Morgunblaðið - 03.09.1998, Síða 40
3 40 FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ÞEGAR daginn tekur að stytta og skyggja
tekur á kvöldin kviknar einhver þörf fyrir að
kljást við skapandi og persónuleg verkefni.
Oftar en ekki eru pijónarnir ofarlega á lista
hjá mörgum og fallegar uppskriftir af pijón-
5 uðum flíkum hafa mikið aðdráttarafl fyrir
áhugasamar pijónakonur. Hver kannast ekki
við pijónandi konu þar sem hún situr tímun-
um saman og er hreinlega svo dáleidd af
verkefni sínu að ekkert annað kemst að. Að geta fallið í slíkt
hugarástand eru forréttindi og getur veitt viðkomandi ótrú-
lega mikla fróun. Talandi um fallegar pijónaðar flíkur þá bíð-
ur Spuni septembermánaðar uppá hlýlegt sett sem sam-
anstendur af húfu, sokkum og lambhúshettu fyrir stelpur og
stráka. Settið er pijónað úr Smart-garni sem er einstaklega
mjúk vélþvæg ull.
I september byija skólarnir og allir vilja útbúa börnin sín
vel. Margt þarf að kaupa, skólatöskur, bækur og flíkur. En
hvað er notalegra en að fá að gjöf handpijónaða flík til að
halda hlýju á kroppnum á leið í skólann í morgunsvalanum. Að
sjá barn í fallegri pijónaðri flík fær mann oft til að áætla að
vel sé hugsað um viðkomandi barn. Því það er ekki bara garn-
ið í flíkinni sem veitir hlýju heldur er það önnur og meiri hlýja
sem umliggur barnið. Það er lilýja og væntumþykja frá þeim
sem pijónaði flíkina og gaf barninu.
PRJÓNAÐ úr Smart eða Peer Gynt 100% ull.
Húfa Og
- sokkar
í stíl!
NÚ ER um að gera að fara að prjóna jólagjaf-
imar. Það er hlýlegt og persónulegt að gefa
húfu og sokka í stíl. Lambhúshettan yljar líka.
Stærðir á börn og fullorðna.
Húfa með eyrum
** STÆRÐIR: 2-4 6-10 dömu herra
Vídd. 46 49 51 54 sm
GARN: SMART
Kremað nr. 803 1 1 2 2
dokkur Rautt nr. 842 1 í allar stærðir
Karrýgult nr. 817 1 í allar stærðir
Einnig er hægt að nota PEER GYNT
PRJÓNAR:
40 sm hringprj. nr. 3 og 3.5
Sokkaprjónar nr. 3.5
PRJÓNFESTA:
22 lykkjur í sléttu prjóni á prjóna nr. 3.5 = 10
sm
Ef of laust er prjónað þarf fínni prjóna.
Ef of fast er prjónað þarf grófari prjóna.
Fitjið upp með kremuðu á hringprjón nr. 3,
, 100-108-114-120 lykkjur. Prjónið 3 sm slétta í
"* hring. Skiptið yfir í karrýgult og prjónið 1
gataröð þannig: Sláið bandi upp á prjóninn,
prjónið 2 sléttar saman til skiptis allan prjón-
inn = brotlína. Prjónið 1. -13. prjón í munstr-
inu. Skiptið yfír á hringprjón nr. 3.5 og ljúkið
við munstrið. ATHUGIÐ: Á 2-4 ára og herra-
stærð er byrjað að prjóna munstrið við örina
sem sýnir rétta stærð og síðan er það endur-
tekið allan prjóninn = 5-6 heilar rósir. Á 6-10
ára og dömustærð er fyrst prjónuð 1 brugðin
= miðja að aftan, byrjið að prjóna munstrið
við örina sem sýnir rétta stærð og endurtakið
síðan það sem er innan endurtekningarmerk-
isins og endið eins og byrjað var. Þegar
munstrinu lýkur er prjónað slétt með krem-
uðu. ATHUGIÐ: Á dömustærðinni eru teknar
úr 2 lykkjur á 1. prjóni = 112 lykkjur. Þegar
■ , mælast 9-10-10-11 sm er tekið úr þannig: *
* Prjónið 23-25-26- 28 sléttar, 2 sléttar saman *.
