Morgunblaðið - 03.09.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.09.1998, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR RANNSÓKN Skattrannsókna- stjóra ríkisins á rekstri 35 aðila í veitinga- og gistihúsarekstri undan- farin fjögur ár hefur leitt í ljós að þessir aðilar héldu veltu upp á 8- 900 milljóna króna undan skatti. Vantar tæplega 400 milljónir króna á að þeir hafi staðið skil á gjöidum í ríkissjóð eða að meðaltali rúmlega 11 milljónir króna á hvert fyrirtæki. Að sögn Skúla Eggerts Þórðar- sonar, skattrannsóknarstjóra ríkis- ins, eru flestir veitingastaðanna á höfuðborgarsvæðinu og berast mál- in embættinu frá skattstjórum í einstökum umdæmum, flest frá virðisaukaskattsdeild skattstjórans í Reykjavík. Hann sagði að fyrst hefðu verið rannsakaðir þeir aðilar Rannsókn á 35 aðilum í veitingarekstri Héldu 800-900 millj ónum undan skatti sem virtust grunsamlegir út frá virðisaukaskattsstuðlum fyrir sam- bærileg fyrirtæki. Skúli Eggert sagði að af aðilun- um 35 hefðu 18 fengið meira en 10 milljónir króna í hækkuð gjöld eftir rannsókn. Þar af hefðu þrjár krár í 2ja—3ja herb. íbúðir óskast í Reykjavík fyrir fjársterk félagasamtök — staðgreiðsla í boði Höfum verið beðnir um að útvega 2ja—3ja herb. íbúðir í Reykjavík í góðum fjölbýlishúsum. Allir staðir koma til greina innan Reykjavíkur Hafið strax samband við sölumenn okkar. Staðgreiðsla í boði. (Keyptar verða ca 20 íbúðir). Einbýli - raðhús Óskum eftir fyrir tvo fjársterka aðila einbýlishúsum eða raðhúsum í Garðabæ, Árbæ eða Grafarvogi. Nánari upplýsingar veita sölumenn okkar. (Ofantaldir kaupendur hafa þegar selt sínar eignir). Grafarvogur Glæsileg 190 fm raðhús. Innb. bílskúr. Kirsuberja-innréttingar. Áhv. húsbr. 7 millj. Verð 13 millj. 842. Grófarsmári Nýtt stórglæsil. 185 fm parhús. Eign í sérflokki. Verð 15,3 millj. 5522. Brúnastaðir — nýtt Glæsil. 190 fm endaraðhús. Góður bílsk. Verð frá 8,9—9,3 millj. 7395. Vættaborgir Vandaö 220 fm parhús á útsýnisstað. Skilast fljótlega tilb. til innréttinga. Áhv. húsbr. 7 millj. Verð 11,6 millj. 1929. Galtalind Glæsileg 170 fm ný íbúð. 4—5 svefnherb. Frábært útsýni. Selst fullb. án gólfefna. Verð 10,4 millj. 1920. Espigerði Stórglæsil. 100 fm íbúð á 1. hæð. Glæsilegt eldhús. Sérþvhús. Merbau- parket. Stórar suðursv. Eign í sérfl. Verð 9,5 millj. 3617. Háaleiti — 5 herb. — bílsk. Gullfalleg arkitektateiknuð 115 fm íbúð með góðum bílskúr. 3 stór svefn- herb., stofa og borðstofa. Glæsil. útsýni. Verð 9,9 millj. 3646. Lautasmári — 115 fm íbúð Glæsileg 115 fm endaíb. Sérþvhús. Flísal. bað. Suðursv. Ásett verð 9,2 millj. Verð 8,9 millj. (aðeins þessi eina íbúð). 9045. Spóahólar 6 Falleg 4ra herb. íbúð í glæsilegu húsi. Eign í toppstandi. Verð 7,4 millj. 5231. Hagamelur — 3ja herb. Glæsileg 3ja herb. íbúð á 2. hæð. Stórar suðursv. Massíft parket. Fallegt baðherb. Kleifarsel — fallegt hús Falleg 90 fm íbúð á 2. hæð. Rólegt og fallegt umhverfi. Verð 6,8 millj. 5226. Veghús — byggingarsjóður Björt 95 fm íbúð, hæð og ris. Sérþvottahús. Stórar suðursvalir. Verð 8,3 millj. Áhv. 5,4 millj. Byggsj. ríkisins. 3578. Rimahverfi Glæsileg 3ja herb. endaíbúð á 2. hæð. Bílskýli. Sérþvhús. Leitun að fal- legri eign. Verð 7,8 millj. 5169. Vesturbær — Kóp. - m. bílskúr Glæsileg íbúð. Nýlegt eldhús. Parket. Vandað baðherb. Verð 7,3 millj. 3600. Álfaheiði — glæsileg Stórglæsileg 70 fm íbúð á 3. hæð með útsýni á þrjá vegu. Fallegt parket. Áhv. byggsjóður 3,4 millj. Skipholt Falleg 50 fm íbúð, vel skipulögð. Verð 4,6 millj. 