Morgunblaðið - 21.10.1998, Side 38
1Í8 MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
"v
KRÓKUSAR - ómissandi í vetrargarðinn.
VETRAR-
GARÐURINN II
í FYRRI greininni
um vetrargarðinn
var fjallað um nota-
gildi garða fram yfir
jólin. Þegar „jólaárs-
tíðinni“ lýkur eru
veður venjulega orð-
in válynd og morgun-
verður úti á sólpallin-
um ekki fýsilegur
kostur. Berar grein-
ar trjánna skaga
mishátt upp úr snjó-
sköflunum á milli
þess sem þær halla
verulega undir flatt í
skafrenningi. Þrátt
fyrir laufleysi trjá-
gróðurs á veturna
gegnir hann mikilvægu hlutverki
í skjólmyndun umhverfis hús og
hýbýli. Snjórinn safnast fyrir inni
í trjálundum og í nánasta um-
hverfi því þar er mesta skjólið.
Rétt staðsettur trjágróður getur
því dregið mikið úr snjósöfnun á
gönguleiðum og akvegum.
Litur barkarins á trjágróðrin-
um er oft mjög skrautlegur. Með
því að raða saman tegundum með
mismunandi litum greinum má
lífga mikið upp á vetrargarðinn.
Það getur tii dæmis verið fallegt
að spila saman tegund með mjög
dökkum berki, eins og viðju (Salix
borealis) og tegund með mjög
ljósum berki eins og ýmsum
sýrenum (Syringa sp.) eða
bjarkeyjarkvisti (Spiraea chama-
edryfolia). Litaspjald barkarins
inniheldur þó fleiri liti en dökkan
og ljósan. Körfuvíðir (Salix
viminalis) hefur mjög fallegan
gulgrænan börk og möndluvíðir
(Salix sp.) hefur ljósan, gulbrúnan
börk sem hreinlega lýsir af í vetr-
arsólinni. Mjallarhyrnir (Cornus
alba Sibirica) hefur ekki verið
mikið ræktaður hérlendis en í út-
löndum er hann aðallega notaður
vegna litar ungra greina, þær eru
eldrauðar og haldast þannig allan
veturinn. Þessi tegund virðist
þrífast ágætlega við góð skilyrði
hér á landi og væri gaman að sjá
hana lífga upp á fleiri garða en nú
er.
Margar sígrænar tegundir þríf-
ast með afbrigðum vel á klakan-
um og eru í þeirra hópi furur
(Pinus sp.), greni (Picea sp.), einir
(Juniperus sp.) og lyngrósir
(Rhododendron sp.) svo eitthvað
sé nefnt. Þessar plöntur halda
laufblöðum sínum allan veturinn
og gefa þannig lífinu þann græna
lit sem við söknum venjulega yfir
háveturinn. Þær eru ekki allar
jafnharðgerðar og er sjálfsagt að
leita sér upplýsinga um hörku
hverrar tegundar áður en farið er
út í að gróðursetja þær í garða.
Reglan er sú að best er að skýla
sígrænum gróðri að minnsta kosti
fyrsta veturinn eftir útplöntun.
Astæðan fyrir því er í raun ein-
föld. Rótakerfi nýgróðursettra
plantna er ekki viðamikið í fyrstu.
Sígrænar plöntur halda, sem fyrr
segir, blöðunum allan veturinn.
Seinni hluta vetrar, í febrúar-apr-
íl fáum við stundum afskaplega
fallega daga með sólskini og
frosti. /í þannig veðri skemmast
sígrænar plöntur mest því þegar
BLOM
VIKUNMR
400. þáttur
[Imsjón Agdsta
Bjönisdóttir
sólin skín á blöðin,
hitna þau og til að
kæla þau niður þarf
plantan að gufa út
vatni. Jörðin er hins
vegar frosin og róta-
kerfið ekki víðfeðmt
þannig að plantan
nær ekki vatni úr
jarðveginum til að
bæta fyrir vökvatap-
ið. Þess vegna
skrælna blöð og jafn-
vel greinaendar
plantnanna og þær
verða gulbrúnar að
lit. Til að koma í veg
fyrir þessi áhrif þarf
að skýla plöntunum
fyrir sólartjósi og vindum og er
best að nota til þess efni eins og
striga, hann hleypir lofti í gegn-
um sig en skyggir jafnframt á
blöð plöntunnar.
