Morgunblaðið - 03.09.1998, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1998 41 «•
LÚCÍA GUÐNÝ
ÞÓRARINSDÓTTIR
+ Lúcía Guðný
Þórarinsdóttir
fæddist á Breiða-
bólsstað í Suður-
sveit 11. janúar
1899. Hún lést á
hjúkrunarheimil-
inu Skjólgarði,
Höfn, 26. ágúst síð-
astliðinn. Foreldr-
ar hennar voru
Þórarinn Steinsson
og Guðleif Bene-
diktsdóttir. Systk-
ini Lúcíu voru
fímm og eru þau öll
látin. Lúcía giftist Jóni Jóns-
syni, bónda á Smyriabjörgum,
árið 1920. Foreldrar Jóns voru
Jón Jónsson og Sigríður Hálf-
dánardóttir. Börn Jóns og Lúc-
íu eru: 1) Sigurjón, f. 21.10.
1921, búsettur á Höfn. 2)
Nanna Halldóra, f. 13.1. 1923,
búsett á Smyrlabjörgum.
Hennar maður er Karl Bjama-
son, f. 18.8. 1919. Þau eignuð-
ust átta böm og em sjö á lífi.
3) Þóra Guðleif, f. 14.10. 1924,
búsett í Borgarhöfn, hennar
maður Þorsteinn Jónasson, f.
28.7. 1917, d. 7.6. 1987. Þau
eignuðust íjögur börn og em
þrjú á lífi. 4) Þorbjörg, f. 20.2.
1927, búsett á Höfn, hennar
maður er Ragnar
Sigfússon, f. 20.7.
1917. Þau eignuð-
ust tvö böm. 5) Jör-
undur, f. 27.1.
1929, búsettur í
Reykjavík, hans
kona er Anna Jóns-
dóttir, f. 18.1.1925.
Þau eiga eina dótt-
ur. 6) Snorri, f.
24.11. 1930, búsett-
ur á Höfn, kona
hans er Torfhildur
Ólafsdóttir, f. 28.5.
1927. 7) Baldur, f.
15.3. 1932, búsettur á Höfn. 8)
Ingunn, f. 19.8. 1935, búsett á
Höfn, hennar maður Þórarinn
Gunnarsson, f. 5.2. 1932. Þau
eiga eina dóttur. Lúcía átti
þijátíu bamabarnabörn, af því
er eitt látið, og sjö barna-
bamabarnabörn.
Lúcía og Jón bjuggu á
Smyrlabjörgum þar til Jón lést
11.11.1968, en eftir það bjó hún
þar áfram með sonum sínum
tveimur til ársins 1988 er hún
flutti á hjúkrunarheimilið
Skjólgarð.
Utför Lúcíu fer fram frá
Kálfafellsstaðarkirkju í Suður-
sveit í dag og hefst athöfnin
klukkan 14.
Ég kveð þig elsku mamma mín, og
þakka þér fyrir allt sem þú hefur
gert fyrir mig. Mér finnst þetta
ljóð eiga svo vel við þig.
Ég hugsa um mynd þina hjartkæra móðir
og höndina mildu, sem tár strauk af kinn.
Það yljar á göngu um ófamar slóðir,
þó yfir sé harmþrungið rökkur um sinn.
Ljósið er slokknað á lífskerti þínu,
þú leiddir mig örugg á framtíðarbraut.
Hlýja þín vakir í hjartanu mínu,
frá hamingjudögum, er fyrrum ég naut.
Minningarlj ósið á lífsvegi mínum
lýsir upp sorghúmið, kyrrlátt og hljótt.
Höfði nú drúp’ ég hjá dánarbeð þínum
þú Drottni sért falin, ég býð góða nótt.
(Hörður Björgvinsson.)
Ég bið algóðan Guð, að vernda
þig-
Þín dóttir,
Þóra.
Elsku Lúlla amma, nú ertu farin
yfir móðuna miklu og eftir situr
minningin um þig, fallega, duglega
og góða langamma. Það var alltaf
gaman að koma í heimsókn til þín í
sveitina og eitt sumar var ég í vist
hjá þér, Baldri og Sigurjóni. Það
var skemmtilegur tími, líka vegna
þess að ég hafði ömmu Dóru og
Kalla afa í næsta húsi. Ég man svo
vel þegar við hituðum upp kartöfl-
ur með kvöldmatnum því það var
svo mikill afgangur frá hádegi, en
upphitaðar kai-töflur borðuðu Sig-
urjón og Baldur alls ekki. Þú baðst
mig um að segja þeim ekki frá og
þeir borðuðu þær með bestu lyst.
