Morgunblaðið - 27.08.1998, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.08.1998, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1998 31' /IM ÁRA á Akureyri er í Grófargili, í hjarta bæjarins, þar sem Mjólkursamlag KEA áður til húsa. Safnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 14-18. verið vegur um þessar mundir arsýningu 28. ágúst töðumann safnsins, æri til að sýna hversu mfélagið. Imilljónir ki-óna til að standa straum af kostnaði við sýningar. „í samanburði við söfn á Reykjavíkursvæðinu sem við ber- um okkur gjarnan saman við, er Listasafnið á Akureyri tæplega hálfdrættingur, bæði hvað varðar starfsmannahald og fjárveiting- ar. Með samstarfi við fjölda aðila hefur okkur þó tekist að nýta þessa lágu fjárveitingu betur en annars hefði verið. Þema aímæl- isársins er samstarfssýningar og við erum .einmitt að setja sýningu sænska listamannsins Roj Fri- berg upp í Norræna húsinu í Reykjavik. Á móti erum við að fá sýninguna Skjáh' veruleikans frá Norræna húsinu en það er sýning 10 evrópskra listmálara. Til við- bótar höfum við starfað með listasafni í Færeyjum, Dan- mörku, Austurríki, Skotlandi og írlandi. Nú erum við að vinna að sýningu með Listasafni Reykja- víkur á færeyskri nútímalist sem sett verður upp á Kjarvalsstöðum í lok október og í febrúar á næsta ári hjá okkur. Þá vonast ég til að geta gengið frá samningi við Listasafn Is- lands á þessu ári. Hagstætt samskiptanet Þannig að á þessum fimm árum hef- ur okkur tekist að búa til samskiptanet sem er þessu safni bæði -------- hugmyndalega og rekstrar- lega ákaflega hagstætt. Ég tel einmitt að framtíðar- möguleikai' safnsins liggi í því að eiga samstarf við for- ipp- afn- sterka aðila án þess þó að það tapi sinni eigin ímynd.“ Haraldur Ingi segir að aðsókn að safninu hafi verið ótrúlega góð frá upp- hafi og að bæði heimamenn og ferða- fólk hafi flykkst þangað. Árlega hafa komið 10-15 þúsund manns í safnið. Sýningin Stálkonur og sýning á verk- um Gunnlaugs Blöndal eru best sóttu sýningarnar til þessa en á þær komu rúmlega 4.000 manns. Um 3.000 manns sáu sýningar Errós og sænska lista- mannsins Roj Fribergs. Haraldur Ingi segir að ekki hafi verið sett upp sýning sem ekki hafi náð a.m.k. 600 manna að- sókn. „Ég var alltaf viss um að aðsókn að safninu yrði góð íyrstu árin en átti von á að hún dytti niður á ákveðnum tíma en það hefur ekki gerst. Hins vegar þurfum við að nýta möguleika okkar betur og halda áfram að þróa þetta framávið. Þar á ég við að safnið geti tekist á við mun djarfari verkefni hvað vai'ðar að búa til samskiptamynstur við áhorfendur og listunnendur. Eins myndi ég vilja sjá bæjaryfirvöld gefa okkur tækifæri til að taka þátt í vexti og uppgangi bæjarins. Þótt við íslend- ingar eigum erfitt með að átta okkur á þein-i staðreynd, getur listin verið stór atvinnuvegur. Salimir einfaldir og listvænir Ég vildi því gjarnan fá meira rými til að sanna-það fyrh- eigendum safnsins. Það er nú samt þannig að það virðist þurfa að vera sporður eða beljurass í allri umræðu um atvinnuuppbyggingu til þess að tekið sé mark á henni. Ég hef m.a. reynt að tala íyrir þeirri hug- mynd að nýta okkur það sem ég kalla fjársjóð Helga magi'a. Helgi magri kom frá Dublin og var af annarri kynslóð innflytjenda en kona hans var írsk, dóttfr þekkts konungs þar í landi. Hann flutti til Akureyrar og settist hér að. Á Akureyri búa 15.000 manns en í Dublin ein og hálf milljón manna. Þarna á bær- inn mikia möguieika á að kynna sig og byggja upp samskipti, listin er afbragðs tæki til að ryðja brautina.