Morgunblaðið - 15.10.1998, Qupperneq 30
30 FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Að njóta
leiklistar
FÉLAG íslenskra háskóla-
kvenna gengst fyrir þriðja
námskeiði sínu með Jóni Við-
ari Jónssyni leiklistarfræð-
ingi, og hefst það þriðjudaginn
20. október kl. 20 og verður í
fjögur skipti.
Þemað er að þessu sinni
hvernig ritverk verður að
kvikmynd eða leikriti. Heine-
sen á kvikmyndatjaldinu og
Kristín Marja Baldm'sdóttir á
leiksviðinu.
Ætlunin er að skoða kvik-
myndina Dansinn eftir Ágúst
Guðmundsson og leikritið
Mávahlátur ásamt nokkrum
öðrum leikverkum á fjölum
Borgarleikhússins.
Nánari upplýsingar og inn-
ritun hjá formanni félagsins
Geirlaugu Þorvaldsdóttur.
Leikaraskipti
í Avaxta-
körfunni
VALGERÐUR Guðnadóttir
leikur sína síðustu sýningu í
Ávaxtakörfunni nú um helg-
ina, en hún er á fórum utan.
Margi’ét Kristín Sigurðardótt-
ir tekur við hlutverki Stóra
graskersins á móti Selmu
Björnsdóttur.
Sýningum
lýkur
Norræna húsið
MÁLVERKASÝNINGU Erlu
Axels lýkur nú á sunnudag. Á
heimasíðu og netgalleríi Erlu
má sjá sýnishorn verka henn-
ar. Slóðin er http://www,-
mmedia.is/~xogz/erla
Elmgreen & Dragset sýna í Gallerí Ingólfsstræti 8 og á Klambratúni
Hvít form
leyst upp
Morgunblaðið/Golli
INGAR Dragset og Michael Elmgreen voru að leggja síðustu hönd á
uppsetningu sýningarinnar í Ingólfsstræti 8 í gær.
HVITA gallerfinu plantað niður á Klambratúni.
ÞEIR leysa upp formin sem eru
óstöðug og umbreytanleg í eðli sínu.
Hið hvíta, hlutlausa og á stundum
eins og sótthreinsaða rými sýningar-
salanna hefur orðið þeim óþrjótandi
uppspretta hugmynda og rauði þráð-
urinn í verkum þein-a er að öllum
formum sé unnt að breyta. Lista-
mennirnir Michael Elmgreen frá
Danmörku og Ingar Dragset frá
Noregi opna í dag kl. 17 sameigin-
lega sýningu í Gallerí Ingólfsstræti 8
og bjóða svo gestum að ganga með
sér að Kjarvalsstöðum til þess að
vera viðstaddir formlega opnun á
verki þeirra, „Dug down white cube
gallery“. Sýningin stendur fram til 8.
nóvember nk.
Málþing og vinnu-
stofuheimsóknir
Sýning þein-a félaga er liður í
verkefninu íslandstengsl, sem er
skipulagt af Norrænu samtímalista-
miðstöðinni NIFCA í samstarfi við
Gallerí Ingólfsstræti 8 og Listasafn
Reykjavíkur að Kjarvalsstöðum. Á
morgun, föstudag, munu fulltrúar
nokkurra sýningarsala á Norður-
löndunum og í Belgíu heimsækja
vinnustofur listamanna í Reykjavík,
auk þess sem þeir munu taka þátt í
málþingi á Kjarvalsstöðum á laugar-
dag. Markmið verkefnisins er að
örva umræður og samskipti milli
listalífsins á Islandi og öðrum Norð-
urlöndum og verður sjónum einkum
beint að hlutverki einkarekinna sýn-
ingarsala. I kynningu segir að þar
muni sérstaklega verða tekin fyrir
hin óljósu mörk milli lögmála lista-
verkamarkaðarins og ástarinnar á
listum. Málþingið hefst kl. 13 á laug-
ardag og er öllum opið.
