Morgunblaðið - 03.09.1998, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Fyrirhuguð símaþjónusta Landssímans á Netinu
Hægt að tala milli landa
á Netinu án greiðslu
í símasambandi um Netið
Unnið er að þróun forrita sem gerir fólki kleyft að nota Netið til símtala.
Þetta er nú þegar hægt en framtíðinni verður um fleiri möguleika að ræða.
NÚ: Frá tölvu til tölvu
■ Báðir aðilar eru net-
tengdir á sama tíma.
■ Frekar léleg hljóðgæði.
■ Símtöl eru ódýr.
NETIÐ
Næsta skref: Frá tölvu til síma
■ Betri hljóðgæði.
■ Auðvelt f notkun.
Miðstöð
Flytur boð af
Netinu til símans
NETIÐ
Framtíðin: Frá síma til síma
Símiþess
sem hringir
Miðstöðvar
Flytja boð milli
síma, Nets og síma
NETIÐ
Símiþess
sem fær símtal
Sími þess
sem fær símtal
KRT
HREFNA Ingólfsdóttir upplýs-
ingafulltrúi Landssímans hf. segir
að á þessu stigi sé of snemmt að
upplýsa í hverju fyrirætlanir
Landssímans séu fólgnar, þegar
hún er spurð að því hvers konar
þjónustu Landssíminn hyggist
bjóða upp á í gegnum Netið.
Landssíminn greindi frá því í
fréttatilkynningu fyrir stuttu að
fyrirtækið hygðist bjóða upp á
símaþjónustu um Netið síðar á ár-
inu.
I samtali Morgunblaðsins við
Ólaf Jón Jónsson netráðgjafa hjá
fyrirtækinu Sporbaugi kemur
fram að hægt sé að tala í gegnum
Netið með því að hringja frá tölvu
í tölvu, með því að hringja frá tölvu
í síma og með því að hringja frá
síma í síma.
Þegar tO dæmis er hringt frá
tölvu í tölvu, þarf sá sem hringir
og sá sem hringt er í að hafa, auk
mótalds og hljóðnema í tölvunni,
sérstakan hugbúnað. „Þessi hug-
búnaður nemur það sem sagt er í
hljóðnemann, breytir því yfir í
stafræn boð og sendir þau áfram í
gegnum Netið í þá tölvu sem verið
er að tala til. Hugbúnaðurinn í
þeirri tölvu tekur við boðunum og
breytir þeim yfir í hljóð sem síðan
heyrast í hátölurunum á tölvunni,"
segir Ólafur Jón þegar hann er
beðinn um að lýsa þessu á einfald-
an hátt.
Hann segir einnig að sá sem ætli
að hringja á þennan hátt í aðra
tölvu, þurfi að ræsa hugbúnaðinn
og leita í notendaskrá, sem sýni þá
notendur sem séu virkir hverju
sinni, eins konar símaskrá Nets-
ins. Þar sé nafn þess fundið sem
hringja eigi í og að lokum er
„hringt í viðkomandi".
Kerfið er enn
nokkuð stirt
Sá sem ætlar að tala í gegnum
Netið þarf einungis að borga stað-
arsímtal, þrátt fyrir að verið sé að
hringja í tölvu sem er erlendis, því
einungis þarf að borga símtalið til
netþjónustuaðilans. „Á Netinu
skiptir það ekki máli hvort upplýs-
ingar eru sóttar í tölvu í húsinu við
hliðina á eða í Kína,“ segir Ólafur
Jón og að því leyti virkar samtal í
gegnum Netið á sama hátt og þeg-
ar verið er að senda tölvupóst.
„Það eina sem netþjónustuaðilinn
gerir er að tengja viðkomandi við
Netið og sér síðan um að viðhalda
tengingunni þangað til viðkomandi
kýs að rjúfa hana. Að öðru leyti
kemur netþjónustuaðilinn ekkert
nálægt símtalinu."
Ólafur Jón hefur prófað að tala í
gegnum Netið, frá tölvu tO tölvu,
og segir að enn sem komið er geti
þessi samskiptamáti verið í stirð-
ara lagi vegna takmarkaðrar burð-
argetu Netsins. „Samræðurnar
eru kannski þannig að ég tala og
sá sem ég tala við heyrir í mér eft-
ir sekúndu, svarar á móti og ég
heyri í honum eftir aðra sekúndu.
