Morgunblaðið - 15.10.1998, Side 20
20 FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1998
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Jeltsín Russlandsforseti situr fund í Kreml þrátt fyrir veikindin
„Þið leyfið mér ekki
einu sinni að hnerra“
Reuters
BORÍS Jeltsfn, forseti Rússlands, heilsar fgor ívanov utanríkisráð-
herra á fundi í Kreml í gær. Á milli þeirra eru Igor Sergejev varnar-
málaráðherra og Jevgení Prímakov forsætisráðherra.
Moskvu. Reuters.
BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands,
virti ráð lækna sinna að vettugi og
kom andstæðingum sínum í opna
skjöldu í gær með því að sitja stutt-
an fund í Kreml þrátt fyrir veikindi
sín. Forsetinn virtist sprækur á
fundinum og kvartaði yfír því að í
hvert sinn sem hann hnerraði kæmu
upp vangaveltur um að hann yrði að
segja af sér af heilsufarsástæðum.
„Sjáið þið hvernig forsetinn er?
Jæja, hérna er ég,“ sagði Jeltsín á
fundi í Kreml með Jevgení Príma-
kov forsætisráðherra, ígor
Sergejev varnaiTnálaráðherra og
Igor Ivanov utanríkisráðherra. „Þið
leyfið mér ekki einu sinni að
hnerra!"
Læknar forsetans höfðu ráðlagt
honum að hvíla sig og dvelja á
sveitasetri sínu nálægt Moskvu út
vikuna vegna veikinda, sem urðu til
þess á mánudag að hann varð að
flýta heimfór sinni frá Kasakstan,
þar sem hann var í fyrstu utan-
landsför sinni í hálft ár. Læknarnir
sögðu að Jeltsín hefði fengið
lungnakvef en rússneskir fjölmiðlar
töldu að ástand forsetans væri al-
varlegra en embættismenn hans
vildu viðurkenna og efuðust um að
hann væri fær um að gegna emb-
ættinu út kjörtímabilið.
Af sjónvarpsmyndum að dæma
virtist Jeltsín mun sprækari í gær
en í ferðinni til Kasakstans og Us-
bekístans á mánudag og sunnudag.
Talsmaður Jeltsíns sagði þó að for-
setinn hefði ekki náð sér að fullu og
væri enn með vægan hita.
Ályktun um afsögn
Jeltsíns hafnað
Á fundinum í Kreml var fjallað
um Kosovo-málið og efnahag-
skreppuna í Rússlandi. Jeltsín
fagnaði samkomulaginu við Slobod-
an Milosevic, forseta Júgóslavíu,
sem afstýrir, að minnsta kosti í bili,
loftárásum Atlantshafsbandalags-
ins á skotmörk í Júg'óslavíu.
Fyrir fundinn hafði Prímakov
skýrt sambandsráðinu, efri deild
rússneska þingsins, frá forgangs-
verkefnum stjórnarinnar í barátt-
unni við efnahagskreppuna. Hann
sagði að lögð yrði áhersla á að end-
urskipuleggja bankakerfí, bæta
skattkerfið og gera ráðstafanir til
þess að rússnesk fyrirtæki gætu
staðið í skilum hvert við annað.
Gennadí Zjúganov, leiðtogi
kommúnista, sagði að ummæli
Prímakovs sýndu að hann hefði
tekið „raunhæfa afstöðu til krepp-
unnar“. Zjúganov er hins vegar
gagnrýnni á Jeltsín og hefur kraf-
ist þess að forsetinn segi af sér þar
sem hann sé ekki fær um að takast
á við efnahagsvandann, sem felst
m.a. í vaxandi verðbólgu, gífurleg-
um skuldum ríkisins og lágu gengi
rúblunnar, sem hefur lækkað um
tvo þriðju á tveimur mánuðum.
Jeltsín hefur sagt að hann sé
staðráðinn í að gegna forsetaemb-
ættinu út kjörtímabilið, sem lýkur
árið 2000, og Prímakov sagði í gær
að hann teldi enga þörf á því að for-
setinn segði af sér.
Sambandsráðið hafnaði í gær til-
lögu um ályktun þess efnis að
Jeltsín segði af sér. Aðeins 79 þing-
menn studdu tillöguna en að
minnsta kosti 90 þingmenn af 178
þurftu að samþykkja hana.
„Við erum hér til að ræða efna-
hagsvandann. Krafan um afsögn er
ekki efnahagsmál, heldur pólitískt
mál,“ sagði forseti þingdeildarinnar,
Jegor Strojev, sem er stuðnings-
maður Jeltsíns.
