Morgunblaðið - 15.10.1998, Qupperneq 50
'%0 FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1998
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Vanmönnun í
heilsugæslunni
PÆR fréttir hafa
borist frá Hafnarfirði,
að þar í sveit sé skortur
á heilsugæslulæknum
orðinn_alvarlegt vanda-
mál. í fréttaklausu í
Degi 18.9. sl. segir, að á
upptökusvæði heilsu-
gæslustöðvarinnar á
Sólvangi búi 21 þús.
manns. Sjö heilsu-
-jgæslulæknar þjóna
þessu svæði, svo að
hver læknir hefur 3.000
skjólstæðinga á sinni
könnu til jafnaðar. Ný-
lega gerðir kjarasamn-
ingar heilsugæslu-
lækna gera ráð íyrir,
að hæfilegt sé, að 1.500 manns komi í
hlut hvers heilsugæslulæknis í þétt-
býli. Samkvæmt því ættu fjórtán
heilsugæslulæknar að starfa í Hafn-
arfirði eða tvöfalt fleiri en nú starfa
þar. Það þarf m.ö.o. að bæta við sjö
stöðugildum heilsugæslulækna til að
fullnægja þeirri þörf, sem heilbrigð-
isstjómin hefur talið við hæfi. Afleið-
ingamar em svo m.a. þær, að bið
-tftir viðtölum hjá heimilislæknum
lengist og er nú að sögn orðin fimmt-
án dagar hjá sumum. Það er eðlileg
afleiðing af því, að íbúunum fjölgar
og kröfurnar aukast en læknafjöld-
inn stendur í stað.
Undirritaður starfaði sem heimil-
islæknir í Hafnarfirði í tuttugu ár
og kannast því af eigin raun við þau
vandamál, sem hér um ræðir.
Heilsugæslan hefur átt erfitt upp-
dráttar frá upphafi, bæði í Hafnar-
firði og viðar, einkanlega þó á höf-
■juðborgarsvæðinu. Er skemmst að
minnast tveggja ára baráttu heilsu-
gæslulækna fyrir kjöram sínum og
bættri aðstöðu. Sú barátta var að
stórum hluta fagleg barátta fyrir
endurbótum á kerfinu, m.a. bættri
mönnun, en auk þess launabarátta.
Viðbrögð stjórnmálamanna hafa
lengst af borið vott um skilnings-
leysi og óheilindi, jafnvel fordóma.
Það ber t.d. vott um óheilindi, þegar
heilbrigðisráðuneytið
viðurkennir, að þörf sé
á fjórtán læknum í
Hafnarfirði en heimilar
aðeins sjö stöðugildi.
Ég veit, að Hafnfirð-
ingar eru sáróánægðir
með það, að heilsu-
gæslustöð þeirra skuli
vera svo vanmönnuð,
sem raun ber vitni, og
ég er þeim hjartanlega
sammála. Þessi heilsu-
gæslustöð hefur verið
vanmönnuð frá upp-
hafi, og sá vandi eykst
eðlilega eftir því sem
fjölgar í bænum. Það
er óhæfa að heimila
einungis helming þeirra stöðugilda,
sem þörf er talin á af dómbærum
mönnum. Og þegar fólk þarf að bíða
vikum saman eftir viðtali hjá sínum
Hafnfírðingar eru sáró-
ánægðir með það að
heilsugæslustöð þeirra
skuli vera svo van-
mönnuð og Guðmund-
ur Helgi Þórðarson
er þeim hjartanlega
sammála.
heimilislækni, þá er komið í algert
óefni. I þessari þjónustu skiptir að-
gengið höfuðmáli.
En hvað er til ráða?
