Morgunblaðið - 15.10.1998, Page 44

Morgunblaðið - 15.10.1998, Page 44
^44 FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Málsvarar rjúpunnar í DAG hefjast rjúpnaveiðar. Veiði- menn munu ganga á fjöll, flestir til að veiða í jólamatinn, njóta náttúrunnar og félags- skapar góðra félaga. Rjúpnaveiðar eru holl og góð frístundaiðja, Veiðimaðurinn þarf að vera vakandi og athug- ull ætli hann sér að ná árangri. Hann þarf að fylgjast með hegðun dýranna, veðrinu og landslaginu, hann þarf að kunna að lesa í land- ið - þekkja náttúruna. Rjúpnaveiðar eru líkamlega krefjandþ og því hollar fyrir líkama og sál. A hverju hausti fer fram nokkur umræða í fjölmiOj- um um rjúpuna og rjúpnaveiðar. A síðari árum hefur þó sem betur fer nokkuð dregið úr þeim tíðu deilum sem jafnan voru um ástand rjúpna- stofnsins. Astæðan er án efa sú að pekking okkar á rjúpnastofninum verður stöðugt meiri. Mestu skiptir í þessu efni hið svo kallaða veiðikortakerfí sem komið var á fyrir fimm árum. Veiðimönnum er gert skylt að kaupa sérstakt veiðikort til þess að mega stunda veiðar og skila svo skýrslu um fjölda veiddra fugla. Þá hefur Náttúrufræðistofnun íslands stundað rannsóknir á rjúpum og hefur dr. Ólafur K. Nielsen fugla- íræðingur stjórnað þeim rannsókn- um. Þessar rannsóknir hafa verið af ýmsum toga, rjúpur hafa verið taldar og merktar, meðal annars með radíósendum. Þá hefur Skot- veiðifélag Islands látið kanna rjúpnaneyslu landsmanna. A grundvelli þessara upplýsinga er svo hægt að draga ályktanir um ástand rjúpnastofnsins. Röng túlkun, rangt mat Nú í haust hefur umræðan aðai- lega snúist um ástand rjúpna- stofnsins hér á Suðvesturlandi. Rannsóknir dr. Ólafs hafa meðal annars sýnt að rjúpan er miklu staðbundnari fugl en haldið hefur ^ð’erið til þessa. Það sem veldur okkur veiðimönnum áhyggjum er að rjúpnastofninn á Suðvesturlandi fylgir ekki eftir þeirri uppsveiflu sem er í rjúpnastofninum á Norð- ur-, Norðaustui'landi og Austur- landi, en þar er stofninn í góðu meðallagi miðað við fyrri ár og stofninn stækkar. Vortalningar hafa sýnt að stofnbreytingar voru samstiga um allt land á 7. og 8. ára- tugnum en síðustu 13 ár hefur samsvörunin ekki verið eins góð. Rannsóknir seinustu ára sýna kyrrstöðu eða fækkun í rjúpna- stofninum á Suðaustur-, Suðvest- urlandi og Vesturlandi. Meðal ^eirra ástæðna sem nefndar hafa 'verið fyrir þessari fækkun eða kyi’rstöðu er að veiðiálagið á þessi landsvæði sé of mikið og sveiflan í rjúpnastofninum hætti, stofninn nái sér ekki upp. Það sem gef- ið hefur þessari tilgátu byr undir báða vængi eru niðurstöður rannsókna í nágrenni Reykjavíkur þar sem radíósendar voru sett- ir á 100 rjúpur og fylgst með ferðum þeiri’a. Þessar rjúpur voru á svæðinu við Ulfarsfell, Esju, og á Mosfellsheiði. Niður- stöður þessara rannsókna hafa sýnt að skotveiðimenn felldu 70% radíó- merktu fuglanna sem voru á lífi í upphafí veiðitímans. Hvernig sem á því stendur þá hafa þessar upp- lýsingar verið rangtúlkaðar á þann hátt að þær hafa verið aðhæfðar að öllu Suðaustur-, Suður- og Suðvesturlandi, þ.e.a.s. halda mætti að 70% rjúpna á þessu víðáttumikla svæði séu skotnar