Morgunblaðið - 03.09.1998, Síða 28
28 FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Markað á
stólbrík tímans
TOrVIJST
Listasafn Islands
SJÓVÁ-ALMENNRA
KVARTETTINN
Kynning á fjóruni strengjahljóðfæruin, sem
smíðuð voru af Hans Jóhannssyni. Bernandel
strengjakvartettinn frumreyndi hljóðfærin með
verkum eftir Carl Nielsen og Ludwig van Beet-
hoven. Mánudagurinn 31. ágúst 1998.
SAMSPIL tímans og aðstæðna er sér-
kennilegt, því í framvindu tímans er
grunnur allra framfara en aðstæður
hverju sinni kalla menn til athafna,
sem oft á tíðum marka skil þess sem
liðið er og nýrra viðhorfa. í tímans
rás hefur kunnátta og geta okkar Is-
lendinga á sviði tónlistar blómstrað
og sú kynslóð, sem nú sýnir mann-
dóm sinn, hefur notið þess sem gert
var á fyrri árum, þrátt fyrir erfíðar
aðstæður, sem voru yfirstignar með
tímanum. Það sem gerðist í Lista-
safni íslands, á mánudagskvöldið,
hefði vart mátt eiga sér stað fyrr, því til þess
þarf svo margt að falla að einu. Hljóðfæra-
leikarar hafa skapað sér virðingu með
frammistöðu sinni, aukið skilning manna á
mikilvægi tónlistar en samhliða þeirri þróun
hefur smíði hljóðfæra hér á landi sífellt orðið
umsvifameiri og er framlag Hans Jóhanns-
sonar einn glæsilegasti þáttur þessarai- ný-
sköpunar.
íslensk fyrirtæki hafa einnig fylgt þessari
þróun og vaxið að afli og umfangi. Skilningur
stjómenda þessara iyrirtækja er, að tilvist
þeirra byggist á samskiptum við fólkið í
landinu og að þangað sæki þau kraft sinn, og
því sé lögmálið að vemda mannlífið með því
að endursá hluta af arðinum. Um þetta við-
horf má sjá mörg dæmi hin síðari
árin, ekki aðeins á sviði lista, heldur
og vísinda og margvíslegra íþrótta.
Þessi endursáning, sem Sjóvá-Al-
mennar stóðu fyrir með tónleikun-
um í Listasafni Islands, mun auka
fjölbreytnina í samskiptum manna
og geta af sér ný og mannbætandi
auðæfi.
Þeir þrír aðilar sem saman stóðu
að þessum atburði vora tónlistar-
mennirnir, smiðurinn og fjármála-
fyrirtækið og þeir sem um ókomna
framtíð munu njóta þess era nemendur, sem
trúlega eiga eftir að standa að margvíslegi-i
menningarsköpun. Hljóðfærin, tvær fiðlur,
BERNANDEL strengjakvartettinn frum-
reyndi hljóðfæri Hans á tónleikunum í
Listasafni Islands.
lágfiðla og selló, era listasmíð, og markar
gerð þeirra tímamót í íslenskri tónlistarsögu
og var Hans Jóhannsson því raunveralegur
sigurvegari kvöldsins.
Flytjendurnh-, Bemandel kvartettinn, sem
í leika Auður Hafsteinsdóttir, Gréta Guðna-
dóttir, Guðmundur Kristmundsson og Bryn-
dís Halla Gylfadóttir, fluttu fyrst strengja-
kvartett op. 5 eftir Carl Nielsen (1865-1931).
Verkið er samið 1890 og er í raun fjórði kvar-
tettinn eftir Nielsen en á þessum áram starf-
aði hann sem fiðlari í hljómsveit Konunglega
leikhússins í Kaupmannahöfn. Tónmál kvar-
tettsins er sambland af rómantík og klassík
og vora þrír þættir verksins sérlega vel leikn-
ir, sérstaklega sá fyi-sti og einnig hægi þátt-
urinn, þar sem heyra mátti tónfegurð hljóð-
færanna í alls konar einleiksstrófum, sem
nutu sín sérlega vel í lágfiðlunni og sellóinu.
Þá var þriðji þátturinn með sinni skemmti-
legu „fiðlusóló“ mjög vel fluttur. Lokaþáttur-
inn, sem er sérlega tilfinningaþranginn, var á
köflum ekki í góðu jafnvægi, einkum er varð-
aði tónstöðuna.