Barkarlitur, blöð og ekki blöð,
það er fleira sem kemur til þegar
hanna á garð sem lítur skemmti-
lega út að vetri til. Form trjá-
gróðursins skiptir miklu máli.
Tré og runnar ættu ekki að vera
öll eins í laginu. Kræklótt birki-
tré getur farið mikið í taugarnar
á garðeigandanum yfir sumarið
en þegar vetrar er það sú planta
í garðinum sem fær mesta at-
hygli. Runnar með útsveigðar
greinar, t.d. loðkvistur (Spiraea
mollifolia) og stórkvistur (Spira-
ea henryi), koma með mjúkar og
ávalar línur í garðinn. Hengi-
plöntur ýmiss konar, hengikergi
(Caragana arborescens
(Pendula) og hengiselja (Salix
eaprea ðKilmarnock’) hafa notið
sívaxandi vinsælda undanfarin
ár. Plöntur þessar eru í raun
skriðulir runnar sem hafa verið
ágræddir á stofn af skyldum teg-
undum og minna þannig dálítið á
hárkollur sem hengdar hafa ver-
ið á kústsköft.
Enn eru ótaldar plöntutegundir
sem hafa einhverja aðra álitlega
kosti sem koma helst í ljós að
vetri til. Klukkutoppur (Lonicera
hispida) er skrautlegur á veturna
vegna þess að utan um stöngul-
liðamótin á greinunum eru stórir,
hvítleitir pokar. Broddar, (Ber-
beris sp.) hafa ógurlega þyrna á
stöngulliðamótunum og eru þyrn-
arnir gjarnan nokkrir saman í
eins konar blævæng. Myrtuvíðir
(Salix myrsinites) er lágvaxin
víðitegund með dökkgræn og
gljáandi blöð sem haldast á runn-
anum allan veturinn. Þau visna á
haustin og verða þá gulleit og
slær gullnum bjarma á plöntuna í
haustsólinni.
Þegar vorar aftur eykst fjörið í
garðinum. Haustlaukarnir fara að
koma upp í febrúar-mars og þeg-
ar kemur fram í apríl skjóta
snemmblómstrandi, fjölærar
plöntur upp kollinum. Með hækk-
andi sól fjölgar dvalarstundum
utandyra og metnaðarfullir heim-
ilisfeður, sem áður föndruðu með
jólaseríur, draga fram limgerðis-
klippurnar sínar og hefja vor-
verkin í garðinum.
Guðríður Helgadóttir,
garðyrkjufræðingur.
ALDARMINNING
LÁRUS
JÓHANNESSON
í dag, hinn 21. októ-
ber 1998, eru liðin 100
ár frá fæðingu Lárus-
ar Jóhannessonar, al-
þingismanns, hæsta-
réttarlögmanns og síð-
ast hæstaréttardóm-
ara. Hann fæddist á
Seyðisfirði framan-
greindan dag. Foreldr-
ar hans voru Jóhannes
Jóhannesson, bæjarfó-
geti og alþingismaður,
og Jósefína Antonía,
dóttir Lárusar Blön-
dals, sýslumanns. Eg
læt öðrum eftir að
rekja nánar ættir Lárusar, en get
þess aðeins, að hann var kominn af
þekktum forystumanna- og emb-
ættismannaættum. Þeir, sem til
þekktu, töldu sig gi'eina hjá Lárusi
margvíslega eiginleika frá forfeðr-
um hans úr báðum ættum.
