Morgunblaðið - 21.10.1998, Síða 24

Morgunblaðið - 21.10.1998, Síða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ í olíunni er spilað um fúlgur fjár Verkefnin sem til falla í olíuiðnaðinum eru fjölbreytt störfin koma frá öllum heimshornum og að sjálfsö, Meöal þeirra er Matthías Hauksson sem dvalið he jog flókin. Mennirnir sem vinna s?ðu eru íslendingar í þeim hópi. OLÍAN úti fyrir ströndum Noregs hefur verið aðdráttaraíl fyrir marga og fjöldi íslendinga hefur í lengri eða skemmri tima tekið þátt í olíuævintýrinu. í tilfelli Matthíasar Haukssonar var það ekki olían sem hvatti til Noregsferðar heldur lagmetisiðnaðurinn. Það er hins vegar svarta gullið undir botni Norðursjávarins sem einkum hefur haldið honum meðal norskra frænda vorra í tæpan aldarfjórðung. MATTHÍAS Hauksson hefur dvalið í Noregi frá árinu 1976 og starfað við olíuiðnaðinn siðustu ár. Hann segir að umhverfið í olíuiðnaðinum sé alþjóðlegt og samkeppni mikil milli manna og fyrirtækja. MATTHÍAS hefur reynt sitt af hverju í Noregi, stundað nám í niðurlagn- ingu sjávarafurða, lært norsku og verið boðin kennarastaða, unnið á bar og reynt að koma á fót kjúklingastöðum með skelfílegum af- leiðingum fyrir fjárhaginn. Mest af starfsorkunni hefur þó farið í alls konar vinnu úti á borpöllunum og síðustu ár hefur hann unnið mikið við viðgerðir á borholum og fóðring- um. Launin hafa verið breytileg; svim- andi einn mánuðinn, en sáralítil þann næsta. í fyrra hóf Matthías í sam- starfí við annan að bjóða viðgerðar- þjónustu á öryggisventlum í borhol- unum. Hann segir að notast sé við kvoðu sem þétti leka og að um bylt- ingu sé að ræða. Efnið og aðferðin spari háar upphæðir fyrir olíufyrir- tækin og þegar talað sé um háar upphæðir í þessu samhengi sé um fúlgur að ræða. - En er Matthías Hauksson einn af þessum ævintýramönnum, sem fréttist af annað slagið. Mönnum sem lenda í ýmsu og fara víða? „Ég veit það ekki, kannski," segir Matthías er blaðamaður ræðir við hann á kaffihúsi í Stavanger. „Ég hef gaman af þessum þvælingi, einn daginn við viðgerðir úti á palli í Norðursjónum og kannski viku seinna á leið til Argentínu eða Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku fursta- dæmunum með búnað vegna borana þar. Maður hefur lent í ýmsu og sumt af því er ástæðulaust að end- urtaka. Svona hefur þetta bara þró- ast. Að taka þátt í uppbyggingu olíu- iðnaðarins í Noregi hefur náttúru- lega verið eitt samfellt ævintýri og það virðast engin takmörk vera fyrir því sem hægt er að gera. Samfélagið sem tekur þátt í þessu er alþjóðlegt og samkeppnin er mikil. Menn klifra hratt og því getur fallið líka verið hátt. Margir ætla sér skjótfenginn gróða, en verða að hrökklast í burtu ef þeir hafa ekki traust lengur. Ég hef unnið víða og kynnst mörgum og mér hefur tekist að vinna mér traust í þvi sem ég er að fást við,“ segir Matthías. Betra að vera innan við barinn en að hanga á barstólunum Árið 1976 hélt Matthías til Noregs til að nema fræði tengd niðursuðu og lagmeti í Stavanger. Hann hafði stundað ýmis störf, meðal annars byggingavinnu hjá Breiðholti hf. og á sjó frá Vestmannaeyjum. Lagmet- isiðnaður í Noregi stóð með blóma á þessum árum er Matthías hóf námið en ástandið í greininni versnaði með hverju árinu. Matthías lauk námi á tilsettum tíma, en þá hafði hann byrjað að vinna á bar í Stavanger. „Fannst betra og hagkvæmara að vera innan við borðið heldur en hangandi á barstólunum framan við,“ eins og hann orðar það. Þennan bar rak Matthías ásamt öðrum í tvö ár og hagnaðist bærilega. Enn settist Matthías á skólabekk, nú í svæðisháskólanum í Stavanger og námsefnið var norska. Hann seg- ist hafa verið meðal fyrstu útlend- inga sem námu norsku við skólann og það hafi verið óþægilegt fyrir kennarann að hafa íslending meðal nemenda