Morgunblaðið - 15.10.1998, Side 6
6 FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1998
MORGUNB LAÐIÐ
FRÉTTIR
Oheppnin eltir japönsk túnfískveiðiskip við Island með stuttu millibili
mwiTvnctn eo , T , • , Morgunblaðið/Magni Morgunblaðið/Guðmundur St. Valdimarsson
FUKUYOSHI Maru 68 seð ur þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem lýsti monn- NOKKRIR japönsku sjómannanna komnir heilu og höldnu í varðskipið Ægi eftir strandið í fyrrinótt.
um við björgun skipsins í fyrrinótt.
EKKI þótti ástæða til að kanna
hugsanlegan olíuleka úr japanska
túnfiskveiðiskipinu Fukuyoshi
Maru 68, sem strandaði á Jörundar-
boða í Skerjafirði á þriðjudags-
kvöld. Hollustuvemd ríkisins var
gert viðvart til öryggis fljótlega eft-
ir strandið og sagði Eyjólfur Magn-
ússon hjá Hollustuvernd að vont
veður og myrkur hefði komið í veg
fyrir könnun á vettvangi strax eftir
strandið. „Hafi einhver olía lekið úr
skipinu er um mjög lítið magn að
ræða og hún hefur brotnað niður og
gufað upp mjög fljótlega í því veðri
sem var um kvöldið," sagði Eyjólf-
ur. „Þetta verður ekki kannað nán-
ar nema okkur berist frekari til-
kynning um olíumengun."
Beðið hefur verið um sjópróf
vegna strandsins og verða þau hald-
in innan tíðar hjá Héraðsdómi
Reykjavíkur. Hvort krafist verði
björgunarlauna fyrir björgunina er
of snemmt að segja til um, en kanna
verður skilyrði fyrir innheimtu
þeirra. „Það er ekki vitað hversu há
launin ættu að vera og við vitum
heldur ekki um verðmæti skipsins
eða farms þess,“ sagði Stefán um
forsendur kröfu um björgunarlaun.
„Það kemur fram við sjópróf, en
Skipið skemmt en
ekki talin hætta á
mengunarslysi
þau verða haldin eftir að lögreglu-
skýrsla liggur fyrir frá skipstjóran-
um.“
Innsiglingarvitarnir
sjást illa
í máli Halldórs Ásgeirssonar,
skipstjóra björgunarbátsins Henrýs
Hálfdanarsonar, sem dró japanska
skipið af strandstað, kom fram að
ljósin frá innsiglingarvitunum við
Reykjavík sjást orðið illa vegna
skærra ljósa í höfuðborginni. Segist
hann hafa heyrt á sæfarendum að
innsiglingarleiðin að Reykjavíkur-
höfn sé villugjörn. Hann segir að
fyrir þá sem þekki ieiðina og séu
vanir henni sé ekki við mikinn
vanda að etja, en málið vandist hins
vegar þegar ókunnugir eiga í hlut.
„Ljósin sáust ágætlega hér áður
fyrr þegar götulýsing var minni í
borginni, en nú þegar borgin hefur
stækkað eru bakgrunnsljósin orðin
svo sterk að innsiglingarljósin
renna saman við þau,“ sagði Hall-
dór. Hann vildi ekki fullyrða að
þarna væri komin skýring á strand-
inu, en bendir á að lýsingin við inn-
siglingarleiðina sé ávallt ofarlega í
huga sínum sem og annarra sæfar-
enda.
Varðskipið Ægir, Henrý Hálf-
danarson björgunarskip Slysa-
vamafélagsins og TF-LÍF þyrla
Landhelgisgæslunnar auk björgun-
arbátanna Asgeirs M og Sigurjóns
Einarssonar frá Slysavarnafélaginu
störfuðu saman að björgun skip-
verjanna tuttugu og tveggja. Þeim
var bjargað um borð í Asgeir M og
Sigurjón og fluttir í varðskipið Ægi
kl. 22.30 en þrír varðskipsmenn
höfðu farið um borð nokkru áður.
Stóð til að nota bátana til að
koma taug frá Ægi í túnfiskveiði-
skipið þar sem það lá á Jörundar-
boða. Það tókst ekki því skipið losn-
aði upp af skerinu og rak til suðurs
inn Skerjafjörðinn áleiðis upp í
Álftanes. Var þá brugðið á það ráð
að senda Henrý Hálfdanarson á eft-
ir skipinu. Bátsverjar Henrýs und-
irbjuggu línuskot á fullu stími og
tókst þeim að koma línunni um borð
í skipið þar sem varðskipsmenn
voru fyrir og tóku við henni. Henrý
sneri skipinu síðan við og dró það til
baka á milli skerjanna út á frían sjó
þar sem varðskipið Ægir tók við
drættinum.
Að mati Stefáns Melsted, lög-
fræðings Landhelgisgæslunnar,
voru menn ánægðir með framvindu
björgunarinnar. „Þarna voru erfið-
ar aðstæður, þungur sjór og mikill
vindur auk þess sem varast þurfti
boða og grynningar," sagði Stefán.
