Morgunblaðið - 03.09.1998, Síða 16
16 FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1998
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Tæplega 100 milljóna króna tap á rekstri Snæfells fyrstu sex mánuði ársins
Afkoman batn-
aði í maí og júní
FYRSTU sex mánuði ársins var tap
á rekstri Snæfells hf. rúmar 96 millj-
ónir króna. Helstu ástæður fyrir
þessu tapi eru að útgjöld vegna sam-
einingar og breytinga á reiknigsskil-
um nema 64 milljónum króna,
þannig að tap af eiginlegri starfsemi
var um 32 milljónir króna.
Þá voru skip félagsins mikið frá
veiðum fyrstu 4 mánuði ársins
vegna gagngerra endurbóta á þeim
og vegna sjómannaverkfalls og þá
hefur rekstur rækjuverksmiðju
gengið illa. Afkoman batnaði veru-
lega í maí og júní og skilaði rekstur-
inn þá um 34 milljóna króna hagn-
aði. Brúttóvelta Snæfells fyrstu sex
mánuði ársins var rúmir 1,7 millj-
arðar króna.
Snæfell gerir út tvo frystitogara,
tvo ísfisktogara og eitt nótaskip og
hefur yfír að ráða rúmum 14 þúsund
þorskígildistonnum. Félagið rekur
frystihús á Dalvík, pökkunarstöð í
Hrísey, frystihús á Stöðvarfírði, þar
sem megináherslan er lögð á frysta
síld og loðnu, bræðslu í Sandgerði,
sem verið er að stækka upp í 550
tonna afkastagetu á sólarhring og
rækjuvinnslu í Olafsvík.
Verkefnastaða útgerðarinnai- er
góð á nýju kvótaári, afkoma í bolfísk-
vinnslu er ágæt við núverandi að-
stæður og miðað við að loðnu- og
síldveiðar gangi þokkalega á kom-
andi vertíð gera áætlanir ráð fyrir
hagnaði á næsta rekstrarári, sem er
frá 1. september í ár til ágústloka á
næsta ári.
Reikningsár Snæfells er að þessu
sinni frá 1. janúar 1998 til 31. ágúst
í ár en mun í framtíðinni fylgja
kvótaári. Frekari upplýsingar,
ásamt reikningum félagsins, verða
gefnar út þegar 8 mánaða uppgjöri
er lokið.
I bæjar-
ferð
KRAKKARNIR á Hlíðabóli
brugðu sér í bæjarferð í gærdag,
svona rétt aðeins til að sýna sig
og sjá aðra. Þau voru að vonum
hin kátustu en m.a. fengu þau
tækifæri til að leika sér í leik-
tækjum sem komið hefur verið
fyrir í göngugötunni í Hafnar-
stræti, en þessar tvær vinkonur,
sem sjá má á myndinni, tóku sér
örlitla hvfld frá leiknum.
Steingrímur sýnir
í Bláu könnunni
STEINGRÍMUR St.Th. Sigurðsson
opnar sýningu á málverkum í kaffí-
húsinu Bláu könnunni við Hafnar-
stræti í miðbæ Akureyrar í dag,
fimmtudaginn 3. september, kl. 18.
Sýninguna tileinkar hann föður
sínum, Sigurði Guðmundssyni
skólameistara við Menntaskólann á
Akureyri, en „hann hefði orðið stórt
hundrað ára“, eins og Steingrímur
orðar það.
Á sýningunni eru 45 myndir alls,
þar af 17 glænýjar myndir sem
Steingrímur hefur verið að mála á
Akureyri að undanförnu. Hann
hyggur á vetursetu í hinum gamla
heimabæ sínum og hefur mikinn
hug á að kenna list og listasögu við
góða menntastofnun að eigin sögn,
enda sé það listamönnum og rithöf-
undum nauðsynlegt að halda tengsl-
um við hina nýju kynslóð.
Morgunblaðið/Kristján
STEINGRÍMUR við verk sitt „Franska skrúfuþotan kemur til lending-
ar fyrir norðan“, en hana tileinkar hann „Kennedybræðrum".
hAskóunn
AAKUREYRI
4
nt/A >
Málþingið
Matur og menning
í Eyjafirði - 10. september '98
Ráðstefnustaður: Háskólinn á Akureyri - Oddfellowhúsið
Ráðstefnustjóri: Þröstur Óskarsson, Rannsóknastofnun
Háskólans á Akureyri
13:00 Skráning, afhending ráðstefnugagna
13:15 Setning: Þorsteinn Gunnarsson, rektor HA.
13:25 Grímur Ólafsson, Háskólanum á Akureyri:
Tengsl matvælabrautar HA við matvælaiðnað í
Eyjafirði - Kynning og framtíðarsýn.
13:55 Pétur Bjarnason, Fiskifélagi íslands:
Sjávarútvegur í Eyjafirði.
14:15 Ragnheiður Héðinsdóttir, Samtökum iðnaðar-
ins: Matvælaiðnaður og menning í Eyjafirði.
14:35 Umræður og fyrirspurnir
14:55 Kaffihlé
15:30 Þorgeir Pálsson, útflutningsráði:
Keiko kemur!
15:50 Fjalar Sigurðarson, Hugviti hf.:
Matur á Internetinu
16:10 Friðrik V. Karlsson, matreiðslumeistari:
Eyjafjörður framtíðarinnar
16:30 Umræður og fyrirspurnir
17:00 Ráðstefnuslit
Að málþinginu standa Sumarháskólinn á Akureyri og
Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri. Málþingið er
hluti af „Hausteldum", matarhátíð í Eyjafirði.
