Morgunblaðið - 21.10.1998, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 21.10.1998, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1998 11 FRÉTTIR Heildarsamtök fjölmiðla- starfsmanna stofnuð Morgunblaðið/Golli HÓPURINN sem hefur undirbúið stofnun Fjölmiðlasambandsins er skipaður þeim Gunnari Júlíussyni frá Fé- lagi grafískra teiknara, Jóni Ásgeiri Sigurðssyni frá Starfsmannasamtökum RUV, Magnúsi L. Sveinssyni frá Verslunarmannafélagi Reykjavikur, Georg Skúlasyni frá Félagi bókagerðarmanna, Lúðvík Geirssyni frá Blaðamannafélaginu og Helga R. Gunnarssyni frá Rafiðnaðarsambandinu. SEX stéttarfélög starfsmanna á fjöl- miðlum munu næstkomandi laugar- dag halda stofnfund nýrra heildar- samtaka, Fjölmiðlasambandsins, sem er ætlað að gæta sameiginlegra hagsmuna þessai'a hópa. Jafnframt verður þá haldið fjöl- miðlaþing á vegum sambandsins. Fyrirlesari á þinginu verður banda- ríski fjölmiðlaprófessorinn John V. Pavlik frá Columbiaháskóla. Þar á eftii' verða haldnar pallborðsumræð- ur undir stjórn Elínar Hirst frétta- manns og taka fulltrúar hinna ýmsu starfshópa innan fjölmiðla þátt í þeim. Stofnfundurinn og fjölmiðlaþingið fara fram í Súlnasal Hótels Sögu. Stéttarfélögin sex eru Blaða- mannafélag íslands, Félag bóka- gerðarmanna, Félag grafískra teikn- ara, Rafiðnaðarsamband Islands, St- arfsmannasamtök RÚV og Verslun- armannafélag Reykjavíkur. Á blaðamannafundi sem undirbún- ingshópur fyrir stofnun Fjölmiðla- sambandsins hélt í gær kom meðal annars fram að tæknibreytingar í fjölmiðlun hafa leitt til þess að skil milli ólíkra starfa og starfshópa hafa orðið ógreinilegri og nýjar starfs- stéttir hafa orðið til. Dæmi um nýja stétt eru þeir sem starfa að alnets- málum, en þeir hafa dreifst á ýmis stéttai'félög. Keppni milli stéttarfélaga á fjöl- miðlum erlendis „Erlendis hefm- þessi þróun leitt til deilna milli ólíkra stéttarfélaga, þau hafa keppt um félagsmennina,“ segb' Lúðvík Geirsson, fulltrúi Blaðamannafélags Islands í undir- búningshópnum. Lúðvík segii’ að hér á landi hafi átök af þessu tagi ekki komið upp enn, og með stofnun Fjöl- miðlasambandsins sé vonandi komið í veg fyrii' að það geti gerst. Meðlimh' undh'búningshópsins segja að samstarfíð milli félaganna hér á landi hafi vakið athygli erlend- is, meðal annars á fundi norrænna blaðamannafélaga fyrh’ nokkrum vikum. Þeh’ segja að í undirbúningi sé svipað samstarf á alþjóðavísu, og að því muni verða vel fylgst með reynslunni hér á landi. Eitt mikilvægustu samstarfssviða félaganna eru endurmenntunarmál- in. Hugmyndin er að meðlimir alh'a félaganna hafi aðgang að námskeið- um hinna. Magnús L. Sveinsson, for- maður Verslunarmannafélags Reykjavíkur, bendir meðal annars á að gerðh' hafi verið samningar við 76 aðila sem bjóða upp á ýmiss konar kennslu um afslætti til handa félags- mönnum. „Við munum beita okkur GARÐAR Pétursson hjá auglýs- ingastofunni AUK sigraði í keppni um hönnun á merki Fjölmiðlasambandsins. fyrir að meðlimir í hinum félögunum njóti einnig þessa afsláttar," segh' Magnús. Samstarf verður um nýtingu or- lofshúsa félaganna, og er það sam-. starf reyndar að nokkru leyti komið til framkvæmda. Ekki er sérstaklega stefnt að þvi að