Morgunblaðið - 21.10.1998, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 21.10.1998, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1998 13 FRÉTTIR Jón Kristjánsson fískifræðingur á haustfundi SY/FÍS „Þorskstofninn minnk- ar á næstu árum“ SVEIFLUR í þorskstofnum Norður-Atlantshafs voru á dag- skrá árlegs haustfundar Samtaka verslunarinnar og Félags ís- lenskra stórkaupmanna sem haldinn var í gær. Framsögumenn voru þeir Jón Kristjánsson, fiskifræðingur, og Kristinn Pétursson, fram- kvæmdastjóri Gunnólfs ehf. á Bakkafirði. Þeir sögðu sveiflur í stærð þorskstofna mega að miklu leyti rekja til mismunandi fæðu- framboðs en ekki ofveiði eins og viðtekin venja væri að halda fram. Fæða í umhverfi stjórnaði viðgangi þorskstofnsins og þorskur hefði sjálfur mikil áhrif á fæðuframboðið. Þeir telja að auka þurfi þorskveiðar við Island til að koma í veg fyrir að ís- lenski þorskstofninn hljóti sömu örlög og stofninn við Nýfundna- land. Jón Kristjánsson benti í erindi sínu á að sveiflum í þorskstofnum við ísland, Færeyjar og Noreg bæri mjög saman. Rannsóknir sýndu einnig fram á að nýliðun væri iðulega góð þeg- ar stofninn væri í niðursveiflu. Þannig væri nýliðun léleg þegar aflabrögð væru góð en lítill afli þýddi aftur á móti að skilyrði fyrir vöxt væru kjörin. Jón sagði að hömlur á veiði þýddu dýpri sveiflur í stofn- stærðinni og hann spáir því að þorskstofninn hér við land muni á næstu árum minnka í samræmi við sveiflur. Leitar jafnvægis „Þorskstofninn er að leita jafnvægis. Sveiflur stjórnast af samspili þorsksins við um- hverfið og áhrifum hans á um- hverfið. Ef stofninn stækkar fram úr hófi étur þorskurinn sig út á gaddinn og sveltur og minnkar og deyr að lokum. Við það minnkar beitarálagið og fæða eykst aftur. Þá opnast möguleik- ar fyrir hann að stækka að nýju.“ Jón segir að vegna þessa verði að veiða meira þegar uppgangur sé í stofninum og láta þannig aflabrögð stjórna sókninni. „Það borgar sig ekki að veiða þegar stofninn er lítill og það gerist löngu áður en kemur til svokall- aðrar ofveiði. Fiskveiðistjórnun gæti til dæmis falist í því að af- nema alla styrki þannig að menn geri ekki út ef það borgar sig ekki. Þá fær lítill stofn tíma til að ná sér aftur á strik,“ sagði Jón. Jón Kristjánsson Eins árs fang- elsi fyrir kyn- ferðisafbrot 36 ÁRA gamall karlmaður var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 25. september í eins árs fang- elsi fyrir kynferðisafbrot gegn tvemur stúlkubömum. Hann var fundinn sekur um að hafa afklætt og misnotað stúlku, sem var 6-12 ára á árunum 1991- 1996, tvisvar til þrisvar á ári og fyr- ir að hafa setið fullklæddur með fullklædda átta ára gamla telpu í lok árs 1997 og áreitt hana. Vensl eru milli ákærða og stúlknanna tveggja, en hann bjó með móður- systur þeirrar yngii og var frændi þeirrar eldri. Brotið, sem ákærði var fundinn sekur gegn þeirri yngri, fór fram á heimili afa og ömmu stúlkunnar í Reykjavík, en gegn þeirri eldri á sveitabýli úti á landi. Ákærði var einnig dæmdur til að gi-eiða alls um eina milljón króna í skaðabætur og allan sakarkostnað. Dóminn kváðu upp héraðsdómar- arnir Pétur Guðgeirsson, Sigríður Ingvarsdóttir og Sigríður Ólafs- dóttir. atk?4"' Hvernig væri að aka á nýjum, hreinum* * og vel útbúnum bíl í vetur? Gerðu vetraraksturinn þægi- legri, öruggari og snyrtilegrh Við höfum tekið saman glæsilegan vetrarpakka sem fylgir með öllum gerðum nýrra Suzuki Baleno fólksbíla. ALLIR SUZUKI BlLAR ERU MEÐ: • vökvastýri • 2 loftpúða • • aflmiklar vélar • samlæsingar • • rafmagn f rúðum og speglum • • styrktarbita í hurðum • • samlita stuðara • • Vetrardekk • Fjarstýrð samlæsing • Geislaspilari • Mottusett • Rúðuskafa jj(* Vikulegur þvottur í allan vetur hjá Bónstöð Jobba Skeifunni 17, allt að 26 skiptil Komdu og sestu inn! Sjáðu rýmið og alúðina við smáatriði. Skoðaðu verð og gerðu samanburð. Baleno vetrartilboð Baleno 1.3 3d frá 1.140.000 kr. Baleno 1.3 4d frá 1.265.000 kr. Baleno 1.6 4d frá 1.340.000 kr. $ SUZUKI SUZUKI SÖLUUMB0Ð: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, simi 431 28 00. Akureyri. BSA hf., Laufásgötu 9, sími 462 63 00. Egilsstaðir: Blla- og búvélasalan hf., Miðási 19, simi 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, simi 555 15 50. Isafjörður: Bilagarður ehf.,Grænagaröi, sími 456 30 95. Keflavik: BG bílakringlan, Grófinni 8, simi 421 12 00. Selfoss: Bilasala Suðurlands, Hrismýri 5, simi 482 37 00. Hvammstangi: Bila- og búvélasalan, Melavegi 17, slmi 451 26 17. SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17. Simi 568 51 00. Heimasíða: www.suzukibilar.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.