Morgunblaðið - 15.10.1998, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 15.10.1998, Qupperneq 42
V 42 FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Logn í 50 kg sekkjum Eg bíð spenntur eftir því að sjá hvað allir sölumennirnir hafa fundið til að pranga inn á landann fyrir pessi jól, í minningu frelsarans. Skyldi ég geta grœtt á því að selja jólasnjó eða logn? Mér reiknast svo til að ekki sé nema 71 dagur til jóla. Sumir líklega famir að huga að undirbúningi, til að dreifa kostnaðinum, aðrir - ein- hverjir þeirra hæfileikaiTku sölumanna sem leynast á meðal vor - líklega búnir að birgja sig upp af einhverju bráðnauðsyn- legu sem verður svo prangað inn á landann íyrir þessa miklu hátíð ljóss og friðar. I minningu frelsarans. Það er með hreinum ólíkind- um hversu Islendingar hafa gaman af því að kaupa. Ég man eftir konunni, sem varð mér einu sinni samferða frá útlönd- um og greip VIÐHORF þrjá eða fjóra bangsa í flug- skaPta höfninni áður Hallgnmsson enviðfórumá loft. Ekki það að hún hefði neitt með þá að gera, eða nein börn í huga til að gefa þá - og handfarangurinn var svo mikill fyrir að hún hafði varla meira pláss; þeir vom hins vegar svo ódýrir að hún komst bara ekki hjá þessu! Ég hlakka til aðventunnar. Iða í skinninu, ekki síst af spenningi yfir því að sjá hvaða snilldarbragði meistararnir okk- ar í sölumennsku finna upp á að þessu sinni. Ég hugsaði með mér á dögun- um að það væri kannski óvit- laust að skella sér út í jólahasar- inn; finna eitthvað alveg rosa- lega sniðugt og markaðssetja fyrir hátíðirnar. Eitt af því sem mér datt í hug var að reyna að ná einhvers staðar í 20 til 30 þúsund fótanuddtæki og selja. Með nógu snjallri auglýsinga- herferð væri nefnilega aldrei að vita nema mér tækist að sann- færa alla, sem eiga slíkt tæki fyrir, um að því gamla hljóti að leiðast í geymslunni, bflskúrnum eða hvar sem það er nú niður komið. Þar af leiðandi væri annað beinlínis bráðnauðsyn- legt. Hver þekkir ekki þá tilfinn- ingu að vera einmana? Fátt er ömurlegra. Ætti ég kannski að markaðs- setja þingeyskt loft á brúsum? Gæti það ekki orðið miklu betri lækning við þunglyndi en töfluát? Eða stærðfræðikunn- áttu í smyrslformi, ég gæti ömgglega stórgrætt á því yfir prófatímann. Eitt af því sem mér datt í hug - til að græða fyrir jólin - var að ganga í hús og selja norðanátt í pokum eða austanátt í pökkum, handhægum neytendapakkning- um. Jafnvel hlýjan sunnan and- vara, hann gengi örugglega vel í Norðlendinga. Vindurinn þykir víst reyndar full mikill sums staðar á landinu og þar væri jafnvel reynandi að bjóða fólki til sölu logn í svo sem eins og 50 kflóa sekkjum. Það dugar örugglega ekkert minna. Og jólasnjó, auðvitað. Ekki má gleyma honum. Jafnvel hvít jól á úðabrúsum - „heildarlausn“ á því hvimleiða vandamáli, rauð- um jólum. Þau hvítu eru miklu notalegri. Stemmningin verður einhvern veginn miklu betri. En, nei. Líklega fengi ég mig aldrei til að fara svona með sam- borgarana. Stundum fæ ég á tilfinning- una að það sé alveg sama hversu heimskulegar vörur eru í boði, allt geti þetta drasl selst. Bara ef það er auglýst nógu vel. Að markaðssetningin sé nógu snjöll. Nú þegar góðærið ríkir verða ugglaust slegin öll sölumet fyrir jólin. Ekkert hef ég á