Morgunblaðið - 06.09.1998, Síða 56

Morgunblaðið - 06.09.1998, Síða 56
56 SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM Leikhússport vetrarins að hefjast Að blása sápukúlur Leikhússport er að hefjast í Iðnó eftir vel heppnaða frumraun í sumar. Nýir leikarar hafa bæst í hópinn og er spennandi keppni framundan. Pétur Blöndai leit inn á æf- ingu 1 Kram-húsinu. ÞAÐ ER eitthvað heillandi við leik- hússportið. Eitthvað svo ómót- stæðilega heillandi. Að koma sam- an og segja sögur - án allrar eigin ritskoðunar. Að eiga skilyrðislaust að segja það fyrsta sem kemur upp í hugann. - Hvenær má það eiginlega í mann- legum samskiptum? Svo eni þessar stundum órök- vísu hugsanir gripnar á lofti og við- brögðin eru svo sterk og leikararn- ir bara eiga að taka undir það aftur og blása út hugsunum sínum að nýju, - eins og sápukúlum... Ef keppanda mistekst, t.d. vegna óttans við að gera sig að fífli, springur sápukúlan. Það er gott í leikhússporti að gera sig að fífli. Eiginlega er það dálítið skilyrði að allir láti eins og fífl. Það er svo Kripalu-yoga Morgun- og síðdegistímar Byrjenda- og framhaldsnámskeið Kennari: Helga Mogensen Þríréttaður 1 kvöldverður, v. Bergstaðastræti skcmintidagskrá sími 551 5103 ^ KRfm H&SI& NYTT FRA SVISS! Ekta augnhára- og jí SWÍSS-O-Par augnbrúnalitur Í'T. - .. __. . | T KROSSHAMflH, simi 588 8808 með c-vitamini. -> Allt í einum pakka, *• auðvelt í notkun og ’ endist frábærlega. - .*« Útsölustaðir: Líbia Mjódd, Dfsella Hafnarfiröi. Háaleitisapótek, Grafarvogsapótek, Egiisstaöaapótek, Apótekiö Hvolsvelli, Apótekið Hellu, löunnar apótek, (safjaröarapótek, Borgarnesapótek, Regnhlífabúöin, Apótekiö Suðurströnd, Apótekiö Iðufelli, Apótekið Smáratorgi, Vesturbæjarapótek, Hafnarapótek, Hötn, Akureyrarapótek. skemmtilegt. Uppi á sviði er nefni- lega allt leyfilegt og áhorfendur verða afskaplega þakklátir þegar einhver leikaranna er svo hugrakk- ur að gera sig að fífli. - En kemur það nokkurn tíma fyr- ir? Já, því það sem hann segir stendur ekki skrifað í neinu hand- riti. Það er ekki fyrirfram skrifuð ræða. Höfundurinn bíður ekki og nagar neglumar af spenningi bak- við tjöldin. Hann stendur á sviðinu og fær viðbrögð áhorfenda milli- liðalaust. Það er sportið. Ef leikar- inn mismælir sig eða hikstar á spunanum þá er það hann sem ger- ir sig að fífli. Dæmi um leikþátt af æfingu Par er að skilja. Það er búið að þvo íbúðina hátt og lágt. Hún sveiflar síðasta pokanum í ruslið og það glymur í tunnunni. Hún gengur aftur inn í íbúðina og kveðjustundin er runnin upp. (Leikaramir mega aðeins nota eitt orð.) „Týpískt,“ segir hann um dramatíska ferð hennar með ruslapokann. „Hvað?“ spyr hún skilnings- vana. „Bara,“ segir hann og lítur und- an. „þú“. Hann heldur áfram fýldur á meðan hann horiir upp í loftið: „Jæja...“ „Okei,“ segir hún önuglega. þögn. Hann horfir í átt að veggnum. Lengi. „Sófinn,“ stynur hann loks og brestur í grát. „Ekki,“ segir hún köld. Hann grætur. Grætur enn. Hún gengur að honum og strýk- ur fíngrunum gegnum hárið á honum. Svo fer hún niður á fjóra fætur: „Mjá...“ Hann lítur upp. „Manstu?“ spyr hún. Hann fer niður á fjóra fætur: „Voff...“ „Mjávoffmjávoffmjá..." „Ekki!“ segir hann og sprettur á fætur. Hún rís hægt á fætur. Lítur á hann. „Farin,“ segir hún, tvístígur að- eins og gengur svo út. Hann stendur kyrr smástund. Hleypur svo í dyragættina og kallar: „Heyrðu!“ „Já,“ svarar hún og snýr sér \ið. Hann hugsai- sig um. „Ekkert," segir hann svo. þau horfast í augu. „Bjössi," segir hún. „Já,“ svai-ar hann. „Mjá,“ hvíslar hún lágt. „Voff,“ hvíslar hann lágt. Svo gengur hann aftur inn og lokar hurðinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.