Morgunblaðið - 15.10.1998, Side 34
34 FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1998
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
HANN samdi það fyrir
Japani en heldur samt gð
það muni fara vel í ís-
lendinga. Mörgum, sem
hafa heyrt það, hefur nefnilega
fundist það kröftugt - að þeir fínni
fyrir íslenskri náttúru og eldum.
Þarna tengjast því tveir heimar. Því
fer þó fjarri að hann sé að „þykjast
vera Jón Leifs“, sem afgreitt hefur
grunnöflin svo glæsilega, „þetta er
allt önnur útfærsla," fyrir utan það
að verkið var ekki samið sérstak-
lega til að túlka íslenskan grunn-
kraft. Honum varð eiginlega ljóst
eftir á að „hann væri þarna“.
Maðurinn sem hér um ræðir er
Þorsteinn Hauksson tónskáld og
verkið Bells of Earth, Klukkur jarð-
ar, sem frumflutt verður hér á landi
á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar
íslands í Háskólabíói í kvöld kl. 20.
Bells of Earth var upprunalega
samið fyrir klukknaspil, slagverk og
tölvuhljóð að beiðni Kunitachi-tón-
listarháskólans í Tókýó. Var verk-
efnið liður í samstarfi Japans og ís-
lands á sviði tónlistar sem
Kunitachi og íslensk tónverkamið-
stöð beittu sér fyrir. Fóru þar
fremst í flokki Bergljót Jónsdóttir,
fyrrverandi framkvæmdastjóri IT,
Comelia Colyer, forstöðumaður
tölvuhljóðvers Kunitachi, og Bin
Ebisawa, forseti tónlistarháskólans.
Var Þorsteinn gerður að gestatón-
skáldi skólans og er verkið því
samið eystra.
Þessi fyi-sta útgáfa verksins var
fiutt í tvígang í Japan. Frumflutn-
ingurinn, árið 1994, átti að fara
fram utandyra en var færður inn i
skólann þar sem regntímabilið var
skollið á. Klukknaspilið fór þó fram
úti og bárust hljóðin inn í tónleika-
salinn. Leikið var á klukkur skól-
ans, sem byggðar eru inn í skúlpt-
úrinn Bells of Earth, sem verkið
sækir nafn sitt í. Segir Þorsteinn
flutninginn hafa verið eftirminni-
legan.
Umskrifað fyrir Dani
Síðar sama ár pantaði Danska
raftónlistarstofnunin, DIEM, verk
hjá Þorsteini fyrir alþjóðlegu tölvu-
tónlistarhátíðina ICMC sem haldin
vai- í Danmörku það ár. „Þetta var
mikill heiður,“ segir Þorsteinn, „en
ICMC er stærsta tölvutónlistarhá-
tíð í heimi og þjóðir keppast um að
fá að halda hana, líkt og Óiympíu-
leika.“
Verkið var hugsað sem helsta
tónverk keppninnar, til flutnings við
lokaathöfnina og ákvað Þorsteinn
að umskrifa Bells of Earth fyrir sin-
fóníuhljómsveit og tölvuhljóð. Þetta
er sú útfærsla sem áheyrendur fá
að heyra í Háskólabíói í kvöld. Það
sem tengir útgáfurnar tvær eru
tölvuhljóðin, þau eru hin sömu, en
að öðra leyti segir tónskáldið þær
gjörólíkar. Þess vegna væri hægt að
flytja útgáfurnar hvora á eftir
annarri.
Bells of Earth féll í frjóa jörð í
Danmörku og voru dómar afar lof-
samlegir. Var verkið meðal annars
kallað „besta, kraftmesta og falleg-
asta“ verk hátíðarinnar í sænska
ritinu Nutida Musik. Segir Þor-
steinn viðbrögð áheyrenda almennt
hafa verið frábær á hátíðinni.
I kjölfarið var verkið svo valið til
flutnings á nútímatónlistarhátíðinni
ISCM í Suður-Kóreu en ekkert
varð úr - sá hluti hátíðarinnar fór á
höfuðið. Bells of Earth hefur einnig
verið tilnefnt til tónlistarverðlauna
Norðurlandaráðs. Þá var verkið
flutt í Svíþjóð á Norrænum músík-
dögum nýverið.
Arið 1995 gerði Þorsteinn svo
þriðju útgáfuna af Bells of Earth -
fyrir Bláa lónið og tölvuhljóð. Var
verkið frumflutt á margmiðlunar-
tónleikum við Bláa lónið í tengslum
við fund Alþjóðaráðs tónskálda í
september 1995. Lék náttúran þar
undir. „Það var reyndar heppni að
þessir tónleikar skyldu ná að fara
fram en daginn eftir gerði aftaka-
veður og allt fauk sem fokið gat.“
Forsvarsmenn listahátíðarinnar
Northern Encounters í Toronto í
Kanada höfðu spurnir af þessum
tónleikum og hafa óskað eftir því að
flytja verkið á hátíðinni árið 2001.
