Morgunblaðið - 03.09.1998, Page 58

Morgunblaðið - 03.09.1998, Page 58
 ' > NO NAME ' ---COSMETICS-- ‘Kgnning Silla Páls förðunarfræðingur gefur ráðleggingar í dag frá kl. 14-18 Spes, Háaleitisbraut 58-60 58 FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Dansinn á hátíð- inni í Toronto ► KVIKMYND Ágústs Guð- mundssonar, Dansinn, verður frumsýnd á Kvikmyndahátíðinni í Toronto sem hefst 10. septem- ber og stendur til 19. september. Hún verður frumsýnd hérlendis 23. september. Myndin er byggð á smásögu færeyska rithöfund- arins, listmálarans og tónskálds- ins Williams Heinesen. Fleira augnakonfekt verður á hátíðinni í Toronto. I tilefni af því að „Miðnæturbrjálæðið" er tíu ára, en það er liður í hátíð- inni sem er helgaður framúr- stefnulegri og athyglisverðri kvikmyndagerð víðsvegar að úr heiminum, verða sýndar níu myndir í þeim flokki. Þar verða Sýruhúsið eða „The Acid House“ sem gerð er eftir smásögum Trainspotting-höf- undarins Irvine Welsh, Hengjum plötusnúðinn eða „Hang the DJ“ eftir Marco og Mauro La Villa“ og Eg var árrisull daginn sem ég dó eða „I Woke Up Early the Day I Died“ eftir Arlis Iliopulos. Tveimur myndum frá Þýska- landi var lýst sem „kvikmyndum sem fá þig til að öskra og stökkva upp úr sæti þínu“ af dagskrárstjóranum Colin Gedd- es. Það eru „Cascadeur - The Am- ber Chamber" eftir Hardy Mart- ins sem er í anda Jackie Chan- mynda og varúlfatryllirinn Að næturþeli eða „Night Time“ eft- ir Thomas Kromer. _____FOLK I FRETTUM Tískan mynduð á Sólheimasandi ► VOLKER Kachele, aðalhönnuður Hugo- fatalínunnar frá Hugo Boss, kom til íslands í apríl síðastliðnum og var þá mynduð haust- og vetrartískan fyrir árið 1998 til 1999. Myndirnar voru teknar á Suður- landi, við Skógafoss, á Sólheimasandi og víðar. Þetta var í fyrsta skipti sem karla- og kvenfatalína Hugo er mynduð saman fyrir auglýsingaherferð Hugo Boss. Phil Pointer var ljósmyndarinn og fyrirsæturnar eru Tobias og Sienna. Þau eru í for- grunm a myndunum sem verða notaðar bæði í tísku- og ilm- vatnsauglýsingum. Nú þegar getur að líta þessar tísku- myndir frá ís- landi um allan heim, á strætis- vögnum í Hamborg og götuskiltum í New York, Diisseldorf, London og víðar. INA Jónsdóttir er í hlutverki Sirsu í Dansinum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.