af veiðimönnum. Þessi rangtúlkun er býsna lífseig, hana mátti lesa í Nauðsynlegt er, segir Sigmar B. Hauksson, að það sé góð samvinna á milli skotveiðimanna og stjórnvalda um skipulag og stjórnun veiða. Degi 1. október síðastliðinn, heyra í fréttum ríkissjónvarpsins miðvikudagskvöldið 7. október. Hinn 11. október var frétt um ástand rjúpnastofnins í Morgum blaðinu, blaði allra landsmanna. í þeirri frétt er m.a. rætt við Jón Gunnar Ottósson forstjóra Náttúrafræðistofnunar. Túlka má orð Jóns Gunnars þannig að 70- 80% rjúpnastofnsins á Suðaustur-, Suður- og Suðvesturlandi falli fyrir hendi veiðimanna, raunar voru það aðeins 70% radíómerktra rjúpna sem vora skotnar, en ekki 70-80%. Kjarni þessa máls er sá að við vit- um ekki hvað mörg prósent rjúpna era skotnar á Suðvesturlandi eða hvað rjúpnastofninn þar er stór. Við vitum hins vegar að 70% rjúpna eru skotnar hér í næsta nágrenni Reykjavíkur. 1 frétt Morgunblaðsins segir einnig að „líkur séu á að þær (rjúpnaveiðar) verði takmarkaðar á næsta ári“. Ef svo á að verða þarf að auka vera- lega rjúpnarannsóknir hér á þessu umrædda svæði þar sem byggð er hvað þéttust. Ekki er hægt að ákveða neinar aðgerðir á grand- velli þeirra gagna sem nú liggja fyrir. Skotveiðifélag íslands skorar því á umhverfisráðherra að sjá til þess að veitt verði aukið fé til rjúpnarannsókna, einkum hér á Sigmar B. Hauksson Suðvesturlandi en einnig víðar, t.d. eru engar rjúpnarannsóknir stundaðar á Vestfjörðum. Skipulag veiða á villtum dýrum I nágrannalöndum okkar er skipulag veiða mun meira en hér á landi. Víða má aðeins veiða ákveðinn fjölda dýra á dag, annars staðar má ekki selja veiðibráð á al- mennum markaði. Hér er nánast engin stjórn á veiðunum enda aðstæður hér nokkuð aðrar en í nágrannalöndum okkar, við eram afar fá í stóru landi. Eina stjórnun- in er skipulag veiðitímans, og þá er einnig kvóti á hreindýraveiðar. I stuttu máli má segja að hér megi menn veiða eins mörg dýr og þeim sýnist. Sveitarfélög austur á fjörð- um geta til dæmis ráðið til sín menn til að bókstaflega slátra þeim hreindýram sem falla sveitarfélög- unum til. Þá vitum við að til eru þeir sem stunda veiðar í atvinnu- skyni. Skotveiðifélag Islands hefur af þessu nokkrar áhyggjur. Spurn- ingin er hvort atvinnuveiðar eigi nokkurn rétt á sér, er ekki kominn tími til að hamla gegn þeim? Þessi umræða er nú hafín innan Skot- veiðifélagsins og eins og gefur að skilja era ýmsar skoðanir á lofti í þessum efnum. Sem dæmi má nefna að samkvæmt veiðiskýrslu frá 1995 hafa um 3.200 veiðimenn veitt grágæsir, líklegast er meðal- veiðin á hvern veiðimann 5 gæsir, sem verður að teljast hófleg veiði. Frekari athugun á veiðiskýrslum sýnir að einungis 424 veiðimenn veiða meira en 20 gæsir en það era um 13% veiðimanna. Þessi 13% veiddu þó drjúgan helming gi’ágæsanna 1995 eða rúmlega 19.000 gæsir. Hin 87% veiðimann- anna veiddu 16.000 gæsir. Sömu sögu má segja um rjúpnaveiðarn- ar. 10% rjúpnaveiðimanna veiða 50 rjúpur eða fleiri, sem er 48% heild- arveiðinnar. Það er fyrst og fremst hagur íslenskra skotveiðimanna að rjúpnastofninn, og aðrir dýrastofn- ar sem veitt er úr, séu sterkir. Öll