Það hafa lengst af verið þrfr um-
fjöllunaraðilar um málefni heilsu-
gæslunnar, þ.e. heilbrigðisráðu-
neytið eða umbjóðendur þess, sveit-
arstjómir og læknar. Sumir hafa
unnið þar stórvel, aðrir miður eins
og gengur. Sú var tíðin, að þetta var
talin vond miðstýring á heilbrigðis-
Guðmundur Helgi
Þórðarson
MARBERT snyrtivörur
eru hágæáa þýskar vörur, þróaðar og unnar eftir ströngu eftirliti HOCST sem er
stærsta lyfjafyrirtæki Evrópu.
MARBERT snyrtivörurnar henta okkur íslendingum einstaklega vel vegna þess
að veðurfar er mjög svipað í Þýskalandi og hjá okkur.
MARBERT snyrtivörurnar næra og styrkja húðina með vítamínum og vernda
hana með góðri vörn.
MARBERT kremin hjálpa húðinni til að starfa eðlilega við að nýta sér þó nær-
ingu og það súrefni sem húðin þarfnast til að viðhalda æskuljómanum.
MARBERT snyrtivörurnar eru allar ofnæmisprófaðar og ekki prófaðar á dýrum.
Snyrtifræðingar verða í
eftirtöldum verslunum
og veita faglega ráðgjöf
um umhirðu húðarinnar
auk þess að kynna
nýju vetrarlitina frá
MARBERT
Glæsilegur kaupauki
fimmtudag
Snyrtivörudeild
Hagkaups,
Skeifunni,
föstudag og laugardag
Krisma,
ísafirði,
-ty fimmtudag og föstudag
þjónustu, gott ef ekki kommúnismi,
en sú tíð mun að mestu liðin. Ég átti
þess kost um áratugi að fylgjast
með og taka þátt í umræðum um
þessi mál á ýmsum stigum, þar sem
saman komu umboðsmenn ríkis,
sveitarstjórna eða lækna. Á þessum
þingum fannst mér alltaf vanta eina
rödd, rödd sjúklingsins, neytand-
ans, fólksins, sem þarf að leita til
stöðvanna. Eðli málsins samkvæmt
hefur enginn hinna þriggja aðila,
sveitarstjórna, ríkisvalds eða lækna,
getað talað máli neytandans. Hags-
munatengslin hafa þvælst þar fyrir.
Með þessu er ég ekki að lasta þá,
sem þarna hafa komið við sögu,
enda var ég stundum í þessum hópi.
Það er bara ekki hægt að vera nema
einum megin við borðið. Hagsmunir
sjúklingsins falla ekki alltaf saman
við hagsmuni ríkis, sveitarfélags
eða læknis. Þetta á ekki síst við,
þegar fjallað er um daglegan rekst-
ur heilsugæslustöðvanna. Það vant-
ar í þetta kerfi eitthvað sem kalla
mætti umboðsmann sjúklingsins.
Sú hugmynd kom fram fyi-ir all-
löngu, að íbúarnir á hverju heilsu-
gæslusvæði sköpuðu sér vettvang
til að koma að þessum málum beint
og milliliðalaust, koma á framfæri
kvörtunum fólks og hlusta á skýi--
ingar starfsfólksins og stjórnend-
anna. Þarna gæti verið um að ræða
samtök í líkingu við foreldraféiög í
skólum og gætu t.d. kallast samtök
áhugafólks um heilsugæslu eða eitt-
hvað í þeim dúr. Auk þess að vera
vettvangur fyrir tvíhliða samskipti
fólksins og stöðvanna gætu slík
samtök veitt stöðvunum bakstuðn-
ing í viðureign þeirra við pólitíska
valdið. Einhver hefur kaliað samtök
af þessu tagi grenndarlýðræði.
Spumingin um aðgengi er dæmi-
gert verkefni fyrir samtök af þessu
tagi. Þegar fólk þarf að bíða í 2-3
vikur eftir viðtali við heimilislækni
sinn myndu slíkir umboðsaðilar
sjúklingsins gera stjómendum
grein fyrir því, að svona lagað geti
ekki gengið og krefjast skýringa.
Skortur á aðgengi er nokkuð, sem
neytandinn finnur með allt öðrum
hætti en læknir eða annað starfs-
fólk innan stofnunarinnar.
