Morgunblaðið - 03.09.1998, Side 4

Morgunblaðið - 03.09.1998, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Flutningur Keikós til Vestmannaeyja undirbúinn Tilraunalending og flugtak heppnuðust vel FLUTNINGAVÉL bandaríska flug- hersins sem flytja á hvalinn Keikó til íslands lenti í tilraunaskyni á Vest- mannaeyjaflugvelli í gærdag. Bæði lending og flugtak frá vellinum tókst vel en þó myndaðist sprunga í veliin- um við lendinguna sem stækkaði nokkuð við flugtakið. A þriðja tug bandarískra og ís- lenskra fréttamanna, auk nokkurra aðstandenda Free Willy-Keiko-sam- takanna, voru farþegar í þessu fyrsta flugi C-17A Globemaster III flutningavélar til Vestmannaeyja, stærstu vélar sem nokkurn tíma hef- ur lent á vellinum. Vélin vegur hátt í tvö hundruð tonn og hámarksflug- taksþunginn er 266 tonn. Pótt hátt sé til lofts og vítt til veggja í vélinni leið blaðamanni Morgunblaðsins þar eins og síld í tunnu, eða hval í bala, því meginhluta rýmisins tók langur trukkur sem nota á til að flytja Keiko í og úr flugvélinni, og auk þess eru nánast engir gluggar á vélinni. Allir biðu með öndina í hálsinum meðan hleðslustjóri vélarinnar taldi niður í aðfluginu til Vestmannaeyja, 400 fet 300 fet, 200 fet, 100 fet, 50 fet. Þeir farþeganna sem reynsluna höfðu settu fætur á dekk trukksins sér til stuðnings, því þótt lendingin væri ótrúlega mjúk var þrýstingur- inn mikill þegar flugstjórinn kný- venti og steig á bremsuna. Blaða- maður Morgunblaðsins hugsaði til þess að eitthvað hlyti að sullast upp úr bala Keikós við lendinguna þegar hann kæmi í eigin persónu að viku liðinni. En eftir örfáar sekúndur hafði vélin staðnæmst. Hún þurfti ekki nema um 300 metra af 1.400 metra langri flugbrautinn í Eyjum. Mótvindur og halli hjálpaði til Tim Harris flugstjóri sagði að lendingin hefði verið auðveldari en hann hefði gert ráð fyrir. Reyndar hefði sterkur mótvindur hjálpað til, auk þess væri brautin hallandi og á brattann að sækja í lendingunni, en á móti kæmi að hann hefði ekki stöðvað vélina eins fljótt og frekast væri unnt. í flugtaki nokkrum klukkustund- um síðar þurfti töluvert stærri hluta brautarinnar. Harris vildi ekki beita öllum krafti vélarinnar vegna hættu á skemmdum á kanti brautarinnar þar sem aðeins er einfalt slitlag. „Ég geri nú ráð fyrir að húsin í nágrenn- inu myndu sleppa óskemmd þótt fullum krafti yrði beitt,“ sagði Harr- is „en það er óhætt að segja að brautin yrði vel hreinsuð". Meðan fréttamönnum var sýndur framtíðardvalarstaður Keikós, sem vakti mikla hrifningu Bandaríkja- mannanna, var Eyjapeyjum- og pæj- um hleypt inn í ferlíkið á flugvellin- um til að dást að tækniundrum bandaríska flughersins. Mikill fjöldi fólks kom til flugvallarins til að sjá hvemig til tækist með lendinguna og flugtakið enda eru miklar vonir bundnar við komu Keikós. Færri fréttamenn koma en talið var Eitthvað kann þó að hafa dregið úr þeim vonum að undanfomu. Nú lítur út fyrir að færri erlendir frétta- menn muni koma til Islands til að íylgjast með flutningnum heldur en gert var ráð fyrir í upphafi. Bæði Sjónvarpið og Stöð 2 munu hins veg- ar hafa mikinn viðbúnað í Vest- mannaeyjum og þjóna bandarískum og evrópskum sjónvarpsstöðvum, sem margar hafa tekið þann kost frekar en að mæta með