Svona varstu úrræðagóð og á
kvöldin þegar ég og Lúcía áttum að
fara að sofa inni hjá þér, en stillt-
um útvarpið hátt á óperuþátt, sett-
um það út í glugga svo hundurinn
spangólaði með, svo undir tók í
Suðursveitinni, skammaðir þú okk-
ur aldrei heldur hlóst með, en
minntir okkur á klukkuna eftir
smástund. Svona varstu góð og
skemmtileg.
Vertu nú yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
Blessuð sé minning þín.
Kristín Jónsdóttir.
Okkur langar til að minnast
elsku ömmu okkar með örfáum
orðum. Þótt aldurinn hafi verið
hár, og við öll vitað að lífsgöng-
unni myndi brátt ljúka, þá er
alltaf sárt að kveðja hinstu kveðju.
Við eigum svo margar hlýjar og
góðar minningar um þig elsku
amma, sem við geymum í hjarta
okkar.
Flestar þessar minningar eru frá
þeim tíma, þegar þú bjóst á
Smyrlabjörgum. Við munum sér-
staklega vel tímann, sem við yngri
systkinin tvö dvöldum hjá ykkur
þegar mamma fór með Kollu til
lækninga til Reykjavíkur í nokkrar
vikur.
A kvöldin þegar við fórum að
sofa fórstu með Faðirvorið og
bænirnar með okkur og sagðir að
nú myndum við sofna vel. Þið
reyndust okkur svo vel að við
fundum varla fyrir því, að vera
ekki heima hjá okkur. Við styttum
okkur stundir við að spila manna,
rommý svartapétur og fleira við
afa, því spilamennska var líf hans
og yndi, þegar ekkert annað var
við að vera.
Afa misstir þú svo fyrir þrjátíu
árum, en áfram hélstu full af lífs-
orku þrátt fyrir það, studd af son-
um þínum tveimur, Sigurjóni og
Skilafrestur
mianingargreina
EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef
útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og
þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. I miðviku-
dags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast
fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir
að skilafrestur er útnmninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki
unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur
þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna
skilafrests.
Baldri, sem ávallt reyndust þér svo
vel.
Já, elsku amma, við munum
alltaf hvað það var notalegt að
koma til ykkar. Þegar við hugsum
til baka finnst okkur eins og hver
heimsókn að Smyrlabjörgum hafi
jaftiast á við jólin. Allir svo glaðir,
allt var svo hreint og fínt og rausn-
arskapurinn alveg einstakur. En
aldrei fannst þér þú veita nógu vel,
og hafðir áhyggjur af því að gestir
þínir færu svangir heim.
Alltaf munum við góða hangi-
kjötið, það var hvergi eins gott og
hjá ykkur, eða ömmutertan með
rjómanum, ávöxtunum og
súkkulaðispónunum, þvílíkt sæl-
gæti. Já á langri ævi verða minn-
ingamar margar.
Við munum glæsilegu konuna í
íslenska búningnum, húsfreyjuna
sem stóð á tröppunum á Smyrla-
björgum í eldhúskjólnum sínum,
og tók á móti gestum sínum með
bros á vör, við munum líka gömlu
konuna í hjólastólnum á Skjól-
garði. Öll þessi hlutverk hæfðu þér
jafnvel.
Við erum þakklát fyrir að hafa
átt þig, og þakklát fyrir að í stað
þess að jafna bæinn ykkar við
jörðu hafa hjónin á Smyrlabjörg-
um, Laufey og Bjössi, endurbætt
hann til eigin nota, og mun hann
því áfram standa sem minnisvarði
um merkishjón sem þar bjuggu.
Við kveðjum þig elsku amma
með sorg í hjarta, en jafnframt
gleði yfir hvað Guð var góður að
láta þig ekki líða miklar þjáningar.
Þökk fyrir allt og góða nótt.
Kolbrún, Inga Lúcía og Jón.
Lúcía Guðný Þórarinsdóttir frá
Smyrlabjörgum í Suðursveit undir
Vatnajökli er nú öU á hundraðasta
aldursári. Hún var borin og bam-
fæddur Suðursveitungur, ólst upp
á Breiðabólsstað með frændum
sínum sem gerðu síðar Suðursveit
fræga sem rithöfundar og sögu-
menn. Hún giftist Jóni Jónssyni
bónda frá Smyrlabjörgum 1920 og
eignuðust þau átta böm. Efth’ lát
Jóns 1968 bjó hún með tveimur
sonum sínum Sigurjóni og Baldri
að Smyrlabjörgum fram til 1988.