Endurtakið frá * - * allan prjóninn. Takið úr á
öðrum hverjum prjóni þar til 48 lykkjur eru
eftir og síðan á hverjum prjóni þar til 4 lykkj-
ur eru eftir. Prjónið þessar 4 lykkjur í hring 2
sm (tota). Slítið írá, dragið bandið í gegnum
lykkjurnar og herðið vel að. Brjótið um brot-
línuna yfir á rönguna og saumið niður.
Eyru: Fitjið upp 9 lykkjur með rauðu á prjón
nr. 3.5. Prjónið slétt prjón fram og til baka
með 1 kantlykkju í hvorri hlið sem alltaf eru
prjónaðar sléttar. Aukið í 1 lykkju í byrjun og
enda annars hvers prjóns fyrir innan kant-
lykkjumar þar til 19-19-21-21 lykkja er á
prjóninum. Prjónið 10 prjóna án útaukningar.
Skiptið yfir í karrýgult og prjónið 10 prjóna.
Takið síðan úr 1 lykkju í byrjun og enda ann-
ars hvers prjóns fyrir innan kantlykkjurnar
þar til 9 lykkjur eru eftir. Fellið af. Brjótið
eyrað tvöfalt. Prjónið upp með rauðu á prjón
nr. 3, um það bil 35-35-41-41 lykkju í gegnum
tvöfalt eyrað (ekki þar sem eyrað var brotið
saman). Snúið við og prjónið 1 prjón brugð-
inn. Skiptið yfir í karrýgult og prjónið 1 gata-
röð eins og á húfunni = brotlína. Snúið við og
prjónið 1 prjón brugðinn. Fellið af. Brjótið um
brotlínuna yfir á rönguna og saumið niður.
Nælið eyrun innan á miðjuna á innafbrotinu
með hæfilegu bili á milli og saumið fast. Gott
getur verið að setja snúrur í eyrun á minnstu
stærðunum.
Lambhúshetta
STÆRÐIR: 2-4 6-8 ára
GARN: SMART
Rautt nr. 842 2 3 dokkur
Kremað nr. 803 1 í báðar stærðir
Karrýgult nr. 817 1 í báðar stærðir
Einnig er hægt að nota PEER GYNT
PRJÓNAR:
40 sm hringprj. nr. 3 og 3.5
Fitjið upp með rauðu á hringprjón nr. 3.5,
161-168 lykkjur. Prjónið 2 sm slétta í hring.
Snúið nú röngunni út og prjónið 2 prjóna
slétta. Takið nú úr þannig: * 5 sléttar, 2 slétt-
ar saman *. Endurtakið frá * - * allan prjón-
inn. Endurtakið úrtökurnar á 3. hverjum
prjóni 2 sinnum (það verður alltaf 1 lykkju
minna á milli hverrar úrtöku = 92-96 lykkjur.
Prjónið áfram þar til öll lambhúshettan
mælist 8-9 sm. Skiptið yfir á hringprjón nr. 3.
Prjónið stroff 1 sl. 1 br. í hring 3 sm. Setjið
15-17 lykkjur í miðju að framan á nælu. Skipt-
ið aftur yfir á hringprjón nr. 3.5. Prjónið slétt
prjón fram og til baka yfir hinar lykkjurnar =
77-79 lykkjur þar til mælast 19-21 sm frá því
að miðjulykkjurnar voru settar á nælu. Fellið
af 29-30 lykkjur í hvorri hlið = 19 lykkjur í
miðjunni. Prjónið miðstykkið þar til það er
jafn langt og lykkjurnar sem felldar voru af.
Setjið þær á nælu.
Saumið miðstykkið við hliðarstykkin.
Stroff í kringum andlitið: Prjónið upp með
rauðu á hringprjón nr. 3, 118-136 lykkjur
meðfram andlitinu. Prjónið stroff 1 sl. 1 br. í
hring 2 sm. Fellið af með sléttum og brugðn-
um lykkjum. Áttablaðarósina má sauma í með
prjónsaumi í lokin (sjá munsturteikningu við
sokka). Hún er staðsett um það bil 4 sm frá
aftari bnín á miðstykkinu.
Sokkar með uppábroti
STÆRÐIR: 2-4 6 8 10-12 ára M
GARN: SMART
Kremað nr. 803 3 3 4 4 4
dokkur Rautt nr. 842 1 í allar stærðir
Karrýgult nr. 817 1 í allar stærðir
Einnig er hægt að nota PEER GYNT
PRJÓNAR:
Sokkaprjónar nr. 3 og 3.5
Fitjið upp með kremuðu á sokkaprjóna nr.