móti kaupmannastéttinni, síður en svo, en mikið væri nú notalegt ef Islendingar hvfldu sig örlítið á kaupæðinu þetta haustið. Það þarf enginn að fjárfesta í logni; rokið drepur engan og það vorar á ný fyrr en varir. Væri ekki rétt að huga einu sinni í alvöru að boðskap jólanna, taka sér tak og halda jól jólanna vegna. Mai’gir gera það árlega en mig rennir grun í að þar sé ekki um meirihluta þjóðarinnar að ræða. Pakkastæðan þarf ekki að skyggja á jólatréð; fólk þarf ekki að skuldsetja sig fram á næsta haust til að halda gleðileg jól. Gleðin felst ekki í því að halda sem dýrust jól heldur í því að láta sér líða vel með sínum yfir hátíðarnar. I því að geta gengið inn í nýtt ár sáttur við sjálfan sig og stöðu fjölskyldunnar. Andlega, líkamlega og fjárhags- lega. Það er með undirbúning jól- anna eins og annað í lífinu; hann snýst um aga og skynsemi. Auðvitað kaupir meður eitthvað fallegt handa elskunni sinni í jólagjöf, sömuleiðis handa börn- unum og öðrum ættingjum, en ég hygg að gjöfunum fylgi ekki æskileg gleði ef kostnaðurinn við jólahaldið verður svo mikill að fjölskyldan geti ekki veitt sér nokkurn skapaðan hlut fyrr en eftir mitt næsta ár, þegar raðgreiðslunum lýkur. Og ekki get ég látið hjá líða að nefna íslenska jólasveininn, þann einkennilega karl. Mér hefur heyrst að sumir þeiiTa heiðursmanna hljóti að hafa fengið högg á höfuðið. Þeir gleðja börnin okkur, blessaðir, á hverri nóttu síðustu sólarhring- ana fyrir jól, með því að gefa þeim í skóinn. Alveg sama hve veðrið er vont, alltaf sinnir sveinki þessari skyldu sinni í því skyni að kæta bömin. Auðvitað er þessi gjafmildi hans ævintýri líkust; sumum þeim börnum sem ég hef rætt við þykir hann reyndar mismuna yngstu kynslóðinni nokkuð hressilega, því börnum á heimilum, þar sem foreldrar hafa ef til vill ekki of mikið handa á milli, virðist sveinninn láta nægja að gefa ódýrari gjafir en börnum þeirra stöndugri. Þetta er auðvitað óskiljanlegt. Getur verið að sveinarnir snobbi svona fyrir ríka fólkinu? Börnin ræða þetta auðvitað sín á milli í skólunum og eiga bágt með að skilja sveinka. Er þetta ekki eitthvað sem foreldrar þurfa að huga að? Og reyni með einhverjum hætti að koma þeim skilaboðum til sveinsins að velta þessu aðeins fyrir sér? FYRIR nokkru birtist í Morgun- blaðinu umfjöllun Skafta Þ. Halldórs- sonar um nýútkomna bók, „Bréf til vina minna“ eftir einn helsta upphafsmanns Húmanistahreyfingar- innar, Silo. Umfjöllun- in er prýðileg og greinilega ágætur skilningur á mörgum þeim hugmyndum sem fram koma í bók- inni. Gagnrýni á þýðingunni sem kem- ur fram er alveg rétt- mæt og má e.t.v. rekja til þess að margir komu að henni þótt undirritaður hafi átt þar stærstan þátt, yfirfarið allt að lok- um og reynt að gefa bókinni heild- stæðan svip. Skafti leggur þarna mat á hugmyndafræðina eða e.t.v. frekar þá stjómmálasýn sem í henni birtist og fannst einna helst athugavert við hana að hún sé al- menn og óhlutbundin. Mig langar að setja fram nokkra punkta varðandi það. Húmanistahreyfingin starfar í dag í meira en 60 löndum í öllum heimsálfum. Spurningin er hvort hægt sé að leggja fram mjög ítar- lega og útfærða stjórnmálastefnu í hugmyndafræði sem á að vera val- kostur í hvaða þjóðfélagi sem er í heiminum. Það