Morgunblaðið - 21.10.1998, Síða 20

Morgunblaðið - 21.10.1998, Síða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1998 ERLENT MORGUNB LAÐIÐ FLÓTTAFÓLKI FJÖLGAR ENN í KOSOVO SPD og Græningjar í Þýzkalandi undirrita stjórnarsáttmála Belgrad JUGÓ- SLAVÍA 50 km SERBIA Pristina 0 SVART- s FJALLA-JJpKOSOVO LAND Pristina ® ''X®4 Stimlje Dakovica Að minnsta kosti 50 Kosovo-Albanir, aðallega konur og börn, flýðu frá Trpeza eftir harða skothríð frá lögreglusveitum Serba. Sameinuðu þjóðirnar hættu á mánudag við að senda tvær bílalestir með vistir vegna átakanna. Streoc Áköf skothríð kemur í veg fyrir vistaflutning Smonica Sprengjuhríð á nágrannaþorpið Trpeza Ofriðlegt í Kosovo þrátt fyrir samning Fólk flýr enn heimili sín vegna átaka Berisha. Reuters. AÐ MINNSTA kosti 50 manns, aðal- lega konur og börn, flýðu burt úr þorpinu Trpeza í Mið-Kosovo í gær en þá hafði það legið undir skothríð frá lögreglusveitum Serba. Er það haft eftir vitnum, meðal annars er- lendum fréttamönnum. „Pað var skotið á næsta hús og brakið úr því lenti inni í svefnher- bergi hjá okkur,“ sagði Hamdi Krasniqi, 37 ára gamall maður, sem fór fyrir hópi 23 flóttamanna. „Það var skotið á þorpið í gærkvöld og aft- ur í nótt og við þorum ekki að vera þar lengur. Pað er of hættulegt. Við erum óhultari í skóginum.“ Fréttamenn frá Reuíers-frétta- stofunni urðu vitni að skothríð frá serbneskum lögreglusveitum í Smonica og lentu sprengjumar við Trpeza. Heyrðu þeir einnig skothríð í sjálfvirkum byssum. Að minnsta kosti 250.000 manns hafa hrakist frá heimilum sínum í Kosovo vegna átakanna milli skæruliða og her- og lögreglusveita Serba og er fólkið ýmist í bráða- birgðabúðum eða inni á ættingjum og vinum. Krasniqi er einn fárra, sem hafa vogað sér heim aftur, en hann hefur nú orðið að flýja þorpið sitt í þriðja sinn. Óttast um afdrif samkomulagsins Talið er, að skæruliðar KLA, Al- banska írelsishersins, eigi ekki minni þátt í átökunum síðustu daga en Serbar og veldur það áhyggjum á Vesturlöndum þar sem menn óttast, að ekkert verði úr samkomulaginu, sem gert var við Slobodan Milosevic, forseta Júgóslavíu. V/esley Clark, yfírmaður herafla NATO í Evrópu, ætlaði að fara til Belgrad í gær til að kanna hvemig staðið hefði verið við brottflutning her- og lögreglu frá Kosovo og þá var von á 20 manna nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna til héraðsins. Á hún að safna upplýsingum fyrir Kofí Annan, framkvæmdastjóra SÞ. MANNVjRKJAMNG 22.0KT0BER 1998 Á GRAND HÓTEL REYKJAVÍK Baráttan gegn atvinnu- leysi nýtur forgangs Þrír ráðherrar úr röðum Græningja Bonn. Reuters. GERHARD Schröder, verðandi kanzlari Þýzkalands, skrifaði í gær undir sáttmála, sem Jafnaðar- mannaflokkurinn SPD gerði við flokk Græningja um myndun fyrstu miðju-vinstri-stjómarinnar í Þýzkalandi í 16 ár. Leiðtogar SPD náðu að koma inn í stjórnarsáttmálann flestum sínum yfirlýstu forgangsstefn- umálum, en þeirra helzt eru end- urskipulagning skattkerfisins og aðgerðir til að fjölga störfum í landinu. Schröder tjáði blaða- mönnum eftir undirritun sáttmál- ans að baráttan gegn atvinnuleysi og enduruppbygging austurhluta landsins yrðu efst á dagskrá stjórnar sinnar. Sá þáttur sáttmálans sem ber greinilegast merki aðildar Græn- ingja, flokks umhverfisvemdar- sinna, að honum, er að kveðið er á um að loka skuli öllum kjamorku- verum í Þýzkalandi í markvissum skrefum á komandi ámm. Sérstök aukaflokksþing beggja flokka munu um helgina fjalla hvort fyrir sig um stjórnarsáttmál- ann. Þá er gert ráð fyrir að Schröder fái næstkomandi þriðju- dag formlega staðfestingu þings- ins sem sjöundi kanzlari Þýzka- lands frá því lýðræði var endur- reist í landinu eftir heimsstyrjöld- ina síðari. Flokkarnir komust að sam- komulagi um að Græningjar fengju þrjú ráðherraembætti í hinni nýju stjórn. Utanríkisráðu- neytið fellur í skaut Joschka Fischer, sem var virkur félagi í samtökum róttækra vinstrimanna á umrótsárunum í kring um 1970 en hefur farið fyrir þingflokki Græningja á Sambandsþinginu, Reuters GERHARD Schröder, verðandi kanziari Þýzkalands, og Joschka Fischer, leiðtogi Græningja og verðandi