Morgunblaðið - 03.09.1998, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1998 49
FRETTIR
Skólabörn og umferðin
LOFTUR Atli Sveinsson með 20 punda hæng sem hann
veiddi í Stóru-Laxá á dögunum.
UMFERÐARRÁÐ hefur sent frá
sér eftirfarandi nú þegar skólar
hefja vetrarstarfið:
„Starfsemi grunnskóla um allt
land er að hefjast þessa dagana.
Tugir þúsunda barna og unglinga
eru þar með á leið í og úr skóla
hvern virkan dag. Umferðarað-
stæður á skólaleið barna eru mjög
mismunandi og því er full ástæða
til að hvetja foreldra og aðra for-
ráðamenn barna til að segja þeim
skýi-ar reglur um hvernig þau geti
komist öruggast leiðar sinnar. Þá
má ekki gleyma þein-i staðreynd
að umferð eykst yfirleitt í septem-
ber samanborið við sumarmánuð-
ina og því fylgir aukin hætta.
Nauðsynlegt er að foreldrar
undirbúi böm sín sem best undir
skólagönguna en ábyrgð öku-
manna er einnig mikil og ber þeim
í hvert skipti sem þeir verða varir
við böm á ferð í umferðinni að gera
sér grein fyrir að þeim kann að
vera hætta búin sé ekki sýnd
ýtrasta varúð. Sérstök ástæða er
til að hvetja til aðgæslu í nágrenni
við skóla og aðra staði þar sem
fram fer starfsemi sem tengist
börnum og unglingum. Hafa þarf í
huga að viðbrögð barna í umferð-
inni em ekki alltaf rökrétt. Þeim
hættir til að bregðast öðravísi við
en ökumenn búast almennt við.
Þess vegna verða þeir sem stýra
bílum að gera ráð fyrir því að við-
brögð barna geti verið órökrétt.
Lögreglan mun leggja mikla
áherslu á eftirlit við grannskóla og
Háskólahátíð
Tveir sæmdir
heiðursdokt-
orsnafnbót
HÁSKÓLAHÁTÍÐ verður haldin í
Háskólabíói laugardaginn 5. sept-
ember kl. 15-18.
Athöfnin hefst með kjöri tveggja
heiðursdoktora við læknadeild,
þeirra Ólafs Ólafssonar landlæknis
og Þóris Helgasonar. Ólafur Ólafs-
son er sæmdur heiðursdoktors-
nafnbót fyrir áralangt starf í þágu
heilbrigðismála íslensku þjóðarinn-
ar jafnt sem faglegur leiðtogi og
siðferðilegur eftirlitsmaður. Þórir
Helgason er heiðraður fyrir fram-
lag sitt til þekkingar og framfara á
sviði sykursýki sem hefur skipað
íslandi í fremstu röð í meðferð syk-
ursjúkra.
Síðan mun Páll Skúlason, rektor
Háskóla íslands, flytja ræðu sína
um stöðu og stefnu háskóla í nú-
tímasamfélagi og ýmis nýmæli í
starfi Háskóla íslands undir heit-
inu Straumhvörf í starfi háskóla.
Næst flytur menntamálaráðherra
ávai-p og að því loknu munu þau
Guðvarður Már Gunnlaugsson, for-
maður Félags háskólakennara, Ás-
dís Magnúsdóttir, formaður Stúd-
entaráðs, og Ragnhildur Hjalta-
dóttir, stjórnarformaður Hollvina-
samtaka Háskóla íslands, ávarpa
hátíðargesti.
í upphafi dagskrár og á milli
dagskráratriða mun Strengjakvar-
tett Sigrúnar Eðvaldsdóttur leika.
Að lokinni athöfn í aðalsal verður
gestum boðið upp á léttar veitingar
í anddyri bíósins.
Til Háskólahátíðarinnar er boðið
æðstu embættismönnum þjóðar-
innar, borgaryfirvöldum, fulltrúum
bæjarstjórna, starfsmönnum Há-
skóla íslands, fulltrúum stúdenta
og hollvinasamtaka ásamt ýmsum
fulltrúum atvinnulífs og fjölmiðla.
September-
helgarmót T.R.