Verður það þá útsett fyrir „miðbæ
Toronto og tölvuhljóð“.
TENGING
TVEGGJA
HEIMA
Tónverk Þorsteins Haukssonar, Bells of
Earth, fyrir hljómsveit og tölvuhljóð, verð-
ur frumflutt hér á landi á tónleikum Sin-
7
fóníuhljómsveitar Islands í kvöld. Orri Páll
Ormarsson rabbaði við tónskáldið sem
samdi verkið upphaflega fyrir Japani.
Þorsteinn segir mikilvægt fyrir
öll íslensk tónskáld að fá verk sín
flutt af Sinfóníuhljómsveit Islands.
Það sé líka nauðsynlegt fyrir hljóm-
sveitina að fá að glíma við þessi
verk. „Sinfóníuhljómsveit íslands er
eins konar þjóðleikhús íslenskrar
tónlistar og leikhús sem ekki flytur
íslensk leikverk er tæplega hægt að
kalla þjóðleikhús. Sinfónían þarf að
huga meira að því að panta íslensk
tónverk. Tónskáld ársins er að vísu
skref í rétta átt en ennþá vantar
töluvert uppá.“
Þorsteinn talar um samstai-fið við
íslenska flytjendur sem forréttindi
innlendra tónskálda. „Eg held að
þetta samstarf sé hvergi betra í
heiminum. Islenskir flytjendur eru
alveg einstaklega jákvæðir í garð ís-
lenskra tónverka og er Sinfónían
þar engin undantekning. Maður
fínnur velvildina streyma á móti sér
þegar verk manns eru tekin til
flutnings. Fólk leggur augljóslega
mikið á sig til að setja sig inn í verk-
in - setur líf sitt og sál í vinnuna.
Hljóðfæraleikarar í Sinfóníuhljóm-
sveit íslands eru fagmenn af bestu
gerð.“
Morgunblaðið/Ásdís
ÞORSTEINN Hauksson tónskáld ber lof á íslenska flytjendur - velvildin streymi á móti honuni þegar verk
hans séu tekin til flutnings.
BELLS of Earth í Kunitachi-tónlistarháskólanum f Tókýó.
Þess má geta að Japis hefur í
huga að gefa allar útgáfurnar þrjár
út á geislaplötu sem ætti að koma í
verslanir haustið 1999.
Af útgáfunum þremur segir Þor-
steinn mestra japanskra áhrifa
gæta í þeirri fyrstu. Nefnir hann
þar bæði tölvuhljóðin og klukkna-
spilið. Þá kveðst hann hafa heillast
af japanskri menningu, ekki síst
NOH-leikhúshefðinni, og í Bells of
Earth styðst hann mikið við
japönsk hljóð og jafnvel tungu.
Hringnum lokað
En er hringnum lokað? „Já, ég
geri fastlega ráð fyrir því,“ segir
Þorsteinn, „enda er ég að vinna að
öðram hring, óratoríunni Psycho-
machia, nánar tiltekið annarri út-
gáfu þess verks. Hún verður mjög
stór í sniðum, um tvær klukku-
stundir í flutningi, og verður von-
andi frumflutt eftir um þrjú ár verði
hún þá frumflutt yfir höfuð, þar sem
hún er svo dýr.“
Petri Sakari, fyrrverandi aðal-
hljómsveitarstjóri Sinfóníunnar,
mun stjórna flutningnum í kvöld.
Lýkur Þorsteinn lofsorði á hann.
„Samvinnan við Petri hefur verið
frábær og ég gæti ekki hugsað mér
betri mann til að stjóma þessum
flutningi. Hann er fagmaður fram í
fíngurgóma og fer af alúð ofan í
túlkun og smáatriði - lætur ekkert
fram hjá sér fara. Við fáum því góð-
an flutning."
Það er ekki síst af þessum sökum
sem Þorsteinn er svolítið sár út í ís-
lensk stjórnvöld fýrir að hlúa ekki
betur að Sinfóníunni, veita ekki til
hennar meira fé. Hún verðskuldi
meiri umbun. „Það þarf að full-
manna hljómsveitina, fjölga
strengjum, það þarf að byggja tón-
listarhús, svo hún fái notið sín sem
skyldi, og það þarf að borga þessu
fólki mannsæmandi laun. Það
breytir engu fyrir íslenska ríkið
hvort það rekur Sinfóníuna al-
mennilega eða sæmilega almenni-
lega. Það breytir aftur á móti öllu
fyrir stolt þjóðarinnar og andlit
hennar út á við!“
Einleikari á tónleikunum í kvöld
verður konsertpíanistinn Cristina
Ortiz og mun hún flytja Píanó-
konsert nr. 2 eftir Rakhmanínoff.