viljum við getað stundað veiðar um ókomin ár. Þess vegna er nauðsyn- legt að það sé góð samvinna á milli skotveiðimanna og stjórnvalda um skipulag og stjórnun veiða. For- sendan fyrir því að hægt sé að taka mikilvægar ákvarðanir um stjórn- un veiða úr villtum dýrastofnum er að fyrir liggi nákvæmar og ábyggi- legar rannsóknir. Illa ígrundaðar og vanhugsaðar aðgerðir, eins og stytting rjúpnaveiðitímans fyi-ir fimm árum, skilar engum árangri. En veiðimenn verða einnig að axla sína ábyi’gð í þessum efnum og í því sambandi er spurningin við banni á atvinnuveiðum afar áleitin. Þá þurfa veiðimenn skilyrðislaust að skila inn rjúpnamerkjum, að- stoða við talningar á rjúpum og við aðrar rannsóknir. Skotveiðifélag Islands mun á næstunni leita til félagsmanna sinna og annara veiði- manna um að þeir veiti enn meiri aðstoð en nú er við rjúpna- rannsóknir. Skotveiðifélag Islands er ekki eingöngu hagsmunasamtök skotveiðimanna heldur einnig málsvari rjúpunnar og annarra veiðidýra. Höfundur er formaður Skot- veiðifélags íslands. Rétt skal vera rétt Á LANGRI ævi venjast menn vissulega mörgu og verða ekki uppnæmir yfir hverju sem er. Um svo margt er fjallað og þó fremur fjasað í fjölmiðlunum að það væri að æra óstöðugan að elta ólar við þó ekki væri nema brotabrot af því. í framhaldi af áhrifaríkri en lýsandi mót- mælastöðu öryrkja við Alþingishúsið hefur af orðið umfjöllun af ýmsu tagi, bæði innan dyra þar og utan. Margt hefm- þar verið vel sagt, margt líka missagt að ekki sé meira sagt. Of oft hefi ég orðið fyrir sáram vonbrigðum með viðbrögð manna við augljósum staðreyndum um kjör þessa þjóðfélagshóps, undrazt tómlætið, skilningsleysið og vanþekkinguna sem of oft býr að baki. Sem berg- mál þessa má nefna fullyrðingu um það að fólk hafí alltaf átt bágt, svona sé það í dag og muni alltaf verða og þá sjálfsagt að svona eigi það að vera og með öllu ástæðu- laust að vera að breyta því. Og í mikilli alvöru talað þá þykir mér miklu miður þegar jafnmætan mann og forsætisráðherra þjóðar- innar misminnir svo um staðreynd- ir að hann hefur eftir tryggingayf- irlækni að mun fleiri væra á ör- Okkur sem að þessum málum vinnum er alveg ljóst, segir Helgi Selj- an, að ekkert kerfi er svo fullkomið að ekki sé möguleiki á misnotkun orkubótum en í nágrannalöndun- um, þegar sami tryggingayfirlækn- ir hefur einmitt sagt að í Noregi séu tvöfalt fleiri örorkubótaþegar hlutfallslega en hér, hlutfallið áþekkt í Danmörku, en mun hærra í Svíþjóð og Finnlandi. Enn lakara þykir mér þegar okkar ágæti for- sætisráðherra útskýrir svo slök líf- skjör öryrkja út frá eigin mislestri, því mér þykir líklegast að honum hafi svelgzt á fyrirsögn í Morgun- blaðinu fyrir nokkra um aldurs- hópinn fram að þrítugu, sem raun- ar er óútskýrt áhyggjuefni ekki sízt okkur í Öryi-kjabandalaginu. Forsætisráðherra er einmitt treyst til þess að rétta hlut þessa fólks, því við tráum því að hann hljóti að tala gegn betri vitund þegar hann fullyrðir að öryrkjar hafi öðlazt jafngóðan hlut í góðærinu og aðrir landsmenn. Má þar aðeins minna á hve hraklega láglaunasamningun- um 1995 var skilað til lífeyrisþega svo