Morgunblaðið - 03.09.1998, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1998 45
Islendinga-
slag’ur í fyrstu
umferð
SKAK
Munkebo,
Danmörku
SVÆÐAMÓT NORÐURLANDA
FIMM íslendingar keppa á mótinu,
sem er útsláttarkeppni. Fjórir þeirra
mætast innbyrðis i fyrstu umferð. 9.-
20. september.
SVÆÐISMÓT Norðurlanda
verður haldið í Munkebo í Dan-
mörku dagana 9.-20. september
næstkomandi. Alls taka 24 skák-
menn frá öllum Norðurlöndum þátt
í mótinu. Prír efstu menn á mótinu
fá rétt til þátttöku á heimsmeistara-
móti FIDE, sem fram fer í Las Ve-
gas í Bandaríkjunum í desember.
Svæðismótið er að þessu sinni
skipulagt svipað og sjálf heims-
meistarakeppnin, þ.e.a.s. sem út-
sláttarkeppni, þar sem siguivegar-
inn úr hverju einvígi kemst áfram í
næstu umferð.
Alls taka fimm íslenskir skák-
menn þátt í svæðismótinu. Þetta
eru stórmeistararnir Margeir Pét-
ursson, Hannes Hlífar Stefánsson,
Helgi Ólafsson, Þröstur Þórhallsson
og Helgi Áss Grétarsson.
Eftirtaldir skákmenn hafa verið
valdir til þátttöku á svæðismótinu:
1. Curt Hansen (DAN 2610)
2. Margeir Pétursson (2550)
3. Evgenij Agrest (SVÍ 2545)
4. Einar Gausel (NOR 2540)
5. Hannes H. Stefánsson (2535)
6. Lars Schandorff (DAN 2535)
7. Sune Berg Hansen (DAN 2520)
8. Peter Heine Nielsen (DAN 2515)
9. Henrik Danielsen (DAN 2510)
10. Ralf Ákesson (SVÍ 2510)
11. Jonny Hector (SVÍ 2510)
12. Helgi Ólafsson (2505)
13. Rune Djurhuus (NOR 2495)
14. Þröstur Þórhallsson (2495)
15. Stellan Brynell (SVÍ 2485)
16. Jesper Hall (SVÍ 2485)
17. Helgi Áss Grétarsson (2480)
18. Tom Wedberg (SVÍ 2475)
19. Berge Östenstad (NOR 2460)
20. Antti Pihlajasalo (FIN 2450)
21. Olli Salmensuu (FIN 2410)
22. Tapani Sammalvuo (FIN 2410)
23. Roy Fyllingen (NOR 2405)
24. John Rödgaard (FÆR 2310)
Keppendum á þessum lista er
raðað eftir skákstigum. Samkvæmt
reglum keppninnar er skákmönnum
sem eru jafnir að stigum næst raðað
eftir titli. Ef það dugir ekki til eru
notuð skákstig af stigalista FIDE
frá því í janúar o.s.frv. þar til mis-
munur á skákstigum finnst.
Röðun í fyrstu umferð er þannig,
að stigahærri hópur keppenda teflir
við þann stigalægri. Samkvæmt því
munu þeir Margeir Pétursson og
Þröstur Þórhallsson tefla saman í
fyrstu umferð, sem er svo sannar-
lega óheppilegt frá sjónarhorni Is-
lendinga, sem vildu helst sjá bæði
Margeir og Þröst komast áfram í
næstu umferð. Þar með er þó ekki
öll sagan sögð, því Hannes Hlífar
Stefánsson mun mæta Helga Ass
Grétarssyni í fyrstu umferð! Helgi
Ólafsson yrði því eini íslenski kepp-
andinn sem lenti á móti erlendum
keppanda, en hann mun tefla við
Færeyinginn Rödgaard.
Enn er þó veik von um að röðunin
breytist, ef einhver keppandi skyldi
forfallast. Upphaflega hafði Jóhann
Hjartarson hug á að taka þátt í
mótinu, en vegna anna í starfi hans
hjá íslenskri erfðagreiningu gat því
miður ekki orðið af því.