félögin geri sameiginlega kjara- samninga. Fulltrúar þeiiTa telja þó líklegt að samstarf verði milli þeirra á því sviði, og benda í því sambandi á að samstaða ólíkra félaga hafi haft úrslitaáhrif á útkomu kjarasamninga starfsmanna Stöðvar 2 fyrir um tveimui' árum. Dani gripinn í Leifsstöð með 13,5 kg af gullskrapi og gömlum gullfyllingum Kannað hvort sala á gull- fyllingnm er skattskyld MAÐUR á leið til Danmerkur var nýlega stöðvaður af tollvörðum í Leifsstöð með talsvert magn af gull- tönnum í fórum sér. Tollgæslan í Keflavík leitaði viðbragða hjá land- læknisembættinu en ekkert í lögum vh'ðist banna útflutning af þessu tagi, að sögn Matthíasar Halldórs- sonar aðstoðarlandlæknis. „Mér vafðist satt að segja tunga um tönn við þessa fyrirspurn," segir Matthías. Hann segir sambærilegt mál ekki áður hafa borist embætt- inu. Maðurinn, sem er danskur, fékk að halda áfram för sinni með fylling- arnar enda ekki talið að um glæp- samlegt athæfí væri að ræða þótt fyllingarnar hafi vakið undrun varða þegar málmarnir komu fram við vopnaleit. Þorgeh’ Þorsteinsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, segir að ljósrit hafi verið tekin af sölunótum Danans og síðan mun sýslumaður fá þau í hendur til að meta hvert framhald málsins verður. Hann sagði að helst liti út fyrir að hér væri um skattamál að ræða þar sem kannað yrði hvort söluaðilar væru skyldugir að greiða skatt af tekjum fyrir sölu fylling- anna. Var með 13,5 kg af fyllingum Daninn safnaði 13,5 kg af fylling- um sem hann keypti af 67 aðilum, mest af tannlæknum í smáum stfl, en einnig af tannsmíðaverkstæðum, þar sem stærstu viðskiptin fóru fram. Nóturnar sem hann sýndi fyrir við- skiptin voru á bilinu þúsund til 240 þúsund krónur, en hann keypti fyll- ingarnar fyrir fyrh'tækið Midas Metals í Ringsted í Danmörku. „Við höfðum fyrst og fremst í huga hvort þarna gæti verið á ferð- inni smithætta en hún er hverfandi lítil,“ sagði Matthías Halldórsson. „Á hinn bóginn snýi' málið að því hvort verið sé að flytja hluta af sjúkraskrá úr landi. En kannski má orða það svo að tennurnar eru orðnar persónuaf- tengdar og enginn veit í hvaða munni þær voru. Verði lífsýnafrum- varpið hins vegai' að lögum yrði út- flutningur af þessu tagi væntanlega bannaðui' því lífsýni er skilgreint sem efni úr mönnum, lifandi eða látnum,“ segir Matthías. Hann segh’ að útflutningur af þessu tagi sé vissulega miður smekk- legur. „Það getur líka leikið vafi á hver eigi gull í tönnum. Kannski ger- ir enginn beinlínis tilkall til þess þeg- ar tennur eru dregnar úr mönnum og að því leyti megi e.t.v. segja að tannlæknar hafi ráðstöfunarrétt yfir þeim,“ segir Matthías. Hann segir að tiigangurinn með útflutningnum hafi verið sá einn að græða á gullinu. Verðmæti gullsins hafi verið eitthvað á þriðju milljón kr. Svo virðist sem það hafi tíðkast að selja gulltennur úr landi en slík mál hafi þó ekki komið inn á borð landlæknisembættisins fyrr en nú. Eðlilegt, segir formaður Tann- læknafélagsins Sigurður Þórðarson, formaður Tannlæknafélags Islands, segh- að hér sé um eðlilegan hlut að ræða, en Daninn hefur komið til Islands áður til að kaupa fyllingar frá tannlækn- um og tannsmíðaverkstæðum. Sig- urður