Morgunblaðið - 15.10.1998, Síða 55

Morgunblaðið - 15.10.1998, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1998 55V SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR + Sigríður Guð- mundsdóttir fæddist í Laugar- nesi í Reykjavík 8. febrúar 1900. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík hinn 3. október síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðmundur Böðvarsson kaup- maður, f. 12. októ- ber 1862, og Kristín Magnúsdóttir Stephensen bónda í Viðey, f. 23. nóv. 1861. Kristín og Guðmundur bjuggu lengst af á Grundarstíg 9. Þeim varð fjög- urra dætra auðið. 1) Áslaug, gift Daníel Kristinssyni, bók- ara. 2) Guðrún Elísabet, ógift. 3) Ingibjörg, gift Stephani Stephen- sen, kaupmanni. 4) Sigríður, ógift, en dóttir Áslaugar, Ida Sigríður, gift Magn- úsi Þorleifssyni við- skiptafræðingi, var fóstursystir þeirra. Sigríður verður jarðsungin frá Foss- vogskapellu í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. Látin er í Reykjavík í hárri elli Sigríður Guðmundsdóttir. Hún var langömmusystir barnanna minna og var dóttir mín alnafna hennar. Ekk- ert annað nafn en Sigríður kom til greina þegar ljóst var við fæðing- una hvors kyns barnið var. Sigríður varð síðan eins konar langamma systkinanna Sigríðar, Jóhanns Þórs og Magnúsar Más. Sigríður var um margt sérstök kona. Hún var lítil og nett, kannski svolítið „dönsk“, kvik í spori og afar vel til höfð. Hún las talsvert mikið, fylgdist vel með þjóðmálum og hafði skoðanir á þeim. Hún lét sér annt um sitt fólk og við dvöl okkar í fjar- lægu landi um nokkum tíma íylgd- ist hún vel með líðan okkar. Sagðist ekki treysta sér í bréfaskriftir, vildi frekar hringja af og til og það gerði hún, okkur til mikillar ánægju. Ann- ars hafði Sigríður sérstaklega fal- lega rithönd, ekki var það vanda- málið. En spjallið var betra, stutt en alltaf notalegt. Sigríður var fyrir löngu tilbúin til ferðarinnar miklu, sátt við sitt langa lífshlaup og hvíldinni fegin. Blessuð veri minning hennar. Birna J. Jóhannsdóttir. Elsku Æda mín, mig langar að kveðja þig með örfáum orðum. Margar minningar koma upp í hug- ann, sérstaklega frá því að ég var lítil og heimsótti þig á loftið á Grundarstígnum. Þú tókst alltaf vel á móti fólki og hafðir gaman af að fá gesti í heimsókn. Ég man að mér fannst mjög gaman að skoða alla fallegu hlutina þína og ég man eftir því þegar þú kenndir mér að leggja kapal í borðstofunni. í mínum huga varst þú eins konar amma og ekki eru allir svo heppnir að eiga þrjár ömmur. Eins og flestar ömmur gera fylgdist þú alltaf vel með því sem ég tók mér fyrir hendur og sýndir því áhuga. Við spjölluðum oft mikið saman um heima og geima og þú sagðir mér frá uppvaxtarárum þín- um. Þú sagðir mér t.d. frá því að fólk klæddi sig í sparifötin á sunnu- dögum og mér fannst svo sérstakt að þú gerðir það alla tíð. Það var mér mikils virði að þú fékkst tæki- færi til að hitta Sindra Þór og eiga með honum nokkrar stundir. Elsku Æda mín, takk fyrir að hafa verið mér góð alla tíð og að kenna mér margt um lífið og tilveruna. Það verður mitt veganesti í framtíðinni. Ég veit að þú ert hvíldinni fegin og að þú ert komin á fallegan og ör- uggan stað. Guð geymi minningu þína. Sigríður Guðmundsdóttir. hyggja voru þeir víst býsna margir sem komu við á Grundarstígnum. En ég hélt áfram að koma í þetta gamla og virðulega hús og nokkrum árum síðar hóf ég búskap með frænda hennar á Grundarstíg 19, sem hún átti einnig. Sigríður var aldamótabarn. Ung lærði hún hattasaum en fór svo til Eimskipafélags íslands og vann þar við bókhald í 40 ár. Samstarfsfólk hennar þar