Morgunblaðið - 21.10.1998, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÞEIR sem standa að sirkusnum eru á ýmsum aldri, sá
yngsti er fjögurra ára.
Islandsferð ungversks
sirkuss í uppnámi
Nýjar reglur frá kirkjuþingi um val á prestum
Valnefnd ræður en biskup
ef ekki næst samstaða
UNGVERSKUR sirkus sem áætl-
að var að kæmi hingað til lands 5.
nóvember nk. og sýndi víðs vegar
um landið gæti þurft að hætta við
komu sína hingað. Framkvæmda-
stjóri sirkussins, Laszlo Szabo,
kom hingað til lands fyrir tveimur
vikum og tók niður bókanir fyrir
sirkusinn en þegar Szabo kom aft-
ur til þess að undirbúa komu 20
manna hóps listamanna, komst
hann að því að margir sem bókað
höfðu sirkusinn voru hættir við.
„Þetta er hræðilegt. Von er á
hópnum hingað til lands eftir
rúmar tvær vikur, og hafa sýning-
aratriðin verið sett saman sér-
staklega fyrir þessa íslandsferð.
Tækjabúnaðurinn kemur hingað
nk. mánudag en þónokkrir aðilar
hafa hætt við bókun á sýningunni.
Hópurinn myndi því aðeins sýna
u.þ.b. Qórar sýningar á Islandi og
það eru alltof fáar sýningar fyrir
okkur miðað við þann kostnað
sem við leggjum í að koma hing-
að. Við getum, og viljum, sýna á
fleiri stöðum á íslandi, svo ef ein-
hver vill fá sirkus í bæinn þá er
um að gera að grípa tækifærið
núna,“ segir Szabo.
Sirkusinn samanstendur af ým-
iskonar ólíkum sýningaratriðum.
Má þar nefna Ioftfimleika, sjón-
hverfíngar og trúða, svo eitthvað
sé nefnt, og er sýningarfólkið á
öllum aldri, sá yngsti íjögurra
ára. Sirkusinn hefur ferðast víða
um Evrópu en undanfarið sýnt að-
allega í Frakklandi og Englandi.
Szabo segist vona að fleiri bókan-
ir berist sem fyrst, svo íslandsferð
sirkussins muni borga sig og ekki
þurfí að aflýsa ferðinni.
NYJAR reglur um val á presti,
skiptingu starfa presta og starfs-
skyldur presta voru samþykktar á
kirkjuþingi í gær. Varðandi val á
sóknarprestum eða prestum er þar
gert ráð fyrir að sérstakar val-
nefndir velji og óski minnst þriðj-
ungur atkvæðisbærra sóknarbama
í prestakalli þess að prestskosning-
ar fari fram skuli sú ósk koma fram
Lést í um-
ferðarslysi
MAÐURINN, sem beið bana í
umferðarslysi við Kaldbaksleiti
sunnan við Húsavík á mánu-
daginn, hét Hjörtur Sigurðsson
til heimilis á Höfðavegi 14 á
Húsavík. Hjörtur var 59 ára
gamall og lætur eftir sig eigin-
konu og fjögur uppkomin börn.
eigi síðar en hálfum mánuði eftir að
prestakallið var auglýst laust til
umsóknar.
Talsverðar umræður urðu um
málið á kirkjuþingi og sagði biskup
Islands, Karl Sigurbjömsson, í
samtali við Morgunblaðið að þessi
umræða hefði verið í kirkjunni í
heila öld og snúist um rétt safnaða
til að hafa áhrif á val sóknarprests.
„Sú niðurstaða sem nú er orðin
er til komin eftir miklar og ítarleg-
ar umræður og hún er málamiðlun
og sátt sem rétt er að láta reyna á.
Þessi leið leggur mikinn vanda á
herðar biskupsembættinu og það
verður að vinna mjög skýrar leið-
beiningarreglur um framkvæmd
vals,“ segir biskup. Með orðunum
um vanda sem lagður er á herðar
biskupsembættisins á hann við að
biskup skuli skera úr um val á
presti náist ekki samstaða í val-
nefnd. Gert er ráð fyrir að í val-
nefnd sitji viðkomandi vígslubisk-
up, prófastur og fimm fulltrúar
prestakaUs. Fulltrúar prestakalls í
valnefnd skulu kjörnir til fjögurra
ára í senn á sóknarnefndarfundi
eða á sameiginlegum fundi sóknar-
nefnda séu fleiri en ein sókn í
prestakalli.
Gert er ráð fyrir að reglumar
öðlist gildi 1. janúar næstkomandi
og að þær verði endurskoðaðar
innan tveggja ára.
Hugmyndir um að tengja kolefniskvóta við landareign frekar en ríki
Kolefniskvótar gætu
eflt íslenska skógrækt
AÐALSTEINN Sigurgeirsson, for-
stöðumaður Rannsóknarstöðvar
Skógræktar ríkisins á Mógilsá, tel-
ur það koma vel til greina að tengja
kvóta vegna bindingar koltvísýrings
í andrúmsloftinu við landeiganda
frekar en ríki. Slíkt gæti aukið arð-
semi skógræktar á íslandi. Hann
segir að Ný-Sjálendingar og Ástral-
ar hafi markað þá stefnu að kolefn-
iskvóti hvers lands verði eign land-
eiganda en ekki ríkisins.