mikinn tækjabúnað sjálfar. Hallur Hallsson, talsmaður Free Willy-Keiko Foundation, segir að samstarfssamningar útlensku sjón- varpsstöðvanna við þær íslensku muni þýða að umfjöllunin verði betri Morgunblaðið/Arnaldur C-17A-flutningavélin er sú stærsta sem lent hefur á Vestmannaeyjaflugvelli. SJÓNVARPSMANNAFJÖLDINN við Klettsvík í gær var aðeins for- smekkurinn að því sem verður þegar Keikó kemur. Þó verða frétta- menn færri en búist var við í upphafi. ÞAÐ er hátt til lofts og vítt til veggja í C-17A-flutningavélinni, sem er nýjasta þotan í herflugflota Bandaríkjamanna en þessi tegund var fyrst tekin í notkun fyrir þremur árum. Keikó hótað í þriðja sinn HALLI Hallssyni, umboðsmanni Keikós, hefur borist þriðja nafn- lausa viðvörunarbréfið vegna komu háhyrningsins Keikós til ís- lands. í bréfinu er háhyrningnum hótað drápi í þeim tilgangi að verja íslenska hagsmuni, sem bréfritari telur að hafi verið varpað fyrir róða með hvalveiðibanni. Rannsóknardeild lögreglunnar í Vestmannaeyjum hefur málið áfram til rannsóknar. og meiri heldur en ef hver væri að vinna í sínu homi. „Ráðgefandi aðili mat það fyrir okkur að um 500 útlenskir blaða- menn myndu koma til landsins en nú sýnist okkur að þeir verði 150-200. Við gerðum ráð fyrir að það yrði langtum meiri athygli beint að Vest- mannaeyjum heldur en Newport, núverandi dvalarstað Keikós, en reyndin hefur orðið sú að um tvöfalt fleiri fréttamenn skrá sig inn á síðari staðinn. Hugmyndin „America Says farewell to Keiko“, Ameríka kveður Keikó, virðist vera mjög sterk.“ Hallur segir að stóru erlendu fréttastofurnar beri fyrir sig þegar þær dragi úr áætlunum sínum á ís- landi að þær hafi þurft að sinna mjög stórum viðburðum á árinu, meðal annars samskiptum Monicu Lewin- sky og Clintons Bandaríkjaforseta, sprengjutilræðunum í Afríku og efnahagserfiðleikum í Rússlandi og því hafi fylgt mikil útgjöld. Hallur segir að fyrirhugaður flutn- ingur Keikós hafi hlotið mikla um- fjöllun í helstu fjölmiðlum heims, og því fagni Free Willy-Keiko Founda- tion, en hún sé þó ekki úrslitaatriði fyrir stofnunina. „Stofnunin getur ekki verið að hafa áhyggjur af því hvað fjölmiðlar eru að gera. Hún er fyrst og fremst að fást við það að koma Keikó til íslands." Veðurfarið ræður miklu Hagur Vestmannaeyinga er þó að sem flestir ferðamenn komi til að skoða hin nýju heimkynni Keikós. Veðurfar kann að setja strik í reikn- inginn, eins og berlega kom í ljós í gær þegar hætta varð við bátsferð með fréttamenn að sjókvínni í Klettsvík vegna roks. Sjókvíin sjálf situr þó sem fastast í víkinni og kunnugir segja að ölduhæð verði þar aldrei mikil. Veðrátta verði því Keikó ekki til ama en aftur á móti geti vindurinn stundum gert umsjón- armönnum hvalsins erfitt fyrir. Veðrið ræður líka komutíma Keikós. Að sögn Halls kemur til greina að fresta flutningi hans verði aðstæður slæmar á áætluðum flutn- ingadegi, 10. september næstkom- andi. Viðbúnaður er til að flytja Keikó frá Keflavíkurflugvelli verði ekki hægt að lenda í Vestmannaeyjum, en verði vont í sjóinn á leiðinni ft'á landi til Eyja, verður fremur tekinn sá kostur að bíða með flutninginn frá Newport þangað til veðrið batnar. Báru vitni í forræðis- máli Sophiu Hansen BENEDIKT Sveinsson og Katrín Fjeldsted