Eg tel mér rétt og skylt að
minnast Lárusar á þessum tíma-
mótum, þar sem ég var síðasti lög-
lærði fulltrúi hans á tímabilinu
1949 til 1960, og leigjandi á skrif-
stofuhúsnæði hjá honum frá þeim
tíma til dánardægurs hans, 31. júlí
1977. Ég þekkti því Lárus samfellt
í 28 ár og hafði náin samskipti við
hann og fjölskyldu hans allan
þennan tíma.
Lárus var ungur settur til
mennta, eins og sagt var í gamla
daga. Jóhannes faðir hans og Stef-
án Stefánsson, alþm. og skóla-
meistari Gagnfræðaskólans á
Akureyri (síðar Menntaskólans á
Akureyri), vora miklir vinir og
samflokksmenn á Alþingi. Það lá
því beinast við, að Jóhannes sendi
Stefáni, vini sínunij Lárus ungan til
náms og þroska. Ur þessum skóla
átti Lárus góðar endurminningar.
Síðan lá leið hans beint í Mennta-
skólann í Reykjavík. Þar lauk hann
stúdentsprófi með góðri einkunn
vorið 1917. Því næst var haldið
rakleiðis í Háskóla Islands. Þar
gerðist sá fáheyrði atburður vorið
1920, að Lárus sló þrjú met í senn;
hann lauk lögfræðiprófi yngstur
allra, með hæstu einkunn og eftir
skemmstan tíma. Þetta afrek bar
gáfum Lárusar og atorku óbrigðult
vitni. Lárus var við framhaldsnám
við Kaupmannahafnarháskóla
1920-1921. Þá kom hann heim og
gerðist fulltrúi um tíma á skrif-
stofu föður síns, sem var þá bæjar-
fógeti í Reykjavík. A þessum tíma
var Lárus stundum settur bæjarfó-
geti í Reykjavík í for-
fóllum föður síns. Arið
1924 fékk Lárus rétt-
indi til að flytja mál
fyrir Hæstarétti. Um
líkt leyti setti hann á
stofn lögmannsstofu í
Reykjavík og rak hana
óslitið til 1960, en þá
var hann skipaður
hæstaréttardómari.
Því embætti gegndi
hann til 1964. Lárus
var þingmaður Seyðis-
fjarðarkaupstaðar frá
1942 til 1956. Auk
þessa voru honum fal-
in mörg trúnaðarstörf af ýmsu
tagi.
Margur mundi telja sig full-
sæmdan af þessari stuttu lýsingu á
náms- og starfsframa, en frami
Lárusar var meiri. I þessari stuttu
gi-ein er ekki möguleiki á því að
gera þessu efni nein tæmandi skil.
Þess skal þó getið, að Jón Magnús-
son, forsætisráðherra, vildi endi-
lega fá Lárus til þess að fara í utan-
ríkisþjónustuna, en hann hafnaði
því.
Hér verður drepið á nokkur at-
riði, sem máli skipta, í lífshlaupi
Lárusar:
Eins og áður segir rak Lárus lög-
mannsstofu í Reykjavík óslitið frá
1924 til 1960. Af honum fór mikið
orð sem lögfræðingi. Þar hjálpuð-
ust að traust og góð lögfræðiþekk-
ing, ásamt þroskaðri dómgreind,
góðvild og réttsýni. Þessir hæfileik-
ar gerðu hann einnig að góðum
dómara og öruggum matsmanni í
vandasömum matsmálum. Lárus
átti einstaklega gott með að skoða
málefni frá öllum hliðum. Hann
hafði m.ö.o. mjög gott lögfræðilegt
og málefnalegt innsæi. Sérstaklega
fór mikið orð af sátta- og samnings-
lipurð Lárusar.
