sofna ég burt úr heimi. (Hallgrímur Pétursson.) Elsku afi, ég kveð þig með mikl- um söknuði, megi Guð blessa þig og varðveita. Góði Guð gefðu ömmu styrk í þessari miklu sorg sem hef- ur nú barið að dyrum. Þín afadóttir María Auður Steingrímsdóttir. Elsku afi minn, mig langar til þess að skrifa nokkrar línur og kveðja þig. Ég man hvað mér þótti gaman þegar ég var lítill að heita sama nafni og þú. Þegar ég var hjá þér og ömmu og síminn hringdi hljóp ég alltaf í símann og svaraði „Leifur litli“. Það er ekki hægt að tala um þig öðruvísi en að minnast á sumarbústaðinn fyrir norðan. Sælu- reitur sem þið byggðuð ykkur sam- an,_ þar sem þú undir þér svo vel. I öllum þessum veikindum sem yfir þig dundu varst þú alltaf að hugsa um að komast heim til ömmu og svo norður í bústaðinn. Síðast þegar ég hitti þig varst þú að vonast til þess að komast þangað í haust. Énn, mennirnir segja én guðirnir ráða. Nú héðan á burt í friði’ ég fer, ó, Faðir, að vilja þínum, í hug er mér rótt og hjartað er af harminum læknað sínum: sem hézt þú mér, Drottinn, hægan blund ég hlýt nú í dauða mínum. (Höf. M. Luther. - Helgi Hálfdanar.) Ég vil þakka þér, elsku afi minn, fyrir allt sem þú hefur kennt mér og allar okkar stundir. Ég bið Guð að blessa þig og fylgja þér. Þinn nafni, Leifur G. Blöndal. Látinn er í Reykjavík eftir erfiða sjúkdómslegu Leifur Sigurðsson rafvirkjameistari. Eftir langa sæludaga hafa nú á síðustu árum verið höggvin æ fleiri skörð í þann hóp sem tengst hefur efri bænum í Botni í Súgandafirði, hóp sem einkennst hefur af mikilli samheldni, bæði í sorg og í gleði. Þar hefur Leifur ekki átt minnstan þátt í. Eins langt og ég man eftir mér hafa Mæja og Leifur komið á hverju sumri til lengri eða skemmri dvalar í Botni og alltaf hefur fylgt þeim góður andi og notalegheit. Ég minn- ist þess sem strákur í Botni hve gaman var þegar Leifur kom, stundum með útlent nammi, og alltaf tilbúinn að fara með okkur krakkana í bfltúr og alltaf man ég gönguferðina sem við fórum tveir upp á Spilli eldsnemma á sunnu- dagsmorgni, og enginn hefði trúað að við hefðum farið ef myndavélin hefði ekki verið með. Það var dýrð- legur morgun. I mörg ár komu Mæja og Leifur á grásleppuvertíð hingað til Súganda- fjarðar, til Guðmundar bróður Mæju. Hafði Leifur jafnan á orði að það gæfi lífinu mikið gildi að komast út í náttúruna og hreina loftið og að fá að taka svolítið líkamlega á. Og það var ekki svo lítið púl þegar net- in voru full af þara, uppsnúin og illa leikin eftir vestan garða að draga og gi-eiða úr. Ekki voru átökin minni þegar allt var bunkað af slembu og hrognatunnurnar stöfluðust upp í hlöðunni hjá Gumma. Þá var oft gaman að hitta þá karla og ekki vantaði lýsingarnar hjá Leifi. „Og heima sat hún Mæja að malla, mikla steik á pönnunni,“ eins og segir í vísunni hans Guffa. Leifur var afskaplega hugljúfur maður. Hann var fastur fyrir þegar það átti við en einstaklega diplómat- ískur og þá sérstaklega þegar Botnssystkinin níu voru með níu mismunandi skoðanir á hlutunum, þá laumaði hann oftar en ekki inn athugasemd sem varð til að sætta sjónarmiðin. Hann reyndist mér og mínum systkinum afskaplega vel, og til dæmis bjuggu þrjú okkar hjá þeim hjónum í Akurgerðinu á náms- árum okkar í Reykjavík, og vorum við þar eins og heima hjá okkui'. Sú aðstoð, og það hversu velkominn maður var þar alltaf, verður seint fulljoökkuð. Ég vil að lokum óska þess að góð- ur Guð blessi minningu Leifs Sig- urðssonar, og styi'ki aðstandendur hans og okkur öll í sorginni. Guðni A. Einarsson. í endurminningunni virðast allir dagar bernskunnar hafa verið sólar- dagar. Svo er að minnsta kosti með daginn sem fundum mínum og Leifs Sigurðssonar, sem í dag er til mold- ar borinn, bar fyrst saman. Okkur á Ránargötunni hafði borist til eyrna af María yngsta systir mömmu, væri á leið til Flateyi-ar til að kynna kærastann sinn. Við elstu systkinin tókum okkur gönguferð inn Hvilft- arströndina til að sæta færis að verða okkur úti