Morgunblaðið - 03.09.1998, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1998 29
BÆKUR
Sagnfræði
HÚNVETNINGA SAGA
eftir Gísla Konráðsson. Jón Torfason
sá um útgáfuna. Mál og mynd 1998,
3. bindi, 1.140 bls.
HÚNVETNINGA saga Gísla
Konráðssonar er mikið rit.
Prenttexti sögunnar losar 900 bls.
Tímabilið sem um er fjallað er
1681-1850.
Ritverkið skiptist í tvo hluta og
er hvor þeirra í þremur þáttum og
síðan hverjum þætti skipt í tölu-
settar smágreinar, sem hefur hver
sína fyrirsögn.
Útgefandi gerir skilmerkilega
grein fyrir tilorðningu þessarar
frásögu. Stofn sögunnar til ársins
1833 er frá Jóni Espólín, en Gísli
lauk henni og jók einnig miklu við
skrif Espólíns. Líklegt er að Gísli
hafí gengið að mestu frá handriti
sínu milli 1845-50, en þó var hann
víst að bæta í og breyta fram á síð-
ustu ár sín.
Lengi hefur sá sem þetta ritar
beðið eftir að sjá Húnvetninga
sögu á prenti. Búast mátti við að
þar væri margan girnilegan fróð-
leik að finna. Væri eftir spurt var
svarið jafnan að við ramman reip
væri að draga að fá þetta mikla rit
útgefið. Það yrði t.a.m. ekki gert
án verulegra skýringa og hlyti það
að kosta mikla vinnu. En nú er rit-
ið komið út. Sýnir það mikinn stór-
hug fyrirtækisins og elju, þekk-
ingu og vönduð vinnubrögð Jóns
Torfasonar sem sannarlega ber að
lofa. Hann hefur bersýnilega lagt
mikla alúð við verkið. Skýringar
eru margar og er þar vísað til fjöl-
margra rita. Þá eru í bókarlok
þrjátíu og sex ættartölur þeirra
LISTIR
Húnvetningar
og fleira fólk
sem mest koma við
sögu. Skýringar eru á
ýmsum orðum og hug-
tökum, sem nú eru
sjaldgæf orðin. Er að
hvoru tveggja mikið
hagræði. Þá er atriðis-
orðaskrá, stutt að
vísu, skrá yfir staða-
nöfn og loks er mikil
og vönduð manna-
nafnaskrá. Astæða er
til að nefna sérstak-
lega þennan hluta út-
gáfunnar, því að án
góðrar nafnaskrár eni
rit af þessu tagi illa
nothæf. Inni í texta er
að finna vísnaskýringar margar.
Fremst í 1. bindi er kort af Húna-
vatnssýslum og Skagafirði. Nokkr-
ar teikningar gamlar eru af bæjum
í Húnavtnssýslum, einkar vel
gerðar.
Húnvetninga saga er einkenni-
legt rit og ekki þætti hún merki-
legt sagnfræðirit væri hún skrifuð
nú á dögum. En ekki má meta
hana á þann kvarða. Fram undir
1800 er hún að mestu samtíningur
úr annálum, alþingisbókum o.þ.h.
og virðist hún ekki koma Hún-
vetningum sérstaklega mikið við á
stundum. Frásögnin fer út um víð-
an völl og raunar erfitt að sjá
hvert markmið höfundur hefur
sett sér. Þegar framundir alda-
mótin 1800 kemur þrengist sögu-
sviðið nokkuð og að-
al-
áherslan verður á
Húnavatnssýslur með
allmiklum íhlaupum í
Skagafjörð, enda sat
höfundurinn þar. Nú
fer maður að kynnast
mörgum Húnvetning-
um, sem komu við
héraðssöguna á einn
eða annan veg og eru
margar mannlýsingar
litríkar og lifandi. Að-
aláherslan er á hvers
kyns málarekstur. Er
það ekkert smáræði
sem menn hafa stolið
á þeim dögum! Gísli segir að
Langdælir hafi verið sérstaklega
slæmir. Þá er ekki látið hjá líða að
tíunda ef menn hafa verið
drykkjugjarnir eða kvensamir.
Níðkvæðir voru menn og býsna og
er margt tilgreint af þeim kveð-
skap í þessu verki. Blöskrar
manni næstum allt það hnoð,
barningur og kenningahröngl,
sem lítt er skiljanlegt nútímafólki.