Samkomulagið um Kyoto-bókun-
ina um takmörkun á losun gróður-
húsalofttegunda út í andrúmsloftið
gerir ráð fyrir að aðildarþjóðimar
geti bundið koltvísýring með skóg-
rækt og unnið sér þannig inn
kolefniskvóta. Jafnframt er gert ráð
fyrir að þessir kvótar verði fram-
seljanlegir. Eftir er að útfæra
hvernig staðið verður að viðskiptum
með kolefniskvóta. Fundur um mál-
ið var haldinn í Róm nýlega og sótti
Aðalsteinn hann fyrir Islands hönd.
Aðalsteinn sagði að á fundinum
hefði verið rætt um skilgreiningar á
orðum eins og skógur og skógrækt.
Sumir vildu skilgreina skóg sem
svæði sem væri af ákveðinni stærð
og ákveðinni hæð. Eins hefði verið
farið yfir gögn um hvað binst mikið
kolefni með skógrækt.
Ástralar og Ný-Sjálendingar
ætla að binda kvótana við land
Aðalsteinn sagði að á fundinum
hefði komið fram að Ástralar og Ný-
Sjálendingar hefðu uppi miklar áætl-
anii' um skógrækt á næstu árum og
áratugum. Þeir ætluðu ekki að
byggja sitt kerfi á því að sá koltví-
sýringur sem yrði bundinn með
skógrækt yrði eign ríkisstjóma land-
anna heldur yrði bindingin eign
landeigandans. Landeigandinn gæti
síðan selt þann kvóta sem hann hefði
áunnið sér með sinni skógrækt til
annars lands. Aðalsteinn sagðist enn
ekld vera kominn með upplýsingar í
hendur um að hvað miklu leyti
Ástralar og Ný-Sjálendingar ætluðu
að styrkja skógræktina með beinum
ríkisstyrkjum.
Aðalsteinn sagði að ekkert í
Kyoto-bókuninni segði til um hvern-
ig aðildarþjóðirnar ættu að standa
að málum í sínu heimalandi. Það
væri því ekkert því til fyrirstöðu að
Island tæki þá ákvörðun að tengja
þann kolefniskvóta sem verður til
við skógrækt við það land sem
skógurinn er á, m.ö.o. að landeig-
andinn eignist kvótann. Þetta yrði
pólitísk ákvörðun í hverju landi fyr-
ir sig.
„Þessi hugmynd Ný-Sjálendinga
og Ástrala er mjög spennandi. Ef
þetta yrði framkvæmt með sama
hætti á íslandi skapast óútreiknan-
legir tekjumöguleikar fyrir íslenska
bændur. Jafnframt yrðu þessir hlut-
ir ekki settir upp í samhengi við um-
deilanleg mál hér innanlands sem
tengjast mengun. Þetta yrði fram-
seljanlegur kvóti sem bændur eða
samtök þeirra gætu selt til Hollands
eða Bretlands.“
Aðalsteinn sagði að reiknað hefði
verið út að hugsanleg arðsemi
nytjaskógræktar á fslandi á 100 ára
tímabili væri 2-3%. Þetta væri talið
allgott, en lágt ef miðað væri við
bankavexti. Framseljanlegir kolefn-
iskvótar í eigu bænda myndu
breyta þessari mynd. Það væri
hugsanlegt að ríkið gæti hætt
stuðningi við skógrækt til kolefnis-
bindingar og skógrækt gæti orðið
atvinnuvegur sem stæði undir sér
sjálfur t.d. með beinum fjárfesting-
um frá útlöndum.
Aukin
*
a
áfengi
SALA á áfengi í lítrum talið jókst
um 9% frá árinu 1996 til 1997 eða
úr 11.430.776 litrum í 12.464.715
lítra. Mælt í alkóhóllítrum jókst
salan um 5,2%. Árið 1996 voru
998.019 alkóhóllítrar seldir en árið
1997 voru þeir 1.050.086.
í magntölum er ekki tekið tillit
til þess áfengis sem áhafnir skipa
og flugvéla flytja inn í landið né
þess sem ferðamenn taka með sér.
Ekki er heldur tekið tillit til áfeng-
is sem flutt er út eða selt til Frí-
hafnarinnar á Keflavíkurflugvelli.
Af einstökum vöruflokkum jókst
sala á milli áranna 1996 og 1997
mest á bjór, en því næst sala á
rauðvíni og koníald, að því er fram
kemur í frétt frá Hagstofu íslands.
Ef litið er til talna um sölu
áfengis í lítrum eftir einstökum
vöruflokkum frá árinu 1993 hefur
sala á léttum vínum aukist um
42%, sala bjórs um 68% en sala
sterkra vína hefur dregist saman
um 21%.
í dag
www.mbl.is
ii
Guðrún Katrín
Þorbergsdóttir
Á MIÐVIKUDÖGUM
KRINGLU
KAST
Blaðinu f dag
fylgir 12
síðna auglýs-
ingablað
„Kringlukast"
sem dreift er
á höfuðborg-
arsvæðinu.
íslendingar
ætla sér
sigur
B1
Arnar
skoraði og
Jóhann með
Michael
Owen var
varamaður