Morgunblaðið - 03.09.1998, Page 64
J
fltovgtiiiMjifeife
\
Það besta
úr báðum heimum!
unix og NT = hp
OPINKERFIHF
I
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1998
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Skammt í hlutafjárútboð í Landsbanka Islands
Almenningi lánað
til hlutabréfakaupa
GERT er ráð fyrir að hluthafafund-
ur í Landsbanka Islands hf. sam-
þykki í dag að auka hlutafé bankans
um 15%, en nú er það 5,5 milljarðar
króna að nafnvirði. Þessi viðbót
nemur einum milljarði ki'óna og
verður seld almenningi og staifs-
mönnum. Er það fyrsti áfangi í sölu
hlutafjár í Landsbankanum. Sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins
er reiknað með að sjálft hlutafjárút-
boðið hefjist öðrum hvorum megin
við næstu helgi. Um leið og útboðið
ÓLAFUR G. Einarsson, forseti Al-
þingis, hefur ákveðið að gefa ekki
kost á sér til þingmennsku í alþingis-
kosningunum á vori komanda. Þetta
kom fram á fundi
kjördæmisráðs
Sjálfstæðisflokks-
ins í Reykjanes-
kjördæmi í gær-
kveldi þar sem
samþykkt var til-
laga stjórnar kjör-
dæmisráðsins um
að halda opið próf-
kjör um val á lista flokksins.
Ólafur sagði í samtali við Morgun-
blaðið að þessi ákvörðun hefði legið í
loftinu, en hann hefði ekki skýrt frá
henni fyrr en á þessum vettvangi
kjördæmisráðsins sem væn hinn eðli-
■^iegi vettvangur til þess. Ákvörðunin
væri ekki nýtilkomin en hann hefði
hefst verða bréf í Landsbanka Is-
lands hf. skráð á Verðbréfaþingi Is-
lands.
lTm þriðjungur hlutafjáraukning-
arinnar verður boðinn starfsmönn-
um bankans á sérkjörum, sam-
kvæmt samkomulagi sem gert var
við starfsmenn þegar formbreyting
bankans átti sér stað.
Lán til hlutabréfakaupa
Þá mun Landsbankinn fljótlega
kynna nýjan lánaflokk sem ætlaður
verið truflaður svolítið hvað þetta
snerti vegna þess að það hefði verið
lagt býsna fast að honum af mönnum
sem hann tæki mikið mark á að gefa
áfram kost á sér. „En þeir hafa samt
skilið mína ákvörðun. Mér finnst
komið nóg. Eg er búinn að vera það
lengi; þetta verða 28 ár,“ sagði hann.
Hættir sáttur
Hann sagðist vissulega kveðja
þennan pólitíska vettvang með eftir-
sjá. Alþingi væri mjög sérstakur
vinnustaður og hann væri orðinn
vanur honum eftir allan þennan
tíma. „Ég efast ekkert um að ég mun
sakna góðra félaga á Alþingi og
þeirra viðfangsefna sem ég hef verið
að vinna að á seinustu árum, en það
kemur maður í manns stað og ég
hætti mjög sáttur við sjálfan mig og
aðra,“ sagði Ólafur ennfremur.
er til að auðvelda almenningi að taka
þátt í þeirri einkavæðingu fyrirtækja
í opinberri eigu sem reiknað er með
að verði á næstu árum.
Veitt verða lán til allt að þriggja
ára á markaðsvöxtum og hlutabréfin
sett að veði fyrir lánunum. Þannig
munu þeir sem hug hafa á að kaupa
sér hlutabréf í Landsbankanum hf.
væntanlega geta fengið lán fyrir
kaupunum að stórum hluta standist
þeir almennai' reglur bankans um
greiðslumat.
TILRAUN sem gerð var á vegum
Rannsóknastofu í lyfjafræði sýnir að
neysla Iéttöls, sem telst til óáfengra
drykkja, getur leitt til þess að áfengis-
magn í blóði mælist allt að 0,3%c. Því
er ekki ráðlegt að lækka sektarmörk á
ölvun við akstur niður fyrir 0,3%c að
því er kemur fram í grein Þorkels Jó-
hannessonai- prófessors en árið 1990
var flutt þingsályktunartillaga um
lækkun sektarmarka í 0,25%o.