Elmgi'een og Dragset hafa starfað
saman að listsköpun í þrjú og hálft
ár og hafa haldið sýningar víða. Ný-
lega tóku þeir t.d. þátt í samsýningu
á Louisiana-safninu í Danmörku, þar
sem verk þeirra var eins konar
stökkbretti sem klauf sundur safn-
glugga sem snýr út að sjó. í Galleri
Tommy Lund í Danmörku og á
gjörningahátíð í Mexíkó nýverið
sýndu þeir gjöming þar sem þeir
máluðu hvíta veggi gallerísins við-
stöðulaust í tólf klukkustundir með
160 lítrum af hvítri málningu, sem
þeir svo reglulega spúluðu af með
háþrýstislöngu svo málningin rann
af veggjunum í stríðum straumum.
Að eigin sögn era þeir með þessu
meðal annars að benda á að hvíti lit-
urinn er ekki hlutlaus, jafnvel þó að
veggir kirkna, dómsala, safna og
gallería séu oftast málaðir í þeim lit.
„Það er líka eins konar val að mála
hvítt, það væri alveg eins hægt að
mála alla dómsali og allar kirkjur
gi-ænar, til dæmis,“ segir Michael.
Á sýningunni í Ingólfsstræti 8 eru
þrjár ljósmyndaraðir af þremur
verkum þeirra, því sem áður var lýst
og þeir kalla „12 hours of white
paint“, gjörningi sem þeir stóðu fyrir
í Vín fyrir skömmu þar sem þeir
máluðu stórt glerbúr að innan með
hvítri málningu meðan áhorfendur
stóðu fyrir utan og horfðu á lista-
mennina hverfa inn í verkið, og litlu
hvítu húsi fyrir homma að hittast í,
sem þeir sýndu í Marselisborgar-
skógi skammt utan Árósa í tengslum
við hina árlegu listaviku þar í borg
fyrr í haust.
„Við erum ekki einungis að búa til
listaverk, heldur vinnum við með það
umhverfi sem listaverkin eru venju-
lega sýnd í, þessa hvitu veggi, sem
henta mjög vel fyrir list en virka
samtímis fráhrindandi á marga, með
þeim afleiðingum að þeir halda sig
frá því að fara á sýningar, vegna
þess að umgjörðin virkar sótthreins-
uð, hlutlaus og geld, og aðeins fyrh-
hina betri og penni borgara,“ segh-
Michael.
Verkið sem þeir sýna á Klambra-
túni við Kjarvalsstaði er eftirlíking
af hvítu galleríi sem þeh- hafa sett
saman og er reyndar á stærð við
sýningarsalinn í Ingólfsstræti 8 en
án þaks. „Galleríið" er gi'afið niður í
jörðina rétt fyrir utan Kjarvalsstaði,
svo einungis er hægt að skoða það og
hvíta veggi þess ofan frá. En það
hanga engar myndir á veggjunum.
„I staðinn fyrir að sýna skúlptúra í
galleríinu gerum við galleríið að
skúlptúr í sjálfu sér.“
UT UR LIN-
SKÁPNUM
VERK eftir Þórdísi Öldu. VERK Eyglóar Harðardóttur.
MYNPLIST
Nýlistasafnið
BLÖNDUÐ TÆKNI
ÞÓRDÍS ALDA
SIGURÐARDÓTTIR
Opið alla daga nema mánudaga,
frá 14-18. Til 18. október.
ÉG FÆ ekki betur séð en að við-
horf til kvennalistar, sem svo má
kalla, hafi verið að breytast, m.a. að
því leyti til að hún er ekki sjálfkrafa
sett í samhengi við pólitíska baráttu.
Ýmsar hvatir, aðrar en pólitískar
geta legið að baki, t.d. að endurmeta
myndmennt kvenna sem yfirleitt
hefur verið hunsuð innan listasög-
unnar; að vega upp á móti karllæg-
um viðhorfum til listsköpunar með
þvi að ganga út frá þeirri menning-
ararfleifð sem konur sjálfar hafa
mótað; gefa meh’i gaum að okkar
nánasta umhverfi sem við erum
gjarnan blind á; skoða reynslu
manna, viðhorf og gildismat í ljósi
þeirra starfa sem konur hafa að öllu
jöfnu sinnt.