er t.d. erfitt að ætla að fjalla um tilgang og hlutverk einhverra stofnana þegar þær er hvergi að finna nema á Vesturlönd- um. Það sem að mati Skafta eru gall- ar mætti e.t.v. líta á sem kost og í samræmi við endatakmarkið. Endatakmarkið, að vísu mjög ein- faldað, er þjóðfélag umburðarlynd- is þar sem fjölbreytni fær að njóta sín en byggi jafnframt á grunni sameiginlegra lýð- og mannréttinda okkar. (Ef einhver segir að slíkt þjóðfélag sé til staðar hér á landi myndi ég segja að viðkomandi og ég ætt- um margt órætt um hver séu okkar lýð- og mannréttindi). Gæti ekki stjómmálastefna hreyfingar með slíka hugmyndafræði verið álíka fjölbreytileg? Hana þarf ekkert að njörva niður í ein- hverja þrönga út- færslu, hana má út- færa á hverjum stað með þeim áherslum og í samræmi við þær aðstæður sem eru á hverj- um stað, án þess að yfirgefa eða svíkja grundvallarhugsun sína. Þetta er stefna um grundvallarat- riði og þess vegna verður e.t.v. fátt Við húmanistar vitum hvað við viljum, segir Kjartan Jónsson, en þurfum e.t.v. að legffla eyru og augu við til þess að læra að koma því skýrt til skila. um svör gagnvart ýmsum dægur- málum, en þau eru mörg þess eðlis að þótt okkur þyki mikilvægt einn daginn hvort eitthvað sé blátt eða bleikt, þá mun það ekki skipta miklu máli næsta dag, þegar næsta dægurmál kemst í kast- Ijósið. Það er ákveðin sýn á pólitík og á pólitískar stefnur, byggð á hefð, ríkjandi hér sem annarstaðar og það hlýtur að vera tilhneiging til þess að skoða og álykta um nýja hluti útfrá þeirri sýn. Þessi sýn fel- ur í sér einhverskonar uppskrift að því hvernig pólitík skuli vera, hvernig pólitískar kenningar skuli framsettar o.s.frv. Mig grunar að það megi rekja það sem Skafti ályktar, „Kannski er hún of al- menn og gefur of mikil færi á ein- staklingsbundinni túlkun til að hægt sé að líta á hana sem pólitískan valkost“, til slíkrar sýn- ar. Sú sýn tilheyrir kerfi sem er að ganga sér til húðar. Hún tilheyrir stjórnmálum einangraðs þjóðríkis, stjórnmálum í kreppu, vegna þess að þau fela ekki í sér raunverulega valkosti, enga stefnu, aðeins lítils- háttar lagfæringar og krukk í kerfi sem menn sjá ekki útfyrir. Hvers- konar sýn tilheyrir þessum tímum, tímum sem hvorki íslendingar né aðrir meðlimir mannkyns hafa áð- ur upplifað? Tímum þar sem landamæri skipta minna og minna máli, þar sem framtíð plánetunnar er undir mannlegri ætlun komin, þar sem sívaxandi einstaklings- hyggja er að brjóta niður sam- stöðu sem hefur komið á og staðið vörð um sómasamlega menntun og heilbrigðisþjónustu hér á landi og víða annarstaðar. Við, sem köllum okkur húmanista, eigum e.t.v. eitt- hvað óunnið í því að útfæra okkar pólitík hér á landi. Við vitum hvað við viljum en þurfum e.t.v. að leggja eyru og augu við til þess að læra að koma því skýrt til skila. Við erum þó að vinna okkar vinnu þótt hún fari e.t.v. ekki hátt, vinnu í grunninum, í hverfum, vinnu sem mun skila sér, burtséð frá því hvernig endanleg útfærsla í pólitík verður. Sú útfærsla verður þó von- andi aldrei alveg endanlega full- mótuð. Ef það gerist þá verður kominn tími að einhverjir aðrir taki við. Annars vil ég þakka Skafta kær- lega fyrir málefnalega úttekt og þetta tækifæri til að fjalla um þessi mál á öðrum vettvangi