Aður hefur verið greint lauslega
frá fyrirkomulagi keppninnar hér í
skákþættinum. Hver viðureign fer
þannig fram að teflt er tveggja
skáka einvígi. Tímamörk eru 100
mínútur á 40 leiki, síðan 50 mínútur
á 20 leiki og að lokum eru gefnar 10
mínútur til að ljúka skákinni. Auk
þess fær hvor keppandi 30 sekúnd-
ur til viðbótar við hvern leik, allt frá
fyi'sta leik (Fischer-klukka). Ef
tvær skákir duga ekki til að ná fram
hreinum úrslitum verða tefldar við-
bótarskákir með styttri tímamörk-
um, svipað og gert var í síðustu
heimsmeistarakeppni.
Sigurður Daði sigrar á
helgarskákmóti
Helgarskákmót fór fram 21.-23.
ágúst í félagsheimili Taflfélags
Reykjavíkur. Eins og á fyrri helgar-
skákmótum voru fyrst tefldar þrjár
atskákir á fóstudeginum og síðan
fjórar kappskákir um helgina.
Keppnin var æsispennandi, en að
lokum stóð Sigurður Daði Sigfússon
einn uppi sem sigurvegari með 6
vinninga af 7 mögulegum. Sigurður
Daði tapaði fyrir Bergsteini Einars-
syni í annarri umferð, en góður
endasprettur færði honum sigur.
Bergsteinn lenti í öðru sæti ásamt
Jóni Árna Halldórssyni, en varð ofar
á stigum. Sigurður Daði hefur sigr-
að á þremur síðustu helgarmótum í
TR sem hann hefur tekið þátt í. Röð
efstu manna varð sem hér segir:
1. Sigurður Daði Sigfússon 6 v.
2. Bergsteinn Einarsson ö'/z v.
3. Jón Arni Halldórsson 5(4 v.
4. -5. Arnar Þorsteinsson og Sigurður
Páll Steindórsson 5 v.
6.-8. Þröstur Heiðar Þráinsson, Stefán
Kristjánsson og Sveinn Wilhelmsson 4(4
v.
9.-14. Hjalti Rúnar Ómarsson, Páll Ósk-
ar Kristjánsson, Ólafur Kjartansson,
Bjami Magnússon, Ómar Þór Ómarsson
og Guðni Stefán Pétursson 4 v.
15.-20. Jón Baldur Lorange, Ágúst Ingi-
mundarson, Harpa Ingólfsdóttir, Valdi-
mar Leifsson, Ólafur ísberg Hannesson,
Aldís Rún Lárusdóttir 3(4 v.
o.s.frv.
Þátttakendur voru alls 31.
TR og Hellir í úrslit
hraðskákkeppni
Hraðskákkeppni taflfélaga á Suð-
vesturlandi stendur nú yfir, en
þetta er í fjórða skipti sem keppnin
er haldin. Átta taflfélög taka þátt í
keppninni. í átta liða úrslitum fóru
viðureignirnar þannig:
Hellir - Skákfélag Hafnarfj. 42(4-29(4
Taflf. Garðabæjar - Taflf. Akraness 39(4-
32(4
Taflf. Reykjavíkur - Taflf. Kópavogs
39(4-32(4
Skákf. Reykjanesbæjar - Skákf. Selfoss
og nágr. 29(4- 42(4
Það voru því Hellir, Garðabær,
TR og Selfyssingar sem komust
áfram í undanúrslitin sem fram fóru
19.-20. ágúst. Þar urðu úrslit þessi:
TR - Skákf. Self. og nágr. 57-15
Taflf. Garðabæjar - Hellir 13(4-58(4
Urslitin í þessum tveimur viður-
eignum voru því mjög afgerandi og
niðurstaðan er sú að Hellir og TR
tefla til úrslita í þessari skemmti-
legu keppni.
Bergsteinn sigrar á
helgaratskákmóti
Bergsteinn Einarsson sigraði á
sterku og spennandi helgaratskák-
móti sem Taflfélagið Hellir gekkst
fyiir 28.-29. ágúst 1998. Bergsteinn
hlaut 6 vinninga í 7 umferðum.
Hann tapaði einungis fyrir Stefáni
Kristjánssyni. Bergsteinn hafði
reyndar afai’ vænlega stöðu í skák-
inni, en lenti óvænt í mátneti eftir að
hafa leikið kóngnum fram á borðið í
endatafli. Sævar Bjarnason, sem
sigraði á síðasta helgaratskákmóti
Hellis, lenti í öðru sæti með 5!4
vinning. Röð efstu manna varð
þessi:
1 Bergsteinn Einarsson 6 v.
2 Sævar Bjarnason 5(4 v.
3-5 Stefán Kristjánsson, Sigurður Páll
Steindórsson og Jóhann H. Ragnarsson
4(4 v.