Að því leyti er þetta svolítið stirt
enn þá. En fyrir foreldra sem eiga
til dæmis börn í námi erlendis, er
þetta vel viðunandi, miðað við það
að fólk er bara að borga staðarsím-
töl,“ segir Ólafur Jón.
Miðstöð sem flytur
netsímtal yfir á símkerfi
Símtöl í gegnum Netið frá tölvu
í síma eða frá síma í síma virka að
mörgu leyti eins og símtöl frá
tölvu í tölvu, nema að það þarf að
vera ákveðinn milliliður eða mið-
stöð sem getur fiutt netsímtal yfir
á símkerfi og öfugt. Ætli til dæmis
einhver að hringja í gegnum Netið
til Bandaríkjanna, frá tölvu í síma,
til þess að þurfa aðeins að borga
staðarsímtal, þarf að vera ákveðin
miðstöð í Bandaríkjunum sem get-
ur flutt netsímtalið inn á staðar-
símkerfið í Bandaríkjunum,
þannig að það hringi hjá viðmæl-
anda í símanum hans. „Því þarf
alltaf að vera einhver miðstöð sem
brúar símtalið frá Netinu yfir á al-
menna símkerfið, þegar hringt er
frá tölvu í síma,“ segir Ólafur Jón.
Ætli maður á hinn bóginn að
hringja á milli landa í gegnum
Netið frá síma í síma, án þess að
þurfa að borga langlínusamtal,
þurfa að vera tvær slíkar mið-
stöðvar hvor í sínu landinu. Ann-
ars vegar ein miðstöð sem færir
símtalið frá staðarsímkerfinu í
öðru landinu yfir á Netið og hins
vegar önnur sem færir símtalið frá
Netinu yfír á staðarsímkerfið í
hinu landinu. Að sögn Ólafs er ver-
ið að koma upp slíkum miðstöðvum
víða, til dæmis í Finnlandi og á
mörgum stöðum í Bandaríkjunum,
en engar slíkar miðstöðvar eru til
hér á landi.
Humarsúpa
Ajax hreingerningarlögur Frutibix, 420 g
SunQuick Appelsínu-
og Sólberja 850 ml.
Dáleiðsla og meðferð þunglyndis
Samtalsmeðferð
getur verið
fyrirbyggj andi
Dr. Michael D. Yapko
Geðlænafélag ís-
lands og Félag sér-
fræðinga í klínískri
sálarfræði halda námskeið
4.-5. september um dá-
leiðslu og meðferð þung-
lyndis. Dr. Michael D.
Yapko sem er sérfræðing-
ur í klínískri sálarfræði við
MOton H. Erickson stofn-
unina í San Diego í Kali-
forníu mun fræða lækna,
sálfræðinga, félagsráð-
gjafa, hjúkrunaríræðinga
og annað fagfólk sem sinn-
ir geðheObrigðisþjónustu
um þetta efni.
„Þeirri hugmynd hefur
verið haldið hátt á lofti að
þunglyndi sé sjúkdómur
sem eingöngu orsakast af
ójafnvægi taugaboðefna
og sé auðvelt að lækna
með daglegum skammti af
lyfi eins og Prozac
(Fontex, Serol, Tingus). Rann-
sóknir styðja á hinn bóginn ekki
þessa kenningu nema að hluta tíl.
Lyfin hafa þann kost að draga
skjótt úr einkennum þunglyndis
en þau geta oft ekki ráðist að rót-
um vandans."
Michael segir að það séu því
aðrir valkostir en lyfjagjöf sem
beri að skoða eins og til dæmis dá-
leiðslu og samtalsmeðferð.
- Hvernig er dáleiðslu beitt við
þunglyndi?
„Það er mitólvægt að kenna
fólki vissa tækni tO að takast á við
þær aðstæður sem kannski hafa
leitt til þunglyndis. Oft er undir-
rót þunglyndis að fólk útskýrir
ósigra og vonbrigði í lífinu út frá
eigin ófullkomleika og göllum og
afleiðingin er lágt sjálfsmat.
Manneskjan er þeim eiginleikum
búin að geta notað ímyndunarafl
og greind til að breyta kringum-
stæðum, hegðun, tilfinningum og
jafnvel persónuleikaeinkennum.
Dáleiðsla getur hjálpað fólki að
komast í annað hugarástand og
hugsa skýrar. Hún er meðferðar-
tækni sem miðar að því að breyta
hugsunarhætti þannig að fólk geti
náð tökum á tilverunni. Dáleiðsla
er áhrifamikið tæki til að ná þess-
um árangri en hún er líka óað-
skiljanleg samtalsmeðferð og það
eru margar leiðir þegar samtals-
meðferðir era annarsvegar."