Lúcía var hluti Suðursveitar og
þeirri lensku samfélags sveitarinn-
ar að vera með eindæmum gestris-
in og hafa áhuga á annarra hag.
Gestrisni þeirra á Smyrlabjörgum
átti sér engin takmörk, borðin
svignuðu undan veitingum og skift
um meðlæti á meðan það var verið
að borða. Kurteisin og einlægur
áhugi þeirra á annarra hag vom
þeim í blóð borin þannig að borgar-
barni leið eins og litlum prinsi í ná-
vist þessara mannvina. Ekki man
ég eftir að ég hafi heyrt menn
kvarta eða telja eftir sér að gera
nokkum hlut, en aldrei látið ótalið
ef aðrir tóku til hendinni eða sýndu
tilþrif við vinnu. Það varð því að
áhugamáli sumarstráksins að finna
óunnið verk og klára það. Að laun-
um hlaut maður ekki bara hrós,
heldur var þetta rifjað upp við
hvert tækifæri sem gafst, og fylgt
eftir með vorkunnarorðum um hve
það hljóti hafa verið erfitt. Fyrir
strák í sveit var þetta vinalega við-
mót svolítið öðravísi en það sem
tíðkaðist í borginni, en manni leið
vel þarna í þessu andrúmslofti og
varð lítill Suðursveitungur yfir
sumai-tímann. Þetta viðmót átti svo
kannski ekki við þegar maður kom
heim að hausti, síhjálpandi, á
gúmmískóm og talandi hornfirsku.
Engu að síður hefur þetta náð að
innprentast í mann og er ekki frá
því að maður sé enn að leita að
óunnu verki fyrir Lúllu og þá
bræður Sigurjón og Baldur. Eg
veit að við sem höfum verið sumar-
strákar að Smyrlabjörgum eram
mótaðir af Lúllu, eða Ommulúllu
eins og sumir okkar kölluðu hana,
nokkuð sem við komum til með að
minnast með þakklæti. Við komum
til með að bera Suðursveitunginn í
okkur, sem hlýja minningu og
þökkum Lúllu fyrir framlag sitt í
okkar líf.
Páll Ólafsson.
SÆVAR
MAGNÚSSON
+ Sævar Magnús-
son fæddist á
Akureyri 27. mars
1941. Hann lést á
Sjúkrahúsi Reykja-
víkur 26. ágúst síð-
astliðinn. Foreldr-
ar hans eru Ragn-
hildur Guðrún
Ólafsdóttir frá
Oddhól í Vest-
mannaeyjum, f. 8.4.
1917, og Magnús
Jóhannsson, vél-
stjóri og sjómaður
frá Akureyri, f.
20.10. 1910, d. 13.8. 1958.
Systkini Sævars eru Reynir, f.
4.9. 1937, Erla, f. 3.2. 1939,
Arnar Þór, f. 4.7. 1947, d. 31.1.
1948, Amar Jóhann, f. 19.12.
1948, og Ólafur Sigurbjörn, f.
3.10. 1955.
Sævar var tvíkvæntur. Fyrri
kona hans var Anna Sigurðar-
dóttir. Synir þeirra eru Rúnar
Freyr, f. 27.4. 1971, í sambúð
með Bjarteyju Sigurðardóttur,
og Vignir Már, f. 4.2. 1973.
Hans dóttir er Edda Eik, f.
12.3. 1998. Hjá Sævari og
Önnu ólst upp son-
ur Önnu, Sigmar
Helgi Gunnarsson,
f. 22.11. 1965. Kona
Sigmars er Ing-
veldur Ingibergs-
dóttir, f. 23.6. 1966,
og eru dætur
þeirra íris Hildur
12 ára, Valdís
Hrönn sjö ára og
Elín Heiða þriggja
ára. Fyrir átti Sæv-
ar dótturina Ragn-
heiði Hólm, f. 24.4.
1964, í sambúð með
Jóni Þór Gunnarssyni. Synir
þeirra eru Elvar, f. 22.10.
1986, og Hrannar, f. 8.5. 1991.
Seinni kona Sævars er Tui
Donjai frá Tælandi.