6-7 Gunnar Björnsson og Sigurður Daði
Sigfússon 4 v.
8-11 Guðni Stefán Pétursson, Andri Áss
Grétarsson, Daði Örn Jónsson og Gústaf
Smári Bjömsson 314 v. o.s.frv.
Mótið var haldið í Hellisheimil-
inu, Þönglabakka 1 í Mjódd. Skák-
stjórar voru þeir Gunnar Björns-
son, Daði Öm Jónsson og Vigfús
Óðinn Vigfússon.
Skákviðburðir í september
Eftirtaldir skákviðburðir verða
m.a. á dagskrá í september:
Helgarskákmót hjá TR 4.-6. september.
Skemmtikvöld skákáhugamanna 4.9. kl.
20
Ólympíuliðið gegn Pressuliðinu 6.9.
Atkvöld Hellis 7.9. kl. 20
Svæðismót Norðurlanda 9.-20.9.
íslandsm. í atskák 1999, undanr. 12.-13.9.
Skákdagurinn 13.9.
Norðurlandam. grunnskólasv. 1998, 18.-
20.9.
Atskákmót Reykjavíkur 18.-20.9.
Ólympíumótið hefst 26.9.
Haustmót Taflfélags Reykjavíkur hefst
27.9.
Septeinber-helgarmót TR
Helgina 4.-6. september fer fram
helgarmót í félagsheimili Taflfélags
Reykjavíkur. Samkvæmt venju fara
fram þrjár atskákir á fostudags-
kvöldið frá kl. 20.00 en svo tvær
kappskákir á laugardaginn, sem
hefjast kl. 10.00 og kl. 17.00, tvær
kappskákir á sunnudag sem hefjast
kl. 10.30 og kl. 17.00. Tefldar eru 7
umferðir eftir Monrad-kerfi með
umhugsunai’tímanum 1(4 klst. á 30
leiki og síðan 30 mín. til að klára.
Verðlaun eru kr. 12.000,- fyrir 1.
sæti, kr. 8.000,- fyrir 2. sæti og kr.
5.000,- fyrir 3. sæti. Fyrir hverja 20
þátttakendur umfram 35 bætast við
5.000 kr. á hvert sæti. Þátttöku-
gjöld:
16 ára og eldri kr. 1.500 (kr. 2.300
utanfél.), 15 ára og yngri kr. 1.000
(kr. 1.500 utanfél.)
Daði Örn Jónsson
Margeir Pétursson
Heimsmeistaramótið í Lille
Bragi, Sigtyggur
og Hjördís í úrslit
ítalir unnu Rosenblum-keppnina
BRIPS
Lille, Frakklandi
HEIMSMEISTARAMÓTIÐ
Heimsmeistaramótið í brids fer
fram í Lille dagana 21. ágúst
til 4. september.
BRAGI Hauksson og Sigtryggur
Sigurðsson eru eitt 72 para sem
komust í úrslit heimsmeistaramóts-
ins í opnum tvímenningsflokki en
um 630 pör kepptu um þessi sæti.
Þá er Hjördís Eyþórsdóttir í úrslit-
um kvennaflokksins en þar keppa
36 pör.
Álls hófu yfir 630 pör keppnina
og Bragi og Sigtryggur komust
nokkuð auðveldlega í 234 para und-
anúrslit. Þai’ var keppt um 65 sæti í
úrslitum og 7 pör, sem kepptu til
úrslita í Rosenblum-keppninni í
sveitakeppni, bættust við. Bragi og
Sigtryggur enduðu í 49. sæti í und-
anúrslitunum og skoruðu mjög jafnt
í öllum umferðunum fjórum. Urslit-
in hófust í gær og þeim lýkur á
föstudag.
í kvennaflokki spilar Hjördís Ey-
þórsdóttir við Judy Radin frá
Bandaríkjunum. Radin er einn sig-
ursælasti spiiari heims í kvenna-
flokki og hefur unnið alla þá heims-
meistaratitla sem keppt er um í
þeim flokki. Þær Hjördís og Radin
enduðu í 7. sæti i undanúrslitunum
og voru stöðugt að bæta sig og það
kæmi mér ekki á óvart ef þær
stæðu á verðlaunapalli á fimmtu-
dagskvöld þegar úrslitunum í
kvennaflokknum lýkur.
