Morgunblaðið - 15.10.1998, Side 14
14 FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1998
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Foreldrar 6. bekkjar barna í Brekkuskóla gera með sér samning
Nýsmíði
Fyrirmyndarforeldrar
fylgjast með börmmum
FORELDRAR barna í tveimur af þremur
sjöttu bekkjum í Brekkuskóla á Akureyri hafa
gert með sér samning sem ber yflrskriftina
Fyrirmyndarforeldrar. Foreldrar barna í þriðja
bekknum íhuga einnig að gera slíkan samning
og um helmingur þeirra hefur þegar samþykkt
það.
Samningurinn er í átta liðum, en í honum
kemur m.a. fram að foreldrar muni standa við
lögboðinn útivistartíma barnanna, þeir muni
ekki leyfa eftirlitslaus partí á heimilum sínum,
leitast við að kynnast vinum barna sinna og hafa
samráð við foreldra þeirra, leyfa ekki barni sínu
að gista heima hjá vinum án þess að kanna
hvort einhver fullorðinn sé heima, þá munu þeir
leitast við að upplýsa aðra foreldra verði þeir
varir við að börn þeirra reyki eða drekki og
óska eftir að verða látnir vita sjáist til barns
þeirra við slíka iðju. Ekki munu foreldrarnir
heldur leyfa unglingum að neyta áfengis eða
annarra vímuefna á heimilum sínum og að lok-
um segir í samningnum að þeir muni ekki kaupa
áfengi fyrir unglinga.
Þessi foreldrasamningur er gerður af for-
eldrasamtökunum Heimili og skóla og upphaf-
lega sniðinn til nota fyrir foreldra barna í þrem-
ur efstu bekkjum grunnskóla. Foreldrarnir í
Brekkuskóla eru sammála um að rétt sé að
hefja foreldrasamstarfið mun fyrr til að venjast
þessum starfsháttum áður en börnin komast á
unglingsaldur.
Forvörn fjölskyldunnar
Hreiðar Eiríksson, einn úr foreldrahópnum,
sagði að kveikjan að því að samningurinn var
gerður milli foreldranna væri fyrst og fremst
umræða í þjóðfélaginu um aukna vímuefnanotk-
un unglinga „og við viljum láta á það reyna
hvort foreldrarnir og fjölskyldan geti með sam-
vinnu haft áhrif þar á til hins betra,“ sagði
Hreiðar. Slíkir foreldrasamningar hafa verið
gerðir í Borgai'nesi og á Húsavík, að sögn
Hreiðars, og vissi hann til þess að vel hefði tek-
ist til á Húsavík.
Taldi Hreiðar að fyrsta grein samningsins um
að virða lögboðinn útivistartíma myndi til að
byrja með mæða mest á, en það er nýlunda að
byrja foreldrasamstarfið svo snemma, þegar
börnin eru 11 ára gömul. „Við erum að venja
bæði okkur og krakkana við, þegar að unglings-
árunum kemur á fólk því að þekkja hvað annað
nokkuð vel og það held ég að sé lykillinn að
þeirri forvörn sem fjölskyldan getur staðið fyr-
ir.“
varðskips
NÝSMÍÐI varðskips, áhrif og
möguleikar er heiti á erindi sem
Ingi Björnsson framkvæmdastjóri
Slippstöðvarinnar á Akureyri flyt-
ur á hádegisverðarfundi Norður-
landsdeildar verk- og tæknifræð-
inga í dag, fimmtudaginn 15. októ-
ber á Fosshóteli KEA en hann
hefst kl. 12.10.
Fundurinn er opinn öllum
áhugasömum, en nauðsynlegt að
tilkynna þátttöku til Þórhalls
Hjartarsonar í síma 462-6500.
AKSJÓN
15. október, fímmtudagur
12.00^Skjáf réttir
18.15^-Kortér Fréttaþáttur í
samvinnu við Dag. Endursýndur
kl. 18.45,19.15 19.45, 20.15 20.45.
21.00Þ-Dagstofan Umræðuþátt-
ur í samvinnu við Dag.
Blaðbera
vantar í eftirtalin hverfi: Lyngholt/Stórholt,
Gerðahverfi, Oddeyrargötu/Brekkugötu,
Ása byggð/J örf a byggð.
Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur
í bæinn.
Góður göngutúr sem borgar sig.
Morgunblaðið
Kaupvangsstræti 1, Akureyri
Sími 461-1600
Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar fréttir og upplýs-
ingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í upplagseftirliti og eru seld að meðaltali
rúmlega 53.000 eintök á dag. Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 í Reykjavík
þar sem eru hátt í 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1.
Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913.
Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins.
Morgunblaðið/Margrét Þóra
SÆUNN réð sér vart af kæti og faðmaði fónguleg-
an snjókarlinn að sér.
„SJÁÐU nýju vettlingana mína,“ sagði Ellen
hreykin en þeir eiga eflaust eftir að koma í góðar
þarfir í snjónum í vetur.
Hádegisverðarfundur á Akureyri
Föstudaginn 16. október 1998, kl. 12:00 - 13:30 á Fosshóteli KEA
ALÞJOÐLEG VIÐSKIPmMIÐSTOÐ
- NÝIR MÖGULEIKAR
FYRIR FYRIRTÆKI í ALÞJÓÐAVIÐSKIPTUM
FRAMS0GUMENN:
■ Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Verslunarráös íslands
i Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjómarformaöur KEA
Aö loknum framsöguerindum geta fundarmenn borið ftam íyrirspumir eöa
komið með innlegg í umræðuna.
Fundargjald (hádegisverður innifalinn) kr. 2.000,-
Fundurinn er opinn en æskilegt er
að tilkynna þátttöku íyrirfram í síma 510 7100
VERSLUNARRÁÐ ISLANDS
Fyrsti snjór
vetrarins
HÁLKA var á fjallvegum og snjó-
þekja yfir þeim að sögn starfs-
manns Vegaeftirlits á Akureyri í
gær, en töluvert snjóaði í fyrr-
inótt og gærdag. Öxarfjarðarheiði
og Lágheiði urðu ófærar af þeim
sökum en aðrir vegir færir. Ekki
var vitað til þess að ökumenn
lentu í vandræðum en hjá vega-
eftirliti fengust þær upplýsingar
að ekki væri ráðlegt að leggja
upp í ferðalög um þjóðvegi norð-
anlands nema á vetrarbúnum bíl-
um. Hreinsa þurfti snjó og krapa
af vegum, allt suður fyrir Holta-
vörðuheiði. Gera má ráð fyrir að
ástandið verði svipað í dag því
spáin er áfram kuldalcg.
Á Akureyri festi snjó í efstu
byggðum, einkum Gilja- og Síðu-
hverfi, en í miðbænum var úr-
koman í formi rigningar. Engin
óhöpp urðu í umferðinni að sögn
lögreglu, en menn voru í við-
bragðsstöðu þar sem gert var ráð
fyrir að færi að frysta í gærkvöld
„og þá yrði fijúgandi hált,“ eins
og lögregla orðaði það.
Börnin eru söm við sig og fagna
ávallt fyrsta snjó vetrarins.
Krakkarnir á leikskólanum Kiða-
gili, þar sem þessar myndir eru
teknar, eru þar engin undantekn-
ing, en þeir þustu út og hófu á
sinn mælikvarða stórvirkar fram-
kvæmdir, snjókarlarnir og kerl-
ingarnar spruttu upp eins og
gorkúlur.