Þorkell vitnar í grein sinni til setn-
ingar í greinargerð með þingsálykt-
unartillögunni þess efnis að lækkun-
in á vinandamagni í blóði sem lögð sé
til komi ekki í veg fyrir að almenn-
ingur geti notað lyf með vínanda í
eða drukkið léttan pilsner. Segist
prófessorinn hafa dregið þessa stað-
hæfingu í efa en sér hafi ekki gefist
Kristján
a sviði í
Peking
KRISTJAN Jóhaunsson syngur
hlutverk Calafs prins á æfingn í
Forboðnu borginni í Peking, þar
sem óperan Turandot verður
frumsýnd á laugardaginn. Krist-
ján mun syngja á frumsýningunni
og fjórum sýningum öðrum, en
sýningar verða níu talsins.
Með Kristjáni á sviðinu eru
Aldo Bottion í hlutverki Altoum
og Sharon Sweet í hlutverki
Turandot prinsessu. Hljómsveit-
arstjórinn Zubin Mehta og kvik-
myndaleikstjórinn Zhang Yimou
stjórna flutningnum. Óperan í
Flórenz setur sýninguna upp.
Sagan um Turandot gerist við
kínversku hirðina.
tækifæri til að sanna mál sitt fyrr en
með tilraun á liðnu vori. Hún var
framkvæmd undir stjórn Kristínar
Magnúsdóttur, deildarstjóra alkó-
hóldeildar.
Tilgangur tilraunarinnar var að
sýna hve mikið etanól gæti orðið í
blóði manna sem fastandi drykkju
hálfan lítra af óáfengu öli á 15 mínút-
um. Niðurstaðan varð sú að há-
marksþéttni var á bilinu 0,09%o til
0,28%c nema hjá fjórum konum þar
sem hún var 0,2%c til 0,3%o ef tekið
var tillit til vikmarka. Segir Þorkell
Jóhannesson að eigi að lækka sekt-
armörkin í 0,2%c eða minna verði að
vara við neyslu óáfengs pilsners eða
jafnvel maltöls í tóman maga.
■ Léttöl getur/32
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
JÓHANN Guðmundsson flugvall-
arsljóri skoðar skemmdirnar.
Flugbrautin
skemmdist
Vestmannaeyjuin. Morgunblaðið.
SKEMMDIR urðu á flugbrautinni í
Eyjum í gær af völdum C-17 flutn-
ingavélarinnar sem þar lenti. Jón
Baldvin Pálsson, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri flugvallarþjónustu hjá
Flugmálastjórn, sagði í samtali við
Morgunblaðið að við lendingu vélar-
innar hefðu komið sprungur í klæðn-
ingu á um 20 metra kafla vegna þess
að undirlag hefði sigið. Þegar vélin
hefði síðan hafið sig á loft hefði hún,
vegna mikillar bi-eiddar, þurft að
fara í sömu hjólförin og þá hefði
klæðning brotnað upp á þessum
kafla. Hann sagði þetta í sjálfu sér
ekki hafa komið á óvart því rann-
sóknir á brautinni hefðu leitt í ljós að
hún væri veikust á þessum kafla.
Hann sagði að flugstjóra vélarinn-
ar hefðu verið sýndar sprungurnar í
brautinni eftir lendinguna og hefði
hann þvi gert sér grein fyrir þessu
en allir hefðu verið sammála um að
þetta væri smávægilegt mál.
Vestmannaeyjabær mun bera
kostnað af viðgerð brautarinnar og
sagði Guðjón Hjörleifsson bæjar-
stjóri að þetta væri ekki stórvægileg
framkvæmd.
--------------
Risnukostnaður
Islandsbanka
Meðalkostnað-
ur 14,9 millj-
onir á ári
ÍSLANDSBANKI greiddi 74,5 millj-
ónir króna árin 1993-1997 vegna
gestamóttöku eða 14,9 milljónir á
ári. Inni í þessari upphæð er kostn-
aður við gestamóttöku hjá öllum úti-
búum bankans sem nemur um 42%
upphæðarinnar.
Framangreindar upplýsingar
koma fram í fréttabréfi Islands-
banka sem sent er hluthöfum. Hæst-
ur varð kostnaðurinn árið 1995 í
tengslum við opnun nýrra höfuð-
stöðva bankans í Reykjavík en þá
var hann 17,6 milljónir króna. Kostn-
aður við laxveiðiferðir er meðtalinn í
þessum tölum en hann var að meðal-
tali 1,9 milljónir króna á ári. Ferða-
kostnaður innanlands var 22 milljón-
ir á þessum fimm árum og erlendis
nam ferðakostnaður að meðaltali
14,9 milljónum.
Reuters
Olafur G. Einarsson
gefur ekki kost á sér
Áfengismagn í blóði eftir neyslu léttöls
Ekki ráðlegt að
lækka sektarmörk
■ Kostnaður/12