Það beina lýðræði, sem hér er
bent á, er langtum virkara til að
halda opnum boðleiðum milli fólks-
ins og stöðvanna en það lýðræði,
sem kemur gegnum hið pólitíska
stjómkerfi, sem er í mörgum þrep-
um og svifaseint. Þar er fullt af mál-
um „á viðkvæmu stigi“, sem oft loka
öllum leiðum.
Höfundur er fyrrv.
heilsugæslulæknir.
GLÆSILEGAR GJAFAVÖRUR
MÖRKINNI 3 • SÍMI 588 0640
POLLINI
-klæðirþigvel
U pplýsingakerfí
og árið 2000
PRÓFANIR upplýs-
ingakerfa era einn mik-
ilvægasti þáttur allra
verkefna vegna ársins
2000 enda er talið að
þær taki um 50 til 65%
af heildartíma verkefna
sem tengjast árinu
2000. Helstu prófanir
sem þarf að gera era:
Prófanir á aðkeypt-
um hugbúnaði. Prófan-
h’ og yfirferð eigin for-
rita kóda. Prófanir á
kerfum og tæknibún-
aði. Samvirkniprófanir
innan kerfa og milli
kerfiseininga. Prófanir
á gagnasamskiptum
við viðskiptamenn og birgja.
Prófanir eiga að staðfesta að öll
kerfi vinni rétt undir ártalinu 2000
og að þær breytingar á forritum
sem gerðar hafa verið eða þau nýju
kerfi sem sett hafa verið upp vinni
rétt með dagsetningar. Prófanir
eiga einnig að staðfesta samvirkni
kerfa (bókhald, framleiðslukerfi,
birgðahaldskerfi, pantana- og sölu-
kerfi) og að þau vinni eins og til er
ætlast.
Ekki nægir að beina athyglinni
eingöngu að forritum og kjarna-
kerfum fyrirtækjanna. Önnur kerfi
eins og stýrikerfi tölva, tölvupóst-
kerfi og samskiptakerfi sem fyrir-
Prófanir upplýsinga-
kerfa eru einn mikil-
vægasti þáttur allra
verkefna vegna ársins
2000. Gylfi Hauksson
nefnir hér nokkur dæmi
sem þarf að huga að.
tæki nota þarf einnig að yfirfara.
Prófa þarf virkni búnaðar bæði
PC-tölva og ýmiskonar stýribúnað-
ar til að tryggja að hann vinni rétt
með dagsetningar fram yfir árið
2000.
Prófunarumhverfi
Einn þáttur prófana er að líkja
eftir því að komið sé árið 2000 bæði
í gögnum og í tíma stýrikerfa. í
fjölnotendakerfum má ekki breyta
dagsetningunni fram í tímann því
það getur haft raglandi áhrif á
virkni annarra forrita sem eru í
notkun. Þess vegna þarf annað-
hvort að koma upp sérstöku próf-
unarumhverfi með sértölvum á
sjálfstæðu neti eða koma upp bún-
aði sem „platar“ kerfið og líkir eftir
árinu 2000. Þessi prófunartæki
líkja eftir ákveðinni dagsetningu
t.d. með því að færa allar dagsetn-
ingar fram um ákveðinn tíma bæði
í stýrikerfinu og í gagnagrunnin-
um.
Mögulegt er að kerfi virki ekki á
dagsetningar fram í tímann t.d.
geta verið innbyggðir lásar vegna
leyfíssamninga sem renna út á
ákveðinni dagsetningu. Þetta þarf
að hafa í huga þegar dagsetningar
era færðar fram.
Ekki flókið
en tímafrekt
Það eru ýmsir hlutir sem þarf að
prófa. Prófa þarf hvernig kerfin
eða búnaðurinn bregst við þegar
dagsetningin breytist frá
31/12/1999 yfir á 01/01/2000.
