Morgunblaðið - 21.10.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.10.1998, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Avöxtunarkrafa 17 ára spariskírteina í fyrsta sinn niður fyrir 4% Hefur lækkað um 26 punkta á innan við viku ÁVÖXTUNARKRAFA 17 ára spariskírteina hefur nú lækkað um 26 punkta frá því fjármálaráðherra heimilaði Lánasýslu ríkisins sl. fímmtudag að nota allt að tveimur milljörðum króna til þess að kaupa á markaði og innleysa spariskír- teini ríkissjóð til langs tíma, og er nú í fyrsta sinn komin niður fyrir 4% markið en í upphafi árs var ávöxtunarkrafan 4,90%. Ríkið hefur iyrst og fremst í hyggju að kaupa spariskírteini til 17 ára, en sá flokkur verður á loka- gjalddaga stærsti flokkur útistand- andi spariskírteina. Eigendur spariskírteina bíða enn frekari lækkunar Ávöxtunarkrafan er nú 3,90% og að sögn Rósants Torfasonar hjá viðskiptastofu íslandsbanka er lík- legt að hún haldi áfram að lækka, enda halda eigendur spariskírteina að sér höndum þegar ávöxtunar- krafan er á niðurleið í þeii-ri von að fá hærra verð fyrir bréfín. „Það sem gerist í kjölfar þessar- ar ákvörðunar fjármálaráðherra er að ávöxtunarkrafa 17 ára bréfa lækkar mjög hratt og þetta hefur áhrif á önnur langtímabréf. Menn eru að laga verðlagningu á mörg- um bréfum á markaðnum að þessu spariskírteinaferli. Það gerir það t.d. að verkum að menn vilja kaupa spariskírteini í öðrum flokkum, enda var gefíð í skyn að ríkissjóður myndi á næsta ári falast eftir öðr- um flokkum spariskírteina og kaupa þau, nánast hvað sem þau kosta,“ sagði Rósant í samtali við Morgunblaðið. Gjalddagi 17 ára bréfa árið 2015 er mjög stór, eða tæpir 23,5 millj- arðar króna. Eins og kom fram í Morgunblaðinu í síðustu viku er talið að með þessari ákvörðun um innlausn spariskírteinanna vilji rík- isstjórnin minnka þann vaxta- kostnað sem fellur á komandi kyn- slóðir. 600 milljóna velta síðan 15. október Veltan með 17 ára spariskírteini á Verðbréfaþingi frá 15. okt sl. er tæpar 600 milljónir að nafnvirði. Lánasýslan hefur heimild fyrir kaupum á sem nemur 2 milljörðum og því er enn nokkuð í land. Margir af þeim sem eiga bréfin era lang- tímafjárfestar eins og lífeyrissjóðir og ef þeir selja þurfa þeir að nota peningana í annað. Eina framboðið af langtímabréf- um á markaðnum er 15 ára bréf sem Landsvirkjun gaf út en ávöxt- unarkrafa á þeim hefur líka lækkað og húsbréfin líka. Húsbréf álitleg Húsbréf til 42 ára hafa verið á ávöxtunarkröfunni 4,5%-4,6% en húsnæðisbréf í 4,03% að sögn Rósants. Hann segir að húsbréf séu því álitlegur kostur, því þrátt fýrir að þau hafí lækkað séu þau samt sem áður 50 punktum ofar en húsnæðisbréfín. „Það sem er athyglisvert í þessu er að ef horft er á verðbreytinguna á 17 ára spariskírteinunum frá 15. október og til dagsins í dag má segja að ríkið sé í raun búið að tapa þessum 25 punktum sem ávöxtunarkrafan hefur lækkað um. Miðað við litla veltu á Verðbréfa- þingi með bréfin velta menn því fyrir sér hversu lágt ríkissjóður ætlar að fara með þessi bréf. Ætl- ar hann sér að kaupa þessa 2 millj- arða hvað sem það kostar? Ef svo er þá lækkar ávöxtunarkrafan enn frekar. Það sem má líka velta fyrir sér er hver hinn raunveralegi spamað- ur er. Ef ríkið ætlar að kaupa spariskírteinin á ávöxtunarkröfu allt niður í 3,70% er verið að borga það mikið fyrir bréfin að kannski hefði verið betra að fara rólegar í sakirnar. Núna vita menn af kaup- anda og vilja því bíða og sjá. Ríkið er að borga 70-80 milljónum meira fyrir þessi bréf en það þyrfti ann- ars að gera,“ segir Rósant. Enn mörg tækifæri á inn- lendum skuldabréfamarkaði Rósant segir að ef horft er á vaxtastigið hér á Islandi í saman- burði við til dæmis gengi verð- tryggðra skuldabréfa á Bretlandi þá hafi verið talað um það í upphafi árs að langtímavextir gætu lækkað á Islandi vegna þess að vaxtastigið væri hæira en erlendis. „Málið er hins vegar að vextir erlendis hafa lækkað líka, þannig að þá eiga þau sömu rök einnig við í dag því lang- tímavextir í Bandaríkjunum hafa lækkað mjög mikið.