HE LGARSKÁKMÓT fer fram
helgina 4.-6. september í félags-
heimili Taflfélags Reykjavíkur.
Samkvæmt venju fara fram þrjár
atskákir á fóstudagskvöldið frá kl.
verður fyrst og fremst hugað að
ökuhraða og akstri við gangbraut-
ir. Einnig mun lögregla fylgjast vel
með hvernig ökumenn hleypa
bömum sem þeir aka í skólann út
úr bílum. Miklu máli skiptir að þau
fari ekki út á götu heldur að þeim
sé hleypt úr gangstéttarmegin.
Bæklingur til foreldra
sex ára bama
Sex ára börn, sem eru að hefja
skólagöngu í fyrsta sinn, þurfa
sérstakrar leiðbeiningar við og í
því skyni hefur Umferðarráð í
samstarfi við Námsgagnastofnun
gefið út nýtt námsefni - Á leið í
skólann, sem ætlað er foreldrum
þeirra barna sem eru að hefja
skólagöngu. I þessu hefti er fjallað
um hlutverk foreldra í umferðar-
uppeldi, sérstöðu barna sem veg-
farenda, val á gönguleiðum og
önnur mikilvæg atriði varðandi ör-
yggi barna.
Nauðsynlegt er að vekja athygli
á nauðsyn þess að börn á leið í
skóla og í tengslum við íþróttaæf-
ingar og annað félagsstarf sem
fram fer eftir að skyggja tekur noti
endurskinsmerki. Gildi þeirra er
ótvírætt.
Allir þurfa að leggja sig fram við
að búa bömum eins öraggar að-
stæður í umferðinni og kostur er.
Þar er hlutverk foreldra og einnig
ökumanna mikilvægt. Gerum allt
sem í okkar valdi stendur til að
gera umferðina öruggari fyrir
böm.“
20 en svo tvær kappskákir á laug-
ardaginn, sem hefjast kl. 10.00 og
kl. 17, tvær kappskákir á sunnudag
sem hefjast kl. 10.30 og kl. 17.
Tefldar era 7 umferðir eftir
Monrad-kerfi með umhugsunar-
tímanum l'Æ klst. á 30 leiki og síð-
an 30 mín. til að klára. Verðlaun
era 12.000 kr. fyrir 1. sæti, 8.000
kr. fyrir 2. sæti og 5.000 kr. fyrir 3.
sæti. Fyrir hverja 20 þátttakendur
umfram 35 bætast við 5.000 kr. á
hvert sæti.
Dagskráin er sem hér segir:
Föstudagur 4. september kl. 20-23
1.-3. umferð, laugardagur 5. sept-
ember kl. 10-14 4. umferð, laugar-
dagur 5. september kl. 17-22 5.
umferð, sunnudagur 6. september
kl. 10.30-14.30 6. umferð og sunnu-
dagur 6. september kl. 17.00-22.00
7. umferð.
Þátttökugjöld: 16 ára og eldri kr.
l. 500 (kr. 2.300 utanfél.) og 15 ára
og yngri kr. 1.000 (kr. 1.500 utan-
fél.). Óllum er heimil þátttaka.
Kynning á til-
skipunum um
lækningatæki
HÉR á landi hafa verið lögfestar
tvær tilskipanir Evrópusambands-
ins um lækningatæki og um virk
ígræðanleg lækningatæki og sú
þriðja er væntanleg, um lækninga-
tæki til nota á rannsóknastofum.
Tilskipununum er fyrst og fremst
ætlað að tryggja neytendavernd og
auka viðskiptafrelsi og era í þeim
m. a. ákvæði um gæðaeftirlit og
markaðseftirlit og um skráningu og
innkallanir á gallaðri vöru. Gert er
ráð fyrir aukinni notkun staðla
þannig að þegar sannreynt hefm-
verið að tiltekin vara sé í samræmi
við viðeigandi staðal fær hún CE-
merkingu.
Þetta hefur nú þegar haft í för
með sér ýmsar breytingar á inn-
flutningi, markaðsetningu og eftir-
liti með lækningatækjum á markaði
hér á landi en meiri breytinga er að
vænta.