þegar kom að tímum í gamal-norsku. Honum var síðan boðin staða kennara i íslensku i Bergen og átti að fá 450 krónur norskar fyrir tím- ann, en tímamir í viku hverri voru fáir og hann ákvað að taka ekki til- boðinu. Á þessum árum reyndi hann að koma á fót Kentucky-kjúklinga- stöðum í Stavanger, en það gekk ekki og missti Matthías fótanna fjár- hagslega í þeim viðskiptum. Amerískt galdraefni „Upp úr þessu fór ég að vinna á borpöllunum,“ segir Matthías. „Ég vann ýmist í Bergen eða Stavanger á þessum árum og mest hjá fyrirtækj- unum Weatherford, og Odíjell. Ég vann við að bora holur úti í Norður- sjónum og fór reyndar víða um heim. I mörg ár vann ég við að setja fóðr- ingar í borholumar, ég var sölumaður í landi og fleira mætti nefna. Árið 1995 endurreisti ég gamla fyrirtækið mitt og fór í þéttingar og viðgerðir á borholum í samstarfí við aðra. Við fjarlægjum einnig útfell- ingar úr holum og bjóðum upp á tækni til að laga borstrengi. Núna erum við vonandi að fá umboð fyrir nýja gerð af borkrónum þannig að það er nóg að gerast. Við erum tveir í samstarfi og stóra trompið okkar er amerískt galdraefni sem notað er til að þétta öryggisloka sem farnir eru að leka. Það eru yfir- leitt gengjur og pakkningar sem gefa sig og frekar en að loka holunni er oft reynt að koma þessu mauki á leka- staðinn. Kvoðan þéttist við ákveðnar aðstæður og ef þetta tekst er hægt að spara háar upphæðir, því í olíunni er spilað um fúlgur fjár. Við þéttum íyrstu holuna á þennan hátt fyrir þremur árum og hún held- ur enn. Ef hægt er að spara sér að rífa upp lekan öryggisloka og stöðva framleiðsluna í einhvem tíma sparast milljónir norskra króna. Við fáum því vel borgað ef þessi aðferð er notuð. Það mætti vera meira að gera í þessu, en verkefnum hefur verið að fjölga," segir Matthias. í febrúar á næsta ári verður Matthías meðal 50 þátttakenda í ís- landsferð manna sem starfa við bor- un og viðhald á olíuholunum í Nor- egi. Þá er meðal annars fyrirhugað að heimsækja Orkustofnun og Jarð- boranir. Matthías segir að mikill áhugi hafi verið fyrir þessari ferð í hópnum og Norðmenn hafi mikinn áhuga á því sem íslenskt er. Sjálfur reynir hann að heimsækja ísland ekki sjaldnar en á tveggja ára fresti. Hann á fjóra syni, tvo í Noregi og tvo á íslandi, auk annaiTa í fjöl- skyldunni og vina, sem hann heldur sambandi við. „Svo fara fimmtugsaf- mælin að skella á í gamla vinahópn- um, þannig að ég verð trúlega tals- vert á ferðinni á næstu árum,“ segir Matthías Hauksson. Margfasatækni UNDIR árslok 1997 setti Statoil fram fimm ára áaetlun um marg- fasatæki í olíuvinnslunni og hef- ur sú tækniþróun, sem fylgt hef- ur í kjölfarið, borið góðan árang- ur á mörgum sviðum. Hefur hún til dæmis skilað sér við flutning á fljótandi gasi til lands og nýt- ing smárra hliðarsvæða er arðbærari en áður. Marg- fasatæknin skiptir einnig míklu fyrir starfsemi Statoil annars staðar en að henni var unnið í náinni samvinnu við Norsk Hydro, Saga og framleiðendur ýmiss konar búnaðar. Meðal annars hefur tekist að ná tökum á því vanda- máli, sem hýdrötin (olíu- og vatnsefniskekkir) hafa verið, og einnig við að líkja ef ir margfasaflutningi. Til að gera sér grein fyrir og Ifkja eftir margfasastreymi hefur Statoil notast við reiknilíkanið 0lga2000 og var það endurbætt og fullkomnað á sfðasta ári. Er það fullkomnasta líkan sinnar tegundar og verður sett á al- mennan markað í gegnum fyrir- tækið Scandpower. Reiknar það út streymi í brunnum og leiðsl- um og getur sagt fyrlr um bestu samsetningu kolvatnsefnis og vatns. Myndin til hliðar er sótt í upp- lýsingarit frá Statoil eins og flestar þeirra Ijósmynda og korta sem birst hafa með þessum greinum um norsku olíuna, nema annað hafi verlð tekið fram.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.