“ Rósant segir að enn séu mörg tækifæri á innlendum skuldabréfa- markaði því vextir á markaðnum séu enn háir miðað við langtíma- vexti erlendis. „Það sem hefur ver- ið að gerast úti er að þegar menn sáu að hlutabréfaverðið féll mjög hratt vegna erfiðleika á fjármála- mörkuðum víða um heim þá varð flótti úr hlutabréfum í skuldabréf, þannig að þessi vaxtalækkun hér er ekki neitt óeðlileg samanborið við erlendis." Burðarás hf. Kaupir 14,5% í Þróunarfé- laginu Burðarás hf., fjárfestingarfélag Eimskips, keypti á mánudag 14,5% eignarhlut Nýsköpunarsjóðs í Þró- unarfélagi Islands fyrfr 160 milljón- ir króna að nafnverði. Gengi bréf- anna er 1,91 og söluverðmæti þeirra því tæplega 306 milljónir króna. Fyi-ir átti Burðarás 1% í fyr- irtækinu og nemur eignaraðild þess í Þróunarfélagi Islands nú 15,5%. Heildarviðskipti á hlutabréfa- markaði í gær námu 27 m.kr. Þar af var verslað með bréf Þróunarfé- lagsins fyrir 1,5 m.kr. og hækkaði gengi bréfa í félaginu um 7,2%. ------------- Breytingar hjá ÍSAL NOKKRAR breytingar hafa verið gerðar á starfsmannaskipulagi hjá Islenska álfélaginu hf. Að sögn Einars Guðmundssonar deildarstjóra er um að ræða niður- fellingu á einu stjórnunariagi í því formi að mannaforráð 10-15 milli- stjórnenda færast á hendur deild- arstjóra. Einar segir breytingarn- ar miða að því að einfalda stjómun- arkerfi innan félagsins og auka hagræði. Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn aðili að nýju hlutafélagi Athuga kísil- duftfram- leiðslu á Islandi Atvinnuleysi í júlí, ágúst og september 1998 Hlutfall atvinnulausra af heildan/innuafli ...... Á höfuðborgarsvæðinu standa V 2.011 atvinnulausir á bak X <\ \ við töluna 2,5% í sept. 29% oghafðifækkaðum179 T~lá™ r4 2.3‘ frá því í ágúst. Alls voru - , FIRÐIR I I 2,0%'- 2.788 atvinnulausir J Á S á landinu öllu (2,0%) í sept. og hafði fækkað um 311 I—1 ■ ■ NORÐUR-\ J Á S fráþvííágúst. \ \1 J A s ÍÍstra ' 1 ■ VESTURLAND ”71 / \i Atvinnulaus- um fækkar EIGNARHALDSFÉLAGIÐ Al- þýðubankinn hf. og bandaríska fyr- irtækið Allied Resource Cor- poration hafa stofnað nýtt hlutafé- lag undir nafninu Allied Efa hf. Hlutafé er 70 milijónir króna og á Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn 40% hlutafjár og Allied Resouree Corp. 60%. Stjóm félagsins skipa Gylfi Ambjömsson formaður, John Fenger og Jonathan Costello. Fram- kvæmdastjóri er Hákon Bjömsson. Tilgangur félagsins er að veita þjónustu og ráðgjöf, auk þess að fjárfesta í framleiðslufyrirtækjum á sviði orkufreks iðnaðar, efnaiðnaðar og endurvinnsluiðnaðar, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Fyrsta verkefni Allied Efa hf. eru Hagnaður Philip Morris eykst New York. Reuters. PHILIP Morris Cos. Inc., stærsta tóbaksfyrirtæki heims, hermir að hagnaður þess á þriðja ársfjórðungi hafi aukizt um 10% í 2,1 milljarð dollara, heldur meira en spáð hafði verið í Wall Street. Philip Morris er kunnastur fyrir Marlboro-vindlinga, en framleiðir einnig Kraft-matvöru og Miller- bjór. Hagnaður