Barnabarn Brezhnevs stofnar flokk
Stjórnarmyndunarumleitanir á Italíu
Afturhvarf til „hins
hreina kommúnisma“
Moskvu. Reuters.
ANDREI Brezhnev, barnabarn
Leoníds Brezhnevs, fyrrum leið-
toga Sovétríkjanna, hefur stofnað
nýjan kommúnistaflokk í Rúss-
landi. Kveðst hann vonast til þess
að unnt verði að hverfa á ný til
„stöðugleikans" er einkennt hafi
sijórn afa hans.
Andrei Brezhnev lét
þessi orð falla á blaða-
mannafundi austur í
Moskvu í gær er hann
kunngjörði stofnun
flokksins sem nefnast
mun „Alrússneska
kommúnistahreyfing-
in“. Flokkur þessi
myndi starfa á grund-
velli „hins „hreina
kommúnisma" en í
máli flokksleiðtogans
kom fram að sú hug-
myndafræði væri nú í
mikilli sókn víða um
heim. „Hreyfíng okk-
ar verður grundvölluð á reynslu
þeirra Jósefs Stalíns, Brehznevs
og Níkíta Khrúsfjovs... til að leysa
úr viðjum orku alþýðunnar,"
sagði Andrei en í heimalandi hans
er sfjórn afans ráðríka jafnan
kennd við „stöðnunarárin".
Horfin millistétt
Andrei Brezhnev vék að lífs-
kjörum alþýðu manna í Sovétríkj-
unum á þeim dögum er afi hans
hélt um valdataumana. „í tíð afa
Brezhnevs var hér til millistétt,
sem hafði 200 rúblur f laun á
mánuði, átti sínar íbúðir og öku-
tæki. Nú vilja menn hverfa til
þessa tíma á ný.“
Leiðtogi flokksins nýja sagði að
fjármagnshyggja og lýðræði hefði
kallað fátækt og örbirgð yfir
meirihluta rússnesku þjóðarinnar.
„Lýðræðið er öldungis tengt pen-
ingahyggjunni...Allur áróður
Bandaríkjamanna er í formi aug-
lýsinga þess efnis að mönnum beri
að kaupa hitt og þetta.“
Kommúnisminn dugar einn
Brezhnev kvaðst þeirrar
hyggju að kommúnisminn myndi
einn duga til að losa Rússa úr
viðjum þeirra efna-
hagsþrenginga sem
þeir glímdu nú við.
Þessu til sanninda-
merkis vísaði hann til
sigra vinstrisinna í
kosningum í vestur-
hluta Evrópu á síðustu
árum. Nefndi hann
einkum Gerhard
Schröder, sem taka
mun við embætti
kanslara Þýskalands
síðar í þessum mánuði
og áhrif kommúnista-
flokka í Frakklandi og
á ítaliu.
Flokkurinn nýi
berst fyrir því að fyrirtæki sem
sýsla með náttúruauðlindir Rússa
verði þjóðnýtt á ný. Þá vilja
flokksmenn hefta innflutning á
varningi erlendis frá og banna
lántökur í útlöndum til að treysta
efnahagslífið í sessi. Andrei
Brezhnev kvað engan vafa leika á
því að efnahagsþrengingar Rússa
nú mætti rekja til fráhvarfs frá
hugmyndafræði sósíalismans.
Verðum ósveigjanlegir
Á fundinum lýsti Andrei
Brezhnev því yfir að sfjórnmálaá-
huginn væri honum í blóð borinn.
Lét hann og þau boð út ganga að
flokkur hans yrði raunverulegur
valkostur við Kommúnistaflokk
Rússlands, sem er stærstur flokka
á þingi landsins. „Þeir eru flæktir
í vef hinna hefðbundnu stjórn-
mála og beita því ekki valdi sínu.
Við myndum hins vegar reynast
ósveigjanlegir."
Andrei Brezhnev
Lítil bjartsýni
eftir fyrstu samn-
ingaviðræðurnar
ROMANO Prodi, forsætisráðherra Ítalíu,
umkringdur fréttamönnum í Róm.
Rém. Reuters.
ROMANO Prodi, sem
hefur gegnt embætti
forsætisráðherra Ítalíu
til bráðabirgða frá því
stjóm hans féll naum-
lega í atkvæðagreiðslu
um vantraust sl. fóstu-
dag, var ekki bjartsýnn
eftir fyrstu viðræður við
fulltrúa miðjuflokksins
UDR, sem er í stjórnar-
andstöðu, um stuðning
við nýja stjórn undir
sínu forsæti.
