Morgunblaðið - 03.09.1998, Page 2
2 FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Forsætisráðherra segir að ályktun LÍ geti ekki orðið grundvöllur fundar
Arnarvarpið tókst vel
Formaður LI sér ekki ástæðu
til að draga ályktunina til baka
GUÐMUNDUR Björnsson, formaður Lækna-
félags Islands, segir að stjórn Læknafélagsins
sjái ekki nokkra ástæðu til þess að draga álykt-
un sína til baka og telji hana fyllilega eiga rétt á
sér, en í bréfí aðstoðarmanns forsætisráðherra,
sem hann ritar fyrir hönd forsætisráðherra til
stjórnar Læknafélagsins, er meðal annars
spurt hvort stjórn LÍ hafí fallið frá ályktun
sinni frá 25. ágúst síðastliðnum og ef svo sé
ekki hvenær megi þá vænta þess að það verði
gert.
I bréfinu sem Orri Hauksson, aðstoðarmaður
ráðherra, undirritar og er dagsett 28. ágúst seg-
ir svo: „Stjórn læknafélagsins hefur með bréfí
óskað eftir fundi með forsætisráðherra á grund-
velli ályktunar sem stjórn Læknafélags Islands
hefur gert og þar sem hörmuð eru orð ráðherr-
ans og hann krafínn um afsökunarbeiðni til
lækna og allra heilbrigðisstétta!
I ljósi upplýsinga, sem fram hafa komið að
undanfömu, m.a. yfirlýsingar landlæknis, for-
manns stjórnar L.I. og margvíslegar upplýsing-
ar um forkastanlega meðferð á viðkvæmum
trúnaðarupplýsingum sem varða sjúklinga, er af
hálfu forsætisráðherra spurt:
1) Hverjir sitja í stjórn L.Í.?
2) Hverjir stóðu að fyrrgreindri ályktun stjórn-
arinnar?
3) Hefur stjórn L.í. þegar fallið frá ályktun sinni
frá 25. ágúst sl. - ef ekki, hvenær má vænta
þess að það verði gert?
4) Má vænta þess að stjóm L.í. muni biðjast af-
sökunar á ályktun sinni eða mun yfirklór for-
manns stjórnarinnar í fjölmiðlum vera látið
duga?
Af hálfu forsætisráðherra er talið augljóst að
þessar upplýsingar þurfí að liggja fyrir, þar sem
hin gamla ályktun getur augljóslega ekki orðið
grundvöllur að fundi hans og stjórnar L.í.“
Mjög undrandi
„Við eram náttúrlega mjög undrandi á þessu
bréfí og því sem í því stendur," sagði Guðmund-
ur í samtali við Morgunblaðið. „Þessi ályktun
Læknafélagsins var samin að vel athuguðu máli í
kjölfar þeirra ummæla sem féllu um verndun
persónuupplýsinga og ég tel ekki ástæðu til að
við drögum hana til baka eins og farið er fram á í
þessu bréfi,“ sagði hann ennfremur.
Hann bætti því við að þeir fögnuðu allri um-
ræðu um persónuvernd og vildu endilega taka
þátt í henni. Sú umræða færi daglega fram í
læknasamtökunum og meðal lækna. „Umræðan
hófst jú upp úr umræðum um gagnagrunns-
frumvarpið eða ummælin voru látin falla af því
tilefni og við teljum mjög mikilvægt að umræð-
an sé áfram á þeim vettvangi, þar sem í því
framvarpi er mjög margt sem þarf að skoða bet-
ur með tilliti til persónuverndar," sagði Guð-
mundur.
Hann sagði að það yrði bara að koma í ljós
hvort það yrði grandvöllur fyrir fundi með for-
ystu Læknafélagsins og forsætisráðherra. Þeir
væru ekki tilbúnir að draga þessa ályktun til
baka. Þeir teldu enga ástæðu til þess og að hún
ætti fyllilega rétt á sér.
Aldrei
fleiri
ungar
álegg
TUTTUGU og fimm arnarangar
komust á legg í sumar og hafa ekki
áður svo margir ungar komist upp
frá því farið var að fylgjast reglu-
lega með arnarstofninum fyrir um
40 áram. Amarstofninn hefur stað-
ið í stað síðastliðin tíu ár og verið
um 40 pör, en alls er talið að emir í
landinu séu nú 130-140 talsins.
í frétt frá Fuglavemdarfélagi
íslands segir að góðan varpárang-
ur ama í ár megi sennilega rekja
til óvenjuhagstæðs tíðarfars á
Vesturlandi. Þannig hafí engin
norðanáhlaup orðið á viðkvæmasta
tíma í maí- og júnímánuði í vor, auk
þess sem margir landeigendur hafi
sýnt erninum sérstaka nærgætni.
Naumast
áhugi á flugi
til Lúxem-
borgar
,ÁÆTLUNARFLUG kallar á um-
talsverða fjárfestingu og hefur
áhættu í fór með sér og hugmynd um
að taka upp áætlunarflug milli ís-
lands og Lúxemborgar hefur ekki
verið rædd á stjórnarfundi hjá okk-
ur,“ sagði Ómar Benediktsson, íram-
kvæmdastjóri íslandsflugs, aðspurð-
ur um málið í gær. Forráðamenn
Atlanta gera heldur ekki ráð fyrir að
taka upp slíkt flug eftir að Flugleiðir
hætta Lúxemborgarflugi upp úr
næstu áramótum.