Lárus var hugsjónamaður og
e.t.v. á undan sínum samtíma. Ung-
ur að árum vildi Lárus, að stofnað-
ur yrði nýr banki. Hann lagði mikla
vinnu og peninga í þessa hugsjón.
Hann taldi, að Island skorti fjár-
magn og það yrði að fá erlendis frá
til meiriháttar framkvæmda. Eng-
inn grundvöllur reyndist vera til
fyrir þessu þá.
Nokkrum árum fyrir 1930 gekk
Lárus í félag með nokkrum ungum
mönnum um stofnun og rekstur út-
varpsstöðvar. Hann sá fyrir sér það
gagn og þá ánægju, sem landsmenn
gætu haft af útvarpi. Þessu fyrir-
Afmælis- og
minningargreinar
MIKILL fjöldi minningargreina
birtist daglega í Morgunblaðinu.
Til leiðbeiningar fyrir greinahöf-
unda skal eftirfarandi tekið fram
um lengd greina, frágang og
skilatíma:
Lengd greina
Um hvern einstakling birtist
ein uppistöðugrein af hæfilegri
lengd á útfarardegi, en aðrar
minningargreinar um sama ein-
stakling takmarkast við eina örk,
A-4, miðað við meðallínubil og
hæfilega línulengd, - eða 2200
slög (um 25 dálksentimetrar í
blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða
ljóð takmarkast við eitt til þrjú
erindi.
Undirskrift
Greinarhöfundar eru beðnir
að hafa skírnarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.
Frágangur og móttaka
Mikil áherzla er lögð á að
handrit séu vel frá gengin, vél-
rituð eða tölvusett. Sé handrit
tölvusett er æskilegt að diskling-
ur fylgi útprentuninni. Það eyk-
ur öi'yggi í textamenferð og
kemur í veg fyrir tvíverknað.
Þá er ennfremur unnt að
senda greinar í símbréfi - 569
1115 - og í tölvupósti (minn-
ing@mbl.is). Vinsamlegast send-
ið greinina inni í bréfinu, ekki
sem viðhengi.
Skilafrestur
Eigi minningargrein að birtast
á útfarardegi (eða í sunnudags-
blaði ef útför er á mánudegi), er
skilafrestur sem hér segir: I
sunnudags- og þriðjudagsblað
þarf grein að berast fyrir hádegi
á fóstudag. í miðvikudags-,
fimmtudags-, fóstudags- og laug-
ardagsblað þarf greinin að ber-
ast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrir birtingardag. Þar
sem pláss er takmarkað, getur
þurft að fresta birtingu minning-
argreina, enda þótt þær berist
innan hins tiltekna skilafrests.
Berist grein eftir að skilafrestur
er útrunninn eða eftir að útför
hefur farið fram, er ekki unnt að
lofa ákveðnum birtingardegi.
tæki lauk með einkarétti Ríkisút-
varpsins 1930 á útvarpsrekstri. Á
þessu fyrii'tæki tapaði Lárus miklu
fé, _en sá aldrei eftir því.
I þessum flokki vil ég telja
Prentsmiðju Austurlands hf.,
prentsmiðjurekstur og bókaútgáfu
á Seyðisfirði og síðar í Reykjavík.
Það var hugsjónafyrirtæki, en ekki
til fjár. Gefnar voru út margar góð-
ar bækur, en aðrar seldust illa.
Lárus þýddi bækur, bæði einn og í
félagi við aðra. Sumar þeirra voru
gefnar út. Mér var kunnugt um
þykk óprentuð handrit að bókum,
sem Lárus þýddi.
Lárus var mjög vinsæll af öllum,
sem kynntust honum eitthvað að
ráði. Margir pólitískir andstæðing-
ar hans voru meðal góðra kunn-
ingja hans. Sumir þeirra komu í
Suðurgötu 4. Frægt er, að Lárus
hélt leynifund í Suðurgötu 4 með
Brynjólfi Bjarnasyni og Olafi Thors
1944. Sá fundur var upphafið að
Nýsköpunarstjórninni. Lárus má
því líklega teljast guðfaðir hennar.