Því hafa heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðuneytið og Lyfjanefnd
ríkisins boðið hingað til lands helsta
sérfræðingi Norðmanna á þessu
sviði, Jakob Nordan, til þess að
kynna áhrif tilskipananna. Jafn-
framt mun Jakob Nordan vera til
ráðgjafar fyrir innflytjendur, selj-
endur, notendur og aðra sem kunna
að vilja kynna sér málið.
Jakob flytur fyrirlestra í ráð-
stefnusölum ríkisins frá kl. 9-12
föstudaginn 4. september en mun
síðan hitta smærri hópa á föstudag
og mánudag. Þeir sem vilja sækja
fyrirlestrana eða færa sér í nyt
þessa ráðgjöf er bent á að hafa sam-
band við Lyfjanefnd ríkisins.
Árleg merkja-
sala Krabba-
meinsfélagsins
NÚ UM helgina verða seld merki
og pennar um allt land til styrktar
starfi Krabbameinsfélagsins. Selt
verður við verslanir og gengið í hús
þar sem því verður við komið. Allur
ágóði rennur til aðildarfélaga
Krabbameinsfélags Islands en það
eru 24 svæðisbundin krabbameins-
félög og fimm stuðningshópar.
„Nokkur svæðisbundnu félag-
anna hafa að miklu eða öllu leyti
tekið við fræðslu- og forvamarstarfi
í sinni heimabyggð og gengið vel.
Mikill áhugi ríkir hjá fleiri félögum
að takast á við samskonar verkefni
sem fyrst.
Stuðningshóparnir vinna marg-
víslegt og óeigingjarnt starf í þágu
sjúklinga og aðstandenda þeirra og
hefur það ómetanlega þýðingu.
Merkjasalan á að styðja þessa
starfsemi og væntir Krabbameins-
félagið þess að landsmenn taki sölu-
fólki vel og noti þetta tækifæri til að
sýna hug sinn og efla starf félagsins
í baráttunni við krabbamein, segir í
frétt frá Krabbameinsfélaginu.
Starfsemi Krabbameinsfélags Is-
lands felst m.a. í leit að krabbameini
í leghálsi og brjóstum kvenna,
krabbameinsrannsóknum, fræðslu
um krabbameinsvarnir og stuðningi
við sjúklinga. Félagið var stofnað
1951.
Helgarferð út í
óvissuna
AÐ LOKNU sumri hefur Ferðafé-
lag íslands um árabil efnt til svo-
kallaðrar óvissuferðar og er hún að
þessu sinni um næstu helgi, 4.-6.
september. I ferðinni, sem farin er
á fóstudagskvöldið kl. 20, fá þátt-
takendur ekki að vita fyrirfram
hvert halda skal og gerir það ferð-
ina spennandi. Heimkoma er um
kvöldmatarleytið á sunnudag en
fai-miða þarf að sækja á skrifstofu
Ferðafélagsins, Mörkinni 6.
Á laugardag, 5. september, kl. 8
verður gönguferð á Ljósufjöll á
Snæfellsnesi. Sunnudaginn 6.
september verða farnar ferðir í
Hvalfirði, kl. 10.30 er gönguferð á
Múlafjall og kl. 13 er gengið frá
Fossá í Seljadal og farið að Reyni-
vallaseli.
Merkjasöludag-
ur Hjálpræðis-
hersins
HINIR árlegu merkjasöludagar
Hjálpræðishersins á Islandi verða
að þessu sinni frá miðvikudeginum
2. til föstudagsins 4. september.
Merkjasala Hjálpræðishersins er
þýðingarmikil fjáröflunarleið fyrir
starf hans hér- á landi. Tekjur af
merkjasölunni eru notaðar til að
fjármagna barna- og unglingastarf-
ið sem nú er að hefjast að afloknu
sumarfríi.
Merkið verður selt á götum
Reykjavíkur og einnig verður víða
selt í húsum. Verðið er hið sama og
undanfarin ár, 200 kr.
LEIÐRÉTT
Sólveig er Bentsdóttir
í FRÉTT Morgunblaðsins um
Kvótaþing Islands í gær var Sólveig
U. Bentsdóttir, framkvæmdastjóri
Kvótaþings, sögð Benediktsdóttir í
myndatexta. Um leið og mistökin
leiðréttast hér með er beðist vel-
virðingar á þeim.