Ómar Benediktsson sagði verkefni
íslandsflugs næg um þessar mundir,
auk áætlunarflugsins innanlands og
fraktflugs milli landa væri framund-
an stórt verkefni í Karíbahafinu sem
hefjast á í nóvember. Hann sagði
áætlunarflug til útlanda kalla á sölu-
kerfí og ýmsar aðrar fjárfestingar,
því fylgdu margs konar yfírflugs-,
lendinga- og afgreiðslugjöld án þess
að menn hefðu öraggar tekjur.
------------------
íbúðalánasjóður
Guðmundur til
starfa 15. mars
STJÓRN íbúðalánasjóðs ákvað á
fundi sínum í gærmorgun að ráða
Guðmund Bjamason framkvæmda-
stjóra íbúðalánasjóðs og að hann
komi til starfa 15. mars 1999 en þang-
að til mun hann gegna embættum
umhverfis- og landbúnaðarráðherra.
Jafnframt ákvað stjórnin að ráða
Hrólf Ölvisson tímabundið til ára-
móta til að vinna með stjóminni að
undirbúningi þess að íbúðalánasjóður
taki til starfa í upphafi 1999.
Morgunblaðið/Kristinn
Lakari árangur á Vestfjörðum
Þá segir að þrátt fyrir góðan
varpárangur í heild hafí arnarvarp
á Vestfjörðum og þó einkum við
norðanverðan Breiðafjörð gengið
óvenju illa. A þessu svæði hafi ein-
ungis fjögur pör komið upp ungum.
„Astæður fyrir lélegum varpár-
angri á þessum svæðum eru ekki
þekktar til fulls og þarfnast sér-
stakrar rannsóknar," segir enn-
fremur.
N ámsannir
framundan
HÚN er íbyggin þessi unga
dama, þar sem hún bíður þess
að hringt verði inn í Rimaskóla
í Grafarvogi, enda framundan
allur veturinn með sínar
námsannir.
Meistaranám í viðskipta- og hagfræðideild HÍ
Kennsla á ensku liður
í alþjóðasamskiptum
Kosningar SUF
Landsstjórn
vísar kæru frá
LANDSSTJÓRN Framsóknar-
flokksins ákvað á fundi á ísafírði í
gær að vísa frá kæra stjómar Félags
ungra framsóknarmanna (FUF) um
að kjör Árna Gunnarssonar í embætti
formanns Sambands ungra fram-
sóknarmanna (SUF) í júní sl. hefði
verið ólögmætt. Telur stjórn FUF að
Ami Gunnarsson hafi í júní brotið lög
SUF um framkvæmd kosninga til
stjómar sambandsins. Þetta þýðir að
sögn heimildarmanna Morgunblaðs-
ins að ungir framsóknarmenn verði
að leysa málið sín á milli.
Að sögn Dagnýjar Jónsdóttur sem
sæti á í stjórn FUF hafa ungir fram-
sóknannenn ekki ákveðið hvernig
tekið skuli á málinu í kjölfar þessar-
ar niðurstöðu landsstjórnarinnar, en
það verði skoðað á næstu dögum.
VIÐSKIPTA- og hagfræðideild Há-
skóla íslands býður upp á nám til
meistaraprófs í hagfræði þar sem öll
kennsla fer fram á ensku. Er það
liður í alþjóðasamskiptum deildar-
innar við erlenda stúdenta og við-
leitni til að auðvelda íslenskum
stúdentum nám við erlenda háskóla.
Einnig er boðið upp á meistaranám í
viðskiptafræði þar sem lögð er
áhersla á að hafa námið með alþjóð-
legum blæ. Nemendur stunda
þannig þriðja hluta námsins við er-
lenda háskóla.
Deildin hefur gert almenna stúd-
entasamninga við marga háskóla er-
lendis og er viðskiptaskor aðili að
NOREK, sem er net 27 viðskiptahá-
skóla á Norðurlöndum.
„Við viljum að nemendur okkar
komist að í erlendum skólum," segir
Runólfur Smári Steinþórsson, for-
maður viðskiptaskorar. „Erlendu
skólarnir vilja koma nemendum sín-
um að hjá okkur og við viljum taka á
móti þeim.“ Að sögn Runólfs Smára
á mikil þróun sér stað í deildinni og
sú ákvörðun að kenna námskeið á
ensku hefur mælst vel fyrir hjá ís-
lenskum stúdentum, nemendur eru
ánægðir með að fá tækifæri til þess
að æfa sig í enskri tungu og eigi þeir
í vandræðum er þeim boðið upp á
sérstaka aðstoð hjá sér. Hann segir
að miðað við fjármagn sé kennslan á
ensku hagkvæmasta leiðin til að
verða við vilja beggja aðila.
Fjöldi nýnema við deildina hefur
verið stöðugur síðustu árin, eða um
300, og í haust hefja 27 nemar
meistaranám í viðskiptafræði og
bætast við þá 13 sem voru fyrir.
Sérblöð í dag
I l i
VIDSiaPTI AIVINNULÍF
Fvrirsætur
Eskimo
til Tomsk
Leitað fanga í
Síberíu/B5
Verslun
Yfirmenn
hjá Baugi
Endurskoðandi
söðlar um/B4
Adams gagnrýnir Glenn
Hoddle, þjálfara Englands / C1
FH-ingar skutust upp í annað
sætið í 1. deild / C4
ISSÍMJEt