Ekki þarf að spyrja að góðu sam-
bandi eða vináttu hans við sam-
flokksmenn sína. T.d. var mikil vin-
átta á milli Lárusar og Bjarna
Benediktssonar.
Ég man vel eftir því, hve vel
Lárus tók á móti Eggerti Þor-
steinssyni, mótframbjóðanda sín-
um fyrir Alþýðuflokkinn á Seyðis-
íirði, vorið 1953. Þeir hittust í Suð-
urgötu 4 nokkru fyrir framboðs-
fundinn á Seyðisíirði. Lárus var
kosinn á þing, en Eggert varð upp-
bótarþingmaður. Það fór vel á með
þeim alla tíð, svo sem sjá má af
minningargrein, sem Eggert skrif-
aði um Lárus á útfarardegi hans.
Eitt er alveg víst, Lárusi hefði
aldrei dottið í hug að bregða fæti
fyrir ungan og óreyndan mann,
sem væri að reyna að fóta sig á
framabrautinni. Hann hefði frekar
gefið honum góð ráð af fullum heil-
indum.
Undirritaður var fulltrúi hjá
Lárusi Jóhannessyni tæp 11 ár
(1949-1960). Hann var ákaflega
góður húsbóndi. Ég hafði mikið
frelsi um störf mín. Okkur varð
aldrei sundurorða. Lárus vann lítið
sem ekkert á skrifstofunni þann
tíma, sem Alþingi var að störfum
og hann sat á Alþingi. Margt
skemmtilegt bar oft á góma. Hér
er ekki rúm til að rekja það. Þó
þetta: Eitt sinn hafði ég tekið á
stofuna mál hjóna, sem höfðu verið
göbbuð til að kaupa nýtt, stór-gall-
að hús. Þau komu mjög oft á stof-
una og ræddu við mig um þetta,
því að þau voru mjög áhyggjufull
út af þessu, en áttu ekki alltaf mik-
ið erindi. Þarna var um aleigu
þeirra að ræða eða meira. Lárus
undraðist þolinmæði mína við að
tala svona oft við þau um þetta. Ég
tel, að lögfræðingar geti í aðra
röndina þurft að gegna sálgæslu-
hlutverki og er ekki grunlaus um
að Lárus hafi stundum gert það
líka. Mál þetta fékk farsæl endalok
fyrir dómstólunum, sjá hæstarétt-
ardóm. Dæmi um leiðbeiningar til
ungs manns: „Þú þekkir engan
mann til fullnustu, Árni minn, fyrr
en þú hefur séð, hvernig hann
bregst við arfi.“ „Taktu aldrei svo
mikið af neinum, að hann komi
ekki aftur.“ Lárus fór sjálfur eftir
þessari leiðbeiningu sinni, því að
sömu viðskiptamennirnir komu
aftur og aftur.
Það kom fyrir, bæði fyrr og síð-
ar, að haft var orð á því við mig, að
Lárus hlyti að vera stór-efnaður
maðui'. Ég sagði eins og satt var, að
svo væri ekki. Hann hafði að vísu
oft haft góðar tekjur fram til
stríðsloka. Lárus var einn af þeim
mönnum, sem voru örir á fé. Hann
hafði ekki söfnunaráráttu á pen-
inga. Hann tapaði verulegu fé á
hugsjónafyrirtækjum sínum, sem
ég hefi nefnt hér að framan. Hann
mátti ekkert aumt sjá, þá þurfti
hann úr að bæta. Þá kom fram í
honum skyldleikinn við Lárus
Thorarensen, sýslumann í Skaga-
firði. Konungur vítti hann fyrir
mildi við fátækt fólk.
Alla ævi las Lárus ósköpin öll af
alls konar blöðum, tímaritum og
bókum, bæði á íslensku og erlend-