Ortiz á að baki nokkra tónleika með
Sinfóníuhljómsveit Islands en hún
hefur komið fram með flestum
þekktustu hljómsveitum heims und-
ir stjórn manna á borð við Vladimir
Ashkenazy. Riccardo Chailly, Colin
Davis, Neemi Jái’vi, Kurt Mazur og
Zubin Mehta.
Meðal nýlegi-a hljóðritana hennar
má nefna verk eftir Schumann,
Chopin, Beethoven og alla fimm pí-
anókonserta Villa Lobos fyrir
Decca-útgáfufyrirtækið. Ortiz hefur
nýlokið tónleikaferð um Bandaríkin
og Þýskaland og á næstunni mun
hún leika einleik með sinfóníuhljóm-
sveitunum í Gautaborg og Detroit
undir stjórn Neemi Járvi og koma
fram á einleikstónleikum í Austur-
ríki, Sviss og á Spáni.
Ennfremur verða flutt á tónleik-
um kvöldsins Fétes og Nuages úr
Nocturnes eftir Claude Debussy og
svíta úr Rosenkavalier eftir Richard
Strauss.
Tengsl
Laxness og
Mosfells-
sveitar
BJARKI Bjamason cand.mag.
heldur námskeið um tengsl
Halldórs Laxness við Mosfells-
sveit í áranna rás. Námskeiðið
verður á fjórum kvöldum á
veitingastaðnum Álafossföt
best í Mosfellsbæ og verður
það fyrsta mánudaginn 19.
október kl. 20.
Sérstaklega verður fjallað
um bernskuminningar Hall-
dórs og Innansveitarkroniku
en áhrifa sveitarinnar gætir
reyndar í fleiri verkum skálds-
ins, segir í fréttatilkynningu.
Lífshlaup og verk nóbels-
skáldsins eru þannig víða sam-
ofin sögu og umhverfi Mosfell-
inga.
Eftir að námskeiðinu lýkur
verður farið í stutta ferð á
skáldaslóðir í Mosfellsdal.
Sigrún Hjálmtýs- Anna Guðný
dóttir, sópran- Guðmundsdóttir,
söngkona. píanóleikari.
Diddú og
Anna Guðný á
Vopnafírði
SIGRÚN Hjálmtýsdóttir og
Anna Guðný Guðmundsdóttir
halda tónleika í Félagsheimil-
inu Miklagarði, Vopnafírði,
sunnudaginn 18. október kl.
20.30.
Á efnisskrá eru íslensk, nor-
ræn og ítölsk sönglög ásamt
óperuaríum. Sigrún söng fyrir
Vestfirðinga í september með
Sinfóníuhljómsveit Islands og
á Akureyri um síðustu helgi
ásamt Kristjáni Jóhannssyni
og Sinfóníuhljómsveit Norður-
lands. Nú er röðin komin að
Norðausturlandi, en þar söng
Sigrún síðast með Sinfóníu-
hljómsveit Islands íýrir 10 ár-
um, en þetta er í fyrsta skipti
sem Sigrún og Anna Guðný
halda tónleika saman á Vopna-
firði. Það er menningarmála-
nefnd Vopnafjarðar sem
stendur að tónleikunum.
Anna S.
Björnsdóttir
í Gerðarsafni
GESTUR Ritlistarhóps Kópa-
vogs í dag, fimmtudag, kl. 17
verður Anna S. Björnsdóttir
ljóðskáld.
Anna mun lesa úr ljóðabók-
um sínum, ásamt Valgerði
Benediktsdóttur bókmennta-
fræðingi sem hefur umsjón
með dagskránni og kynnir höf-
undinn og nýjustu bók Önnu,
Hægur söngur í dalnum.
Brotahöfuð
á fínnsku
VAKA-Helgafell hefur gengið
frá samningum við finnska for-
lagið Like um útgáfu á skáld-
sögunni Brotahöfuð eftir Þór-
arinn Eldjárn sem út kom hjá
Forlaginu fyrir tveimur árum.
Áður hefur Vaka-Helgafell
gengið frá samningi við breskt
forlag um að gefa bókina út og
viðræður standa yfir við út-
gáfufyrirtæki í fjölmörgum
Evrópulöndum, segir í frétta-
tilkynningu.