Morgunblaðið - 21.10.1998, Page 28

Morgunblaðið - 21.10.1998, Page 28
28 MIÐVTKUDAGUR 21. OKTÓBER 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Ný sending af MORE MORE yfirstærðir St. 42-£8. Síöu jakkarnir komnir aftur Jakkar frá 5.900 Buxur frá 2.900 Pils frá 2.900 Blússur frá 2.800 Kjólar og vesti Mikið úrval af fallegum velúrgöllum frá 4.900. ('d Nýbýlavegi 12, sími 554 4433. Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson MENNINGARVIKA ísfirðinga, Veturnætur, hefst á fóstudag. Dansað á Silfurtorgi / Listavika á Isafirði ÍSFIRÐINGAR bjóða vetur vel- kominn með lista- og menningar- viku um veturnætur. Þetta er í annað sinn sem Meuningarvikan Veturnætur er haldin og hefst dagskráin 23. október með því að kertum verður fleytt á Pollinum. Áður verður dansað á Silfurtorgi og siðan gengið niður að Polli og kertum fleytt. Þá verða sama dag tónleikar Léttsveitar Kvennakórs Reykjavíkur og Kvennakórs Bol- ungarvíkur í Isafjarðarkirkju. Laugardaginn 24. október verða píanótónleikar nokkurra fyrrver- andi nemenda Ragnars H. Ragnar í sal Grunnskóla Isafjarðar. Sama dag verður Kompudagur á Silfur- torgi þar sem nemendur 10. bekkj- ar Grunnskóla Isafjarðar selja varning úr geymslum, kjöllurum og bflskúrum. Einnig verður dansað á Silfurtorgi og ýmislegt til skemmtunar. í Edinborgarhúsi verður opið málþing um Byggðamál. Suunudaginn 25. október verð- ur afmælisveisla Tónlistarskóla Isafjarðar í Iþróttahúsinu á Torf- nesi. I Stjórnsýsluhúsi verða ýms- ar uppákomur alla vikuna, stutt tónlistaratriði verða kl. 16 alla daga t.d. harmonikkusveit, djass- band, barna- og unglingakór og lúðrasveit. Þriðjudaginn 27. október verður Bangsadagur á Bókasafni ísafjarðar frá kl. 14-20 og á miðvikudag verður haldinn fyrirlestur um hafið á vegum At- vinnuþróunarfélags Vestfjarða. Á fimmtudagskvöld heldur 10. bekkur Grunnskóla ísafjarðar menningarkvöld á sal Grunn- skóla. Föstudagurinn 30. október verð- ur körfuboltaleikur í íþróttahúsi, í Framhaldsskóla Vestfjarða halda nemendur rokkhátíðina Mennt- stock og í Isafjarðarki rkj u verða lokatónleikar Veturnátta þar sem ljöldi tónlistarmanna kemur sam- an og flytur verk eftir Vestfirsk tónskáld. Meðal flytjenda verður Sunnukórinn, Söngfjelagið í Neðsta, Guðrún Jónsdóttir, Ingunn Ósk Sturludóttir, Herdís Anna Jónasdóttir, Þórunn Arna Krist- jánsdóttir, Iwona Kutyla, Sigríður Ragnarsdóttir og Margrét Gunn- arsdóttir. Laugardaginn 31. október verða píanótónleikar á sal Grunnskóla, þar spilar Ingveldur Ýr Ólafsdóttir. Nýtt ævintýri Að treysta hinni mildu rödd í hjartanu og að það sé ekkert mikil- vægara í þessu lífi en kærleikurinn. Það bendir nefnilega flest til þess að hann falli aldrei úr gildi.“ Þama sat eitthvað og horfði á Blíðfinn í morgunsólinni. Eitthvað sem hann hafði aldrei séð áður en samt einhvern veginn svo kunnuglegt. Með höfuð og hendur og fætur eins og hann. Bara svolítið öðruvísi. Og það horfði á Blíðfinn skelfing... blíðlega. Já, það var eiginlega mjög hlýlegt, þetta augnaráð. Og sakleysislegt. Brosandi, fallegt andlit. Og nú hló það. Blíð- finnur gat ekki annað en hlegið líka og fært sig nær. Þetta var skemmti- legt. Hann vissi ekki hvað þetta var en hann vissi að það hlaut að vera gott. „Góðan daginn,“ sagði hann og vinkaði þar sem hann stóð álengdar af því að honum datt ekkert betra í hug. Litla veran brosti sínu blíðasta og reri fram og aftur þar sem hún sat í grasinu. „Ég heiti Blíðíínnur," sagði hann og færði sig örlítið nær. „Bóbó,“ sagði veran og skríkti af ánægju um leið og hún benti á Blíðfinn. „Nei, Blíðfinnur," sagði Blíðfinnur eins skýrt og hann mögulega gat. „Bóbó,“ sagði veran undur mjúklega og teygði báðar hendur í átt til Blíðfinns. Og Blíðfinnur horfði djúpt inn í þessi tæru augu. „Þú mátt alveg kalla mig Bóbó,“ sagði Blíðfinnur og faðmaði veruna að sér. IJr skáldsögunni Ég heiti Blíðfinnur en þú mátt kalla mig Bóbó. MYNDLIST