“ Starfsemi Listasafnsins er í þriggja hæða húsi, þar sem áður var Mjólkur- samlag KEA. Sýningarsalirnir eru á annan-i hæð í rúmlega 300 fermetra íými. Haraldur Ingi segir að sýnendur og gestir hafi látið í ljós mikla ánægju með salina, þefr séu í senn einfaldir og listvænir. Hann sagði þó að efsta hæð hússins, þar sem Brauðgerð KEA er nú til húsa, yrði framtíðarrými safnsins og þá geymslur og fyrirlestrasalir á neðri hæðinni. Neðsta hæðin er hins vegar í útleigu til listamanna og þar hafa verið reknar vinnustofur og gallerí. Sýningar með nígbrauðslykt „Sú starfsemi hefur verið mjög lif- andi og skemmtileg og maður vill síst af öliu hrófla við henni. Ég lít því frekar til efstu hæðarinnar en Brauðgerðin hefur rekstrai'leyfi þar til ársins 2000. Þótt Brauðgerðin sé alls góðs makleg, er þetta eigi að síðustu nokkuð sérstakt sambýli. Það er mjög skrýtið að bjóða upp á sýningar þekktra listamanna, t.d. á þriðjudagsmorgnum með rúgbrauðs- __________ lykt, á miðvikudagsmorgn- um með vinarbrauðslykt og svo framvegis. Ástandið er sérstaklega slæmt á moi’gnana en nú erum við farnir að nota þann tíma fyrir heimsóknir, t.d. skólafólks." Þótt ýmislegt megi betur fara, hefur margt jákvætt verið gert og Haraldur Ingi hefur því fulla ástæðu til að vera í hátíðarskapi á þessum tímamótum. Miklir möguleikar „Það eru iniklir möguleikar á því í framtíðinni að efla þessa stofnun og um leið að gefa listinni meira íými í samfé- lagi okkar en til þessa. Allt er þetta þó undir bæjaryfii-völdum komið, þvi þar er rammi stofnunarinnar settur saman. Það er bæjaryfírvalda að stækka rammann, til hagsbóta fyrir alla. Og ef okkur, sem störfum að listum, væru gefin fleiri tækifæri til að sýna hversu nytsamleg þessi grein er fyi-ir samfé- lagið, er ég sannfærður um að við myndum standa undir því trausti." Jöfn áhersla á hefð og samtímalist Lögreglunni í Reykjavík falið verkefni í grenndarlöggæslu Vinnur með borgur- um að auknu öryggi Dómsmálaráðuneyt- IÐ vill að verkefnið verði unnið í samvinnu lögi'egl- unnar í Reykjavík, Reykja- víkurborgar, íbúasamtaka í borginni og eftir atvikum annarra aðila. Mark- miðið verði að vinna með borgarbúum að því að fækka afbrotum í íbúða- hverfum í borginni og auka öryggi borgaranna, vernda réttindi og eignir þeirra, gera umhverfið öruggara fyrir börn og fullorðna, efla vitund borgar- anna um ábyrgð á eigin umhverfi og auka samvinnu allra hagsmunaaðila, með það að lokamarkmiði að auka lífs- gæði íbúa 1 borginni. Reglulegir hverfafundir I samtali Morgunblaðsins við Stef- án Eiríksson, deildarstjóra í dóms- málaráðuneytinu, og Georg Lárusson, lögreglustjóra í Reykjavík, kom með- al annars fram að að hluta til væri hér verið að taka upp að nýju þráðinn með þær hugmyndir sem bjuggu upphaf- lega að baki starf- semi hverfalög- reglustöðvarinnar í Breiðholti og kenndar eru við grenndarlöggæslu. í “ minnisblaðinu sem ráðherra sendi lögreglustjóranum kemur meðal ann- ars fram að skipað- ur verði vinnuhópur til þess að undirbúa verkefnið og verði honum meðal ann- ars falið að kanna hvernig unnt sé að virkja borgarana betur við að aðstoða lögreglu við störf sín. Meðal annars verði leitað leiða til að skipuleggja reglulega fundi með lögreglu, íbúum í tilteknu hverfi og borgai'yfirvöldum