Seinna verk tónleikanna var op. 135 eftir
Beethoven, sem er í raun síðasti kvartett
meistarans. Verkið er annað og meira en tón-
smíð, nær því að vera vandmeðfarin hugleið-
ing. Fyrirsögn lokaþáttarins er „Erfið álykt-
un“ og við upphafsstefið ritaði Beethoven
„Muss es sein?“ og þegar hraði hluti þáttar-
ins hefst, birtist stefið í spegilmynd og þá
með textanum „Es muss sein!“. Hvað sem
olli því, þá vai- leikur kvartettsins í þessu sér-
stæða verki ekki sannfærandi, það vantaði
fínleikann og þá leikandi hrynskei-pu, sem
einkennir þetta sérkennilega verk og ekki
næst með því að spila ofursterkt, eins og
stundum átti sér stað en tvöfalt forte er að-
eins að finna á tveimur stöðum í verkinu, í
hárisi skersókaflans og við ítrekun spuming-
arinnar „muss es sein?“ en svarið fylgir á eft-
ir og niðurlag verksins er mettað feginleika
þess sem veit að svarið er fengið. Það er ekki
á hvers manns valdi að taka þátt í slíku lífs-
uppgjöri, sem þarna er að finna.
Að loknum tónleikunum tóku Halldór Har-
aldsson skólastjóri og nemendur Tónhstar-
skólans í Reykjavík við hljóðfæranum og
meistari kvöldsins, Hans Jóhannsson, var
hylltur af tónleikagestum. Þar með hefur
verið markað á stólbrík tímans, að 31. ágúst
1998 hafi átt sér stað merkur atburður, sem
vert er að gleymist ekki.
Jón Ásgeirsson
HANS Jóhanns-
son fíðlusmiður
Frábæru
FIIA
Frábær poki fyrir
allt skóladðtið j
á aðeins kr. I
fuhorðinsstærðir
toppurLvw/ ú útíMv&t
Kuldaúlpur
Verð frá:
Opið n.k.
iaugardag
kl. 10-16
SEtSILA.tSERÐ'UNI Æ G t R
Skeifan 6 • Reykjavík ■ Sími 533 4450
Skeifunni 6, Reykjavík
Norræna húsið
EIN náttúrulífsmynda Andy Horner frá Álandseyjum.
Náttúrulífsljós
^myndir frá
Álandseyjum
SÝNING á náttúrulífsljósmynd-
um, sem Andy Horner hefur tek-
ið á Álandseyjum, verður opnuð í
anddyri Norræna hússins föstu-
daginn 4. september.
Andy Horner er fæddur í
Englandi og bjó þar til ársins
1991, er hann fluttist til
Álandseyja og settist þar að.
Hann er menntaður myndlistar-
kennari, og kennir ljósmyndun
og listasögu, og er kennslustjóri í
þessum greinum við Lýðháskól-
ann á Álandseyjum. Einnig
sljórnar hann sumarnámskeiðum
í náttúruljósmyndatökum (Natur-
foto pá Áland).
í ljósmyndum sinuin sameinar
Andy Horner tvö aðaláhugamál
sín, myndlist og náttúru og um-
hverfi. Hann tekur ekki heim-
ildarmyndir, heldur einbeitir
sér að náttúrunni í allri sinni
litadýrð. Hann notar form og
liti náttúrunnar til þess að
skapa listrænar, stemmnings-
hlaðnar og oft óhlutbundnar
ljósmyndir. Hann einbeitir sér
að hinu smáa í náttúrunni í allri
sinni litadýrð. Hann notar form
og liti náttúrunnar til þess að
skapa listrænar, stemmnings-
hlaðnar og oft óhlutbundnar
ljósmyndir. Hann einbeitir sér
að hinu smáa í náttúrunni.
Myndefnið er margskonar gróð-
ur, skordýr, steinar, vatn, ís og
snjór, en sjaldnar fuglar og
spendýr, segir í fréttatilkynn-
ingu frá Norræna húsinu.
Andy Horner hefur margoft
haldið ljósmyndasýningar á
Álandseyjum og í Svíþjóð. Mynd-
ir hans hafa birst í sænska nátt-
úruljósmyndatímaritinu Camera
Natura. Ahugasvið hans spannar
landafræði, veðurfræði og um-
hverfismál og sést þetta í mynd-
um hans. Andy Horner vinnur nú
að verkefni sem felst í því að
bera saman náttúru Álandseyja
og íslands.
Fyrirlestur
Andy Horner heldur fyrirlest-
ur mánudaginn 7. september kl.
17.15 í fundarsal Norræna húss-
ins og nefnir hann „Álands natur
och miljö".
íslensk-finnski menningarsjóð-
urinn og Norræna stofnunin á
Álandseyjum veittu Andy Horner
styrk til fararinnar hingað til
lands.
Ljósmyndasýningin í Norræna
húsinu stendur til 30. september
og er opin frá kl. 9-18, nema
sunnudaga frá kl. 12-18.