hélt tryggð við hana til hinstu stundar. Sigríður eða Iddi eins og við krakkarnir kölluðum hana bjó á loftinu á Grundarstíg 9 og sá um sig sjálf, þar til hún var svo óheppin að detta og mjaðmar- brotna 93 ára gömul. Þá var hún hrædd um að hún kæmist ekki aftur á fætur en upp stóð hún, þótt hún þyrfti hækjur eftir það. En þá voru stigarnir í gamla húsinu of erfiðir og nokkrum mánuðum seinna flutti hún á Hrafnistu í Reykjavík. Þar fékk hún þá aðstoð sem hún þurfti en talaði sérstaklega hlýlega um hana Einhildi sína, sem oft leit inn til hennar. Það hefur líklega ekki verið fyrr en Iddi var komin á Hrafnistu sem ég kynntist henni til hlítar. Þá vor- um við þó löngu farnar að skilja hvor aðra og vita að við höfðum ekíd alltaf sömu skoðanir, en við virtum það báðar. Þess vegna gátum við orðið rætt hvað sem var. Hún var löngu hætt að reyna að skilja til- ganginn með þessari löngu jarðvist, en hélt alltaf fast við að það væri bara leiðinlegt fólk sem léti sér leið- ast og mættu fleiri íhuga það. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Sigríði Guðmundsdótt- ur. Elsku Ida, ég sendi þér og þín- um samúðarkveðjur. Sigríður Matthíasdóttir. Blómin urðu mér svo nákomin af kynnum og vinafundum; því trega ég þau svo sárt þegar ég sé þau falla. (Þýð. Helgi Hálfdanarson) Þegar ég kveð Sigríði Guðmunds- dóttur, sem í dag er lögð til hinstu hvílu, koma í hugann minningar frá samvistardögum okkar á skrifstof- um Eimskipafélagsins í röska tvo áratugi og samfylgd sem við síðar höfum átt. Leiðir okkar lágu fyrst saman í bókhaldi Eimskipafélagsins vorið 1942. Hún hafði þá starfað hjá félaginu frá 1926, fyrstu árin í af- greiðslu skrifstofunnar en í bók- haldinu frá 1931. Hún vann fast að fjórum áratugum hjá félaginu og lét af störfum árið 1965 á sextugasta og sjötta aldursári. Fyrir rúmum aldarfjórðungi fór ég að venja komur mínar að Grund- arstíg 9. Þar bjó þá á loftinu lágvax- in snaggaraleg kona, sem ég komst fljótlega að að hafði mjög ákveðnar skoðanir á flestum hlutum og var með afbrigðum sjálfstæð. Þessi kona hét Sigríður Guðmundsdóttir og var hún þá komin yfir sjötugt en bar aldurinn afar vel. Mig minnir að ég hafi verið hálfsmeyk við hana til að byrja með, enda hefur hún sjálf- sagt litið á mig sem hvem annan menntaskólakrakka, en eftir á að H H Erfidrykkjur Simi 562 0200 H H H h H H H H H H fiiiimiiiii Ég var svo lánsamur þegar ég hóf starf hjá Eimskipafélaginu að mér var valið sæti í bókhaldinu, að heita mátti við hlið Sigríðar og að verk- efni okkar tengdust mjög náið. Ég - nýgræðingurinn - naut þá góðrar leiðsagnar hennar og starfsreynslu. Hún leiddi mig fyrstu skrefin inn á vettvang starfsins. Var mér það gott veganesti. Gerði ég mér síðar gi-ein fyrir því hvers virði það var að hafa fengið að njóta góðrar leið- sagnar hennar. Fljótlega varð ég þess var, að hún var í senn vel verki farin, afkastamikil og vandvirk þótt hún af hógværð vildi láta lítið yfir kunnáttu sinni. Á þessum árum var skrifstofutækni ólík því sem nú tíðkast og allt bókhald var hand- skrifað með bleki og penna. Voru ófáar færslumar, sem Sigríður lét eftir sig að loknum vinnudegi, allar með fallegri, læsilegi’i rithendi, er geymist um ókomna tíð í bókum Eimskipafélagsins. Nútíma bókara mun væntanlega þykja með ólíkind- um hvemig þetta mátti vera, enda er ekki líklegt að margir nái þeiiri leikni sem Sigríður réð yfir. Nú er komin ný tækni nýrrar kynslóðar. Samt sem áður þarf það ekki að vera staðfesting á færni bókarans nú umfram það sem áður var. Á löngum og farsælum starfsferli vann Sigríður í tíð þriggja fram- kvæmdastjóra