5245. Snæland — útborgun 840 þús. Björt og falleg einstaklingsíbúð á jarðhæð. Möguleiki á aðeins 840 þús. útborgun og afgangurinn til 25—40 ára. Greiðslub. aðeins 10—12 þús. á mánuði. Laus. Verð 2,8 millj. 3614. Asparfell — skipti á bíl Góð 50 fm íbúð á 4. hæð. Áhv. 2,5 millj. Verð aðeins 4,1 millj. 3580. Valhöll fasteignasala, Síðuznúla. 27, síxni 588 4477 Reykjavík fengið samtals 90,6 millj- ónir króna í hækkun, að meðtöldu álagi og dráttarvöxtum. Ein kráin fékk 36 milljóna króna hækkun og önnur 26 milljóna króna hækkun. „Þetta eru fyrirtæki þar sem um- svifin eru ekki mikil,“ sagði Skúli Eggert en í samtali Morgunblaðsins við hann kom fram að fyrirtækin 35 væri ýmist lítil eða meðalstór en engin af stærstu fyrirtækjum lands- ins á þessu sviði hefðu verið í úrtak- inu. Samfellt eftirlit með atvinnugreininni Skúli Eggert sagði að ekki væri um neitt sérstakt átak að ræða heldur samfellt eftirlit embættisins með þessari atvinnugrein. Hann sagði að embætti sitt hefði átt ágæt samskipti við Samtök veitinga- og gistihúsa en aðilar sem væru í veit- ingarekstri af fagmennsku sýndu áhuga á því að gert yrði átak til að bæta skattskil í atvinnugreininni enda væri ekki eðlileg samkeppnis- staða milli fyrirtækja sem greiða annars vegar öll lögboðin gjöld og hins vegar fyrirtækja sem draga undan eftir megni, jafnvel á kerfis- bundinn hátt. Auk þess eigi fyrir- tæki sem rekin séu með allt sitt á hreinu erfítt með að keppa um starfsfólk við fyrirtæki sem bjóði starfsmönnum í eldhúsi eða við dyravörslu svarta aukavinnu. Skipulögð starfsemi Rannsókn skattrannsóknastjóra nær yfir alla skatta fyrirtækjanna; virðisaukaskatt, tryggingagjald, staðgreiðslu og tekjuskatt. Skúli Eggert sagði að skattsvikin yrðu yf- irleitt ekki rakin til fáfræði eða kunnáttuleysis heldur væri yfirleitt staðið að verki með skipulögðum hætti; ákveðnum lyklum sjóðsvéla haldið utan við uppgjör, lánssala ekki gefín upp og einnig væru þess dæmi að í fyrirtækjum væri að finna upplýsingar um raunverulega afkomu þótt skattyfirvöldum hefði verið gefin til kynna önnur staða. Hluta málanna 35 er nú lokið, sumum með refsidómi yfír hlutað- eigandi en öðrum með afgreiðslu hjá yfirskattanefnd. Hluti málanna er enn óafgreiddur á ýmsum stöð- um í kerfinu, sum bíða dómsmeð- ferðar. Skattrannsóknastjóri sagði að með nýjum áfengislögum nr. 75/1998 væru skerpt skil milli þeirra sem væru í veitingarekstri af fagmennsku og hinna sem væru að sækjast eftir skjótfengnum gróða. Gerð væri krafa um strangari skil- yrði fyrir leyfi til starfseminnar. „Eg held að löggjöfin sé til mikilla bóta en hún leggur sveitarfélögun- um líka á herðar eftirlitsskyldu sem þau hafa ekki haft áður,“ sagði Skúli Eggert Þórðarson, skattrann- sóknarstjóri ríkisins. Morgunblaðið/Jón Stefánsson Hjóla um Landmannaleið LIÐLEGA 40 nemendur í áttunda bekk í Smáraskóla í Kópavogi Iögðu af stað í gær í hjólreiðaferð um Landmannaleið. Er ætlunin að hjóla frá rótum Heklu, um Landmannalaugar og koma til byggða í Ásum. Að verður einnig í Hólaskjóli. Ráðgert var að nemendur héldu af stað inn á Landmannaleið í gær og kæmu til byggða á ný á föstudag. Ferðin er öðrum þræði námsferð og eiga nemendur að skrifa ritgerð um það sem á dagana drífur. Stjórn Félags framhaldsskólakennara Kennarar og skóla- meistari í átökum STJÓRN Félags framhaldsskóla- kennara hefur sent frá sér ályktun þar sem lýst er yfir þungum áhyggj- um yfir slæmum starfsanda í