en vettvangi dægurmála og slagorða. Höfundur er sölustjóri og félagi í Húmanistahreyfingunni. Umfjöllun um umfjöllun Kjartan Jónsson Gleymdi maðurinn í skólastofunni AÐ STARFRÆKJA skóla í anda kenni- setninga fræðinga hefur ekká kunnað góðri lukku að stýra á Islandi. Þetta hefur þó óspart verið gert enda litið vel út á prenti og í ræðu. Að hinu hefur síður verið gætt hvort kenningin væri framkvæman- leg. Hyggjum að þrem- ur hugtökum í þessu sambandi sem skólamönnum og for- eldrum ættu að vera töm og öll eru því marki brennd að hafa verið tekin upp ómelt eftir tíðarandanum (þeg- ar ræðir um föt tölum við um tísku í þessu sambandi). Tengjum þessi hugtök síðan gleymda manninum í skólastofunni, þeim sem allt skóla- starfið veltur á, nefnilega kennar- anum. Blöndunin Byrjum á hugtakinu blandaðir bekkir. Það hljómar vel og höfund- ar þess vilja vel - því neitar enginn. Ef við reynum að skilgi-eina hug- takið örlítið þá komumst við að raun um að hér ræðir um tvenns konar blöndun. Annars vegar þar sem duglegum og síður duglegum nemendum er steypt saman í eina bekkjarheild. í framkvæmdinni hefur þetta komið þannig út að kennarinn hefur í ósjaldan breyst í sér- kennara fyrir trega nemendur, auk þess sem verkefnið sjálft hefur verið óviðráðan- legt. Það er einfaldlega óhugsandi að einn mað- ur geti ráðið við að kenna á milli 20 og 30 misjafnlega áhugasöm- um nemendum, „og veitt öllum kennslu við hæfi“, sem er krafa núverandi menntamál- aráðherra og ótal for- vera hans (og foreldra einnig). Öðrum þræði er þessi blöndun studd mannréttinda- rökum og þá liggur í hlutarins eðli, eða hvað, að þeir nemendur sem eru á eftir í þroska eiga ekki síður rétt á að sitja við hlið dúxanna en hinir ódælu og lötu. Þannig hefur þetta h'ka orðið, í mismiklum mæli þó. Kennarinn hefur þá átt að vera allt í senn, almennur bekkjarkenn- ari, sérkennari og þroskaþjálfi. Mér er spurn hvort pappír- stígrisdýrin í ráðuneytinu hafi velt þessari stöðu eitthvað fyrir sér eða þá uppeldis- og skólasérfræðing- arnir sem eindregið hafa hvatt til blöndunar. I raun þarf ekki að eyða frekari orðum að þessari blöndunarstefnu. Hún hefur ekki gengið upp, svo einfalt er það. Nú geta einhverjir fræðingar bent á að forsenda Kennarinn hefur átt að vera allt í senn, al- mennur bekkjarkenn- ari, sérkennari og þroskaþjálfi, segir Jón Hjaltason, í fyrstu grein sinni um skólamál. blöndunarinnar var að fækkað yrði í bekkjardeildum. Gott og vel, en þá átti heldur ekki að hrinda stefn- unni í framkvæmd fyrr en réttar forsendur voru fyrir hendi. Það má líka deila um réttmæti sjálfrar blöndunarinnar. Hversu mikil mannréttindi eru það fyrir hinn seinþroska að fá daginn út og inn að horfa upp á skólasystkini sín leysa verkefni sem hann seint og illa fær botn í? Eða þá að vera sótt- ur reglulega í miðri kennslustund til að sitja í tímum hjá sérkennara (það er að segja ef hann er heppinn því að shka hjálp er ekki að fá í öll- um skólum)? Það er ekkert gaman að vera alltaf lélegastur. Og hver á svo að fullnægja þrá fræðinga og ráðherra eftir draum- sýninni um bekkinn þar sem börn- in leika sér saman og eru öll jöfn. Auðvitað kennarinn. Höfundur er sagnfræðingur. Jón Hjaltason
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.