Morgunblaðið - 03.09.1998, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 03.09.1998, Qupperneq 26
26 FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Vonast til að heimsókn Bills Clinton til Norður-Irlands festi friðarferlið í sessi Belfast. Reuters. FLESTIR stjómmálamenn á Bret- landseyjum fognuðu í gær yfirlýs- ingu Gerrys Adams, leiðtoga Sinn Féin, sem sagði í gær að flokkurinn hefði skipað Martin McGuinness sem fulltrúa í viðræðum um afvopnun öfgahópa. Var tíðindum þessum fagnað mjög enda hafa lýðveldissinn- ar ekki áður viljað ljá máls á afvopn- un. Sagðist t.d. David Ervine, leið- togi PUP-flokksins, sem tengsl hefur við öfgahópa sambandssinna, telja yfírlýsingu Sinn Feín mikil tímamót. f fyrradag lýsti Adams því yfir að ofbeldi yrði nú að „heyra til liðinni tíð, vera lokið fyrir fullt og allt“ og þykja yfirlýsingar þessar marka tímamót. Talið er að Gerry Adams hefði ekki gengið eins langt og raun ber vitni án a.m.k. þegjandi sam- komulags æðstu stjórnar IRA. Sinn Féin mun ræða afvopnun Viðbrögð Davids Trimble, leiðtoga Sambandsflokks Ulster (UUP) og forsætisráðherra N-írlands, hafa reyndar verið vai'kár og sögðu tals- menn hans í gær að orð væru ekki nóg, Sinn Féin yrði að láta verkin tala. Sambandssinnar hafa hingað til útilokað að Sinn Féin fái sæti í ríkis- stjórn, þegai- n-írska þingið kemur saman á nýjan leik seinna í mánuðin- um, nema flokkurinn lýsi því yfir fyrst að stríði IRA sé lokið, og að af- vopnun sé hafin. Árangurinn sem hefur náðst í þessari viku er ekki síst þakkaður Bill Clinton, forseta Bandaríkjanna, sem mjög hefur beitt sér á síðustu árum í þágu friðar á N-írlandi. Bresk og írsk stjómvöld hafa lagt hart að deilendum að mjaka friðar- ferlinu áfinm í tilefni heimsóknar Clintons til írlands, sem hefst í dag. Forsetinn mun flytja ræðu í Belfast og síðan skunda til Omagh, þai- sem tuttugu og átta fórust í sprengjutilræði 15. ágúst síðastlið- inn, áður en hann heldur suður yfh- landamærin til fundar _\'iö Bei-tie Ahern, forsætisráðherra Irlands. Munu fornir fjendur takast í hendur? Auknar líkur eru taldar á að þeir Adams og Trimble hittist augliti til auglitis í fyrsta skipti innan skamms, en slíkur fundur er talinn mikilvægt og óhjákvæmilegt skref eigi raunverulegar sáttir að takast, og hafa getgátur verið uppi um að „sögulegt handtak" mannanna tveggja muni e.t.v. eiga sér stað á meðan á heimsókn Bill Clintons stendur. Olíklegt er hins vegar talið að af þessu verði en The Irish Tinies greindi frá því í gær að sennilega myndu leiðtogarnir þó láta mynda sig saman með Clinton. Reuters HILLARY Clinton kom til Belfast í gær, einum degi á und- an manni sínum. Hún ávarpaði þá fund um stöðu kvenréttinda í lýðræðisríkjum. Bill Clinton kemur til N-Irlands í dag. Annar hver Finni á farsíma Helsinki. Reuters. FINNLAND er fyrsta landið í heiminum, þar sem hlutfall farsímaeignar fer upp fyrir 50 á hverja 100 íbúa. Samkvæmt nýjum tölum sem finnska samgöngu- og fjarskiptamála- ráðuneytið birti var þetta hlutfall komið í 50,1% í ágúst. I ágústmánuði voru skráðar 2,57 milljónir farsíma í Finn- landi. Heildaríbúafjöldi lands- ins er 5,15 milljónir. „Búizt er við því að hlutfallið fari yfir 60% í júlí 1999,“ segir í til- kynningu ráðuneytisins. í hverjum mánuði skrást 1,5% fleiri finnskir farsímanotend- ur. Hafa ber þó í huga, að þar sem sumir era skráðir fyrir fleirum en einum farsíma er raunveralegt hlutfall farsíma- notenda lægra en heildartala skráðra farsíma segir til um. Um þrír af hverjum fjóram farsímum í Finnlandi era skráðir til einkaafnota. Fimm lönd skera sig úr hvað varðar farsímaeign. Þessi lönd eru, auk Finnlands, Svíþjóð með 44,5% og Noreg- ur með 42,5%. Þá kemur ísra: el og Hong Kong með 42%. í Bandaríkjunum er þetta hlut- fall aðeins 23%. Plötu- smíði HONNUN SMIÐI ÞJONUSTA VIÐGERÐIR s HÉÐiNN = SM I ÐJA Stórási 6 «210 Garðabæ sími 565 2921 • fax 565 2927 www.mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.