Iðn- skólanum í Reykjavík. Allan síðast- liðinn vetur hafi staðið átök milli kennara og skólameistara vegna einkatúlkunar skólameistarans á kjarasamningi sem undirritaðm- var fyrir ári. Kennarar í skólanum ætla að funda um þetta mál í dag. Ingvar Ásmundsson, skólameistari Iðnskólans, segir rétt að ákveðin vandamál hafi verið í skólanum sem rekja megi til óvenju flókinna kjara- samninga, veikinda starfsmanns sem sá um launamálin og að skólanum vai’ á sama tíma gert að reikna út launin með auknu álagi á starfsmenn. Sigurður Ingi Andrésson, formað- ur Félags framhaldsskólakennara, segir að deilur kennara og starfs- manna við skólameistara um túlkun á kjarasamningum eigi sér langan aðdraganda. Ekki fengið greitt að fullu fyrir sérkennslu „Það hefur þó keyrt um þverbak á þessu ári. Þarna var deilt um skipu- lag á tímum sem tilheyra skóla- meistara, yfirsetu í prófum og greiðslur fyrir sérkennslu í Iðnskól- anum,“ segh’ Sigurður. Hann segir að töluvert sé um að fatlaðir nemendur sæki skólann og leggi kennarar á sig meira við kennslu þessara nemenda en ann- aira. Sigurður segir að ekki hafi fengist greitt að fullu fyrir þessa kennslu. „Það hafa reyndar alltaf verið deiiur í Iðnskólanum á hverju ári um túlkun á samningum. Samskiptaörð- ugleikar urðu til þess að trúnaðar- menn frá Kennarasambandi íslands og Hinu íslenska kennarafélagi sögðu upp seinnihluta síðasta vetrar. Formaður Kennarafélags Iðnskól- ans, sem hefur kennt prentsmíði í skólanum, tók að sér að vera millilið- ur en síðan gerðist það að honum var tilkynnt að hann fengi ekki endur- ráðningu," sagði Sigurður. Sigurður segir að kennarar við skólann séu mjög reiðir og uggandi um sinn hag. Nauðsynlegt sé að trúnaðarmaður vinni með skóla- meistara við kjai’asamninga, túlkun og útfærslu þeirra, og finna lausnir á málum sem kunna að koma upp. „Iðnskólinn í Reykjavík er horn- steinninn í iðnmenntun í landinu. Það er skólastarfinu mjög hættulegt og slæmt fyrir nemendur að það skuli vera deilur í skólanum ár eftii' ár og þar með auðvitað slæmur starfsandi í skólanum," segir Sigurður. Ekki orðið var við slæman starfsanda Ingvar Ásmundsson skólameistari segir að fyiTgreind vandamál sem hafi komið upp í skólanum í fyrra hafi leitt til þess að starfsmenn hafi ekki fengið rétt laun og ekki alveg á tilskildum tíma. Eðlilegt sé að þetta hafi valdið óánægju. Hann verði hins vegar ekki var við það að slæmur starfsandi sé í skólanum. „Við brugðumst þannig við að við gerðum skipulagsbreytingar í stjórnsýslunni, felldum niður tvö kennslustjórastörf og réðum starfs- mannastjóra. Þetta er því komið í miklu betra lag. Menn voru að bæta þessum störfum á sig ofan á önnur störf og það er held ég undirrótin að þessari óánægju," sagði Ingvar. Varðandi formann Kennarafélags Iðnskólans, sem í ályktun Félags framhaldsskólakennai-a segir að hafi hrakist úi’ starfi, sagði Ingvar að þarna væri um að ræða kennara í prentsmíði. „Það var mjög mikill samdráttur í kennslunni og komið niður í 50 kennslustundir á viku eða innan við það og fjórir kennarar í faginu. Það var bara engin þörf fyrir hann. Þess vegna var hann ekki end- urráðinn. Hann sótti síðan um að fá ráðningu sem kennari á tölvubraut en hann uppfyllir ekki kröfur skól- ans um menntun á því sviði. Skóla- meistari verður að taka efnislega af- stöðu til mála og getur ekki látið til- finningar, hvorki sínar né annarra, ráða ákvörðunum," sagði Ingvar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.