fyrirtækisins hefur aukizt þótt reykingar haldi áfram að minnka og sterkur doliar hafi neikvæð áhrif. kaup á 50,8% hlut í norska fyrirtæk- inu Promeks A.S. og var skrifað undir kaupsamning í seinustu viku. Fyrirtækið hefur unnið í nánu samstarfi við norsk iðnfyrirtæki við að þróa aðferð til framleiðslu á kísil- dufti. Framleiðsluaðferðin byggist á tækni til að vinna kísilduft úr alu- minium silikötum, kvarsi og kísil- ryki. Að sögn Gylfa Arnbjörnssonar verður fljótlega gengið frá staðar- vali fyrir 500-1000 tonna tilrauna- verksmiðju sem ætlað er að starf- rækja í eitt ár áður en fyrsta verk- smiðjan í fullri stærð verður reist: „Tilraunaverksmiðjunni er ætlað að sh'pa framleiðsluferlið endanlega með það fyrir augum að tryggja há- markshagkvæmni auk þess sem okkur gefst kostur á að hefja mark- aðssetningu á vörunni.“ Vinna úr 20 þúsund tonnum á ári Gylfi gerir ráð fyrir að hægt verði að taka ákvörðun um næstu skref um mitt næsta ár. Hann segir stað- setningu á einni eða fleiri verk- smiðjum á Islandi álitlegan kost í samanburði við nágrannalöndin, vegna hagstæðs verðs á gufu- og raforku. Verksmiðja í fullri stærð myndi vinna úr um 20 þúsund tonn- um af hráefni á ári og áætlað er að fjöldi starfsmanna verði um 40. Hlutaféð í Promeks verður greitt í áföngum á tímabilinu frá október 1998 til júní árið 2000 og verður Allied Efa tryggður meirihluti í stjórn Promeks frá fyrstu innborg- un í félaginu. Atvinnuleysi á landinu mældist 2% af áætluðum mannafla á vinnu- markaði í september og hefur at- vinnulausum fækkað um 32,9% frá sama mánuði í fyrra. Atvinnulaus- um hefur fækkað í heild að meðal- tali um 10% frá ágústmánuði 1998. I septembermánuði síðastliðnum voru skráðir ríflega 60 þúsund at- vinnuleysisdagar á landinu öllu, ríf- lega 21 þúsund dagar hjá körlum og ríflega 39 þúsund dagar hjá kon- um. Skráðum atvinnuleysisdögum hefur fækkað um tæplega 8 þúsund frá mánuðinum á undan og um tæp- lega 30 þúsund frá september 1997, að því er fram kemur í yfirliti Vinnumálastofnunar yfir atvinnuá- standið. Atvinnuleyfisdagar í september jafngilda því að 2.788 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í mánuðinum. Þar af era 970 karlar og 1.818 konur. Þetta jafngildir 2% af áætluðum mannafla á vinnu- markaði samkvæmt spá Þjóðhags- stofnunar, eða 1,2% atvinnuleysi hjá körlum og 3,1% hjá konum. Atvinnuástandið hefur batnað nokkuð frá því í ágúst á öllum at- vinnusvæðum. Atvinnuleysið minnkar hlutfallslega mest á Vest- urlandi en atvinnulausum fækkar mest á höfuðborgarsvæðinu. At- vinnuleysi er nú hlutfallslega mest á höfuðborgarsvæðinu en minnst á Vestfjörðum. í yfirliti Vinnumálastofnunar kemur fram að búast megi við því að atvinnuleysið breytist lítið á landinu í október og geti orðið á bil- inu 1,9% til 2,3%. Sala á bréfum ÚAíMHF frágengin GENGIð hefur verið endanlega frá sölu alfra hlutabréfa Utgerðarfélags Akureyringa hf. í Mecklenburger Hochseefischerei GmbH (MHF). Kaupandi bréfanna er hollenska fyrirtækið Parlevliet & van der Plas B.V. I frétt frá UA kemur fram að kaupverð verði ekki gefið upp að svo stöddu að beiðni kaupanda bréf- anna. Með sölunni er lokið afskipt- um ÚA af rekstri MHF sem hófst fyrir fimm árum. Parlevliet & van der Plas B.V. er stórt sjávarútvegsfyrirtæki sem hefur sérhæft sig í veiðum og vinnslu á uppsjávarfiski. í Þýska- landi gerir fyrirtækið út fjögur stór vinnsluskip fyrir uppsjávarfisk og tvö slík skip eru gerð út frá Hollandi, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.