Sjóbirtingur
snemma á ferð
í Tungufljóti
Siðustu daga hefur verið vaxandi sjó-
birtingsveiði í Tungufljóti í Vestur-
Skaftafellssýslu og þykir ýmsum það
óvenjusnemmt þar sem Fljótið hefur
löngum verið seinna til en aðrar sjó-
birtingsár á Suðurlandi. Það fer eftir
ýmsu hversu snemma fiskur kemur
og ef til vill hefði hann komið fyn' í
íyi-ra ef selur hefði ekki teppt göngur
úr Kúðafljóti. Sama dag og selurinn
var felldur og dreginn dauður upp á
sand byrjaði mokveiði. Þetta var
snemma í september og síðan var
mikil veisla veiðimanna fram í fyrstu
viku október. Oftast byrjar þó ekki
ballið fyrr en seinni hluta september
og stendur fram í október. Nú ætlar
það að byrja snemma.
I gær voru komnir 46 sjóbirtingar
á land, einnig 38 bleikjur og sjö laxar.
Fimm laxanna veiddust í júlí, en birt-
ingsveiðin hefur verið að koma til síð-
ustu vikuna í ágúst.
Eitt versta sumarið í Álftá
Ekki segja allir góðar fréttir frá
sumrinu. Leigutakar Álftár á Mýrum
segja sumarið hafa verið eitt það
versta sem menn muni eftir. I gær
voru aðeins komnir 150 laxar á land,
þar af 35 úr svokallaðri Veitu, sem er
byggðum ofar og myndar Álftá
ásamt fleiri sprænum. Veitt er á eina
stöng í Veitu og því eru laxar veiddir
þar efra ekki bókaðir í Álftárbókina.
LOFTUR Atli og Hilmar Hans-
son með 16 laxa sem þeir veiddu
á einum degi á neðstu svæðum
Stóru-Laxár nú í byrjun vikunn-
ar. Hollið, fjóiar stangir í tvo
daga, veiddi 39 laxa og var
helmingurinn 10 til 20 pund.
Þar voru aðeins 115 laxar og 60 til 70
sjóbirtingar, sem einnig er óvenju lág
tala.
Veiði að glæðast í Litluá
„Það era komnir 472 fiskar á land í
sumar. Það'var frekar lélegt um mið-
bik sumarins, en síðustu daga hefur
veiðin verið að glæðast mikið. Bæði
er að koma meira af sjóbirtingi og
einnig bleikja, sem lítið var um í sum-
ar. Það eru margir fallegir fiskar að
veiðast núna og þessi tala, þótt hún
hafi oft verið hærri í gegnum árin, er
100 fiskum hærri en veiddist allt síð-
asta sumar. Það eru enn átta dagar
eftir og mér sýnist að lokasprettur-
inn gæti orðið skemmtilegur," sagði
Margrét Þórarinsdóttir í Laufási,
veiðivörður við Litluá í Kelduhverfi, í
gærdag.
+
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
FANNEY GUÐMUNDSDÓTTIR,
Nesbala 12,
Seltjarnarnesi,
sem lést á heimili sínu mánudaginn 31. ágúst,
verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstu-
daginn 4. september kl. 15.00.
Þeir, sem vilja minnast henmnar, eru berðnir um að láta heimahlynningu
Krabbameinsfélagsins njóta þess.
Friðjón Guðmundsson,
Heimir Hávarðsson, Þuríður Magnúsdóttir,
Haraldur Friðjónsson,
Magnús Örn Friðjónsson, Elín Árnadóttir,
Guðmundur V. Friðjónsson, Þórlaug Sveinsdóttir,
Héðinn Friðjónsson
og ömmuböm.
+
Móðir mín, tengdamóðir og amma,
ELÍN VILHJÁLMSDÓTTIR
frá Vestmannaeyjum,
til heimilis á Suðurbraut 2a,
Hafnarfirði,
verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju
föstudaginn 4. september kl. 15.00.
Pétur Þórarinsson, íris Björk Gylfadóttir,
Gylfi Þór Pétursson,
Arnar Pétursson, Bjarki Pétursson.