um bíltúr með kærustuparinu. Slíkur munaður bauðst ekki á hverjum degi í þann tíma. Þegar komið var nokkuð inn- fyrir Sólvelli sáum við til ferða bíls sem ók greitt og lagði frá honum mikinn rykmökk. Til að gæta alls öryggis skriðum við niður í skurð við veginn. En hvílík vonbrigði, bíll- inn ók í fyrstu fram hjá okkur, en stansaði til allrar hamingju nokkru síðar. María hafði orðið vör við litlu ' frændsystkinin og bíltúrinn fengum við. Allt frá þessum degi lágu gagn-' vegir milli heimilanna í Akurgerði 14 í Reykjavík og á Flateyri. Frændsemin var rækt af alúð og einlæg vinátta ríkti, sem hvergi bar skugga á. Þáttur Leifs var ekki síðri en húsmóðurinnar í þeirri ræktar- semi. Og það lét að líkum. I fyllingu tímans fæddist frumburður þeirra, dóttirin Sólveig, á Ránargötunni í rúmi föður míns og meira að segja á afmælisdegi hans. Frænku til sam- lætis lá undirritaður á sæng með henni. Því verður ekki á móti mælt að Leifur var mikill áhugamaður um bíla. I fyrstu vesturferðinni ók hann á lánsjeppa frá bróður sínum, Þórði. En fljótlega eignaðist hann sínar eigin bifreiðir. Sölunefndin var ekki langt undan heimilinu og þar var tímum varið til að sjá út góðar bif- reiðar, sem kaupa mátti fyrir ekki alltof mikinn pening. Bifreiðar hans voru því í fyrstu gamlar og lífs- reyndar, en hann kunni vel til verka og ævinlega voru þær í fullkomnu lagi. Hann var sérstaklega lipur og laginn ökumaður. Vel er mér minn- isstætt þegar Albertína amma fór í eina skiptið á ævi sinni í langferð alla leið til Reykjavíkur. Fór hún þar með Leifí og Maríu. Þegar þessi bílveika kona, sem varla komst á milli bæja án þess að líða mjög af bflveiki, var spurð hvort þessi ferð hefði ekki verið allt að því óbærileg, svaraði hún. „Ég bílveik, með hon- um Leifi mínum.“ Það þurfti ekki frekari vitnaleiðslur þar um. Marga nótt naut sá er þetta ritar gistivináttu þeirra hjóna, bæði á skólaárum og síðar þegar eitthvað var verið að erindast í Reykjavík og margan matarbitann hef ég þar þegið. Allt er þetta vel geymt og verður seint fullþakkað. Frá fyrsta degi tók Leifur fullan þátt í því sem stórfjölskyldan var að bardúsa hverju sinni. Hvort heldur við hey- skap meðan afi og amma stóðu fyrir búrekstri í Botni og á Suðureyri, við laxaræktina sem móðursystkin- in stóðu fyrir á þriðja áratug, við lagfæringar á Botnsbænum, eða grásleppuveiðarnar með Guðmundi móðurbróður um margra ára skeið. Auk þessa átti hann sér sælureit norður í Vatnsdal og hafði búið hann vel, af alúð og sinni kunnu snyrtimennsku. Og þar var hann einmitt staddur, er þau miklu veik- indi sem hann átti við að stríða hátt í ár hófust. Hann gerði þó lítið úr, þegar fyrsta áfallið reið yfir, taldi þetta einungis lungnabólgu og væri vandalaust að aka til Reykjavíkur, sem og hann gerði. Síðast hitti ég hann í Akurgerðinu um sl. jól. Var hann heima til stuttrar dvalar, fyrir höndum var mikil skurðaðgerð, sem ef vel tækist til mundi koma honum til nokkurrar heilsu. Það voru því mikil og góð tíðindi, sem ég heyrði í afmælishófi um miðjan þennan mánuð, að nú væri öllum aðgerðum lokið og hann fengi að fara heim eftir örfáa daga. Til- hlökkun hans var mikil, hans högu handar biðu fjölmörg verkefni, það þurfti margt að gera úti í bílskúr, og svo þurfti að fara norður í sum- arbústaðinn í Vatnsdalnum o.fl. o.fl. Þeim mun sárari voru þau tíðindi sem bárust daginn áður en hann átti að fara heim af sjúkrahúsinu, að nú væri löngu og erfiðu stríði lokið. Leifur hefði látist þá um dag- inn. Nú er leiðir skilur vil ég fyrir mína hönd og systkina minna, svo og allra okkar afkomenda þakka Leifi Sigurðssyni fyrir góða sam- fylgd, þar féll hvergi á blettur eða kusk. Maríu móðursystur, dætrun- um Sólveigu og Höllu og öllu þeirra fólki vottum við okkar dýpstu hlut- tekningu. Megi allar góðar vættir styrkja þau og styðja á erfiðri stund. Guðvarður Kjartansson. • Fleirí minningargreinar um Leif Sigurðsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.