Morgunblaðið - 21.10.1998, Síða 17

Morgunblaðið - 21.10.1998, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1998 17 Handsal Úr milliuppgjöri 1998 hl F- Jan.-júní Jan.-júní Rekstrarreikningur 1998 1997 Breyting Heildartekjur Milljónir króna 90,9 102,4 -11% Hreinar rekstrartekjur 69,9 73,0 -4% Rekstrargjöld 62,5 58,4 +7% Hagnaður án annarra gjalda 7,4 14,7 -50% Önnur gjöld (8,4) (7,6) +11% Hagnaður (tap) tímabilsins (1,0) 7,1 — Efnahagsreikningur 30/6 ‘98 31/12 '97 Breyting | Eipnír: \ Verðbref Milljónir króna 332,2 403,4 -18% Kröfur 253,3 256,3 -1% Aðrar eignir 71,0 73,0 -3% Fyrirframgr. kostn. og áfalinar tekjur 8,9 4,9 +82% Eignir samtals 665,4 737,6 -10% I Skuidir on eigið fé: \ Eigið fé 116,4 28,5 +308% Skuldbindingar og víkjandi lán 75,5 41,5 +82% Aðrar skuldir 461,9 643,6 -28% Áfallinn kostnaður 11,7 24,0 -51% Skuldir og eigið fé samtals 665,4 737,6 -10% Kennitölur 1998 1997 Veltufé frá rekstri Milljónir króna 14,6 21,2 -31% Handbært fé frá rekstri 2,6 12,4 -79% Arshlutauppgjör Handsals hf. Tekjutap upp á 1 milljón kr. TAP verðbréfafyrirtækisins Hand- sals hf. nam einni milljón króna á fyrstu sex mánuðum ársins saman- borið við 7 milljóna króna hagnað á sama tíma í fyrra. Hreinar rekstr- artekjur félagsins á fyrri árshelm- ingi námu 70 milljónum en voru 73 m.kr. við árshlutauppgjör 1997. Eigið fé Handsals hækkaði nokkuð eftir hlutafjáraukningu á árinu og er nú 116 milljónir en var 29 millj- ónir á sama tíma í fyrra. Að sögn Þorsteins Ólafs, fráfar- andi framkvæmdastjóra félagsins, stendur reksturinn nú styrkari fót- um eftir víkjandi lántöku og hluta- fjáraukningu að upphæð 170 millj- ónir króna: „Segja má að framtíð fyrirtækisins hafi verið nokkuð óljós framan af árinu vegna slakrar eiginfjárstöðu. Nú hefur hlutafé hins vegar verið aukið og hjólin tek- in að snúast á ný. Við sjáum þegar batamerki frá fjögurra mánaða uppgjörinu og því fullt tilefni til að gera ráð fyrir batnandi rekstraraf- komu.“ Þorsteinn bendir á að stór hluti vandans felist í þeim almenna samdrætti sem orðið hefur á sölu- þóknunum á þessum markaði en rekstrarliðurinn lækkaði úr 45 í 23 milljónir króna á milli ára. Eins og komið hefur fram mun Þorsteinn brátt hætta störfum hjá félaginu. Að sögn Einars Baldvins- sonar, stjórnarmanns, er verið að ganga frá ráðningu nýs fram- kvæmdastjóra um þessar mundir sem greint verður nánar frá á næstu dögum. Slátursamlag Skagfirðinga skuldar 55 milljónir króna Reyna samninga við kröfuhafa HLUTHAFAR í Slátursamlagi Skagfh-ðinga hf. samþykktu að fela stjóm félagsins að athuga möguleika á „frjálsum nauðasamningum11 við kröfuhafa. Slátursamlagið skuldar um 55 milljónir kr. og er Búnaðarbankinn á Sauðárkróki stærsti kröfuhafínn. Félagið gekk í gegn um nauðasamn- inga fyrir fáum ái’um en hefur ekki getað staðið við greiðslur samkvæmt þeim. Meginhluti skuldanna er frá gömlu nauðasamningunum. Hluthafamir felldu sem kunnugt er tOlögu stjómar um úreldingu slát- ursamlagsins og uppgjör skulda með sölu eigna og samningum við Búnað- arbankann og Kaupfélag Skagfírð- inga. Ný stjórn hefur verið að at- huga málin en hefur ekki fundið möguleika til að reka félagið áfram. A hluthafafundi sem nýlega var haldinn kom fram vilji bænda til að halda rekstri áfram, að sögn Smára Borgarssonar framkvæmdastjóra, og var samþykkt tillaga um að skora á stjórnina að athuga möguleika á samningum við kröfuhafa um lækk- un skulda, svokölluðum „frjálsum nauðasamningum". Gert er ráð fyrir hlutafjáraukningu til að standa við samninga sem kunna að nást við kröfuhafa. Slátursamlagið tekur ekki þátt í almennri sauðfjárslátrun í haust en slátrar einu sinni í viku stórgripum og lömbum til heimtöku og er það gert í verktöku fyrir bændur. Á ár- inu hefur verið slátrað hátt í 1.000 lömbum. Talið er að um 4.000 fjár hafi verið send til slátrunar á Blönduósi og víðar utan héraðs og að um helmingur þess fjár sem slátrað var í Slátursamlaginu á síðasta ári hafí farið til Kaupfélags Skagfirð- inga. 2f§&su Eztu með Ericsson 628 eða 688? Tilboð á uppfærslu fyrir Ericsson GSM síma! Ef þú kemur með Ericsson 628 eða 688 símann þinn miðvikudaginn 21. okt., geturðu látið uppfæra hann og stórauka hljómgæðin þér að kostnaðarlausu. Eftir 21. okt. kostar þessi þjónusta 700 kr. Með því að setja í símann EFR (Enhanced Full Rate) tæknina, sem stendur fýrir bætt stafrænt hljóð, gerum við hljómgæðin sambærileg hljómgæðum hefð- bundinna heimihssíma og uppfærum símann fyrir nýjustu möguleikana í farsímakerfi Símans. Komdu með Ericsson símann þinn í Símann Intemet, Grensásvegi 3, í dag. S í MIN N i nternet'' SÍMINN Viðgerðarverkstæði Símans er eitt best útbúna símaverkstæði landsins, með 3. stigs vottun frá Ericsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.