segir að margir hafi haldið að maðurinn hafi keypt jaxla og tennur með fyllingum í, en það sé fjarri sanni því um sé að ræða gullskrap og afganga af gömlum gullfyllingum auk gamalla og ónýtra gullbrúa. „Þegar teknar eru gullfyllingai’ úr sjúklingum er þeim oftast hent, enda eru þær lítils virði, en ef um verð- mætari fyllingar er að ræða má fólk taka þær með sér heim ef það telur sig gæta breytt þeim í fé, sem er þó sjaldnast. Það eru mörg efni sett saman við gullið þannig að það kost- ar fé og fyrirhöfn að vinsa það frá sjáifu gullinu. Slík tækni er ekki fyr- ir hendi hérlendis, en erlendis eru verkstæði sem hafa yfir slíkri tækni að ráða og því getur það borgað sig að kaupa þetta í miklu magni og láta hreinsa það upp,“ segir Sigurður. Gerð Þingvallavegar Tíu tilboð undir kostnaðar- áætlun ÞRETTÁN tilboð bárust í gerð Þingvallavegar frá Steingn'ms- stöð að þjóðgarðinum. Tilboð voru opnuð í fyrradag. Hæsta tilboðið var 76.817.000 kr. en það lægsta 42.056.000 kr. Tíu tilboð voru undir kostnaðará- ætlun. Kostnaðaráætlun verkkaupa, Vegagerðarinnar, var 62.876.892 kr. Fimm lægstu til- boðin voru öll á svipuðu róli. Lægst bauð Ingileifur Jónsson, Svínavatni, 42.056.000 kr., þá Vörubílstjórafélagið Mjölnir, Árnessýslu, 42.618.000 kr., Fossvélar ehf., Selfossi, 42.793.000 kr„ JVJ ehf., Hafnar- firði, 44.166.000 kr. og Klæðning ehf., Garðabæ, 44.254.000 kr. Búnaðarbank- inn skoðar áfrýjun upp- lýsingamáls STEFÁN Pálsson, bankastjóri Búnaðarbanka íslands, segir að verið sé að skoða hvort áfrýjað verði úrskurði um að bankinn veiti aðgang að minnisbókum, sem hafa að geyma upplýsingar um þá sem dvöldu í íbúð Búnað- arbankans í Lundúnum til 31. desember 1997, þ.e.a.s. til þess tíma sem bankanum var breytt í hlutafélag. Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti á mánudag þann úr- skurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál að Búnaðar- bankanum hf. væri skylt að veita Hauki Hólm, fréttamanni Stöðvar 2, aðgang að minnis- bókunum. Stefán sagði að tvennt væri álitamál í niðurstöðum úrskurð- arnefndar. í fyi-sta lagi hvort minnisfyækurnar teldust til skjala. I öði-u lagi hve upplýs- ingaskyldan varaði lengi fyrh’ ríkisbanka. Stefán sagði að ákvörðunar um hvort Búnaðar- bankinn áfrýjaði niðurstöðu héraðsdóms yrði að vænta í næstu viku. Aðalsteinn Ei- ríksson ráðinn í menntamála- ráðuneytið AÐALSTEINN Eiríksson skólameistari Kvennaskólans í Reykjavík hefur verið ráðinn af fjármála- og menntamálaráðu- neytinu í stöðu ráðgjafa. Aðal- steinn var ráðinn til tveggja ára frá og með 1. nóvember næst- komandi. Aðalsteinn mun starfa í menntamálaráðuneytinu á sviði árangursstjórnunar, reiknilík- ans fyrir rekstur framhalds- skóla, rekstraráætlana, kjara- samninga og fleiri mála er lúta að fjárhagshlið skólasamninga framhaldsskóla. Vonast er til þess að þessi vinna skili sér í auknu fjárhags- legu sjálfstæði og ábyrgð skól- anna, segir í fréttatilkynningu. I fjarveru Aðalsteins hefur menntamálaráðuneytið skipað Ingibjörgu S. Guðmundsdóttur í stöðu skólameistara Kvenna- skólans en hún hefur gegnt hlutverki aðstoðarskólameistara við skólann í tíu ár.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.