Morgunblaðið - 21.10.1998, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 21.10.1998, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVTKUDAGUR 21. OKTÓBER 1998 21 Útborið barn fínnst í Noregi Ósló. Morgunblaðið. RÉTT utan við íbúðarblokk nokkra í Ósló fannst í gær nýfætt sveinbarn, vafið inn í klæði og plast, og yfirgefið í fjögurra gráða frosti. Um klukkan sex í gærmorgun urðu hjón sem bjuggu í blokkinni vör við að einhver aðskotahlutur lá fyrir utan útidyrnar. Það reyndist vera lít- ill nýfæddur drengur, vandlega vaf- inn inn í klæði og að sögn einnig plastpoka. Lögreglan telur að hann hafi ekki legið þarna lengi, en hann mun hafa komið í heiminn aðeins nokki'um klukkustundum áður en hann fannst. Hvers vegna hin óþekkta móðir kaus að skiija bamið eftir þama er með öllu óljóst. Ein af kenningum lögreglunnar er að fæðingin hafi átt sér stað í nágrenni fundarstaðarins og því lýsti hún eftir vitnum að mannaferðum við blokkina um nótt- ina auk þess að yfirheyra alla íbúana. Átak til bættra samskipta STJÓRNVÖLD í nágranna- ríkjunum Indlandi og Pakistan hafa komið sér saman um að- gerðir til að bæta gagnkvæmt traust milli ríkjanna í því skyni að minnka hættuna á að til átaka komi. Indverskir embættismenn greindu frá þessu í gær. Þetta er árangui- viðræðna háttsettra fulltrúa úr utanríkisráðuneytum beggja ríkja í Islamabad í Pakistan, en með viðræðunum hefur með táknrænum hætti verið tekinn upp þráðurinn frá því allar slík- ar viðræðui- milli ríkjanna rofn- uðu fyrii- rúmu ári. Póllandi ligg- ur á í NATO PÓLSKA ríkisstjórnin sam- þykkti í gær drög að lagafrum- varpi um aðild landsins að Atl- antshafsbandalaginu, NATO. Er frumvarp þetta verður að lögum á ekkert annað að vera eftir til að innsigla NATO-aðild Póllands en staðfesting allra núverandi sextán aðildarrikja bandalagsins. Nazarbayev líklegur NURSULTAN Nazarbayev, forseti Kasakstans, tilkynnti í gær að hann gæfi kost á sér til endurkjörs í kosningunum sem fram fara í landinu í janúar. Ut- lit var fyiir að helzti keppinaut- ur Nazarbayevs, Akezhan Kazhegeldin, yrði jafnvel úti- lokaður frá framboði með dómsúrskurði. Líklegast þykir að Nazarbayev sigri í kosning- unum. Hryðjuverka- konur frjálsar TVÆR konur, sem höfðu setið af sér 15 ár af lífstíðardómi fyr- ir þátttöku í sprengitilræði írska lýðveldishersins, IRA, á dansstað í norður-írska bænum BallykeUy í desember 1982 til- ræði sem varð 17 manns að ald- urtila, voru í gær látnar lausar úr fangelsi. Þær Anna Corry og Pat McCool voru fyrstu kon- umar sem hljóta frelsi í krafti sakaruppgjafar sem samið var um í norður-írska friðarsamn- ingnum í vor. _____________________ERLENT________________________________________ Massimo D’Alema, væntanlegur forsætisráðherra ftalíu, lengi staðið í eldlínunni Dreymir um „eðlilegt ríki“ Rdm. Reuters. MASSIMO D’Alema, sem fengið hefur umboð til að setja saman 56. ríkisstjómina á Italíu eftir stríð, hefur lengi dreymt um að komast til raunveralegra áhrifa í landi sínu. Hann hefur samt ekki sótt það mjög fast að verða forsætis- ráðherra. Það hefur alltaf þótt fremur hverf- ult embætti á Italíu og jafnvel það eitt að taka við stjómarmyndunar- umboðinu getur dregið dilk á eftir sér. D’Alema gekk í ítalska kommúnista- flokkinn árið 1968 og fetaði þá í fót- spor föður síns, Giuseppes, sem barðist gegn fasistastjórn Mussolinis og varð seinna þingmaður fyrir kommúnistaflokkinn. Þegar gengi flokksins var sem mest fyrir um 20 árum fékk hann um þriðjung at- kvæða í kosningum en með falli Berlínarmúrsins og hruni kommún- ismans í Austur-Evrópu stóð flokk- urinn uppi eins og hver önnur tíma- skekkja. Rauð rós jafnaðarmanna Leiðtogai- flokksins sáu hvert stefndi og beittu sér fyrh- umbótum en með þeim afleiðingum, að flokk- urinn klofnaði. Harðlínumennirnir stofnuðu sinn eigin flokk en þorri flokksmanna fylkti sér um Lýðræðislega vinstriflokkinn, LV. Hamrinum og sigðinni var ekki flaggað jafnt ákaft og áður og til varð nýtt flokksmerki, eikartréð. Fyrr á þessu ári var síðan samþykkt á flokksþingi að kasta hamrinum og sigðinni fyrir róða og taka upp hina rauðu rós evrópskra jafnaðarmanna í von um, að það stuðlaði að samfylk- ingu allra vinstrimanna á Italíu. D’Alema