Oscar Luigi Sealfaro,
forseti Ítalíu, fól Prodi í
fyrrakvöld að freista
þess að finna nýrri
stjóm meirihlutastuðn-
ing á þingi. „Við tjáðum
Prodi afstöðu okkar en
við teljum að hann hafi ekki verið
sammála okkur,“ sagði Rocco
Buttiglione, sem fór fyidr samninga-
nefnd UDR í gær. Francesco
Cossiga, fyrrverandi forseti Italíu
úr Kristilega demókrataílokknum,
sem leystur var upp, er formaður
UDR.
Buttiglione tjáði fréttamönnum
að samninganefnd UDR, sem
Cossiga á ekki sæti í, hefði ítrekað í
viðræðunum grundvallarskilyrðin
fyrir stuðningi flokksins við nýja
Prodi-stjórn, en þeirra helzt er að
Prodi lýsi afdráttarlaust yfir að
miðju-vinstri-meirihlutinn sem stóð
að síðustu stjórn sé úr sögunni.
Cossiga setur skilyrði
Cossiga hafði áður sagt að hann
kysi heldur að mynduð yrði breið
samstarfsstjórn bæði hægri-, miðju-
og vinstriflokka, en gaf í gær til
kynna að hann væri reiðubúinn að
styðja nýja stjórn Prodis til að
tryggja fjárlagafrumvarpi næsta
árs brautargengi og koma Ítalíu
farsællega inn í Efnahags- og mynt-
bandalag Evrópu, EMU, um næstu
áramót. Skilyrðið fyrir slíkum
stuðningi væri þó, að hin nýja stjórn
væri ekki nákvæm eftirlíking hinn-
ar síðustu og að nokkrir nýir menn
tækju við ráðherraembættum í
henni.
Prodi sagði eftir viðræðurnar við
fulltrúa UDR að verkefni sitt væri
„óhemju erfítt“. Hann hét því samt
að gefast ekki upp. Takist honum að
mynda stjórn verður hún hin 56. frá
lokum síðari heimsstyrjaldar.
Ef í nauðimar rekur verður
Scalfaro forseti að leysa þingið upp
og boða til nýrra kosninga, en tvö
og hálft ár eru eftir af kjörtímabili
núverandi þings.
Hættuleg-
ur læknir
BRESKI læknirinn Harold
Shipman, sem ákærður hefur
verið fyrir að myrða fjóra sjúk-
linga sína, er
nú jafnvel
talinn hafa
átt sök á
dauða allt að
77 manns, að
því er breskir
fjölmiðlar
greindu frá í
gær. Hefur
Shipman
jafnframt verið sakaður um að
falsa erfðaskrá eins af fórnar-
lömbum sínum sem hefði fært
honum um 30 milljónir ísl. kr.
Fer nú fram rannsókn á um
3.000 lyfseðlum sem Shipman
gaf út.
Talebanar
sleppa Irönum
FULLTRÚI Sameinuðu þjóð-
anna sagði í gær að Talebanar,
sem fara með stjórn í Afganist-
an, hefðu samþykkt að láta
lausa alla þá írana sem þeir
hafa í haldi.
PDS bætir við
sig þingsæti
ENDANLEGAR tölur vegna
sambandsþingskosninganna í
Þýskalandi 27. september síð-
astliðinn leiddu í ljós að arf-
takaflokkur austur-þýska
kommúnistaflokksins (PDS)
hlaut einu þingsæti meira en
áður hafði verið talið, og er mis-
tökum í útreikningi kennt um.
Hlutu þeir alls 36 og Frjálsir
demókratar (FDP) ekki nema
43, einu minna en áður var talið.
Páfí hringdi í
sjónvarpið
JÓHANNES Páll páfi hringdi
óvænt í ítalska ríkissjónvarpið á
þriðjudagskvöld til að þakka
fyrir góð orð
i sinn garð í
fréttaþætti
sem sýndur
var í tilefni
þess að á
morgun
verða 20 ár
liðin frá því
hann varð
páfi. Brast
Bruno Vespa,
stjórnandi þáttarins, í grát við
þakkarorð páfans. „Jafnvel
fréttamenn hafa stundum sál,“
sagði Vespa.
Rudolph
ákærður
JANET Reno, dómsmálaráð-
herra Bandaríkjanna, tilkynnti
í gær að Eric Rudolph, sem er
á meðal tíu
efstu manna
á lista
bandarísku
Alríkislög-
reglunnar
(FBI) yfir
eftirlýsta
menn, yrði
ákærður fyr-
ir sprenging-
una í Atlanta á meðan á
Ólympíuleikunum þar stóð árið
1996. Bætist ákæran ofan á
fjölda annarra glæpa sem Ru-
dolph er sakaður um en hann
leikur enn lausum hala og er
talið að hann sé í Norður-Kar-
ólínu.
Jóhanncs
Páll páfi
Shipman