Morgunblaðið - 15.10.1998, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 15.10.1998, Qupperneq 56
-£6 FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Jón Magnússon, bóndi á Hávars- stöðum í Leirár- sveit, var fæddur á Brekku á Hvalfjarð- arströnd 13. apríl 1906. Hann andað- ist á Sjúkrahúsi Akraness 31. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hans voru Guðrún Bjarnadótt- ir frá Vigbelgsstöð- um í Innri-Akranes- hreppi og Magnús Gislason bóndi á Brekku á Hvalfjarð- arströnd. Þau Guðrún og Magn- ús eignuðust sex börn. Elstur var Bjarni, sem kenndur var við Brekku, næst Jórunn, sem lést fjögurra ára, þá Gísli, sem ól allan sinn aldur á Brekku og lést nú í vor í hárri elli. Jón var fjórði í röðinni, þá kom Guð- mundur, sem lést fárra mánaða gamall, og loks Jórunn, sem nú er ein lifandi af systkinahópn- um og býr á Brekku. Jón ólst upp á Brekku bemsku- og unglingsár sín. 1928-1930 stundaði hann nám við Hvítárbakkaskóla. Sfðan stundaði hann sjómennsku frá Akranesi og Reykjavík um nokkurra ára bil, jafnframt því sem hann vann við búskap. Hinn 15. maí 1937 kvæntist hann eftirlifandi eiginkonu sinni, Sigríði Beinteinsdóttur frá Grafardal, siðar Draghálsi. Þau eignuðust þrjá syni: Gunn- ar Magnús, sem er tæknifræð- ■A- Jón Magnússon, fyrrverandi bóndi á Hávarsstöðum, hefur lokið löngum og giftudrjúgum starfs- degi. Þegar þau hjón komu að Hávarsstöðum lagði hann kapp á að byggja upp jörðina, jók ræktun, endurnýjaði byggingar og stækk- aði bústofninn. Hann var dugmikill og athafnasamur bóndi, vinnusam- ur og sívinnandi heima og heiman. Hann var laginn við smíðar, og hjálpaði sveitunguym sínum og öðrum við þau störf. Jón var hávaxinn og grannholda, snar í hreyfíngum með glaðbeittan svip. Hann var félagslyndur og gestrisinn og fús til að taka að sér úbyrgðarstörf fyrir sveit sína, enda voru honum falin fjölmörg trúnað- arstörf. Hann tók virkan þátt í starfi Ungmennafélagsins og var kjörinn heiðursfélagi þess. Þá var hann áhugasamur um tónlist, lék á orgel í frístundum og söng í kórum. Það segir sína sögu um það hve kær tónlistin var honum, að ungur maður eignaðist hann harmóníum og spilaði á það þegar færi gafst, en þegar hann hóf búskap á Brekku varð hann að selja það til þess að fjármagna búskapinn. Eft- ir að hann kom að Hávarsstöðum saknaði hann þess hins vegar að hafa ekki hljóðfæri til að spila á og seldi reiðhestinn sinn til að fjár- magna kaup á nýju orgeli. Þetta sýnir að búskapurinn og afkoma ingur í Reykjavík, og tvíburabróður hans, Grétar, sem nú er bóndi á Hávarsstöðum. Þriðji bróðirinn er Georg Pétur, bif- reiðastjóri í Reykja- vík. Þau Jón og Sig- ríður hófu búskap á Brekku og bjuggu þar 1936-1940, Litla-Lambhaga 1940-1943, Drag- hálsi 1943-1944, en það ár keyptu þau Hávarsstaði í Leirársveit og bjuggu þar síðan. Með búskapn- um gegndi Jón ýmsum trúnað- arstörfum. Var kennari í Leir- ár- og Melasveit 1958-1961, oddviti 1954-1966, sýslunefnd- armaður 1958-1978 og hrepp- stjóri 1970-1978. Jón sat í skólanefndum Leirárskóla og Heiðarskóla um 16 ára skeið og var gjaldkeri byggingarnefndar Heiðarskóla 1966-1974. Hann hætti búskap 74 ára gamall, en tók þá að fást við að smíða og renna fagra muni, jafnframt því sem hann gat þá sinnt betur áhugamálum sínum við ætt- fræði. Rétt fyrir níræðisafmæl- ið fékk hann blóðtappa og var lagður inn á sjúkrahús