Mér sýnist það vera síðastnefnda
atriðið sem komist næst því að skýra
ástæðuna fyrir því að Þórdís Alda
Sigurðardóttir velji þvott og allt sem
honum tilheyrir sem þema í sýningu
sína. Þvottur, bæði óhreinn og
hreinn, og það ferli sem hann gengur
í gegnum, er rauði þráðurinn sem
bindur saman verkin á sýningunni.
Með því að þvo, strauja, brjóta sam-
an og ganga frá upp í skáp, er gengið
í gegnum síendurtekið ferli,
hringrás, þar sem skiptast á óregla
og skipulag.
Það hefur alltaf verið viss hætta á
að kvennalist festist í klisjum um
ímynd konunnar, t.d. þeim að sjón-
deildarhringur konunnar hafi af-
markast af heimilinu og störfunum
innan þess, þvotti, útsaumi og
annarri heimilisiðju. En Þórdís reyn-
ir einmitt að brjótast út úr þeirri
hugmynd að þvottur tilheyri ein-
göngu reynsluheimi kvenna, svo not-
aður sé útjaskaður frasi, með því að
nota hann sem myndlíkingu um lífs-
starf okkar almennt. Lín öðlast því
ákveðna merkingu í verkum hennar,
sem klæði lífs og dauða: þegar við
fæðumst erum við sett í lín, við sof-
um á líni og þegar við deyjum eram
við sveipuð líni.
Þórdís Alda leikur sér með tákn
og líkingar í ýmsum tilbrigðum, en
sú hugmynd sem var hvað mest slá-
andi var að finna í verkinu „Þrjú
innbundin augnablik", sem eru
þrjár leðurinnbundnar bækur, þar
sem í hverri opnu skiptast á mynd
af lokuðum og opnum augum. Mað-
ur getur ímyndað sér að í hverri
bók sé að finna öll augnablik í ævi
manns, ævisagan frá augnabliki til
augnabliks, sem er lítið meira en
augnablik þegar allt er samankom-
ið.
Þórdís Alda vinnur með margar
ágætis hugmyndir á þessari sýningu,
kannski of margar, þvi það er eins og
hlutunum hafi verið ofgert, sem
skemmir fyrir heildaráhrifunum.
Þetta kann að stafa af því að hug-
myndirnar eru útfærðar sem inn-
setningar, en í slíkum verkum þurfa
hugmyndir ríkulegt andrými til að
dafna, þannig að þær kæfa ekki hver
aðra.
BLÖNDUÐ TÆKNI
EYGLÓ HARÐARDÓTTIR
í Bjarta sal og Svarta sal á mið-
hæðinni hefur Eygló Harðardóttir
komið nokkrum þrívíðum verkum
fyrir, sem era unnin í ýmiss konar
pappa. í Svarta sal er að sjá nokkurs
konar módel að borgarlandslagi,
með upplýsta íbúð í forgranni og há-
hýsi í bakgrunni. Áhorfandanum eru
rétt gefnar helstu útlínur, þannig að
verkin koma íyrir sjónir eins og
skissur, minnispunktar eða módel að
verkum.
Af texta sem fylgir sýningunni má
ráða að Eygló hugðist gefa áhorf-
andanum andrými, svo honum gæfist
svigrúm til að skálda í eyðurnar, að
hann hafi frjálsar hendur til að
smíða ímyndunarafli sínu vistarvera
í verkum hennar. Þess vegna líta
verk hennar út eins og yfirgefin
byggingarsvæði þar sem berir vegg-
ir gefa aðeins til kynna hvað hafi
staðið til að byggja.
En tillitsemi Eyglóar gengur of
langt, henni er of mikið í mun að
vera ekki uppáþrengjandi við áhorf-
andann. Fyrh-staðan er ekki nægjan-
leg til að ýta við ímyndunarafli
áhorfandans, það er úr of litlu að
spila. Það vantar einhves konar
áskorun sem gerir þátttöku í leikn-
um áhugaverðan.
Gunnar J. Árnason