Morgunblaðið - 15.10.1998, Síða 23

Morgunblaðið - 15.10.1998, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1998 23 ERLENT Svindl og svarta- markaðsbrask með danskan físk Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. KVÓTASVINDL og svartamark- aðsbrask með fisk og jafnvel pen- ingaþvætti viðgengst í ríkum mæli í dönskum sjávarútvegi að mati danska fiskveiðieftirlitsins. í danska sjávarútvegsráðuneytinu hefur hins vegar lítið verið aðhafst í málinu, en nú ætlar fjármálaeftirlit- ið að kanna málið. Bent Rulle, for- maður danskra smábátaeigenda, heldur því því fram að fiskveiðieftir- litið þjáist af ofsóknarbrjálæði og sjái afturgöngur um hábjartan dag, en reyndar hefur Rulle sjálfur verið sektaður fyrir kvótasvindl. Henrik Dam Kristensen sjávarútvegsráð- herra hefur ekki svarað ásökunum um að ráðuneytið beiti sér ekki nægilega gegn svindlinu. Petta kemur fram í úttekt í Berlingske Tidende. Kvótasvindl varð útbreitt á síð- asta áratug í kjölfar snarminnkaðra kvóta sökum aflabrests. Nú gengur útgerðin hins vegar vel og því ekld hörðum kjörum í útgerðinni að kenna, því aðstæður eru allar aðrar nú en þá. Fiskveiðieftirlitið heldur því fram að svindlið, sem nú tíðkist, sé stundað í litlum en hörðum kjarna útgerðarmanna, sem séu ekki lengur aðeins að hugsa um að maka krókinn og komast hjá skött- um og skyldum, heidur flokkist starfsemin nú undir sldpulagða glæpastarfsemi. Fylgst með ferðum eftirlitsmanna Að sögn eftirlitsins lýsir þessi starfsemi sér meðal annars í því að vandlega sé fylgst með ferðum starfsmanna fiskveiðieftirlitsins. Við Hanstholm sitji til dæmis menn á launum við aðkeyrsluna að bæn- um og um leið og þeir sjái til ferða eftirlitsmanna hringi þeir niður á höfn og láti fréttimar berast. Þegar svo eftirlitsmennimir koma á höfn- ina era engin merki þess að neitt ólöglegt fari þama fram. Einnig hefur verið reynt að senda eftirlits- menn inn f bæina á ómerktum bíl- um, en allt kemur fyrir ekki. Sjó- mennimir sjá við slíkum heimsókn- um og eru á verði. Höfnin á Skagen er stærsta höfn Evrópu fyrir síldar- og makrílland- anir, en um þessar mundir stendur makrílvertíðin einmitt yfir. I viðtali við danska útvarpið í gær kvartaði eigandi stærstu makrílverksmiðj- unnar sáran yfir svindlinu, sem hefði alvarleg áhrif á löglega starf- semi. Meðan hann þyrfti að kaupa makrílkflóið á 7 krónur danskar keyptu keppinautar hans það kannski á 3,50, sem auðvitað hefði áhrif á endanlegt verð vörunnar. Við þessai’ aðstæður væri heldur ekki auðvelt að láta fjárfestingar í verksmiðjunni ganga upp. Fjármálaeftirlitið ekki kallað til Það vekur athygli að þrátt fyrir að lengi hafi verið talað um að eina áhrifamikla leiðin í málinu væri að fara ofan í saumana á bókhaldi fiskikaupmanna og fiskvinnslu- stöðva þá hefur fjármálaeftirlitið ekki verið dregið inn í málið. Mich- ael Clan, yfirmaður fjármálaeftir- litsins, segir í viðtali við Berlingske Tidende að sér komi á óvart að rætt sé um skipulagða glæpastarf- semi í sjávarútvegi, en hann muni strax kanna málið. Að sögn blaðs- ins er óljóst hvers vegna ekki hefur verið leitað til fjármálaeftirlitsins, en látið að því liggja að Henrik Dam Kristensen og ráðuneyti hans hafi ekki sýnt neitt framtak í þá átt. Kvótakerfið í Danmörku er frá- bmgðið því íslenska, því ekki er um framseljanlega kvóta að ræða. Að sögn íslensks heimildarmanns í Hanstholm er ekki mikið rætt um kvótasvindl, þó visast sé eitthvað um það. Tilfinningin sé helst að menn óski ekki að ræða það, heldur vilji þegja það í hel. Af einhverjum ástæðum er eins og það sé einnig afstaðan í danska sjávarútvegsráðu- neytinu. Hagfræðiverðlaun Nóbels 1998 Verðlaunahafínn sér- fræðingur í fátækt og orsökum hungursneyða Stokkhólmi. Reuters. AMYARTA Sen, indverskur sér- fræðingur í velferðarmálum sem hefur hjálpað til við að auka skiln- ing manna á orsökum hung- ursneyða og hvemig meðferð hinir fátækustu fá í þjóðfélaginu, hlýt- ur Nóbelsverð- launin í hagfræði í ár. Konunglega sænska vísidaaka- demían tilkynnti þetta í gær. Sen, sem var áð- ur prófessor í hag- fræði við Harvard- háskólann í Boston en er nú forseti Trinity College í Cambridge, vom veitt verðlaunin fyrir framlag sitt til velferðarhagfræði. Rannsóknir Sens spanna allt frá kenningunni um félagslegt úrval og sldlgreiningum á velferð og fátækt til sérrannsókna á ástæðum hung- ursneyðar. Áhugi Sens á því hvem- ig afrakstri auðlinda er dreift, sér- staklega með tilliti til hlutskiptis hinna snauðustu, gengur eins og rauður þráður í gegnum verk hans. Áherzlurnar í fræðastarfi Sens, sem fæddist árið 1933 í Bengal, gætu vart verið frábmgðnari þeim sem Nóbelsverðlaunahafar síðasta árs í þessari fræðigrein leggja stund á. Þeim Myron Scholes og Robert Merton voru þá veitt hag- fræðiverðlaunin fyrir að þróa þá reikniformúlu sem liggur til grund- vallar svokölluðum afleiðuviðskipt- um, en þau voru grandvöllurinn að hinum gífurlega vexti sem varð í spákaupmennsku á fjármálamörk- uðum heimsins undanfarinn áratug. Gangur lífsins SKÓB(ýö ^ÓSAVÍKVÍ^ Garðarsbraut 13, Sími: 464 1337 Amyarta Sen tókabúðin . .iemmi . J . Faber- Castell kvnnir Mvndlistarvömr afsiáttur af FABER-CASTELL kynningardagana Flmmtudagtnn 15/10 MiilikL 15:00 og 18:00 Laugardaginn 17/10 xnllli kl. 13:00 og 16:00 Sara Vilbergsdóttir myndlistarkona verður á staðnum og sýnir notkun trélita, þurr pastels, kola, graphic- blýanta og teiknikríta ásamt nýrra pastel-blýanta og vatnslita. ...... . ... ... . ....... .... ..... Bókubtiðin Hlemiui Laiigavegi 118 Súui:5U 1170 Peysa með -halsmali sem kostar aðeins 2.695 kr. Og flauelis- *hnvnr V ^wLdflb WLJL sem þú færð á 2.995 kr. HAGKAUPI Meira úrval - betrjkaup

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.