þar sem rædd yrðu atriði sem snúa að löggæslu í hverf- inu. „Rætt yrði jafnframt sérstaklega við sérgreinda hópa íbúa í hverfinu, s.s. aldraða og unglinga, á sömu nót- um. Á fundunum kæmu borgararnir upplýsingum á framfæri og lögreglan, eftir atvikum borgaryfirvöld, upp- lýstu til hvaða úrræða hefði verið gi'ipið vegna ábendinga borgaranna,“ segir í minnisblaðinu. Jafnframt er lögð áhersla á að skoðað verði hvernig unnt sé að gera lögregluna sýnilegri í borginni, t.d. á þann hátt að fela ákveðnum lögreglu- mönnum ábyrgð á löggæslu í ákveðnu hverfi eða hverfishluta. „Þeirra hlut- verk er auk hefðbundinna starfa að ræða við íbúa og bregðast við smærri vandamálum sem upp kunna að koma,“ segir í minnisblaðinu. Samvinna lögreglu, borgar og skóla Einnig segir að kanna þurfi hvort með einhverju móti sé unnt að efla ná- grannavörslu og eftirlit á vegum borgaranna en upplýsingar um hvern- ig að slíku hafi verið staðið í skipu- lagningu slíks verkefnis í Salt Lake City í Bandaríkjunum liggi fyrir í ráðuneytinu en þar hafi um 1.000 borgarar verið þjálfaðir til að fylgjast með og vopnaðir farsímum sem þeir nota til að hringja í lögregluna verði þeir varir við ólöglegt athæfi. Einnig kemur fram að hugmyndir ráðherra gera ráð fyrir því að kannað verði hvort unnt sé að setja á laggirn- ar sérstaka skrifstofu í samvinnu lög- reglu, borgar- og skólayfirvalda, sem hafi það hlutverk að koma fram með hugmyndir að lausnum á vandamálum sem upp koma hjá þessum yfirvöld- um. „Ymis mál sem upp koma hjá lög- reglu eru þess eðlis að úrræði til lausnar eru fá eða engin. Nefna má Dómsmálaráðherra hef- ur sent lögreglustjóran- um í Reykjavík minnis- blað þess efnis að frá og með 1. október næst- komandi verði sett á laggirnar sérstakt reynsluverkefni til að út- færa hér á landi þær hugmyndir sem unnið er eftir við skipulag grenndarlöggæslu í ýmsum löndum. sem dæmi erjur nágranna út af görð- um, plöntum og hávaða og heimilisof- beldi. Hjá skólayfii'völdum mætti nefna vandamál eins og reykingar unglinga og áfengisneysla. Slík skrif- stofa sem hér er nefnd gæti skipulagt námskeið fyrir aðila, sem eiga í deil- um við nágranna sína, þar sem farið yrði yfir réttarstöðuna og leiðir til úr- bóta kynntar, skipulagt námskeið fyr- ir þolendur og gerendur heimilisof- beldis og lagt til leiðir, námskeið eða aðra fræðslu í sambandi við reykingar og áfengisneyslu ungmenna. Utgáfa á upplýsingabæklingum o.fl. gæti einnig verið verkefni umræddrar skrifstofu," segir í minnispunktum ráðherra þar sem einnig er lagt fyrir að kannað verði hvernig unnt sé að efla tengsl lögi-eglunnar og ýmissa fé- laga og samtaka sem starfa með börn- um og unglingum. Minnisblað ráðheiTa er dagsett 20. ágúst og þar er lagt til að settur verði á laggirnar vinnuhópur sem skipu- leggi verkefnið og stýri því til enda. Fyrir lok september eigi vinnuhópur- inn að leggja fram skýrslu um hvernig standa beri að reynsluverkefninu og annast helstu framkvæmdaatriði. I september á næsta ári skili hópurinn svo skýrslu um verkefnið, þar sem lagt verði mat á hvernig til hafi tekist og geri tillögur um framtíðarskipan mála. Eitt eða fleiri hverfi Stefán Eiríksson, deildarstjóri lög- reglumála í dómsmálaráðuneytinu, sagði í samtali við Morgunblaðið, að í minnisblaðinu væru í raun engin ný- mæli sem kæmu löggæslunni í land- inu í opna skjöldu því hugmyndir um grenndarlöggæslu væru vel þekktar og hefðu