utanríkisráðherra, halda saman á hinum „rauð-græna“ stjórnarsáttmála í Bonn í gær. Að baki þeim er Oskar Lafontaine, flokksformaður jafnaðarmanna og verðandi fjármálaráðherra. neðri deild þýzka þingsins, undan- farið kjörtímabil. Hann var fyrstur Græningja til að sverja ráðherra- eið - í íþróttaskóm og gallabuxum - er hann varð umhverfisráðherra í stjórn sambandslandsins Hessen árið 1985. Fischer verður jafn- framt varakanzlari. Auk þess munu ráðuneyti um- hverfis- og heilbrigðismála falla í hlut Græningja. Hinum alþjóðlega efnahags- vanda sinnt af krafti Oskar Lafontaine, hinn áhrifa- mikli formaður SPD, tekur við stjóm fjármálaráðuneytisins, sem bætt hefur við sig málaflokkum sem skomir vom af efnahagsmál- aráðuneytinu. Fyrir utan áðumefnd innan- ríkispólitísk forgangsverkefni nefndi Schröder í gær að þar sem Þýzkaland verður á næsta ári í for- sæti fyrir G7-hópnum svokallaða, samtökum sjö helztu iðnríkja heims, muni viðleitni til að finna lausnir á hinum hnattræna efna- hagsvanda einnig verða sinnt af krafti. Þar að auki tekur Þýzkaland við forsæti í Evrópusambandinu eftir áramótin, en aðildarríkin fimmtán skiptast á um að gegna því í hálft ár í senn. Evrópuþmgið mun ekki beita neitunarvaldi Mannúðarsj óð- ur ESB fær sitt Þrátt fyrir að upp hafí komist um spillingu Strassborg. Reuters. EVRÓPUÞINGIÐ í Strassborg féll í gær frá því að hrinda í fram- kvæmd hótunum um að beita neit- unarvaldi sínu til að hindra samþykki fjárlaga þess sjóðs Evr- ópusambandsins, sem stendur straum af kostnaði við þróunarað- stoð og mannúðarhjálp á vegum ESB, vegna þess sem upp hefur komizt um spillingu í kring um meðferð þess fjár. Talsmenn tveggja stærstu þing- flokkanna á Evrópuþinginu, sósía- lista og Evrópska þjóðarflokksins, sögðust ekki myndu greiða tillögu þess efnis atkvæði, að frysta fram- lög til mannúðarmálasjóðsins, þeg- ar þingið greiðir atkvæði um samþykki fjárlaga ESB fyrir næsta ár, en sú atkvæðagreiðsla fer fram á morgun, fimmtudag. ESB og hin fimmtán aðildarlönd þess eru langstærsta uppspretta þróunaraðstoðar í heiminum. „Við teljum að við eigum ekki að refsa þeim sem þurfa mest á aðstoð af þessu tagi að halda með því að frysta þessa fjármuni," sagði *★★★* EVRÓPA^ brezki þingmaðurinn Terry Wynn, talsmaður þingflokks evrópskra sósíalista. Sáttir við svör Santers James Elles, brezkur talsmaður Evrópska þjóðarflokksins, sagði að flokkurinn hefði verið sáttur við íyrirheit Jacques Santers, forseta framkvæmdastjómar ESB, um að hann myndi skila Evrópuþinginu innanhússskýrslu um meint fjár- svik sem starfsmenn ECHO, skrif- stofu ESB sem sér um þróunarað- stoð og mannúðarmál, eru sagðir hafa gerzt sekir um. Fjárlagaeftirlitsnefnd Evr- ópuþingsins hafði mælzt til þess að 330 milljónir ECU (um 27 milljarð- ar kr.) í mannúðarsjóði ESB yrðu frystar eftir að framkvæmda- stjórnin upplýsti í september um meint fjársvik sem kostað hefðu mannúðarmálasjóð ESB allt að 500 milljónum ECU (um 41 ma kr.). Friðarverðlaunahafínn John Hume Segir ESB hafa veitt sér innblástur Strassborg. Reuters. JOHN Hume, sem ásamt David Trimble hlýtur friðarverðlaun Nóbels í ár fyrir framlag sitt í þágu friðar á Norður-írlandi, sagði í gær að Evrópusambandið hefði veitt sér mikinn innblástur á liðnum árum og að friðarferlið á Norður-írlandi ætti ESB mikið að þakka. Sagði Hume að vera sín á Evr- ópuþinginu í Strassborg siðan 1979 hefði haft áhrif á viðhorf sín til vandamála Norður-írlands. Fylltist hann trú á því að fyrst hinir fornu íjendur Þjóðverjar og Frakkar gátu hafið náið samstarf á vettvangi ESB skömmu eftir seinni heimsstyijöldina hlytu Norður-írar á endanum að geta Ieyst sínar illdeilur. „Gleymum því ekki að ESB er besta dæmið sem til er um hvern- ig leysa á ævafornar deilur þjóða,“ sagði Hume á fundi Evr- ópuþingsins í Strassborg, eftir að þingfulltrúar höfðu óskað honum til hamingju með verðlaunin. Standa vonir Humes til þess að aukinn Evrópusamruni muni á endanum gera deilur sambands- sinna og þjóðernissinna á Norð- ur-Irlandi um hvaða ríki þeir skuli tilheyra, Bretlandi eða ír- landi, óþarfar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.