og hversu fjarri heildarbætur eru nú lágmarkslaun- um, nokkuð sem ekki hefur áður verið. Ekki bætir Dagur úr skák með nýlegri umíjöllun sinni um að lækna- deild Tryggingastofn- unar ríkisins setji let- ingja í bunkum á ör- orku, þar séu rónar og útsmogið fólk í hund- raðavís og trálega njóti fáein þúsund alls óverðugi-a örorkubóta og er það býsna glögglega ályktað þegar þess er gætt að örorkulífeyrisþegar eru innan við átta þúsund. Eg hefi ekki séð svo bein- skeytta árás á læknadeildina og orðbragðið um þetta fólk lýsir inn í býsna sjúkan hugarheim og hæfir vart blaði sem vill láta taka sig al- varlega að viðhafa slíkt orðbragð í skjóli myrkurs nafnleyndarinnar, nema einhver háttvirtur en ekki að sama skapi háttvís leynist í myi’kr- inu. Það kom mér líka óþægilega á óvart að nefnd sem ég var skipað- ur í fyrir alllöngu, en er löngu dáin drottni sínum þó dánarvottorð hafi enn ekki verið gefið út, skuli kennt afkvæmi það í væntanlegu frum- varpsformi sem að sögn á að hreinsa alla „óværu“ úr bótakerf- inu, s.s. Dagur rakti svo smekk- lega. Okkur í Öryi’kjabandalaginu hefur verið kynnt þetta frumvarp sem um er rætt í Degi en ekki al- deilis á þeim forsendum hreinsun- ar sem þar er boðuð heldur sem réttlætismál gagnvart þeim sem þrátt fyrir fötlun sína geta haft at- vinnutekjur nú eða skilað eðlilegri námsframvindu, þeir missi einfald- lega ekki sín sjálfsögðu réttindi, því svo vel er séð fyrir tekju- skerðingunni annars staðar. Við skulum vona að það sé ætlun þeirra sem að standa að auka réttlætið í stað enn einnar skerðingarinnar. Eitt er okkur alveg ljóst sem að þessum málum vinnum að ekkert kerfi er svo fullkomið að ekki sé möguleiki á misnotkun, en vissa okkar sú að fámennið og nálægðin hér sér til þess að sú misnotkun er hverfandi þó ekki sé fyrir hana synjað. En að lokum: Mikið vildi ég að satt væri sem einhvers stað- ar er fullyrt af þingmanni að síð- ustu tvö ár hafi skilað öryrkjum 17% kjarabót, þegar hámark okk- ar útreiknings nálgast 13%. En við þiggjum sannarlega þessa viðbót. Nóg er sungið að sinni, en við öðru og betra hefði ég búizt í um- ræðunni eftir hina kyrrlátu og kurteisu aðgerð öryi’kja 1. okt. Vonandi skilar árangur hennar sér í sýnilegum ávinningum og það fyrr en síðar. Eftir því er í óþreyju beðið. Höfundur er frnmkvœmdastjóri Ör- yrkjnbandalagsins. Helgi Seljan RAÐAUGLVSINGAR ATVINMUHÚSNÆÐI Lagerhúsnæði 403 fm Til leigu er lager- og iðnaðarhúsnæði í nýju húsi í Smárahvammslandinu í Kópavogi. Sala kemurtil greina. Húsnæðið er nú laust. [Upplýsingar veita Hanna Rúna eða Magnús á skrifstofutíma í síma 515 5500. Skrifstofuhúsnæði 395 fm Til leigu er skrifstofuhúsnæði á 3. hæð í Héðinshúsinu á Seljavegi 2. Húsnæðið er lítið innréttað og skiptist það í tvo sali. Er það boðið til leigu til eins aðila. Getur verið laust fljót- lega. Upplýsingar veita Hanna Rúna eða Magnús á skrifstofutíma í síma 515 5500. FÉLAGSSTARF VAðalfundur Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi verður haldinn í félagsheimilinu Hverafold 5, fimmtudaginn 22. október 1998. Fundurinn hefst kl. 20.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.