læknar voru kölluð til vitn- is í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær vegna forræðismáls Sophiu Hansen gegn barnsföður sínum Halim Al. Sóknaraðili var sendfráð Tyrklands í Osló. Voru tvær spumingar lagðar íyrir Benedikt og Katrínu, sem vörð- uðu það hvort Halim A1 hefði komið í veg íyrir að Sophia fengi að hitta dætur sínar þrátt fyrir úrskurð um umgengnisrétt hennar og hvort Halim A1 hefði farið rangt með for- ræðisrétt sinn, sem kveður á um að Sophia fái að vera með dætrum sín- um í júlí og ágúst. Katrín tók það fram fyrir dómi að hún væri ekki dómbær um að svara spurningunum samkvæmt orðanna hljóðan því hún hefði ekki verið í Tyrklandi í júlí og ágúst. Katrín fór sem ráðgjafi fyrir utanríkisráðu- neytið til Tyrklands fyrir hálfu öðru ári og var viðstödd þegar Sophia hitti dætur sínar í fyrsta skipti í nokkur ár. „Ég hef efasemdir um að þetta geti hjálpað í málinu í sjálfu sér að öðru leyti en því að maður geti vitnað að dæturnar hafi sýnt móður sinni elsku,“ sagði Katrín. Benedikt segir að spurningunum hafí verið auðsvarað því Halim A1 hafi með öllum ráðum komið í veg fyrir að Sophia fengi að hitta börnin. „Hann hefur misnotað tyrkneskan forræðisrétt sinn því þar er kveðið á um að hún fái að hitta börnin í júlí og ágúst á hverju ári, en hann hafí fullan umgengnisrétt hina tíu mán- uðina samkvæmt tyrkneskum lög- um,“ sagði Benedikt. Benedikt hefur verið í daglegu sambandi við Sophiu og kom síðast til Tyrklands og sá dætur hennar í maímánuði 1992. „Ég get ekki vitnað um annað en það sem ég hef orðið beinn áhorf- andi að og það hefur í raun öll þjóðin getað líka því hún hefur fengið að fylgjast með þessu máli.“ -------------- Ráðist að íslendingi í Bremerhaven Meðvitundar- laus eftir árás SKIPVERJI af Breka frá Vest- mannaeyjum liggur meðvitundar- laus á sjúkrahúsi í Þýskalandi eftir að ráðist var á hann fyrir utan veit- ingastað í Bremerhaven aðfaranótt mánudags. Að mati lækna er hann úr bráðri lífshættu, en heilsa hans leyfir ekki að hann sé fluttur heim. Árásin varð með þeim hætti að þrír skipverjar á Breka voi-u að koma út af veitingastað þegar tveir menn réðust að þeim. Tveir sjó- mannanna fóru aðeins á undan og lentu í árásinni en sá þriðji kom á eftir og hljóp að árásarmönnunum þegar hann sá hvað var að gerast. Árásarmennirnir lögðu þá á flótta. Mennirnir tveir, sem fyrir árásinni urðu, voru fluttir á sjúkrahús og reyndist annar þeirra með alvarlega áverka á höfði. Hinn var skrámaður en fékk fljótlega að fara af sjúkra- húsinu að lokinni skoðun og er hann á leið heim með Breka. Að sögn Sigurmundar Einarsson- ar, framkvæmdastjóra Útgerðarfé- lags Vestmannaeyja, virðist svo sem árásarmennirnir hafi beðið eftir ís- lendingunum þegar þeir komu út af veitingastaðnum og ráðist aftan að þeim með hafnaboltakylfum. Árásin hafí verið tilefnislaus. Hann segir að lögreglan hafí handtekið þá sem grunaðir eru um árásina. Skipverjinn sem slasaðist er 28 ára gamall. Hann er enn meðvitund- arlaus, en er talinn úr bráðri lífs- hættu. Vegna þess hversu alvarleg höfuðmeiðslin eru talin vera er ekki hægt að flytja hann heim fyrr en hann hefur náð meiri bata. Eigin- kona hans flaug út til hans í gær.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.