ítalir unnu
Rosenblum
í Lille er einnig keppt um Rosen-
blum-bikarinn í sveitakeppni. Þetta
er heimsmeistarakeppni sveita, ekki
landsliða, og tæplega 200 sveitir,
hvaðanæva úr heiminum, hófu
keppnina. Engin sveit frá íslandi
var með í keppninni.
Að lokum stóðu Itölsku Evrópu-
meistararnir uppi sem sigurvegar-
ar. Þeir unnu sveit Brasilíumanns-
ins Gabriels Chagas auðveldlega í
64 spila úrslitaleik þar sem brasil-
ísku spilararnir virtust heillum
ÍTÖLSKU Rosenblum-meistararnir. Frá vinstri eru Massimo
Lanzarotti, Alfredo Versace, Antonio Sementa, Francesco Angelini,
Lorenzo Lauria og Andrea Buratti.
horfnir eins og sést á þessu spili:
Vestur gefur, allir á hættu
Norður
♦ D10
V ÁKG98
♦ 109
*ÁK65
Austur
A ÁK52
¥ D7643
♦ D84
*2
Suður
♦ G876
¥ 102
♦ G2
♦ D10984
Við annað borðið sátu Chagas og
Marcelo Branco AV og Andrea
Buratti og Massimo Lanzarotti NS:
Vestur Norður Aiistur Suðui'
MC AB GC ML
2tíglar dobl ðtíglai’ Pass
Pass dobl/
Það er skritin ákvörðun hjá Chagas
að lyfta í 5 tígla á hættunni; varla
hefur hann búist við að þeir ynnust.
Buratti lyfti laufási og skipti í
tígul og Branco di’ap heima og spil-
aði hjarta. Buratti stakk upp kóngn-
um og spilaði aftur trompi og
Branco var tvo niður, 500 til Italíu.
Við hitt borðið sátu Alfredo Ver-
sace og Lorenzo Lauria AV og
Miguel Vilas Boas og Joao Paulo
Campas NS:
Vestur Norður Austur Suður
AV MVB LL JPC
Pass 1 hjarta Pass Pass
2 tíglar dobl 3 tíglar 3 spaðar/
Þótt norður eigi góð spil er ekki
hættulaust að dobla 2 tígla með tví-
lit í spaða en sé gert ráð fyrir slíku
má auðvitað ekki melda 3 spaða
með suðurspilin; svardobl er betra
vilji suður taka þátt í sögnum. 3
spaðar fóru þrjá niður, 300 til Itala
sem unnu leikinn á endanum, 155-
76.
Guðm. Sv. Hermannsson
Vestur
*943
¥5
♦ ÁK7653
*G73
KIRKJUSTARF
Safnaðarstarf
Grafarkirkja í
Skaftártungu
100 ára
í TILEFNI 10 ára vígsluafmælis
Grafarkirkju verður hátíðarguðs-
þjónusta sunnudaginn 6. septem-
ber kl. 14.
Biskup Islands hr. Karl Sigur-
björnsson prédikar. Organisti
Haukur Guðlaugsson. Samkór Ása-
prestakalls syngur undir stjórn
Birnu Bragadóttur.
Eftir guðsþjónustuna verður há-
tíðarsamkoma í Tunguseli, þar sem
m.a. ágrip af sögu kirkjunnar verð-
ur rakið. Allir velkomnir. Sóknar-
nefnd.
Áskirkja. Opið hús fyrir alla ald-
urshópa kl. 14-17.
Háteigskirkja. Kvöldsöngur með
taizé-tónlist kl. 21. Kyrrð, íhugun,
endumæring. Allir velkomnir.
Hallgrímskirkja. Kyirðai’stund kl.
12. Orgelleikur, íhugun, altaris-
ganga. Léttur málsverður í safnað-
arheimilinu.
Digraneskirkja. Bæna- og kyrrð-
arstund kl. 18. Bænarefnum má
koma til sóknarprests eða kirkju-
varðar, einnig má setja bænarefni í
bænakassa í anddyri kirkjunnar.
Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðar-
stund kl. 22, kaffi og létt meðlæti á
eftir.
Hvítasunnukirkjan Ffladelfía. Al-
menn samkoma, ræðumaður Mike
Bradley. Allir hjartanlega vel-
komnir.
Nýr frábær bókhaldshugbúnaður
C71KERFISÞRÓUN HF.
Fákafeni 11 • Sími 568 8055
www.islandia.is/kerlisthroun
Silki-damask
í metratali
í úrvali
Póstsendum
Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050.
www.mb l.is