Sævar starfaði við sjó-
mennsku á ýmsum skipum frá
15 ára aldri, síðast á frystitog-
aranum Höfrungi III frá
Akranesi uns hann lét af
störfum í apríl 1997 vegna
veikinda.
Utför Sævars fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
Með örfáum orðum langar mig
til að minnast bróður míns Sævars
Magnússonar sem látinn er eftir
harðskejrtta bai’áttu við krabba-
mein. Sævar bróðir minn var ekki
einn þeima sem alltaf rataði hinn
guUna meðalveg. Skólaganga hans
var ekkert sérlega löng eða ströng
því hann fór ungur til sjós og sjó-
mennskan varð líka hans ævistarf,
með öllum þeim ævintýrum og
freistingum sem hún býður upp á
og þar voru á stundum tekin stór
hliðarspor milli þess sem réttri
stefnu var náð.
Auðvitað setti sjómennskan og
hin stutta skólaganga Sævars svip
á ýmislegt sem hann gerði, en
hann las hins vegar mikið og var
stálminnugur á ýmislegt sem aðr-
ir höfðu löngu gleymt. I gegnum
lífið hafði bróðir minn líka lag á
því að vefja fólki um fingur sér og
fá það til þess að vinna hin ýmsu
viðvik fyrir sig í landlegum. Á
meðan gerði hann eitthvað annað
og að hans mati skemmtilegra og
það vora fáir, a.m.k. í fjölskyld-
unni, sem ekki voru boðnir og
búnir að aðstoða hann við það sem
beðið var um. Til sjós var hann
hins vegar öllum hnútum kunnug-
ur og ég hef engan hitt eða heyrt í
sem ekki talaði um hann sem
hörkusjómann sem gott væri að
sigla með.
Samband okkar Sævai-s var ekk-
ert sérlega náið framan af, það
gerði aldursmunur okkar, atvinna
hans og búseta. Auðvitað vora fjöl-
skylduböndin ræktuð á réttum
augnablikum eins og alsiða er, en
það er fyrst er bróðir fluttist í
Engihjalla í Kópavogi að tengsl
okkar uxu og döfnuðu. Því var ekki
síst að þakka hinu nána trúnaðar-
sambandi Sævars við eiginkonu
mína, sem hann oftar en ekki leit-
aði til með hin ýmsu mál sem leysa
þurfti. Þau leysti hann síðan á sinn
hátt og með sínu lagi. I veikindum
sínum sýndi hann síðan fólki
hverslags karlmenni hann í raun
og vera var, aldrei var kvartað
sama hversu mikið á gekk.
Kæri bróðir, þú varst alltaf
snöggur upp á lagið, staldraðir
stutt við og vildir afgreiða hlutina
með hraði. Það var því kannski al-
veg í þínum anda að leysa landfest-
ai’ í síðasta sinn jafn snöggt og þú
gerðir og halda út á hafið sem skil-
ur milli þessa heims og annars. En
þú ert búinn að ýta frá landi, bróð-
ir, og snýrð ekki aftur - ég á eftir
að sakna vallarferðanna með þér,
hinna stuttu heimsókna þinna og
símtalanna. Það vora svo sem
sjaldan alvarlegu málin sem við
ræddum, þau voru þú og kona mín
búin að afgreiða - við skemmtum
okkur hins vegar konunglega yfir
hinum ýmsu sögum sem þú kunnir
og sagðir af sjálfuro þér og sam-
ferðamönnum þínum í gegnum tíð-
ina. Við ætluðum, kæri bróðir, að
skjóta upp flugeldum saman árið
2000 og þannig sýna sjúkdómi þín-
um fram á að þú hefðir enn yfir-
höndina. Ég skýt þeim bara upp í
himininn fyrir okkur báða og reyni
þannig að senda þér kveðju frá öll-
umsem þótti vænt um þig.
Ég vil að lokum fyrir hönd allra
aðstandenda Sævars þakka lækn-
um og hjúkranarfólki sem gerðu
honum síðustu mánuðina léttbær-
ari.
Far þú í friði, bróðir.
Fyrir hönd fjölskyldunnar.
Olafur Magnússon.
Elsku frændi.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefúr hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V.Briem)
Hvíldu í friði.
Þínar frænkur,
Margrét, Marta
og María.
^fftRARSTOf^
is I.AN'OS
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson,
útfararstjöri útfararstjóri
Útfararstofa íslands
Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300
Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
*