Skráning stendur yfir í
síma 463 0900, fax 463 0999.
Málþingið er öllum opið
og aðgangur er ókeypis.
Mun færri gistinætur á tjaldstæðinu á Akureyri
í sumar en venja er til
Framkvæmdir hafnar við gerð
nýs tjaldsvæðis að Hömrum
Morgunblaðið/Kristján
JÖRN Jiirschik var að koma sér fyrir á tjaldstæðinu á Akureyri, en
hann hefur verið á ferðalagi um ísland síðustu þijár vikur.
GISTINÆTUR á tjaldstæðinu á
Akureyri voru rétt tæplega 10
þúsund talsins nú um mánaðamót.
Tjaldstæðinu verður lokað eftir
næstu helgi, en Skátafélagið
Klakkur á Akureyri hefur haft
umjón með því í sumar samkvæmt
samningi sem gerður var þar um
við Akureyrarbæ síðastliðið vor.
Gistinætur á tjaldstæðinu urðu
töluvert færri en venja er til, en
að sögn Tryggva Marinóssonar
hjá Klakki hafa þær að meðaltali
verið á bilinu 15 til 17 þúsund
talsins á undanfornum árum.
Langflestar hafa þær orðið um 22
þúsund, þannig að ljóst er að pen-
ingabaukur skátafélagsins er ekki
úttroðinn eftir hið kalda og blauta
sumar norðanlands.
Þýðir ekkert að grenja
Tryggvi sagði að auk veðurs
sem sett hefði sitt strik í reikning-
inn mætti líka rekja fækkunina nú
til þess að svæðið var minnkað í
vor. Sundlaug Akureyrar fékk til
afnota neðri hluta tjaldstæðisins
við Þórunnarstræti, en þar hafa
útlendingar í litlum Ijöldum
gjarnan gist og komast fyrir um
150 slík tjöld þar.
„Við fengum tvær verulega
góðar helgar og urðu þá því mið-
ur að vísa fólki frá, plássið var
ekki nægt og þykir okkur það
mjög miður, enda líka um tekju-
tap að ræða fyrir okkur,“ sagði
Tryggvi. Þá var tjaldsvæðið líkt
og á síðasta ári lokað almennri
umferð um verslunarmannahelg-
ina. Þá helgi rak skátafélagið
tjaldstæði í Kjarnaskógi og var
aðsókn góð. „Við tókum við
rekstrinum í vor og renndum
blint í sjóinn með hvernig hann
myndi ganga. Það er auðvitað
vont að það vanti þessar stóru
helgar en það þýðir ekkert að
grenja þótt við fáum slæmt ár
núna, þau koma alltaf öðru
hvoru,“ sagði Tryggvi og var
bjartsýnn á framtíðina enda mörg
stór verkefni framundan.
Nýlega hófu skátar fram-
kvæmdir við gerð nýs tjaldstæðis
og útilífsmiðstöðvar að Hömrum,
sem eru norðan við Kjarnaskóg.
Gert er ráð fyrir að fyrsti áfangi
framkvæmdanna verði tekin í
notkun 1. júní á næsta ári og er
áætlað að kostnaður við hann
nemi um 14 milljónum króna.
Klakkur Ieggur fram 4 milljónir
króna og vænta skátar þess að
Akureyrarbær muni einnig taka
þátt í verkefninu með fjárfram-
lagi, en tillaga þessa efnis liggur
fyrir bæjarráði.
Heljarmiklu magni af mold hef-
ur verið ekið að Hörnrum og enn
á eftir að bæta við. Áætlað er að
þökuleggja síðar í haust, en auk
þess verður unnið að uppbygg-
ingu á þjónustuhúsi. „Við ætium
Húfa á Pollinum
HÚFA, sem er dægurlagapönkhljóm-
sveit, heldur tónleika á veitingahús-
inu Við Pollinn fimmtudagskvöldið 3.
september. Húfa er skipuð þeim
Hreini Laufdal, Sigfúsi Óttarssyni og
Rögnvaldi gáfaða. Milli laga fer
Rögnvaldur með gamanmál og ljóð.
að reka þarna fullkomið tjald-
stæði, bjóða upp á góða hreinlæt-
isaðstöðu og leikvelli og reyna að
fjölga þeim Islendingum sem
gista á tjaldstæðum með því m.a.
að bjóða upp á alls konar skipu-
lagða dagskrá þar,“ sagði
Tryggvi.
Áfram opið í Þórunnarstræti
Þó svo að nýtt tjaldstæði verði
tekið í notkun næsta sumar verð-
ur Ijaldstæðið við Þórunnarstræti
áfram opið og reynt verður eftir
megni að gera á því bragarbót.
Gera má þó ráð fyrir, að sögn
Tryggva, að það muni eitthvað
minnka í framtíðinni í kjölfar end-
urbótanna en lagðir verða vegir
og stígar og bflastæði gerð þar.
AKSJÓN
Fhmntudagur 3. september
12.00Þ-Skjáfréttir
18.15Þ-Kortér Fréttaþáttur í
samvinnu við Dag. Endursýndur
kl. 18.45,19.15,19.45, 20.15, 20.45
21 .OOÞ-Dagstofan Umræðu-
þáttur í í samvinnu við Dag.