Morgunblaðið - 06.09.1998, Síða 57

Morgunblaðið - 06.09.1998, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1998 57 FÓLK í FRÉTTUM Morgunblaðið/Arni Sæberg HVAÐ ætli Halldóra Geir- harðsdóttir sé að liugsa? - En er þetta þá ekki martröð leik- arans? „Jú,“ svarar Margrét Vilhjálms- dóttir leikkona og glottir eins og Skarphéðinn í brennunni. „Við er- uni vön að æfa allt sem við komum nálægt, þótt fólk virðist halda að við séum að hittast í fyrsta sinn á frumsýningum. í leikhússportinu þurfum við hins vegar að skálda allt upp á staðnum og þótt við höf- um nokkrar aðferðir til að styðjast við er það mikil áskorun." Morgunblaðið/Halldór MARGRÉT Vilhjálmsdóttir bros- ir í miðri martröð leikarans. Margrét segir að leikhússportið hefjist á morgun, verði einnig þar næsta mánudag og svo annan hvern mánudag eftir það í allan vetur. „Vonandi verður þetta sjálf- sagður hlutur hjá fólki, - svona eins og útvarpsleikritið á fimmtudög- um,“ heldur hún áfram og hlær. - En hvaðer eriðast? „Hvað allt er óljóst,“ svarar hún. „Auðvitað er líka erfítt að vera fyr- ir framan áhorfendur en það virkar einnig hvetjandi. Galdurinn er sá að vera ekki of frumlegur; reyna ekki að fara fram úr sjálfum sér í æðislegum hugmyndum. Maður verður að nýta formið. Áhorfendur eru fljótir að skilja reglurnar og skilja strax þegar einhver brýtur þær. Þeir sjá það betur en dómar- inn - eins og á fótboltaleikjum. Þannig að þetta er eins og hver önnur íþrótt." Bannorð leikhússports Neikvæðni: „Eigum við að týna krækiber?“ „Hrmpff.. við getum það svosem." Enginn hefur gaman af að horfa á leik- ara í fýlu. Hindrun: „Ert þú Páll?“ „Nei.“ Pá er engin leið að halda spunanum áfram. Hræðsla: ,/Ettum við að?..“ „Já, eigum við aðÐ..“ „Já, við skulum...“ Og kom sér svo aldrei að efn- inu. Hætta við: Hún kallar: „Dyra- bjallan var að hringja.“ Hann fer til dyra: „Það er enginn,“ og lokar hurðinni. Aldrei byrja á neinu oghætta í miðju kafi. Slúður: „Konan mín er með viðhald." „Er það?“ „Já.“ „Nú?“ Ekki gott í þriðju pei-sónu. Betra: „Konan mín er með við- hald.“ „Ég veit, það er ég.“ Öryggi: Að standa á bakkan- um, látast veiða og ræða sam- an - lengi. Of auðvelt, - það verður að umbylta aðstæðum með veiði- verðinum eða skyndilcga’... Að telja: Að vera á leið í búð- ina en fara aldrei alla leið. Ekki tefja þótt óvissan taki við þegar í búðina er komið. Þá byi-jar spuninn fyiir alvöru. Frumleiki: „Hvað er í tösk- unni?“ „Loch Ness-skiímslið!“ Veikii- söguna og geiir hana ótmverðuga. Óðavandræði: Ef leikaramir sem koma sér í of mikil vandræði í byrjun spunans. Vont fyiir uppbyggingu sög- unnar. 6-12 vikna námskeið í Ijósmynda og tískuför&un hefst 14. sept. nk. Gó& starfsreynsla á námstíma, för&unarskólinn sér um alla förðun fyrir Herra Islands '98. Hjá Förðunarskóla FACE starfa aðeins vanir kennarar með milda starfsreynslu. Allar nánari upplýsingar og skráning í síma 562 7677. FACE STOCKHOLM Skeifunni 7-106 Rvk. www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.