m.a. verið reyndar hér á landi áður, einkum í Breiðholtslög- reglustöðinni, þar sem lögreglumenn komu á ýmiss konar samstarfi við fé- lagsmálayfirvöld og unnu í nánu sam- stai’fi við íbúa. Stefán sagði að vafa- laust mundi reynslan frá Breiðholts- stöðinni nýtast við þetta verkefni þótt hann segði að ekki hefði markvisst mat verið lagt á árangur þess verk- efnis. Hann sagði að í kjölfar gildistöku lögreglulaganna 1. júlí 1997 væri heildarstefna ráðuneytisins í lög- gæslumálum til endurskoðunar. „Þetta er atriði sem við höfum mikinn áhuga á að sjá hvernig virkar al- mennilega í framkvæmd og þess vegna teljum við ákaflega brýnt að koma þessu reynsluverkefni af stað sem fyrst,“ sagði hann. Sums staðar erlendis hefur verið talað um að 10-15% lögreglumanna í hverju sveitarfélagi sinni grenndar- löggæsluverkefnum en Stefán sagði að víða væri nú hlutfall þeirra sem sinntu tengdum verkefnum komið upp í um 50% af starfandi lögreglu- mönnum. Hann sagði að verkefnið mundi ekki hafa í för með sér aukinn mannafla eða stór- aukinn kostnað heldur væri um að ræða að beita til- tækum mannafla og tækjakosti á nýjan hátt. Stefán sagði að þeim vinnuhópi sem um er rætt í minnis- blaðinu yrði falið að ákveða útfærslu verkefnisins og hve víða það mundi ná. „En ég held að sé heppilegt að láta þetta ná yfir eitt eðaJ - tvö afmörkuð hverfi þannig að menn geti einbeitt sér að verk- efninu þar og jafn- vel haft einhvern samanburð við önn- ur hverfi. Hverfi þar sem þetta hefur verið við lýði í ein- hverri mynd eins og í Breiðholti og Árbæ gætu til dæmis verið heppileg. En þetta er eitthvað sem við ætlum að láta lögreglustjóra eftir að meta. Þetta rímar afskaplega vel við það sem þar er að gerast," sagði Stefán. „Þetta er hugmynd ráðherra sem kemur til okkar og okkur er falið að útfæra," sagði Georg Lárusson, lög- reglustjóri þegar álits hans á hug- myndum ráðuneytisins var leitað. „Það er ljóst að lögreglan ein og sér getur ekki klárað þetta verkefni. Það er rétt nýlega búið að kynna borgaryf- irvöldum þetta. Nú þurfum við sam- vinnu og samstarf við borgaryfirvöld og þau hafa tekið mjög vel í þetta. Ætlunin er að setja saman einhvern starfshóp á allra næstu dögum sem kemur til með að útfæra í hvaða formi og með hvaða hætti þetta verkefni verður unnið og á hvaða stöðum verð- ur byrjað,“ sagði Georg Lárusson. Hann sagði stefnt að því að verkefnið kæmist af stað eigi síðar en 1. október. Ganialt átakamál en breyttir tímar Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins urðu talsverð innanhússátök hjá lögreglunni í Reykjavík um starf- semi Breiðholtslögreglustöðvarinnar og grenndarlöggæsluna á sínum tíma. Stór hluti lögregluliðsins og yfir- manna lagðist þá gegn þeim breyting- um sem sú stefna hafði í för með sér og var grenndaráherslum Breið- holtslögreglunnar hætt fyrir nokki'um árum. Georg sagðist ekki þekkja þá sögu. „Ef það hefur verið þá eru klárlega. breyttir tímar. Það má segja að lög- gæslan í landinu sem og öðrum lönd- um standi á ákveðnum tímamótum. Það eru að verða áherslubreytingar í löggæslunni og í kröfum borgaranna til löggæslunnar. Löggæslan er að skipa stærri sess meðal borgaranna en hún gerði og það miðar að því að efla öryggi og lífsgæði borgaranna,“ ÉF sagði Georg. .. Morgunblaðið/Ámi Sæberg LOGREGLUMAÐUR leiðbeinir börnum um það hvernig þau eiga að ganga yfir götu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.