Akra- ness. Fram að þeim tíma gat varla heitið að honum hefði orð- ið misdægurt. Útför hans fór fram frá Hall- grímskirkju í Saurbæ 5. sept- ember. fjölskyldunnar hafði forgang hjá honum, en síðan komu áhugamálin. Ég kynntist Jóni Magnússyni fyrst í tengslum við áhuga hans á ættfræði. Hann var einn af mörg- um Borgfirðingum, sem tóku þátt í að safna og gefa út Borgfirskar æviskrár í sögufélagi Borgarfjarð- ar, og þar var hann alla tíð virkur og áhugasamur félagi. Um árabil vann hann að gerð niðjatals ömmu sinnar, Jórunnar Magnúsdóttur frá Stóra-Botni. Þá var Jón mikill unn- andi kveðskapar og ljóðagerðar, enda vel liðtækur á þeim vettvangi, eins og margir Islendingar. A heimili þeirra hjóna var þessi tóm- stundaiðja dagleg iðkun. Sigríður (Sigga) eiginkona hans er ættuð frá Grafardal, dóttir hjónanna Beinteins Einarssonar og Helgu Pétursdóttur, en ljóðlist var í há- vegum höfð á heimili þeirra. Það vakti snemma athygli að öll systk- inin átta frá þeim bæ hneigðust að ljóðagerð. Jón vakti athygli mína á þessum fágætu eiginleikum systkinanna og bauðst til að leggja fram vinnu við undirbúning útgáfu á ljóðabókum eftir þau, ef ég vildi sjá um fram- kvæmdir. Saman unnum við svo að útgáfu ljóðabóka eftir sex systkin- anna, þau Pétur, Halldóru, Einar, Sigríði, Guðnýju og Sveinbjöm. Einnig bjó Jón til útgáfu bókina Raddir dalsins, en hún hefur að geyma Ijóð eftir öll systkinin frá Grafardal, átta talsins. Auk fyrr- nefndra sex systkma eru í þeirri bók einnig ljóð eftir Björgu og Ingibjörgu Beinteinsdætur. I formála bókarinnar Raddir dalsins segir Jón m.a.: „Ljóð getur ekki talist listaverk vegna þess eins að í því eru stuðlar og rím, en þegar hrynjandi stuðlar og rím sameinast skáldlegu lista- verki, þá er vel farið. Vonandi get- ur íslenska þjóðin um aldir notið þessara sérkenna sinna í ljóðagerð. Það hlýtur að teljast einstakur við- burður í íslenskri bókaútgáfu, að út komi bók með ljóðum og vísum eft- ir átta systkini. Ég minnist þess ekki að hafa heyrt þess getið. Að því leyti er þetta merkur viðburður að flest ljóðin og vísumar em frá- bær skáldskapur." Þá vann Jón einnig að söfnun borgfirskra ljóða, ásamt Sveinbimi mági sínum, Bjama Valtý Guðjóns- syni og undirrituðum. Ég á góðar minningar frá sam- starfi mínu við Jón og Siggu á Hávarsstöðum við útgáfu ofan- greindra bóka. Þau komu oft til okkar Elínar á skrifstofu Hörpuút- gáfunnar, dmkku með okkur kaffi- sopa með kandís, fluttu okkur vísur og stökur, og sögðu okkur frá skemmtilegri upplifun sinni og ferðalögum. Jón horfði alltaf björt- um augum til framtíðar og lífsgleði hans hreif með sér. Það sama mátti segja um Siggu, konu hans, sem oftast fylgdi honum í kaupstaðar- ferðum og var honum samstiga í hveiju sem þau tóku sér íyrir hendur. Jón var orðinn 72 ára þegar hann tók bílpróf og eignaðist sinn fyrsta bíl. Hann átti góða bíla, og fram á elliár var hann ólatur að aka þeim og hirti þá lítt um veður. Ég minnist þess ekki að hann hafi frestað ferðum þótt hálka væri á vegum og oft hafi blásið hressilega í Leirársveitinni og undir Akra- fjalli. Jón og Sigga tóku virkan þátt í félagslífi aldraðra í Borgarfirði og á Akranesi og skemmtu á samkom- um þeirra með upplestri og vísna- kveðskap. Þau eignuðust þannig fjölda vina sem þau heimsóttu reglulega. Lengsta ferð þeirra var þó á fullorðinsárum á slóðir ætt- ingja Siggu í