Listaskálinn í Hveragcrði ERÓTÍKA SAMSÝNING ÁTTA LISTAMANNA Opið frá fimmtudegi til sunmidags frá 11.30-22. Til 25. október. Aðgangur 300 kr. ERÓTÍKA er yfu-skriftin á sam- sýningu átta listamanna í Listaskál- anum í Hveragerði. Einai- Hákonar- son, eigandi Listaskálans, fer fyrir hópnum, en þegar litið er yfir hann skiptist hann nokkuð greinilega í tvennt. Annars vegar eru þeir félag- ar Einar, Bragi Ásgeirsson, Gunnar Öm og Haukur Dór. Hins vegar eru þau Ragnhildur Stefánsdóttir, Harpa Bjömsdóttir, Eva Benjamíns- dóttir og Stefán Boulter, meira eins og gestir þeirra á þessari sýningu. Þeir fjórmenningar eru þeirrar kynslóðar þegar menn trúðu því enn að aflvakann í listinni væri að finna í kynhvötinni og að sköpunarkraftur listamannsins væri í réttu hlutfalli við kynorku hans. Þannig eru mál- verk Hauks Dórs ekki af neinu sér- stöku erótísku myndefni, en hins vegar eiga þær sjálfsagt að ólga af titrandi kenndum. Sömu sögu má segja um myndir Einars Hákonar- sonai', þótt þar megi greina líkama í lostafullum stellingum. Læt ég hverjum og einum eftir að sann- reyna hvort svo sé. En menn leyfðu sér líka að slá á léttari strengi, því það er skammt í húmorinn, t.d. í mál- verki Braga Ásgeirssonar af tveimur fuglum að eðla sig á kökubakka (,,Ast“), eða portretti af fröken Lewinsky á blettóttum, bláum kjól („Monica L“). Af verkum þeirra fjór- menninga voru það helst léttleik- andi, en samt svolítið ögrandi, teikn- ingar Gunnars Arnar sem voru bæði persónuleg og óheft erótísk tjáning. Einhvern veginn finnst mér eðli- legt að líta svo á að ef mynd er lýst sem erótískri, þá sé það vegna þess að hún tjái erótískar kenndir eða veki erótískar kenndir hjá áhorf- anda. Hins vegar eru margar myndh á sýningunni að fást við táknmyndir hins erótíska, t.d. freudísk tákn, eða myndlíkingar fyrir kynfæri eða sam- farir. En myndlist sem hefur að geyma táknmyndh kynlífsins er ekki endilega erótísk myndlist, í fyrr- greindum skilningi. Eva Benjamínsdóttir hefur t.d. sett upp fatahengi, þar sem komið er fyrh' nærbuxum sem konur hafa góðfúslega lánað henni, og úrval af alls kyns tólum úr verslun í bænum. En hjálpartæki ástarlífsins og blúnd- unærbuxur eru í sjálfu sér ekki erótískar, jafnvel þótt þetta séu allt hluth sem á einn eða annan hátt komast snertingu við kynfæri. Það er einna helst í skúlptúrverk- um Ragnhildar Stefánsdóttur sem er að finna einhvern brodd, ef mér leyf- ist að taka svo til orða. Myndir Ragnhildar eru ýmist vitsmunalegar, þar sem verið er að leika sér með ýmsar myndgátur og táknmyndir á gamansaman hátt, eða djarfar gifsaf- steypur þar sem reynt er að finna snertiflöt milli hins líkamlega og huglæga. Við nánari umhugsun eru þau verk sem hún hefur verið að sýna að undanfórnu, á öðrum vettvangi, mun erótískari, þótt þau fjalli meha um skynjun og tilfinningu fyrh eigin líkama, frekar en erótík beinlínis. Hér verður allt miklu meðvitaðra og kemur ekki eins eðlilega og af sjálfu sér. Það er reyndar gallinn við að setja sér fyrirfram ákveðna yfir- skrift eins og erótík, að listamannin- um finnst eins og hann verði að upp- fylla einhverja kröfu og valda ekki áhorfendum vonbrigðum. Hann kemst þar af leiðandi varla hjá því að blanda fáeinum tippum inn í dæmið, annars lítur út fyrir að hann hafi forðast það eða hafi ekki þorað að ganga svo langt. Hvað setja menn helst í samband við erótík í dag - skuggalegar fata- fellubúllur og vafasamar vefsíðui’? Maður spyr sig hvort léttúðug og munúðarfull erótík í myndlist eigi sér viðreisnar von í skugga barn- aníðingsmála í Belgíu, barnakláms á Netinu, vændisþrælahalds skipu- lagðra glæpahringja og kynferðis- legrar áreitni á vinnustað. Það sem áður var kallað erótík í myndlist, og það sem Einar og félagar höfðu í huga þegar þeir fóru af stað með sýninguna, hefur vikið fyrh félags- lega meðvituðum pælingum um arðrán líkamans, eða kaldlyndar og ruddafengnar