Egill Þórðarson hjá Landhelgis-
gæslunni sem, með
japönskukunáttu sinni, átti drjúgan
þátt í björgun skipverjanna þriggja
af japanska túnfiskveiðiskipinu
Hauken Maru, sem fékk á sig brot
fyrir nokkrum dögum, var einnig í
stóru hlutverki að þessu sinni og
þótti mönnum sem fullreynt væri
hversu mikla þýðingu tungumála-
kunnátta björgunarmanna hefði við
slíkar aðstæður.
Dagur dagbókarinnar
Von a mörg-
um dagbókum
og handritum
I DAG er tekið á mótí dagbókum og
öðrum persónulegum heimildum í
Þjóðarbókhlöðunni í tilefni af Degi
dagbókarinnar. Einnig verður opnuð
sýning á eldri dagbókum á annarri
hæð, þar sem m.a. gefur að líta dag-
bók Magnúsar Hj. Magnússonar sem
var fyrirmyndin að Olafi Kárasyni
Ljósvíkingi í Heimsljósi Halldórs
Laxness. Hátíðardagskrá í Þjóðar-
bókhlöðunni hefst klukkan 10:30.
Búist er við að íjölmargir afhendi
persónuleg gögn til varðveislu í
handritadeild Landsbókasafns en
gefendur geta innsiglað þau til
fjölda ára. Framkvæmdanefnd
dagsins hefur farið þess á leit við al-
menning að kanna hug sinn um að
afhenda dagbækur, bréf eða handrit
forfeðra sinna í safnið. Einnig hefur
hún leitað til þekktra höfunda og at-
hafnamanna um að afhenda dag-
bækur eða önnur handrit. Persónu-
leg gögn eru geymd í rammgerðum
geymslum handritadeildarinnar.
„Það hafa margir haft samband
undanfama daga og ætla að koma
hingað í dag,“ segir Kári Bjamason
á handritadeild, „meðal þeirra sem
koma í dag, munu afhenda eða hafa
afhent gögn í tilefni dagsins eru:
Steingrímur Hermannsson seðla-
bankastjóri sem afhendir dagbók
sína frá yngri árum og bréfasafn
föður síns, Hermanns Jónassonar
fyrrverandi forsætisráðherra.
Gunnar J. Friðriksson, fyrrver-
andi framkvæmdastjóri Vinnuveit-
endasambandsins, afhendir bréf og
dagbók langafa síns, Einars Ás-
mundssonar í Nesi.
Ingeborg Einarsson afhendir
dagbók sína til 40 ára.
Auðunn Bragi Sveinsson afhendir
dagbók sína til 60 ára.
Afhent verður dagbók Jóhönnu
Sigríðar Amfinnsdóttur til 40 ára.
Einnig koma gögn eftirfarandi
manna til varðveislu," segir Kári
Bjamason, „handrit Tómasar Guð-
mundssonar skálds, handrit Matthí-
asar Johannessen, skálds, m.a.
frumdrættir að ævisögu Ólafs
Thoi's auk óbirtrar skáldsögu,
handrit Jakobínu Sigurðardóttur
skáldkonu, dagbækur Sigurðar
Helgasonar, fyrrv. forstjóra Flug-
leiða til 25 ára, nótnahandrit Mark-
úsar Kristjánssonar píanóleikara og
dagbækur í teikningum til tæpra 20
ára eftir Halldór Ásgeirsson mynd-
listarmann."
Morgunblaðið/Ásdís
KÁRI Bjarnason handritavörður með dagbók Magnúsar Hj. Magnús-
sonar, sem geymd er í Þjóðarbókhlöðunni og verður á sýningu, sem
opnuð er í dag.
Nýtt á mbl.is
Eigin
dagbók
á Netinu
í TILEFNI af Degi dagbókarinn-
ar gefst lesendum Morgunblaðs-
ins kostur á að skrá eigin dagbók
á slóðinni www.mbl.is/dagbok.
Þjóðháttadeild Þjóðminjasafns og
handritadeild Landsbókasafns
hafa hvatt landsmenn annars veg-
ar til að skrifa eigin dagbók í dag
og hinsvegar að afhenda eldri dag-
bækur í Þjóðarbókhlöðunni.
Á mbl.is á Netinu verður í dag
og á morgun hnappur handa þeim
sem hyggjast skrifa eigin dagbók
og geta þeir skrifað hana í einni
lotu eða fleiri. Þeir sem ætla að
skrifa geta skráð sig með notenda-
nafni og valið sér leyniorð til að
tí'yggt sé að engir aðrir geti
breytt textanum. Vilji þeir hins-
vegar bæta við eða breyta textan-
um slá þeir inn notendaheitið og fá
þá það á skjáinn sem áður var
skrifað. Dagbókarskrifari getur
ákveðið sjálfur hvort skriftirnar
birtist jafnharðan á Netinu eða
hvort þær fari rakleitt til þjóð-
háttadeildarinnar. Áður en dag-
bók birtist á Netinu er hún próf-
arkalesin. Bækurnar fara síðan til
varðveislu í þjóðháttadeild og úr-
val af dagbókarskrifum lands-
manna verður gefið út á bók á
næsta ári.
I.