Kanada, en Jón var um áratugi í bréfasambandi við þá. Jón Magnússon lifði miklar breytingar á sviði atvinnuhátta, menntunar og menningar, eins og samferðamenn hans á þessari öld. Hann var opinn fyrir nýjum og breyttum tækjum til hvers konar verka. Sem dæmi um það fékk hann hjá mér rafritvél, þegar hann var áttræður, og tókst á örfáum vikum að ná fádæma leikni við notkun hennar. Kom það sér vel þegar hann endurritaði og bjó efni til prentunar. Allur frágangur hans á því efni bar vott um einstaka vandvirkni og nákvæmni. Jón Magnússon var fróður og vel að sér um land og sögu. Hann stóð því traustum fótum á þeim grunni og því gildismati, sem hefur verið grundvöllur þjóðmenningar okkar um aldir. Hann þekkti vel gildi vinnusemi, réttlætis og samvisku- semi og gat verið kröfuharður við aðra, en hann var ekki síður kröfu- harður við sjálfan sig og lagði sig fram um að gera alla hluti vel. Sögufélag Borgarfjarðar, borg- firsk ættfræði og ljóðahefð átti traustan liðsmann í Jóni Magnús- syni. Við Elín þökkum honum vin- áttu og góða samfylgd. Um leið og við biðjum honum Guðs blessunar vottum við Sigríði, sonum hennar og fjölskyldum þeirra dýpstu sam- úð. Bragi Þórðarson. öarðskom ^ v/ Possvogski**kjugaúð a \. Símii 554 0500 LEGSTEINAR I rúmgóðum sýningarsölum okkar eigum við ávallt íyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða úr íslenskum og erlendum steintegundum. Verið velkomin til okkar eða hafið samband og fáið myndalista. ÍS S.HELGflSOW HF ISTEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP.,SÍMI:557-6677/FAX:557-8410 JON MAGNÚSSON + Útför bróður míns, STEFÁNS ÞÓRÐARSONAR, sem andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði fimmtu- daginn 8. þ.m., fer fram frá Fossvogskirkju á morgun, föstudaginn 16. október kl. 15.00. Ingi Þórðarson og fjölskylda. + Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LAUFEY LOFTSDÓTTIR, Efstalandi 16, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju á morgun, föstudaginn 16. október, kl. 15.00. Edda Sigurðardóttir, Valdimar Ásmundsson, Anna Sigurðardóttir, Sigurður Georgsson, Gylfi Sigurðsson, Sigurbjörg Ármannsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLAFÍA BOGADÓTTIR BREIÐFJÖRÐ, Laugateigi 27, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju á morg- un, föstudaginn 16. október kl. 13.30. Eiður Breiðfjörð, Guðmundur Bogi Breiðfjörð, Bertha R. Langedal, Leifur Breiðfjörð, Sigríður Jóhannsdóttir, Gunnar Breiðfjörð, Elín Aune, barnabörn og barnabarnabarn. + Móðir mín, KRISTÍN JÓNSDÓTTIR, Suðurengi 30, Selfossi, áður Aragötu 1, Reykjavík, verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugardag- inn 17. október kl. 10.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á samtök fatlaðra og önnur líknarfélög. Hörður Björnsson og systkini. + Þökkum af alhug öllum þeim sem veittu okkur samúð og stuðning við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, sonar og bróður, JÓNS HANNIBALSSONAR, Bergholti 8, Mosfellsbæ. Ragnhildur Þorleifsdóttir, Þórunn Stefanía Jónsdóttir, Benedikt Halldór Halldórsson, Þorsteinn Jónsson, Berglind Hanna Jónsdóttir, Þorsteina Kristjana Jónsdóttir og systkini hins látna. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför JÓNS JÓNASSONAR, Þverá, Laxárdal. Systkini og aðrir vandamenn hins látna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.