var kjörinn leiðtogi LV 1994 og hef- ur síðan haft mjög gott samband við leiðtoga jafnaðarmanna í öðrum Evrópuríkjum, til dæm- is í Bretlandi, Frakk- landi og Þýskalandi. Að loknum kosning- unum 1996 tók við völd- um fyrsta ríkisstjórn á Ítalíu undir forystu vinstrimanna en D’Al- ema vildi ekki taka við ráðherraembætti. Kaus hann heldur að gegna áfram starfi sínu sem áðalritari flokksins. Ríkisstjórnin undir forystu Romanos Prodis missti meirihluta sinn þegar flestir harðlínukommúnistanna hættu stuðningi við hana og tilraunir Prod- is til að mynda nýja stjórn báru ekki árangur. Þegar D’Alema tók við um- boðinu úr hendi Luigis Scalfaros for- seta sl. mánudag kvaðst hann vera búinn að tryggja nýrri stjórn nægan stuðning og bjóst við, að hún gæti tekið til starfa strax í þessari viku. Sá stuðningur, sem ríkisstjórnar- flokkunum hefur nú bæst, er flokk- urinn, sem stofnaður var á rústum Kristilega demókrataflokksins, hins ráðandi flokks á Italíu um áratuga- skeið og flokksins, sem hélt kommúnistum utan stjórnar í hálfa öld. Verður Italía „eðlilegt ríki“? Þegar D’AIema vann að myndun rfldsstjórnar Romanos Prodis eftir kosningarnar 1996 fékk hann til liðs við hana ýmsa menn, sem áður hefðu verið taldir svarnir óvinir vinstri- manna - fyrrverandi seðlabanka- stjóra, kaþólska hagfræðinga og frammámenn í atvinnulífinu. Er því Massimo D’Alema Massimo D’Alama Massimo D'Alema, fyrrverandi kommúnisti og leiðtogi Lýðræðislega vinstriflokksins, hefur fengið umboð til að mynda 56. ríkisstjórnina á ftalíu eftir stríð. D'Alema, sem nú er genginn í raðir evrópskra jafnaðarmanna, mun að líkindum taka við af Romano Prodi sem forsætisráðherra. ÞINGSTYRKUR FLOKKANNA Á ÍTALÍUÞINGI Endurreisnartlokkur 11 Alþýðuflokkur________3J_ Ýmsirhópar 23 Lyðræðisleqi vinstrifl. 101 Græningjar í£ Kommúnistar 11 ÖLDUNGADEILD Norðursambandið 24 Lyðræðissambandið 18 ] Kristilegir demókr. 11 Áframítalfa 40 Þjóðarbandalagiö 41 NEÐRI DEILD Ýmsirhópar 60 Lýðræðislegi vinstrifl. 170 Kommúnistar 21 Áframítalia 111 Þjóðarbandalagiö 91 Endurreisnarfiokkur 24 [ Alþýðuflokkur 67 Lýðræðissambandið 31 Norðursambandið 55 STJÓRNARMYNDUNARLEIÐIN spáð, að hann muni halda áfram á þessari braut og taka drauminn um samfylkingu ítalski’a vinstrimanna fram yfir þrönga hagsmuni síns eigin flokks. D’Alema á sér líka annan draum og hann er sá að gera Ítalíu að „eðli- legu ríki“. Var það einmitt titillinn á bók, sem hann skrifaði og fjallar meðal annars um „skyldu minnar kynslóðar til að leiða vinstrimenn til valda á Italíu“. D’Alema var áður ritstjóri flokksmálgagnsins L’Unita en vinir hans lýsa honum sem fremur feimn- um manni. Hann hætti í heimspek- inámi til að helga sig stjórnmálum en hann á ýmis áhugamál önnur, til dæmis siglingar, og hann er mikill aðdáandi Woody AUen-mynda. Hann er kvæntur og á tvö börn. Ertu búinn að Niðurstöður úr fyrri umferð þingkosninga í Makedóníu skipta um loftsíu? Hægriflokkar í Skopje. Reuters. HÆGRIFLOKKARNIR í Make- dóníu, sem undanfarið kjörtímabil hafa verið í stjórnarandstöðu í þessu fyrrverandi lýðveldi gömlu Júgósla- víu, náðu góðri forystu í fyrri umferð þingkosninga sem fram fóru þar um helgina, samkvæmt fyrstu opinbem tölum sem kjörstjómin birti í gær. Samkvæmt þessum tölum fékk bandalag hægriflokkanna, VMRO DPME - Lýðræðislegi valkostminn - samtals 37,69% atkvæða, en jafnað- armenn (SDAM) og sósíalistar, sem verið hafa í stjórnarsamstarfi, fengu aðeins 27,94% fylgi. Seinni umferð kosninganna fer fram 1. nóvember. I fyrstu umferðinni var kosið um 35 af 120 sætum á þingi landsins. Kjósendur kjósa bæði flokka og á milli einstaklinga, sem keppa um fáein þingsæti. Af einstaklingsfram- bjóðendum hlutu samtals 10 fulltrú- forystu ar tveggja flokka albanska minni- hlutans kosningu, sex úr bandalagi stjórnarandstöðuflokkanna og einn fulltrúi SDAM. Hvemig þau 35 þingsæti sem nú var kosið um á milli flokkanna myndu deilast á þá var í gær enn óljóst, en í dag var gert ráð fyrir að búið myndi að telja öll atkvæðin úr fyrri um- ferðinni og að tilkynnt yrði hve mörg þingsæti féllu í hlut hvers flokks. Komdu í skoðun TOYOTA Nýbýlavegi 4-8 rnaaima s. 563 aaoo jpe/u'/^yoU óetuo
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.