3, 56-60-64-68-72 lykkjur. Prjónið stroff 1 snú-
in slétt (farið aftan í lykkjuna), 1 br. 5 hringi.
Skiptið yfir á sokkaprjóna nr. 3.5. Prjónið
munstur eftir teikningu, byrjið að prjóna við
örina sem sýnir rétta stærð. ATHUGIÐ: Síð-
asta lykkjan á hringnum er alltaf prjónuð
brugðin = miðja að aftan. Munstrið verður
eins báðum megin við brugðnu lykkjuna. Þeg-
ar munstrinu lýkur eru prjónaðir 2-3-3-4-4
hringir sléttir með kremuðu og á síðasta
hringnum eru teknar úr 6-8-8-10-10 lykkjur
með jöfnu millibili = 50-52-56-58-62 lykkjur.
Snúið nú röngunni út og prjónið slétt með
kremuðu (brugðna lykkjan í miðju að aftan
heldur sér). Takið úr 1 lykkju báðum megin
við brugðnu lykkjuna með 2-2-2-2.5-2.5 sm
millibili þar til 38-40-44-46-50 lykkjur eru á
sokknum. Prjónið áfram þar til mælast 13-14-
15-16-16 sm frá síðasta prjóni með karrýgulu.
Skiptið nú í hliðum með 19- 20-22-23-25 lykkj-
ur á hvorum helming. Prjónið hæl yfir aftari
helminginn af lykkjunum. Prjónið slétt prjón
fram og til baka 4-5-5-6-6 sm (takið fyi'stu
lykkjuna alltaf óprjónaða fram af). Úrtaka á
hælnum: Prjónið þar til 5-6-6-7-7 lykkjur eru
eftir í annarri hliðinni, snúið við, takið fyrstu
lykkjuna óprjónaða fram af og prjónið þar til
5-6-6-7-7 lykkjur eru eftir í hinni hliðinni.
Snúið við, takið fyrstu lykkjuna óprjónaða
fram af og prjónið þar til 1 lykkja er eftir fyr-
ir framan þar sem snúið var við, takið hana
óprjónaða fram af, 1 slétt, steypið óprjónuðu
Munstur á húfu
2-4áraog
herrastærð
, Byrjið hér.
□ = Kremað nr. 803
SJ = Rautt nr. 842
Endurtakið
□ = Kremað nr. 803
gj = Rautt nr. 842
H = Karrýgult nr. 817
12 ára
Byijið hér
lykkjunni yfir. Snúið við og prjónið þar til 1
lykkja er eftir fyrir framan þar sem snúið var
við, prjónið 2 brugðnar saman. Snúið við og
endurtakið úrtökurnar þar til allar hliðar-
lykkjurnar hafa verið teknar úr.
Prjónið nú upp 9-11-11-13-13 lykkjur með-
fram brúnunum á hælnum. ATHUGIÐ: Hr-
ingurinn byrjar á miðjum hæl. Prjónið slétt í
hring og prjónið 2 sléttar saman í lok fyrsta
prjóns, en í byrjun fjórða prjóns er 1 lykkja
tekin óprjónuð fram af, prjónið 1 slétta, steyp-
ið óprjónuðu lykkjunni yfii\ Takið þannig úr á
öðrum hverjum hring þar til 36-40-44-48-52
lykkjur eru á hringnum. Prjónið áfram þar til
fóturinn mælist 14-16-18-20-21 sm eða þar til
3 sm vantar upp á fulla lengd. Skiptið nú
lykkjunum jafnt á prjónana. Prjónið 2 sléttar
saman í byrjun hvers prjóns á öðrum hverjum
hring 3 sinnum og síðan á hverjum hring þar
til 8 lykkjur eru eftir. Slítið frá. Dragið bandið
í gegnum lykkjurnar sem eftir eru og herðið
vel að.
Brjótið uppábrotið yfir á réttuna.
*
Reynimelur — 2ja herb.
Vorum að fá í einkasölu 2ja herb. 53 fm íbúð á 2. hæð í
neðstu blokkinni við Reynimel. íbúðin getur losnað strax,
skuldlaus. Blokkin nýtekin í gegn að utan. Suðursvalir.
Fallegt útsýni. Einstök staðsetning, örstutt í alla
þjónustu. Verð 5,6 millj.
i Skólavörðustíg 38a,
sími 552 9077.
Borðdúkar
Margar