klámmyndh, ger- sneyddar alhi tilfinningu. Það und- arlega hefur gerst, að erótík er nán- ast orðin tabú aftur, ekki vegna líkamsnektar (enda blasir hún hvar- vetna við í fjölmiðlum), heldur af óljósri sektarkennd vegna þeirrar tilhugsunar að í hverjum manni búi hugsanlega eitthvert skrímsli sem bíður þess að fara á stjá að næt- urþeli. Ég veit ekki hvort einangrað og sakleysislegt afbrigði af erótík getur lifað af innan listarinnar, því eins og málum er háttað, er tíðar- andinn ekki sérstaklega hliðhollur erótískri munúð eins og við þekkjum úr myndlist fyiTÍ tíma. Gunnar J. Árnason ÞORVALDUR Þor- steinsson, myndlist- armaður og rit- höfundur, sendir á þessu liausti frá sér barnasöguna Eg heiti Blíðfinnur en þú mátt kalla mig Bóbó. Sag- an fjallar um Blíðfinn sem býr í litlum garði og ætlar sér ekki að fara út fyrir hann, bæði vegna þess að hann hefur það gott með vinum sínum og vegna þess að hann hefur ekkert sérstaklega mikið hugrekki til þess. En dag einn, þegar albesti vinur hans hverfur, neyðist hann, vegna ástar og eftir dálítið til- hlaup í sálinni, til að fara og leita hans. tír þeirri leit verður til ævintýri með öllu því sem ævintýrin prýða, góðum persón- um og vondum persónum, hvfld- arstundum og hættustundum og hugrekkinu sem Blíðfinnur vissi ekki að hann ætti til. Fyrsta barnabók Þorvaldar var Skilaboðaskjóðan sem út kom 1986, myndskreytt af hon- um sjálfum. Á henni byggði hann samnefnt leikrit sem sýnt var við miklar vinsældir í Þjóðleikhúsinu 1993-94. Síðan hefur hann skrif- að mikið af barnaefni fyrir sjón- vai'p. „Ég stend mig oft að því að gleyma því sem ég hef skrifað af barnaefni fyrir sjónvarp. Þegar ég hef verið spurður hvort ég hafi alveg gleymt börnunum eftir Skjóðuna hef ég stundum játað því skömmustu- lega og gleymt öllum sjónvarps- handritunum, líklega af hrein- um fordómum gagnvart sjón- varpi. Og það er synd hvað þeir fordómar eru lífseigir af því að margt af því mikilvægasta sem hafði áhrif á mig þegar ég var lítill var gott sjónvarpsefni fyrir börn. Áhrifín frá því krauma enn í hjarta minu. En á meðan ég skrifaði söguna um Blíðfinn hef ég líka oft hrist höfuðið og fundist það ómögulegt að láta svona langan tíma líða á milli barna- bóka, vegna þess hvað það hefur verið gaman að vinna þessa, ég upplifði svo mikla gleði á meðan. Fyrsta hugmyndin að Blíðfínni, aðalper- sónu sögunnar, varð til í tölvupósti til vin- konu minnar að kvöldi 16. maí á þessu ári og þetta er eitt af þessum verkum sem maður hefur á tilfinn- ingunni að hafi alltaf verið til. Mér finnst eiginlega eins og ég hafi ekki búið til þessa sögu held- ur hafi starf mitt falist í því að kíkja inn í heim sem alltaf stend- ur okkur til boða, bara ef við ná- um að slaka svoljtið á í full- orðinsleiknum. Ég hef heldur aldrei fyrr haft jafn skýra tilfinn- ingu fyrir nokkru verkefni eða skrifað sögu sem vannst jafn hratt. Ég kemst aldrei frá þeirri hugsun að þessi nýja saga og Skilaboðaskjóðan séu raunsæjar, ekki fantasía. Og heimurinn sem þær segi frá sé jafn mikill raun- veruleiki og hver annar og að hlutverk sagna sem þessara sé að benda á eitthvað sem er til en við sjáum ekki eða skynjum dags daglega. En til að gæta allrar sanngirni gagnvart „ytri“ veru- leikanum þá samanstendur nýja sagan mín af ótal augnablikum úr hversdagslífinu sem hafa safn- ast saman í lijartanu eða kollin- um á mér á undanförnum árum, augnablikum og reynslu sem mannleg samskipti hafa gefið mér. Sagan er sjálfsagt „tækni- lega“ afleiðing þess að hafa skrifað mikið fyrir börn en ég gæti ekki hafa mótað hana til- finningalega nema vegna hjálpar annarra. Eg er heppnasti lista- maður sem ég þekki og það er ekki síst af því hvað ég hef lengi verið lánsamur með fólk í kring- um mig. Það hefur m.a. kennt mér það sem ég reyni svo að miðla í bókinni: Þorvaldur Þorsteinsson Duflað og daðrað

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.