Talsverð skörun er á Húnvetn-
inga sögu og Sögu Skagstrend-
inga og Skagamanna eftir Gísla
svo og við Sögu frá Skagfirðing-
um, sem Gísli átti hlut að. Við því
er sjálfsagt ekkert að segja.
Þrátt fyrir þær aðfinnslur sem
hér hafa verið taldar og sitthvað
fleira sem ekki hefur verið nefnt
Gísli Konráðsson
er margt gott um þetta rit að
segja. Þarna koma fyrir ýmsar at-
vikalýsingar og orðaskipti sem
ekki mun annars staðar að finna.
Og eins og áður var nefnt eru hér
fjölmargar mannlýsingar og munu
margar þeirra vera einu lýsing-
arnar sem til eru af þessum mönn-
um. Þá þykir mér líklegt að ein-
hverjum þyki gagnlegt að lesa hér
um kaup og sölu á jörðum og á
hvaða verði þær gengu. Ættfærsl-
ur og skyldleikarakningar eru hér
og margar, þó að nota þurfi þær af
mestu varúð eins og oft kemur
fram í skýringum. Og enda þótt
manni þyki kveðskapurinn sjaldn-
ast burðugur er hann kannski gott
sýnishorn um Ijóðsmekk manna.
Kyndugar þóttu mér íslenskanir
Gísla á ýmsum erlendum nöfnum,
einkum manna. Napóljón Bónap-
artur kemur oft við sögu. Þá er
minnst á Kúfót nokkurn sýslu-
mann og Úlfrek Gyllinilaufa og
mætti þannig lengi telja.
Það er auðvitað afskaplega auð-
velt að gagnrýna Húnvetninga
sögu Gísla Konráðssonar. Margt
hefur hann betur skrifað sjálfur.
T.a.m. finnst mér Saga Skag-
strendinga og Skagamanna sýnu
betri. En því má svo ekki gleyma
að Gísli er að mörgu leyti frum-
herji í gerð sagnaþátta og hafa
síðari tíma menn vissulega notið
þess starfs hans og fleytt sagna-
þáttagerð fram svo að miklu mun-
ar. An Gísla hefði sá róður að lík-
indum orðið mörgum erfiðari.
Vel er frá þessari útgáfu gengið
í alla staði og er gott að vita að
þessi hluti hins mikla ævistarfs al-
þýðumannsins eljusama Gísla
Konráðssonar skuli vera kominn á
prent í góðum búningi.
Sigurjón Björnsson
Einn af
hinum
fremstu
UNDIR fyrirsögninni Hár
gæðaflokkur á Kammerhátíð-
inni skrifar gagnrýnandi
sænska blaðsins Borlánge
Tidning (3.8. 1998), Jens Runn-
berg, um Kammermúsíkhátíð-
ina þar í bæ sem haldin var í sl.
mánuði. Hann segir að hljóð-
færaleikararnir hafi staðið sig
með afbrigðum og hælir Einari
Jóhannessyni klarínettuleikara
á hvert reipi. Runneberg skrif-
ar: „I Kvartett Messaiens sýndi
klarínettuleikarinn Einar Jó-
hannesson hvers vegna hann er
talinn einn af hinum fremstu
tónlistarmönnum í heimi á sínu
sviði.“
Vetrarstarf
hefst með
dagskrá um
Jón úr Vör
VETRARSTARF Ritlistarhóps
Kópavogs hefst í Gerðarsafni
fimmtudaginn 3. september kl.
17 með dagskrá um Jón úr Vör.
Hjörtur Pálsson mun flytja
inngang um skáldið og mann-
inn. Síðan munu félagar úr Rit-
listarhópnum lesa úr verkum
skáldsins. Að lokum mun Jón
úr Vör sitja fyrir svörum um
skáldskap sinn. Dagskráin
stendur til kl. 18 og er aðgang-
ur ókeypis.
ULPUDAGAR
Verð frá
kr. 4.490
f|| '0.
. ■ ';<j
VERO mODA
UNLIMITED
Kringlan, sími 581 1944 • Laugavegi 95-97, sími 552 1844
Bestseller, Laugavegi 95-97
Kringlan sími 568 6244 • Laugavegi 95-97, sími 552 1444