-Er ekki miklu algengara að
lyf séu gefín við þunglyndi frekar
en samtalsmeðferð sé beitt?
„Þunglyndi er mjög algengur
sjúkdómur og það eru tvær leiðir
sem algengast er að fara, þ.e. gefa
lyf eða veita samtalsmeðferð. Oft
er þessu blandað saman. Báðar
leiðir hafa sína kosti. Lyf gagnast
mjög vel að sumu leyti, þau eru
yfirleitt mjög fljót að virka og slá
á einkenni. En sé litið til lengri
tíma hefur samtalsmeðferð tals-
verða yfirburði. í henni lærir fólk
að takast á við rót vandans og
koma í veg fyrir að
hann nái að leiða til
þunglyndis.“
Miehael segir að
ýmsar rannsóknir sýni
að það sé ófullnægj-
andi að beita einungis
lyfjagjöf við þunglyndi
því þá eigi sjúklingar frekar á
hættu að sökkva í þunglyndi síðar
en ef þeim er líka veitt samtals-
meðferð. „Fólki er kennt að hugsa
skýrar í samtalsmeðferð, stofna til
betri og varanlegri sambanda og
þessi atriði eru mjög mikilvæg
þegar átt er við þunglyndi. Annar
veigamikill kostur við samtals-
meðferð er að hún er líka fyrir-
byggjandi og það hefur hún um-
fram lyfjagjöf. Fólki er kennd
►Michael D. Yapko er fæddur
árið 1954. Hann er sérfræðingur
í klfnískri sálfræði og er for-
stöðumaður Milton H. Erickson
stofnunarinnar í San Diego í
Kaliforníu. Hann hefur sérhæft
sig í hjónabands- og fjölskyldu-
meðferð og rekur eigin sálfræði-
stofu. Michael hefur ritað fjölda
bóka um þunglyndi og kvíða, gef-
ið út hljóðsnældur og skrifað í
fagtímarit.
Eiginkona hans er Diane Yap-
ko.
tækni sem fyrirbyggir þung-
lyndisköst en lyf eru gefín eftir að
fólk er orðið þunglynt.
- Hversu lengi er samtalsmeð-
ferð að skila árangri?
„Það eru til hundruð af samtals-
meðferðaleiðum en þrjár þeirra
hafa reynst best. Hver þeirra tek-
ur um 12 skipti að skila góðum ár-
angri en að meðaltali kemur fólk
um sex sinnum.
- Hvaða þrjár leiðir hafa gefíð
besta raun?
„Hugræn meðferð sem leggui'
áherslu á gæði hugsunar, atferlis-
meðferð sem einblínir á hegðun,
t.d. hvernig komast megi hjá
streitu með því að skipuleggja
tíma sinn og takast ekki of mikið á
hendur. Atferlismeðferð miðast
líka við að einstaklingurinn hugsi
vel um sig, fái hann næga hreyf-
ingu, borði holla fæðu og taki frá
tíma til að hvílast. Að lokum er
þriðja meðferðartæknin svokölluð
samskiptameðferð. Hún lýtur að
samskiptatækni, að leysa vanda-
mál sem upp koma í samskiptum,
læra að stjórna reiði sinni, setja
sér og öðrum mörk, gleðjast og
svo framvegis. Það er síðan mis-
munandi hvaða meðferðartækni
er valin eftir þörfum hvers og eins
og oft er þessum aðferðum líka
blandað saman.“
- Hvor leiðin er kostnaðarsam-
ari fyrir samfélagið?
„Lyfjagjöf er fljót-
virk og það er kostur
hennar. Hún slær fljótt
á einkenni þunglyndis.
Hún kann hinsvegar að
vera skammtímalausn.
Yflrleitt hjálpar að
læra tækni til að leysa
vandamálin sem koma þunglyndi
af stað - ef batinn á að endast. Ef
lyfjagjöf í sex til átta mánuði dug-
aði þeim sem þjást af þunglyndi
væri hún ódýrari en samtalsmeð-
ferð. Það er hinsvegar sjaldnast
raunin og þunglyndi tekur sig oft
upp aftur og fólk þarf jafnvel að
leggjast oft inn á sjúkrahús.
Til lengri tíma litið er samtals-
meðferðin því ódýrari þar sem
hún er fyrirbyggjandi.“
Hægt að
kenna að
komast í
ákveðið
hugarástand