Víða í tölvukerfum eru notaðar
reiknireglur til að finna út hvenær
www.mbl.is
hlaupár er og ná marg-
ar þeirra ekki yfir á ár-
ið 2000. Árið" 2000 er
hlaupár og því er rétt
að prófa hvort kerfið
geri ráð fyrir 29. febrá-
ar árið 2000 sem gildri
dagsetningu og að
kerfið færist frá 28.
febráar yfir á þann 29.
og frá 29. febráar yfir
á 1. mars.
Annað sem rétt er
að hafa í huga við
prófanir:
V axtaútreikningur
og annar útreikningur
sem byggir á dagsetn-
ingum. Innskráning 00
sem ártals - gengur það og er það
túlkað rétt í kerfinu? Virkni reglna
um vikudaga, vikuuppgjör, mánað-
aruppgjör. Röðun í dagsetninga-
röð. Virkni 99 sem ártals (oft notað
sem óþekkt ár eða endalaust...)
Talning milli dagsetninga. Virkni
99/99/9999.
Birgjar og
þjónustuaðilar
Það má segja að öll fyrirtæki séu
hluti af viðskiptaheild eða keðju.
Galli í upplýsingakerfi einhvers
staðar í keðjunni getur haft vera-
lega traflandi áhrif á reksturinn.
Prófanir á samvirkni kerfa milli
íýrirtækja eru því mjög mikilvæg-
ar. Þarna þarf að koma til sam-
vinna beggja aðila. Þetta er einn af
þeim þáttum sem erfitt er að áætla
en eitt er víst, þessi þáttur tekur
töluverðan tíma!
Öll fyrirtæki ættu að lista upp þá
aðila sem era mikilvægastir fyrir
starfsemina og hafa samband við
þá til að kanna hvort þeir verði til-
búnir með sín verkefni vegna árs-
ins 2000 eða hvort hætta sé á ein-
hverri rekstrartraflun af þeirra
völdum. I þessu samhengi er ekki
eingöngu átt við samskipti með
tölvum, það þarf einnig að huga að
því hvort framleiðslukerfin verða í
lagi, hvort afhendingar vöra tefj-
ast, hvort greiðslur berist í tíma
o.s.frv.
Verða hugbúnaðarhúsin sem út-
vega hugbúnað tilbúin með sinn
þátt? Hvað um aðra þjónustuaðila
sem íýrirtækið treystir á?
Gerið neyðaráætlun
Rétt er að gera ráðstafanir með
það í huga að geta bjargað sér
a.m.k. fyrstu dagana ef eitthvað fer
úrskeiðis.
Hafa stöðulista tilbúna á pappír.
Rifja upp vinnureglur vegna hand-
virkra aðgerða. Rifja upp ýmsar
reikniregiur. Hafa penna og nægan
pappír tiltækan!
Ræs! - törnin er byrjuð
Nú eru aðeins þrír mánuðir til
ársins 1999 en búist er við því að
vandamál vegna aldamótanna komi
víða í ljós strax í byrjun ársins.
Mjög líklegt er að einhver fyrir-
tæki eigi eftir að vinna margra
mánaða undirbúningsvinnu sem
ljúka þarf fyrir ái’amótin. Ef svo er
þá er komin upp staða sem virðist
oft koma upp hjá okkur á íslandi,
vertíðarstemmning og við lengjum
vinnudaginn! Nú er bara að vona
að það dugi til.
Aðeins hiuti þessara verkefna
verður unninn af tæknimönnum og
hugbúnaðarsérfræðingum. Not-
endur upplýsingakerfa og búnaðar
þurfa að taka virkan þátt í öllum
prófunum og því mjög mikilvægt
að stjórnendur fyrirtækja virki sitt
starfsfólk markvisst í þetta verk-
efni sem allra íyrst.
Tíminn er að renna út.
Höfundur er í nefnd tjármnlaráðu-
neytis um 2000-vnndamnlið og
deildarstjóri hugbúnaðar
þróunar hjá Eimskipi.
Gylfi
Hauksson