Morgunblaðið - 15.10.1998, Síða 62
-»>É
62 FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
þETTÁ HEFSTOPPOk
'/lðElr
[ flÁLÆ&TMÖE>HEST7!t’i
\lff
53
9-7
Grettir
6KETTIR'
&G MINNisr þess EKXl "Að t>ó
HAFIR SÓTT OM LEYF/ TIL pESS
AE> SM.ÍÞA ÓTSJCOTSGLOSÖA...
Ferdinand
Já, kennari... ég er viss um að Ætti ég að vekja hana?
hún er sofandi...
Ég held að það sé kominn tími fyr-
ir morgungjöfína hennar ...
-4
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Skólaakstur fatlaðra
skólabarna, SSH og
Allrahanda/Isferðir hf.
Frá Hönnu Dóru Stefánsdóttur:
HINN 1. september sl. tóku nýir
aðilar við akstri fatlaðra skólabama
og akstri fyrir Styrktarfélag van-
gefinna.
Enn einu sinni er komið aftan að
hinum fatlaða, þar sem hann á litla
möguleika á að koma sínum skoðun-
um á framfæri, enda ekki boðið upp
á það því peningar skulu ráða frek-
ar en vellíðan og gleði hins fatlaða.
Samtök sveitarfélaga á höfuð-
borgarsvæðinu (SSH) buðu út
skólaakstur fatlaðra skólabarna sl.
vor til þess eins að spara aurinn og
kasta krónunni. Var sá fatlaði
og/eða aðstandendur hafðir með í
ráðum? Nei, því þeir hefðu neitað
spamaðinum og haft að leiðarljósi
umhyggju og velferð hins fatlaða.
Saprnaðurinn skal vera tíu milljónir
á ári og bæta skal þjónustuna við
hinn fatlaða fyrir sparnaðinn.
Nú, einum og hálfum mánuði eftir
að nýir aðilar, Allrahanda/Isferðir
hf., tóku til starfa, era enn miklir
vankantar á þessum akstri. SSH
virðist vera alveg sama og einblína
bara á að spamaðinum skuli skilað í
kassann, óháð þvi hvernig hinum
fatlaða eða aðstandendum þeirra
líður. Það sem sex bílar gátu séð um
áður með alveg ágætum árangri
geta tíu bílar ekki enn séð um í dag
án þess að kvörtunum rigni inn á
borð til Allrahanda. Algjört skipu-
lagsleysi ríkir í þessum málum og
það bitnar aðeins á hinum fatlaða.
Bréfum er ekki svarað og því fer
maður að hugsa: Enn og aftur skulu
þaggaðar niður þessar óánægju-
raddir, sá fatlaði skal taka því sem
að honum er rétt og þakka fyrir í
staðinn fyrir að kvarta. Ef hinn
fatlaði hefði verið spurður og gæti
svarað um þetta útboð hefði hann
án efa sagt nei, því allar breytingar
fyrir hann geta haft ófyrirséðar af-
leiðingar í för með sér. SSH er hins
vegar alveg sama um það, því þá
varðar ekkert um hina andlegu líð-
an, þeir hugsa bara um hvar hægt
er að spara. Og hvar er þá best að
byrja, jú á hinum fötluðu, því ekki
kvarta þeir.
Foreldrar, aðstandendur, starfs-
fólk og þeir sem bera hag hins
fatlaða fyrir brjósti: Nú er tími til
kominn að snúa vörn í sókn og láta
ekki einhverja ski-iffínna úti í bæ
taka ákvarðanir um hina fötluðu
skjólstæðinga okkar án vitundar
okkar og umsagnar.
Kynningin á þessari miklu breyt-
ingu kom til okkar allra þremur
dögum áður en nýir aðilar tóku við
akstrinum. Sættum við okkur enda-
laust við svona lítilsvirðingu við
hinn fatlaða? Nei og aftur nei. Snú-
um bökum saman og stöndum vörð
um hag okkar fötluðu einstaklinga.
HANNA DÓRA STEFÁNSDÓTTIR,
forstöðuþroskaþjálfí.
Útburðir
Félagsbústaða hf.
Frá Sigrúnu Ármanns Reynisdóttur:
ÞAÐ ER alveg merkilegt hversu
hart er ráðist á garðinn þar sem
hann er lægstur. Félagsbústaðir hf.
sendu öllum leigutökum sínum hót-
unarbréf um síðustu mánaðamót,
hvort heldur sem þeir skulduðu
leigu eða ei. Þetta vora grófar hót-
anir um að innheimtufyrirtæki sér-
hæft í innheimtu myndi bæði senda
bréf og ef það ekki virkaði hæfust
hringingar... Hvað svo? Síðan var
sagt að krafist yrði útburðar og
skuldin send í lögfræðiinnheimtu,
með kostnaði. Hvernig er þetta
hægt gagnvart fátæku fólki og jafn-
vel veiku? Hvílík mannfyrirlitning!
Fólk hefur haft samband við mig
alveg miður sín og jafnvel grátandi.
Sumir eru hræddir um öryggi sitt.
Þetta eru óhugnanlegar hótanir,
gerðar til að hræða fólk. Margt
þetta fólk er mjög viðkvæmt og
heilsa þess getur versnað við að fá
slíkt bréf.
Er ekki bannað að ónáða fólk á
heimilum þess, er það ekki að rjúfa
friðhelgi heimilis? Er ekld nóg kom-
ið af því hvernig fátækt fólk er
hundelt, vegna skulda sem það er í,
vegna þess að það fær ekkert af
góðærinu, þótt það fái frið heima
hjá sér fyrir ónæði? Og hvert á fólk
að fara þegar búið verður að bera
það út? Ber ekki sveitarfélögum
skylda samkvæmt lögum að sjá
þessu fólki fyrir húsaskjóli? Og
hvað um mannréttindalög, er ekki
verið að brjóta þau?
Það er komið haust, og jólin nálg-
ast brátt. Er þetta jólagjöfin í ár til
þessa fólks og barna er þarna búa,
að þurfa að halda uppá hátíð ljóss
og kærleika úti á köldum klakan-
um? Og hvemig verður sálariíf
þessa fólks og barna? Sálarlíf barns
gæti skaðast við svona lagað.
Fögur vora kosningaloforðin hjá
R-lista fólki áður en það komst til
valda, það hlutsaði ég á. Ég átti von
á öðru en þessu. Þetta eru sár von-
brigði margra, sem treystu þessum
loforðum. Eg skora á borgarstjór-
ann, hana Ingibjörgu Sólrúnu, og
aðra í borgarstjórn að laga þetta
strax! Svo leigutakar Félagsbústaða
geti sofið rólegir í fallegu borginni
okkar, innandyra en ekki úti á klak-
anum.
Sýnið kærleika þeim sem minna
mega sín.
SIGRÚN
ÁRMANNS REYNISDÓTTIR,
rithöfundur og ritari
Leigjendasamtakanna.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.