Eimskipafélagsins, þeirra Emils Nielsen, Guðmundar Vilhjálmssonar og Ottars Möller. Hafði hún frá mörgu fróðlegu að segja frá þeim ámm. Hún var bæði minnug og greinargóð. Voru það ánægjulegar stundir að heyra hana rifja upp ýmislegt fróðlegt og for- vitnilegt frá fyrri tíð, sem hún sjálf þekkti af eigin raun. Og mér er hug- stætt að á öndverðu þessu ári þurfti ég að leita til hennar eftir upplýs- ingum sem vörðuðu Eimskipafélag- ið frá fyrri tíma og hvergi fundust skráðar. Brást þá ekki minnið og hún veitti mér skýr og greinargóð svör við því sem spurt var um. - En hún var ekki bara minnug á sögu- legan fróðleik. Hún gleymdi ekki heldur því sem er meira um vert - að þakka Honum sem veitir allar góðar gjafir. Það var hennar siður og hennar aðalsmerki. Á kveðjustund flýgur í gegnum hugann minningin um Sigríði eins og hún sjálf var, hógvær og jákvæð, minning sem ber svipmót lífshátta hennar, mannkosta og göfgi. Heim- urinn verður annar eftir að Sigríður er horfín mér, jólin ekki eins og áð- ur. Árið sem hún lét af starfí strengdum við þess heit að hittast upp frá því á Þorláksmessu ár hvert á meðan bæði lifðum og eiga upphaf jólahátíðar saman. Það heit rufum við aldrei. En þó að dauðinn hafi nú rofið þetta heit, þá mun birtan af minningunni lýsa, því ljós vinátt- unnar mun áfram skína þótt vinur- inn sé horfinn. Ég er þakklátur for- sjóninni fyrir svo einstakan vin. Ég þakka Sigríði góða og ánægjulega samfylgd. Astvinum hennar votta ég innilega hluttekn- ingu mína. Sigurlaugur Þorkelsson. , r v/Nýbýlaveg SÓLSTEINAR 564 4566 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlið 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ + Hjartkær bróðir okkar, EIRÍKUR HALLDÓR EIRÍKSSON málari, Gnoðarvogi 52, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur mánudaginn 12. október. Jón Eiríksson og systur. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, INGÞÓR LÍNDAL SIGURÐSSON, Uppsölum, Sveinsstaðahreppi, lést á héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi þriðjudaginn 13. október. Anna Marta Helgadóttir, börn og fjölskyldur. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, EINAR SIGURJÓNSSON fyrrverandi framkvæmdastjóri, lést 14. október á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja. Jarðarförin verður auglýst síðar. Hrefna Sigurðardóttir og aðrir aðstandendur. t Bróðir okkar, HILDIÞÓR TRYGGVASON, dvalarheimilinu Fellsenda í Dalasýslu, lést á Sjúkrahúsinu á Akranesi laugardaginn 3. október sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Fyrir hönd okkar systkinanna, Jóhanna Tryggvadóttir. t Útför elskulegrar sambýliskonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, ÖNNU KRISTÍNAR HALLDÓRSDÓTTUR THOMSEN, frá Siglufirði, fer fram frá Áskirkju á morgun, föstudaginn 16. október kl. 10.30. Ingvar Björgvin Jónsson, Hallmar Thomsen, Elna Thomsen, Leifur Sveinbjörnsson, Tómas Enok Thomsen, Sesselja Halldórsdóttir, Magnea Thomsen, Guðmundur Jón Sveinsson, Svala Sigríður Thomsen, Hreiðar Þórír Skarphéðinsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabamabarnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTA KARÍTAS EINARSDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Garðvangi, Garði, áður Þórustíg 13, Ytri-Njarðvík, verður jarðsungin frá Ytri-Njarðvíkurkirkju á morgun, föstudaginn 16. október kl. 14.00. Einar Árnason, Guðríður Árnadóttir, Sigurþór Árnason, Sveinn Guðbergsson, Berglaug Jóhannsdóttir, Sigríður Guðbergsdóttir, Ásgeir Ingimundarson, Aðalsteinn Guðbergsson, Guðríður Hauksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.