Morgunblaðið - 21.10.1998, Síða 15

Morgunblaðið - 21.10.1998, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Kjördæmisþing framsóknarmanna á Norðurlandi eystra Skattleggja ber óeðlilegan söluhagnað í sjávarútvegi KJÖRDÆMISÞING framsóknar- manna í Norðurlandskjördæmi eystra, sem haldið var um síðustu helgi, telur að bætt afkoma sjávai’- útvegsins hafi sannað gildi þess stjómkerfis sem nú er unnið eftir, auk þess sem það er með öðmm þjóðum talið til fyrirmyndar bæði hvað varðar efnahagslega upp- byggingu og sjálfbæra nýtingu auðlindarinnar. I stjórnmálaályktun þingsins kemur einnig fram að á hinn bóg- inn sé nauðsynlegt að leita leiða til að ná betri sátt um þetta fiskveiði- stjómunarkerfi með þjóðinni. Framsóknarflokkurinn telur að beita eigi skattlagningu á óeðilegan söluhagnað, þegar menn hætta rekstri og hverfa úr greininni. Framsóknarmenn mótmæla auð- lindagjöldum á greinina sjálfa, sem virkar sem skattur á landsbyggð- ina. Sporna þarf við byggðaröskun Framsóknarmenn á Norðurlandi eystra vilja leita allra leiða til að spoma við stöðugri byggðaröskun og fólksflótta frá landsbyggð til höf- uðborgarsvæðisins og telja að já- kvæð mismunun í þágu landsbyggð- ar eigi fullan rétt á sér. Má þar nefna eftirgjöf afborgana af náms- lánum, sérstakan skattaafslátt sé atvinna sótt um langan veg, skattí- vilnanir til íyi'irtækja sem flytja að- setur sitt út á landsbyggðina, auk- inn stuðning vegna jöfnunar náms- kostnaðar og nýtingu nýrrar tækni til fjamáms og símenntunar. Greiðar samgöngur eru ein mik- ilvægasta forsenda þess að vel tak- ist til við uppbyggingu þjónustu- og atvinnusvæða á landsbyggðinni. Því verður að halda áfram upp- byggingu samgöngukerfis, sem byggir á langtímaáætlunum og hraða því eins og kostur er. Orkufrekur iðnaður á Austfjörðum Framsóknarflokknum ber að beita sér fyrir markvissri stefnu- mótun þar sem sjónarmið orkunýt- ingar og umhverfissjónarmiða verða samræmd og m.a. tryggt að ómetanlegum náttúruperlum verði ekki fómað. Þá ber Islendingum að eiga fmmkvæði í að þróa nýja um- hverfisvæna orkugjafa sem byggja á framorku landsins. Kjördæmisþingið leggur áherslu á að hugað verði að frekari nýtingu orkulinda okkar landshluta og bendir í því sambandi á öflug há- hitasvæði sem geta verið undir- staða nýsköpunar í orkuiðnaði sem mundi falla vel að atvinnu og stað- háttum kjördæmisins. Þá líta fram- sóknarmenn á Norðurlandi eystra á það sem sameiginlegt hagsmuna- mál sitt með Austfirðingum að þar byggist upp orkufrekur iðnaður. Slík uppbygging yrði einn af horn- steinum nýrrar sóknar í byggða- málum. Þrátt fyrir bætta afkomu í land- búnaði vantar enn mikið á að tekj- ur bænda séu viðunandi eða í sam- ræmi við það sem er hjá viðmiðun- arstéttum. Því þarf að mati fram- sóknarmanna að leita leiða til að styi-kja atvinnugreinina og treysta búsetu í sveitum. Kjördæmisþingið fagnar þeim árangiá sem ríkisstjórn Framsókn- arflokks og Sjálfstæðisflokks hefur náð í efnahags- og atvinnumálum á því kjörtímabili sem nú er að ljúka. Tekist hefur að halda verðbólgu í lágmarki, stöðugleika í efnahags- málum og vextir fara lækkandi. Matur og umhverfí Mígrenisamtökin halda fund Viðbrögð við langvarandi verkjum MÍGRENISAMTÖKIN halda almennan félagsfund á Foss- hótel KEA annað kvöld, fimmtudagskvöldið 22. október kl. 20. Dr. Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir heldur erindi um sálræn viðbrögð við langvar- andi verkjum, t.d. mígreni, og um tengsl mígrenis og þung- lyndis. Norðurlandsdeild Mígreni- samtakanna var stofnuð 2. nóv- ember 1996 og er Þorbjörg Ingvadóttir formaður. í ljós kom á stofnfundinum hversu erfitt er fyi’ir marga úti á landi að afla sér upplýsinga um mígreni og hinar ýmsu leiðir til lausna á vandanum. Fæstir viðstaddra höfðu t.d. séð fréttabréf samtakanna sem inniheldur ýmiss konar fróð- leik um einkenni, meðferð og það hvernig læra má að forðast mígreni. Samtökin í Reykjavík eru með símatíma frá kí. 18 til 20 á mánudögum. Fundurinn á Fosshótel KEA er öllum opinn og aðgangur ókeypis. MATUR og umhverfi er yfirskrift árlegs matvæladags sem Matvæla- og næringarfræðingafélag íslands efnir til á Fosshóteli KEA næst- komandi laugardag, 24. október. Dagurinn er helgaður umhverfis- málum að þessu sinni, en mikilvægi umhverfismála er sífellt að aukast, ekki síður í matvælaiðnaði en öðr- um greinum atvinnulífsins. Brýna nauðsyn ber til að matvælafram- leiðsla öll sé í sem bestri sátt við umhverfið og náttúruna og er um- ræða um umhverfismál í greininni þvi tímabær. Meðal þess sem um verður fjall- að er mataræði á nýrri öld, um- hverfisstjórnun í matvælaiðnaði, umhverfismál hjá Mjólkursamlagi KEA, lífrænar aðferðir í matvæla- framleiðslu, umbúðir og umhverfi, meðferð tveggja helstu tegunda heimilissorps, umhverfisstaðlar og matvælavinnsla og umhverfisvott- un hjá Fiskiðjusamlagi Húsavíkur. Fjöreggið, viðurkenning fyrir gott framtak á matvælasviði, er ár- lega afhent á matvæladeginum og svo verður einnig nú. Samtök iðn- aðarins gefa Fjöreggið. Skráning á Matvæladagana fer fram í Háskól- anum á Akureyri og lýkur á morg- un, fimmtudaginn 22. október. — Jörð til sölu — Jörðin Engihlíð á Árskógssandi er til sölu. Á jörðinni eru eftirtaldar byggingar: íbúðarhús byggt 1934 og 1963, alls 192 m2 á tveimur hæðum, fjós byggt 1971, 28 básar, kálfahús byggt 1987, 30 m!, fjárhús byggt 1954 fyrir 100 kindur, skemma byggð 1986, 336 m2, hlöður byggðar 1949 og 1956, samtals 1065 m3, votheysturnar byggðir 1987, samtals 537 m3, geymsla (áður fjós) byggð 1946, 98 m2. Ástand eigna gott. Greiðslumark í mjólk er rúmlega 102.000 I. Bústofn og vélar fylgja. Ræktun 45 ha. Óskað er tilboða í eignina. Þeim skal skilað til Búnaðarsambands Eyjafjarðar, Óseyri 2, Akureyri, þar sem gefnar eru nánari upplýsingar á skrifstofutíma í síma 462-4477. Tilboð skulu hafa borist fyrir 15. nóvember. Afhendingartími er samkomu- lagsatriði. /r mt • uðin i Faber-Castell Mvndlistarvörur ammmm m Föstudaginn 23. október Kl: 13-18 5 ^í?Afsláttur af Faber-Castell Kynningardagana Sara Vilbergsdóttir myndlistarkona verður á staðnum og sýnir notkun trélita, þurr pastels, kola, graphic- blýanta og teiknikríta ásamt nýrra pastel-blýanta og vatnslita. A. B. B úði n • K a u p a n g i • A k u r e y r i * S í m i: 46 2 50 2 0 MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1998 15 Málið er... ... að barnaskór eiga að vera þægiiegir, aðlagast fætinum og tryggja rétt göngulag. Sí: S: ■ || I P : : ■ -ro tu ö) 0/ U) G) V. V) c 'vi c Im (Q H- 3 ■ö # § C C 3 03 Ol +-» C jn C ? (1) ~ e sOJ OJ C « c -2 ■C '3 E 5 E Q) *o _ ■r; CT) > O =6 g z 2 w U)> O ra xo £ 42 QJ ^ C -■i <3 C ■— v_ *0 03 03 O 3« »o •í- U) 3 ai '<0 íts cu w E «3 <3 _ ro <o S c -o. s '2 »o > E > 3 <N 4- 1 03 «T5 o) -Q C C .. *■- -— io 03 QJ C CQ g • C. 03 03 03 0)+? 'O o 'O H- s- *0 '03 2 VI ° *o E E ” _ í: oi •r; <1! p •— jS »o m 5 -o 5- i ® í S _CL I «■§ C _CL '03 70162 Leggðu bók við hælinn 70172 ecco

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.